Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 3
fimmtudagmn 7^ j^Ií 1960. 3 Skipakomur Reykjavík Þessa vikuna er mikið um að vera í Reykjavíkurhöfn, en alls koma hér þrjú skip með skemmti ferðafóik. Á þriðjudag kom hér þýzka skipið Ariadne (efst t. v.). Þá kom Caronia (í miðju) hér í gær og í dag kemur Gripsholm hið sænska. Farþegar af Caroniu settu taisverðan svip á miðbæ- inn í gær. Var margt um mann- inn í minjagripaverzlunum og einkum vírtust gærur vera i miklu uppáhaldi. Gripsholm (neðst) mun koma hér í dag með 425 bandaríska farþega. Hefur skipið eins dags viðdvöl hér og heldur síðan áfram leið sinni til meginlands- ins og vfðar. Gripsholm er 23;190 lestir að stærð og mun vera stærsta farþegaskip á Norður- löndum. Gripsholm er eign sænsk ameríska skipafélagsins, en um- boðsmaður þess hér er Geir H. Zoega. — Ljósm.: TÍMINN I.M. Góð kolasala í Danmörku í gær Útflutningur á ísuðum flatfiski ætlar atS gefa gót$a raun Fyrsti kolafarmurinn sem fluttur er ísaður frá Vest- mannaeyjum til Danmerkur í sumar var seldur í gærmorg- un. Fékkst fyrir hann mjög hagstætt verð. AnnaS fisk- tökuskip er nú í Eyjum og lestar kola, og verður þessum útflutningi haldið áfram í sumar. Það var danska kæliskipið Vera Lau, sem seldi afla sinn í gær, en það fór frá Eyjum fyrir 5 dögum síðan með 67 lestir af ísuðum flatfiski, mest kola. Fiskver h.f. stendur fyrir útflutningnum, og í gærmongun fengu forráðaimenn þess þær fregnir frá Danmöku, að •helmingur aflans væri þegar seld- ur fyrir mjög gott verð. Þessara fregna var beðið með eftirvænt- ingu, en fyrirtækið virðist ætla að heppnast, þrátt fyrir ýmsa byrj unarerfiðleika. Annað skip lestar kola í Eyjum þessa dagana. 20 á dragnót Það er afli dragnótabáta, sem fluttur er út með þessum hætti, en 20 bátar stundu dragnótaveiðar frá Eyjum og afla mest flatfisk. Allir bátar eru á sjó þessa dagana, og hefur afli þeirra verið góður. Mikil atvinna er í Eyjum við fisk- verkun og þó einkum við humar, en humarbátar hafa afiað ágætlega af undanförnu. Einn reknetabátur landaði í Eyjum í gær 150 lestum. S.K.—ó. Malbikað í Eyjum Um þessar mundir eru miklar framkvæmdir í gatnagerð í Vest- .mannaeyjum. Verið er að malbika Heimaveg, og er ætlunin að mal- bifca alts um 2 km. vegalengd í sumar, en það nær að sjálfsögðu til fleiri gatna. Götur voru fyrst malbikaðar í Eyjum 1957, og stendur til að halda þessu verki áfram unz allar götur bæjarins hafa verið malbikaðar. S.K. Ritgerðir Þórbergs — Utan úr heimi Mál og menning gefur út rit um íslenzk mannanöfn Taka allar eignir NTB—HAVANA, 6. júlí. — Kúbustjórn hefur fengið heimild til að gera upptækar allar bandarískar eignir í landinu og greiða þær með ríkisskuldabréfum. Er þetta svar Kúbustjórnar við stöðv- un á sykurkaupum frá Banda ríkjunum. Von er 19 oliuskipa frá Sovétríkjunum í þessum mánuði. rekstur belgískra yfirmanna. jKafbátastöí) á Kúbu? Einn herflokkur skammt frá NTB—Washington, 6. júlí. — Leopoldville hefur algerlega1 Eisenhower forseti sagði á neitað að hlýða rikisstjórn- blaðamannafundi, að ekki inni og vildi ekki ræða við væri óhugsandi að Sovétríkin sendimann Lumumba forsæt kæmu upp kafbátastöð á isráðherra. Janessen, yfir- Kúbu, en ekki væri það senni maður hersins fór úr landi í iegt. Hann kvað fjandskap gær og- var það að beiðni