Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 4
4 ^ÍjMIN-N, ftomtaaagBgu?.. j'fflí. 1960. a - Þriðja grein um Vestfjarðareisu <íi - ; Um Isafjarðardjúp til Melgraseyrar Báturinn klýfur lygnuna út úr mynni Skutulsfjarðar, ölduslóðin greinist upp í landsteina. loðnum rópii. Mönnum er að verða ónotalegt. En kokkur- inn á djúpbátnum er hjálpar hella og kann ráð við slíku. Hann skenkir okkur heitu kaffi og brauði með góðu áleggi, og þá hf.nar yfir mann skapnum. Læknirirín á Súða vík heldur uppi fjörugum sam ræðum og mælir þess á milii á esperanto við dóttur sína. Það er þeirra mál. Þau eru með bíl með sér og ætla til Reykjavíkur. Og nú fer að styttast til Melgraseyrar. Við sjáum hilla undir rútuna sem stendur þar á hlaðinu. Þegar djúpbáturinn leggur að bryggjunni er bílstjórinn kominn þar með farartækið. Við stígum f land og komum okkur sem bezt fyrir í aftur- sætunum og síðan er haldið inn Langadalsströndina, Langadal og uppá Þorska- fjarðarheiði. Við höfum nú fengið kunnugan mann í bíl- ihn og hann fræðir okkur um staðhætti og örnefni. Þess á milli fer hann með þjóðleg an kveðskap og í Langadal hrópar hann „far vel, Vest- firðir!“ Þessi maður hefur átt mörg spor yfir Þorska- fjarðarheiði, þó oftast ríðandi og stundum með tuttugu hesta, sagði hann okkur. Hann var vanur að fylgja mönnum yfir heiðina. eru óbifanleg, löng og og voldug á að horfa Djúpbáturinn íeggur frá bryggju á ísafirði klukkan átfa á miðvikudagsmorguninn. Me3 honum á leið til Melgras- eyrar eru fréttamenn sem löaðu upp í þessa reisu með Vestfjarðaleið á mánudaginn og aðrir farþegar a8 vestan sem ætla til Reykjavíkur. Síð- osti farþeginn stekkur um borð þegar báturinn er kom- Inn þrjár álnir frá bryggj- unni. Það er ritstjóri Mánu- dagsblaðsins. Konur reka upp hljóö þegar ritstjórinn stekkur, og karlar slá hann á herðamar og segja — rösklega gert, Agnar. Báturinn skríður útá poll- inn, klýfur lygnuna og kjöl- vatnið skellur uppí land- steina að vestan. Hann fer í löngum sveig út með fjalls- hlíðinni að austan fram hjá Kjarvalsstöðum, þar sem Þor steinn Kjarval sat um lang- an aldur og búnaðist vel. en þar fyrir innan er nú verið að gera flugvöll, og áfram mótsvið Amardal, þar sem hann Hannibal okkar er fædd ur, eins og þeir segja á ísa- firði. Þá er Skutulsfjörður að baki og við leggjum á Djúpið. Artdstæður Snæfjallaströndin er til vinstri en hinu megin þeir mörgu og þröngu og löngu firðir, sem ganga suðurúr Djúpinu og þar er Súðavík næst ísafirði. Snæfjalla- strönd er réttnefni. Þar eru miklar fannir næstum sam- felldar hið efra en dökk hamrabelti skera sig úr hvít unni. Fjöllin eru löng og breiö og slétt að ofan, að sjón hending og voldug að horfa á, og óbifanleg. Á tvennan hátt eru þau skýlaus and- stæða hinna risháu tinda og kröppu dala sunnanvið Djúp ið, bæði hvað afstöðu og út- lit snertir. Á Snæfjallaströnd inni gæti maður vænzt þess að sjá útilegumenn á hlaup- um í fjörunni. Enginn vegur er að lýsa þeim kynlegu og sterku áhrifum sem þessi fjöll hafa á þann sem fer um ísafjarðardjúp. Hestur og Kaldalón Sunnanvið Djúpið er svip- mest það fjall sem kallast Hestur. Það er keilumyndað að neðan séð af Djúpihu en yfir miðjum hlíðum rís þverbratt ur og reglulegur hamar, eins konar stapi. Hestur minnir i fljótn bragði á japanskt eld-- fjall og sagt er að útlending ar hafi haldið að hann væri af beirri tegund fjalla. en slikt er auðvitað fjarri sanni. Við siglum milli Æðeyjar og Vigur, en nær ÆÖey og þar er komið til móts við bátinn á lítilli skektu. Það oru heima- menn í Æðey að sa;kja far- þega. F irnum er hjálpað nið ur í skektuna og menn heils ast með kossum. Djúpbátur- inn heldur áfram sína leið og við sjáum skektuna hníga og lyftast á kröppum bárum og hverfa heimundir Æðey. Það er farið að gusta yfir Djúpið, við erum að nálgast Kaldalón. — Sjáum við jökulinn? spyrja farþegar. Því var svarað játandi. Við sjáum skriðjökulinn sem geng ur ofaní dalinn en hann nær nú hvergi nærri að sjó. Efra er sjálfur Drangajökull, sam felldar ís- og snjóbreiður en sér á stöku bergsnasir uppúr hvítunni. Það er stinnur gust ur úr lóninu og skipstjórinn segir okkur að þar sé sjaldan kyrrt. Mæltu á esperanto „Kvenmannslaus í kulda og t-rekki, kúri ég volandi“. Þetta er sungið á dekkinu Umskipti Þessi heiði er ein sú lengsta og gróðursnauðasta sem við höfum farið yfir. En niðurí Þorskafirðinum skiptir um. Þar er annars konar land og annars konar loftslag. Þar eru grösin, blómin, kjarrið. Bjarkarlundur er næsti án ingarstaður á þessari leið til Reykjavíkur sem er styttri, beinni og greiðfærari en land (Framhald á 15 síðu) ViS bryggjuna á MelgraseyrL /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.