Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 9
fimmtudaginn 7. júlí 1960. 9 *>WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWiWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWtt>WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWIi Róið með Albert í Gróttu á Seltirningasvið Albert tyllir sér á mótorhúsiS, en f baksýn lögkrókalærlingurinn — Finndu, finndu! Er efeki ábyggilega eitthvað á 'hjá mér? Albert lætur færið leika í 'hendi sér, þaS ber ekfei á öðru, það er togað í á méti. Færið er dregið, það er Ijómandi falleg ýsa. Blaðamaðurinn horf- ir á hana ástaraugum, það er ást, sem efeki er endurgoldin af hálfu ýs- unnar. Innan skamms liggur hún sprifelandi í fyrirrúminu og blaðasnáp urii er farinn að sfcaka á ný, gefur þó ýsunni sinni hýrt auga við og við. Og brátt hefur lög- vitringurinn dregið föngu legan þorsfe. Sækjast sér um líkir. Og það bítur aftur á hjá blaðamannin- uim, hann er farinn að »já fyrir sér aflafréttir með stærsta le' ' sem prent- smiðjan á til. Það er ’ á bara lýsu- seiði, næstum glært í gegn. — Er ábyggilega ekk- ert hæg't að nota þetta? spyr hann vonsvikinn. — Kannske múkkinr, vilji það, segir Albert. Múfekinn situr ennþá í námunda við bátinn og fylgist með. Lýsunni er fleygt fyrir hann. En 'hainn vill þá ekki sjá hana, setur upp mæðuleg an offyllissvip og bagsar í burt eins og magaveik- ur oddborgari, sem hefur étið yfir sig og nennir ekki í fleiri veizlur. En lýsan flýtur nokfera stund á sjónum unz hún sekk- ur aftur í djúpið eins og 'hún fyrirverði sig vegna þess hvað hún er ómerfei- Ieg v era. Það er sfcafeað enn um stund í þögulli eftirvænt- ingu unz Albert fer allt í einu að skellihlæja og landkrabbarnir líta til 'hans alveg hissa. Þegar Albert hefur hlegið næg.ju sína, segir hann til skýringar: — Ég var bara að hugsa um hvað þeir hefðu sagt, formennirnir áður fyrr, ef þeir sæju til okfear núna. Hvað skyldi iþeim finnast, þess- um gömlu respektakörl- um með sitt síða skegg, að sjá til oikkar: einn stendur í fyrirrúmi brók arlaus og annar í skutn- um vettlingalaus en sá þriðji situr á einhverjum kassa og hefst ebki að. Og ef þeir vissu að við hefðum engar árar, held- ur gengi báturinn fyrir einhvers konar kaffi- fcvörn um allan sjó! Enn eru nokkrir þonsk- ar innbyrtir og ýsa slæð- ist með, lýsugreyin koma á krókinn og þeim er fleygt jafniharðan útfyrir, jafnvel múkkinn hefur fengið sig fullsaddan af lýsu. Svo dofnar yfir veið inni og Albert segir, að bezt sé að draga færin og bíða nokkra stund, það sé mikið til af for- vitni að þorskurinn komi á ferókinn og því sé gott að láta þá efcki sjá neitt nobkurn tíma. Á meðan eru kaffibrús- arnir teknir fram og nest ið, veiðimennirnir eru orðnir sársvangir og háma í sig brauðið. Al- bert lætur sér nægja baffisopa. Lítill vélbátur stefnir út flóann og það standa menn á debki. — Þeir eru sennilega að fara á ufsaveiðar, seg- ir Albert. Blaðasnápurinn veifar til þeirra, þegar þeir fara framihjá, en enginn á bátnum lyftir hendi í kveðjusfcyni, þeir standa bara og horfa með hend- ur í vösum og einn þeirra beinir sjónauka að trill- unni. — Það er ekki til neins að veifa þessum dekfebát um, segir Albert og glott ir, — þeir eru svo miklir með sig og merkilegir að þeir líta ekki við trillun- um. Og maðurinn lætur sj'ónaufeann síga og kall- ar til félaga sinna í stýr ishúsinu: — Það er kaffi hjá þeim! Það leynir sér efefei tónninn og svo siglir dekkbáturinn framhjá af viðlíka tignarlegri reisn og Queen Mary. En blý- antsnagararnir standa með brauðið sitt í hönd- unum og horfa á stolt haf'sins fjarlægjast. Svo er aftur rennt, þeg ar kaffið er búið, en þorsfeurinn virðist hafa hemil á forvitni sinni. Hann gerir ekki vart við sig. Kannske er hann líka farinn í feaffi. Albert leggur til að þeir færi sig. Lengra undan er fuglamergð á sjónum. Þar getur oft verið fiskur. Færin eru innbyrt á ný, mótorinn settur í gang og haldið þangað sem fuglinn er. En Al'bert er ekki vel ánægður. — Þetta er eintómur múkki, segir hann, — það er ebfcert að marka hann. Samt er skakað þarna dálitla stund. Albert seg- ir, að hér séu sandflákar í botninum, hann þekkir fisfeimiðin og botnlagið í Faxaflóa betur en Reyk- víkingar þekkja miðbæ- inn. Það er feippt í færið hjá blaðamanninum, rykkt í, það hlýtur að Aflinn borinn heim. vera stórhveli. Land- krabbinn bifar ekfei fær- inu hvernig sem hann hamast. Albert rýkur til. — Slíttu nú ekki fær- ið, fealiar hann og tekur línuna, — þú hefur fest í botni. Svei mér þá. Landkrabbinn verður heldur stúrinn, var stór- hvelið þá efeki annað en botninn í honum Faxa- flóa. En þá er aftur rykkt í. Albert dregur færið æfðum höndum, slafear á eftir þörfum, dregur síð- an aftur, hratt og fum- laust. Brátt glampar á eitthvað hvítt og glitr- andi í djúpinu. Það fær- ist óðum .nær yfirborð- inu og stækkar. Það er stór og mifeill þorskur, krókurinn hefur húfekazt í hann miðjan svo að hann er þyngri í drætti. Albert goggar hann og brátt liggur hann sprifcl- andi í bátnum, blóðgað- ur. Þetta hlýtur að vera með stærstu þorsfcum við strendur íslands og hann er sýnilega öskuvondur af því að einn plumpur blýantsnagari 'hefur orð- ið honum að fjörtjóni. En svona geta örlögin verið tákarleg. Það eru komin nær 50 kíló af fiski, þegar hald- ið er heim. En steinbít- urinn hefur ekki látið sjá sig. Vonandi gefst færi til að fara aftur út með Albert í Gróttu og hitta steinbítinn að máli. Ef svona dagur getur þá komið aftur. Albert kominn úr róSri og leggur bát sínum að bryggju í Gróttu. (Ljósm.: JJ). mWWHHHHWHWmWWWWWWWWiHliHHlilWimWWWWWWHWWmWWWWWmWWmiHtWmwmWWWWWWmmiHHHHimwmWWWiH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.