Kúbustjómar við Bandaríkin Lumumba. I óskiljanlegan. Illa horfir í Kongó Veður fer batnandi NTB—Leopoldville, 6. júli. — Uppreisnarástand er í hern- um í Kongó. Innfæddir heimta hækkuð laun og brott á síldarmiðunum Eldborg fékk 700 tunnur suðaustur af Grímsey Dagsbrún mótmælir Eftirfarandl tillaga var samþykkt á stjórnarfundi í Verkamanna- félaginu Dagsbrún miSvlkudaginn 6. júlí 1960: „Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar mótmælir harSlega bráðabirgSalögum rikisstjórnarinnar um bann við löglega boSuSu verkfalli atvinnufiugmanna, og skorar á ríkisstjórnina að afnema lögin án tafar. Stjórn Dagsbrúnar vill minna alla launþega á aS hér er ekki um einkamál eins verkaiýðsfélags aS ræða, heldur er hér ráðizt á helg- asta óg jafnframt þýðlngarmesta rétt verkalýðssamtakanna — verk- fallsréttlnn. Stjórn Dagsbrúnar skorar á öll verkalýðsfélög að mynda órofa fylkingu til verndar verkfallsréttinum og tryggja að réttindi verka- lýðssamtakanna séu í engu skert". Raufarhöfn í gærkveldi. — Veður fer nú batnandi á mið- unum og bátarnir eru að tín- ast út héðan frá Raufarhöfn. Brottför þeirra flýttu fregnir af mb. Eldborgu, en hún fékk 700 tunnur í einu kasti 8 míl- ur suðsuðaustur af Grímsey Allmargir bátar voru þá einnig á þessu svæði, en ekki hafði frétzt aí afla hjá öðrum en Eldborgu. Vinnsla verksmiðjunnar hér gengur vel og er búizt við að hún verði búin að bræða allt upp úr þrónum á föstuöaginn. Verksmiðj- an hefur nú tekið á móti 46—47 þúsund málum, en á sama tíma í fyrra hafði hún enga síld fengið í gær kon^u út hjá Máli og menningu tvær bækur, sem ugglaust verða mörgum au- fúsugestir Bækurnar eru úr- val úr ritgerðum Þórbergs Þórðarsonar 1924—1959 og íslenzk mannanöfn eftir Her- mann Pálsson, ýtarleg skrá um íslenzkar nafngiftir að fornu og nýju. Ritgeröasafn Þórhergs er í tveimur bindum, hvort um sig ríflega 300 síður að stærð. — Sverrir Kristjánsson ritar all mikinn inngang að fyrra bindi um Þórberg Þórðarson og verk hans, en Sigfús Daða son hefur séð um útgáfuna og valið ritgerðirnar í samráði við höfundinn. í eftirmála segir hann m.a. að fyrir út- gefendum hafi vakað að gefa sem fullkomnasta mynd af ritgerðahöfundinum Þórbergi Þórðarsyni og hafi þrjú sjón- armið ráðið við val ritgerð- anna: Almennt sjónarmið bók- menntalegs gildis, bókmennta sögulegt sjónarmið og sögu- legt sjónarmið: hvaða giidi ritgerðimar hafa fyrir al- menna sögu tímabilsins. Rit gerðunum er skipt í flokka eftir efni, og nefnast þeir: Um kirkju og trúmál, Stjórn mál, Um tungur og bókmennt ir, Prásagnir, Kveðjur til lát inna og lifðra, í broslegu ljósi og loks rekur lestina hin kunna ritgerð 3379 dagar úr (Framhald á 11. síðu). /-------------------------------------------- Járniðnaðarmenn mótmæla Fundur í stjórn Félags járniðnaðarmanna í Reykja- vík, mótmælir harðlega bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar, um bann við löglega boðuðu verkfalli Félags atvinnuflugmanna. Stjórn félagsins lítur á þessi bráðabirgðalög sem hreina ögrun við lagalegan og hefðbundinn rétt verka- lýðssamtakanna, og skorar því á ríkisstjórnina að nema þau þegar úr gildi. Reykjavík, 6. júlí 1960 Stjórn Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík. >.___ . _______________ .. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.