Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 5
TIM W N, fimmtudagimi 7. júlí 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastióri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
, Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egili Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
„Tólf mílumar eru
búnar að vera”
Á annarri útsíðu Mbl. birtist í gær ofangreind fyrir-
sögn. Tilefni hennar var það, að brezkur togari hafði
komið til Akureyrar og fréttamaður Mbl. gengið á fund
brezku sjómannanna og átti viðtal við þá. Fréttamannin-
um segist m.a. svo frá:
„Fréttamaðurinn spurði sjómennina hvað þeir vildu
um 12 mílurnar segja.
— Þær eru búnar að vera."
Þetta svar sjómannanna gerir Mbl. svo að sínum
eigin orðum í fyrirsögn greinarinnar.
Vafalaust er það nú líka að verða meira og meira
skoðun brezkra útgerðarmanna og sjómanna, að tólf
mílurnar séu búnar að vera Linkind ríkisstjórnarinnar
og yfirstjórnar Landhelgisgæzlunnar er með slíkum
hætti, að Bretar draga þessa ályktun af henni.
Hér í blaðinu í gær var það rakið með nokkrum
dæmum, hvernig yfirstjórn Landhelgisgæzlunnar hefur
forðazt að segja frá yfirtroðslum og ofbeldi Breta innan
fiskveiðilandhelginnar að undanförnu. Fréttirnar af hin-
um sífelldu brotum og ofbeldi Breta hafa yfirleitt fyrst
borizt þjóðinni í brezkum blöðum, sem ekki hafa verið
feimin við að segja frá þeim. Yfirstiórn Landhelgisgæzl-
unnar hefur ekki sagt frá þeim, nema hún hafi verið
tilneydd og þá fyrst eftir dúk og disk. Það er alveg eins
og hún hafi viljað halda landhelg'sbrotum og ofbeldi
Breta leyndum fyrir íslenzku þjóðinni. Þessi linkind
b.efur af hálfu Breta verið skilin á þann veg, að íslend-
ingar væru að heykjast í málinu, eða m. ö. o., ,,að tólf
mílurnar væru búnar að vera“, svo að notuð séu orð
brezku sjómannanna í Mbl.
Það hefur svo að sjálfsögðu ýtt undir þetta álit Breta,
að landhelgisgæzlan er hætt að skrá þau brezk skip,
sem eru staðin að veiðum innan landhelginnar.
Bersýnilegt er einnig. að þannig hefur verið haldið á
sakaruppgjöfinni, að Bretar hafa skilið hana sem undan-
lát af hálfu íslendinga. Sakaruppgjöfin gat gert víst
gagn til þess að sýna sáttarhug af hálfu íslendinga. ef
það var jafnframt nógsamlega áréttað. að hún stafaði ekki
af undanhaldi. Þetta hefur verið vanrækt, Bretar hafa því
misskilið hana og gengið á lagið. Þeir halda að það sé
leiðin til að sigrast á íslendingum.
Slíkt er hins vegar misskilningur. Að óreyndu skal
því ekki trúað, að linkind sú, sem ríkisstjórnin hefur
sýnt undanfarið, stafi af því, að hún sé að gefast upp.
Hún hefur sennilega hagað vinnubrögðum sínum á þenn-
an hátt í þeirri trú, að þetta yrði til að sansa Breta.
Starfsaðferðir hennar hafa hins vegar haft öfug áhrif,
eins og þeir, sem raunsærri voru, hafa alltaf óttazt. í
stað þess að sýna sáttahug, hafa Bretar gengið á lagið.
Af þessu verður ríkisstjórnin nú að draga réttar álykt-
anir. Hún verður að breyta um starfsaðterðir, hætta lin-
kindinni og undanhaldinu reyna ekki að leyna ofbeldi
Breta, heldur mæta þv< með þeim ráðum, sem tiltæk
eru. Með því eina móti vinnst sigurinn.
Geri stjórnin þetta ekki. getur hún neytt þjóðina til
að grípa í taumana. íslendingar munu ekki þola lepp-
stjórn fremur en Suður-Kóreumenn. Ríkisstjórnin verður
nú að setja í sig rögg og festu og sýna í verki. að hún
sé íslenzk stjórn, en ekki leppstjórn
Hún verður að láta það sjást í orði og verki, að tólf
mílurnar eru ekki búnar að vera, þótt Bretar séu farnir
að halda það.
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
'/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
;
/
/
/
/
/
/
ERLENT YFIRLIT
Átök stórveldanna um Kúbu
Tekst Rússum að ná fótfestu viS bakdyr Bandaríkianna ?
