Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.07.1960, Blaðsíða 11
11 TÍMINN, ftmmtadagiim 7. júlí 1960. Júní-bók AB: Dagbók í íslandsferð Út er komin hjá Almenna bókafélaginu júní-bók félags ins, DAGBÓK í ÍShANDS- ■ FERÐ 1810, en höfundurinn er skozkur lœknir, dr. Henry Holland. Þýðandi er Steindór Steindórsson frá Hlöðum, og hefur hann einnig samið skýr ingar og ritað. itarlegan for- mála, þar sem gerð er grein fyrir höfundinum og sam- ferðamönnum hans. Dr. Holland ferðaðist hér um sumarið 1810 ásamt skozka vísindamanninum Sir George Mackenzie, lækna- stúdentinum Richard Bright og Ólafi Loftssyni, túlk og leið Sögumanni. Árið eftir, 1811, gaf Sir G. Mackenzie út vandaða bók um ferðina. Var hún prýdd mörgum myndum, sem þeir félagar höfðu teiknað hér. — Varð ferðabók Mackenziez ein af kunnustu bókum um ís- land, kom .alls út í 4 útgáf- um í Englandi, en var auk þess þýdd á önnur mál. En þó að dagbók dr. Hol- lands sé engu síður merkileg er ferðabókin og nákvæmari, einkum að því er snertir þjóð ina sjálfa, hefur hún verið ókunn til þessa, og er í fyrsta sinn, sem hún kemur fyrir almennings sjónir. Afkomend ur dr. Hollands hafa varð- veitt handritið, en síðastliðið ár gaf sonar-sonar-sonur hans, David Holland það Landhelgin (Framh. ai 1 siðu). ' fiskveiðitakmarkanna við Ing ólfshöfða. Tók togarinn þegar á rás út og nam ekki staðar . þrátt fyrir stöðvunarmerki : ’og aðvörunarskot varðskips- ins, fyrr en hann var kom- inn langt út fyrir takmörkin. Nokkru siðar kom brezka her skipið Palliser á vettvang og hófust þegar viðræður milli ‘þess og varðskipsins um mál ið. Stóðu þær langt fram á nótt og hófust aftur í morg- , -un. Kvaðst herskipið myndi tilkynna stjórn sinni atburð- tnn og beið varðskipið því á- - •tekta. Á meðan sigldu skipin öll þrjú austur með landi. - Um hádegi í dag bað Þór brezka herskipið um endan- ■ legt svar við þeirri kröfu sinni, að herskipið hætti að hindra eðlileg skyldustörf yarðskipsins. Kvaðst þá brezka herskipið hafa skýr fyrirmæli þess efnis að það viðurkenndi ekki rétt Þórs til handtöku togarans, þar sem allur atburðurinn hefði farið fram á opnu úthafi ag þeirra „ _dómi. Mótmælti skipherra -.-.Þórs þessu þegar í stað en án ->..árangurs. Ætlaði togarinn þá .. aö fara að hefja veiðar á ný, en hætti við það, setti stefn una til hafs og tilkynnti her skipinu að hann ætlaði til Bretlands. Hélt Þór og Palli- ser í humátt á eftir honum, þar til hann var kominn um 100 sjómílur frá landi. Hætti Þór þá eftirförinni eftir enn- þá einu sinni að hafa endur- tekið mótmæli sín yfir afskipt 'úm brezka herskipsins. Veður var frekar slæmt, sér staklega síðdegis í gær, en þá 'voru allt að 8 vindstig á aust an við Ingólfshöfða. Landsbókasafninu, s&m hefur góðfúslega leyft Almenna bókafélaginu að gefa það út. Dr. Holland skrifar dagbók sína jafnóðum, svo að frásögn hans er öll fersk og lifandi. Hann lýsir smáatvikum af ná kvæmni, er berorður um menn og málefni og virðist furðu réttsýnn í dóumm. Eru skrif hans öll hin merkilegustu og er hér vafalaust um að ræða gagnmerka heimild um ís- land og íslendinga, jafnframt sem dagbókin er bráðskemmti leg aflestrar. Almannagjá, Þjóðgata, Leidí f viðtali við fréttamenn í gær sagð'i Hermann Pálsson, Iektor í Edinobrg, sitthvað af undarlegum nafngiftum íslenzk um. Sumar konur eru kenndar til ömefna og tekst oft misjafn lega eins og þegar stúlkuböm eru skírð Almannagjá eða Þjóð- gata. Ein mær var skírð Sigríð- ur Panamaskurður, — hún fæddist á skipsfjöl þar í skurð- inum. Og enska sækir á í nafn- giftum. Tvö meyböm vora fyrir skemmstu skírð Cozy og Leidí, — með þeirri stafsetningu, sem hér er höfð. Ritgerðir Þórbergs (Framhald af 3. síðu). lífi mínu. Bókin er einkar vel úr garði gerð með skemmti- legri kápu eftir Hafstein Guð mundsson prentsmiðjustjóra. Nöfn og ónefni í formála að nafnabók sinni segir Hermann Pálsson að þar séu skráð flest þau nöfn sem íslenzk teljast að landslögum og fomri venju. Meginefni bókarinnar er ítar legar skrár um karlanöfn og kvenna — en auk þess er birt sérstök skrá um aðskotanöfn og auknefni, samsett nöfn og viðliði nafna. Þá ritar Her- mann í upphafi bókarinnar um lög um mannanöfn og sögu nafna. í viðtali við fréttamenn í gær gat hann þess að í bókinni væru skráð um 2300 nöfn, en það væri akki meir en þriðjungur allra islenzkra nafna ef tínd væru til öll ónefni og nafnskrípi. wviar bækur í haust Kristinn E. Andrésson sagði fréttamönnum frá hinum nýiu bókum í gær og gat um 'eið nokkurra sem væntanleg ar eru í haust. Þá kemur út heildarútgáfa af ljóðum Snorra Hjartarsonar, en fyrri bækur hans eru löngu uppseldar. Ný Ijóðabók kem ur eftir Guðmund Böðvars- son, og fyrsta Ijóðabók Jako- bínu Sigurðardóttur. Enn fremur ný skáldsaga eftir Halldór Stefánsson: Sagan af manninum sem steig ofan á höndina á sér. —ó. ■ : K AHLA •V*V%V*V**V*V*V*V*V‘V*V*V*X*X Bifreiðastjórar Opið öil kvöld. helgar og virka daga, frá kl. 8 f h. til kl. 11 e.h. Hjólbarðaverkst. Hraunholt v/ hliðma á Nýtu sendibíla stöðinri við Miklatorg. Bændur Öxlar með vöru og fóiks- bílahjóium. vagnbeizli og grindur kerrur með =turtu- beisli án kassa. fæst hjá okkur Kristjári, Vesturgötu 22, Reykjavík. sími 22724 Sigurðui Ólason og Þorvalour Lúðvíksson Márflutningsskrifstofa Austurstræti 14 Simar 15535 og 14600. bílar tí1 sölu á sama stað. — Sk:pti og hagkvæmir greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hendi BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN Amtmannsstig 2T Símar 16289 og 23757. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 104., og 105. tbl Lögbirt- ingablaðsins 1959, á húseigmnni nr. 32 við Soga- veg, hér í bænum. þingl. eign Árna Árnasonar, fer fram eftir kröfu Árna Stefánssonar hdi , Lands banka íslands vegna Lánadeildar smáíbúða, TJt- vegsbanka íslands og bæjargialdkerans í Reykja- vík, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12: júlí 1960, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.