ATHYGLI manna hefur aS
undanförnu mjög beinzt að
Kúbu og þeim atburðum, sem
hafa verið að gerast þar í olíu-
málunum Hæglega getur nefni-
lega farið svo, að þar sé aðeins
að ræða um upphaf einhverra
mestu fjárhagslegra og stjórn-
málalegra átaka, er hafa átt
sér stað milli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna.
Til þess aS glöggva sig á
þeim, er rétt að hverfa fyrst
nokkuð aftur í tímann.
Kúba var spönsk nýlenda
fram undir seinustu aldamót.
Þá gerðu Kúbubúar uppreisn
gegn Spánverjum og notuðu
Bandaríkin það tækifæri til að
grípa inn í og leiddi það til
styrjaldar milli þeirra og Spán-
verja, er lauk fljótt með ósigri
þeirra síðarnefndu. Kúba var
síðan hernumin af Bandaríkj-
unum, en hlaut sjálfstæði að
nafni til 1902, en Bandaríkin
höfðu áfram rétt til að skerast
þar í innanlandsdeilur, ef þeim
þætti þurfa og gerðu það síð-
as't 1917. Síðan 1934 hefur
Kúba haft fullt sjálfstæði.
Alllöngu áður en Spánverjar
voru hraktir frá Kúbu, byrjuðu
bandarískir auðhringar að ná
fótfestu á Kúbu, en þó fyrst
fyrir alvöru eftir að landið
komst undir bandarísk yfirráð.
Síðan hafa þeir eflt' aðstöðu
sína þar stöðugt, og má segja,
að flestar stóreignir þar hafi
lent í höndum þeirra, m. a.
helztu sykurekrurnar, en sykur
er aðalframleiðsluvaran á
Kúbu. Bandarísku auðhringam-
ir hafa grætt offjár á þessum
eignum sínum, en því er ekki
að neita, að fyrir atbeina
þeirra hafa ýmsar verklegar
framfaiir orðið meiri en ella.
Þótt amerisku auðhringarnir
hafi ekki haft bein afskipti af
stjórnmálum á Kúbu, hafa þeir
oftast ráðið bar bak við tjöldin,
en allajafna hefur Kúba búið
við meira og minna spillta ein-
ræðisstjórnendur. Einna verstur
þeirra var Batista, er fór með
völd næst á undan Castro, en
hann átti völd sín ekki sízt
bandarískum auðhringum að
þakka, og studdu þeir hann
meðan fært var.
Þáð liggur í augum uppi, að
ai'ðrán bandarísku auðhring-
anna hefur notið lítilla vin-
sælda á Kú'bu, og vegna starf-
semi þeirra er það létt verk
fyrir Castro að halda uppi and-
stöðu gegn Bandaríkjunum.
ÞEGAR CA.STRO brauzt til
valda á Kúbu fyrir hálfu öðru
ári, var því almennt fagnað
meðal frjálslyndra manna í
Bandaríkjunum, því að stjórn
Batista var orðin mjög illræmd
þar. Castro hafði talað þannig,
að vel mátti ætla að hann væri
frjálshuga umbótamaður, sem
beitti sér fyrir ýmsum félags-
legum kjarabótum og hefði
það ekki vakið neitt gremju
Bandaríkjamanna almennt, þótt
það hefði verið gert á kostnað
auðhringanna að meira eða
minna leyti.
Eftir nokkurt skeið tók þó
að bera á því, að leiðir Castros
og Bandri'íkjamanna lágu illa
saman. Bandaríkjastjórn gat
ekki veitt Cstro þá aðs'toð, er
hann vildi, m.a. vegna tillits
til afturhaldsstjórna í öðrum
löndum Mið- og Suður-Amer
íku, er óttuðust áhrifin frá
byltingu hans. Auðhringarnir,
Castro, einræðisherra Kúbu, talar oft klukkustundum saman í sjónvarp.
Hér sést hann vera að halda eina af sjónvarpsræðum slnum.
sem höfðu hagsmuna að gæta
á Kúbu, reyndu líka eftir
megni að spilla fyrir honum,
einkum þó eftir að hann fór
að láta ríkið taka ýmsar eignir
þeirra, einkum stórjarðir, eign-
arnámi. Þá beitti og stjórn
hans sízt minna ofbeldi og harð
ræði en stjóm Batista hafði
gert. Stjórnarhættirnir urðu
jafnvel enn ófrjálslegri en þeir
höfðu áður verið. Sameiginlega
gerði þetta það að verkum, að
sambúð Castros og Bandaríkj-
anna fór stöðugt kólnandi, en
Castro sneri sér í staðinn meira
að Rússum, og kommúnistar
fengu vaxandi hlutdeild í stjórn
hans. Fyrir nokkrum mánuð-
um gerði hann allstóran við-
skiptasamning við Rússa, m.a.
um kaup á olíu. Bandarísku og
brezku olíuhringarnir hugðust
að hindra þetta með því að
neita um, að rússnesk olía yrði
hreinsuð í stöðvum þeirra.
Þetta leiddi til þess að Castro
lét ríkið taka olíuhreinsunar-
stöðvar hringanna eignarnámi
fyrir fáum dögum, og hefur nú
byrjað rekstur beirra undir
stjórn rússneskra sérfræðinga.
AF HÁLFU Bandaríkjanna
er nú mjög rætt um, hvað helzt
skuli grípa til ráða til að koma
í veg fyrir, að Rússar festi sig
í sessi á Kúbu, sem er rétt við
bakdyr Bandarikjanna, eins og
það hefur oft verið orðað. Full
víst er talið, að þeir muni
stöðva alla olíuflutninga til
Kúbu, en hins vegar þykir
sennilegt, að Rússar geti séð
Kúbu fyrir nægri olíu, svo að
þetta muni ekki koma að sök.
Þá ræða Bandaríkjamenn um
að hætta að kaupa sykur frá
Kúbu, en þeir hafa keypt
helming framleiðslunnar þar að
undanförnu fyrir nokkru hærra
verð en fáanlegt er á heims-
markaði. Eisenhower hefur nú
fengið heimild þingsins til þess
að hætta þessum kaupum og
hafa þau verið stöðvuð til
bráðabirgða. Þetta getur orðið
áfall fyrir Kúbu, en þó getur
Castro sennilega komizt yfir
það, ef Rússar hjálpa honum.
Enn er ekki fullráðið hvað
Bandaríkjamenn gera. Þeir
verða að fara mjög varlega í
því að beita efnhagslegum
þvingunum, því að það getur
mælzt ilia fyrir í Suður-Amer-
íku, Asíu og Afríku. Sama
gildir um heinaðarlega íhlut-
un. Ef til vill myndi þá líka
Castro biðja Rússa um hjálp
og þeir gætu illa neitað henni.
Bandaríkin hafa nú flota-
stöð á Kúbu og hefur Castro
enn ekki krafizt þess, að þau
legðu hana niður. Við því er
hins vegar búizt, að hann krefj
ist þess þá og þegar, ef sam-
búð hans og Bandaríkjamna
batnar ekki, og hóti jafnvel
með því að gera hernaðarbanda
lag við Rússa, ef Bndaríkja-
stjórn verður ekki að kröfum
hans.
CASTRO er þannig Banda-
ríkjamönnum mikið vandamál
um þessar mundir. Það eykur
á þennan vanda, að eifitt er að
sjá hvert hann raunverulega
stefnir og hve traustur hann
reynist ' sessi. Bandaríkjamenn
viðurkenna yfirleitt, að hann sé
ekki kommúnisti, en hann sé
öfgafullur hugsjónamaður og
draumóramaður, sem vel gæti
hafnað þeiiTa megin. Eins og
stendur, nýtur hann vafalaust
mikillar alþýðuhylli á Kúbu,
m.a. vegna eignatöku stórjarða,
er hann hefur látið í hendur
samvinnufélaga landbúnaðar-'
verkamanna. Hættan getur m.
a. verið sú, að þótt Castro ætli
sér ekki að gerast háður komm
únistum, þá verði hann það ó-
afvitandi meira og minna, og
þeir steypi honum svo úr stóli,
ef þeir ta bolmagn til þess.
Hver, sem verður framvinda
mála á Kúbu, er það víst, að
hún er Bandaríkjunum lexía
um að endurskoða afstöðu sína
til málefna Suður- og Mið-Am
eríku. Ef þau halda áfram að
vernda þar illa fengna hags-
muni bandarískra auðhringa og
styrkja afturhaldsmenn eins og
Batista til valda, getur brátt
orðið sama ástandið í gervallri
Mið- og Suður-Ameríku og nú
er á Kúbu. Fyrir Bandaríkin
skiptir höfuðmáli, ef vel á að
fara, að frjálslynd og umbóta-
sinnuð framfaraöfl taki foryst-
una í þessum löndum. áður en
það er orðið of seint. Þ.Þ.
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
f
/
/
'/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
r
/
/
/