Tíminn - 16.08.1960, Síða 4
t
T í M I N N, þriðjudaginn 16. ágúst 1&60.
AIVWV.,AVMVftViWW.WMVJft,MWWiW.ViV.,^AW.VW.V.V.V.V.V.,.V.V.V.,.V.,.,.,.V.ViV,V.,.,.,.ViV.V.V.W>WA,.V.V.VAW,j!i
Blaðinu barst í gærmorg-
un ágæt lýsing á þeim at-
burSi, er ungfrú Sigríður
Geirsdóttir — Siggry —
eins og blöðin vestra kalla
hana gjarnan, hlaut heið-
urstitilinn „Miss Photogen-
ic" eða bezta fyrirsætan.
Er greinin rituð af íslenzk-
um manni, Þórði Kárasyni,
sem viðstaddur var keppn-
ina, og er ræðuhöldum
fegurðardísanna einkar
skemmtilega lýst í grein-
inni, sem hér fer á eftir:
„Los Angeles 11, ág. 1960.
Þag er ánægjulegt að
vera íslendingur, sagði
Spegillinn forðum. Þau orð
áttu sannarlega við í gær
kvöldi, 10. ágúst, er fulltrúi
íslands ungfrú Sigríöur
Geirsdóttir, Reykjavík tók
bæði aðalverðlaunin fyrir
beztu ræðuna og framkomu
í sínum flokki þar sem y3
keppenda kom fram j þjóð
búningum og jafnframt
hlaut hún aðalverðlaunin
sem bezta fyrirsæta fyrir
ljósmyndara og blaðamenn.
Daginn áður hafði hún orð
ið sigurvegari þar sem y3
hluti keppenda kom fram
í tennisfötum (playsuit).
Baðfatakeppnin er ekki
lengur i tízku, og margt
er breytt frá fyrri árum.
Nú fer áðalkeppnin frám
á 3 kvöldum þar sem til-
högun er alltaf eins, þann
ig að y3 keppenda kemur
fram í tennisfötum, y3 í
kvöldkjólum og y3 í þjóð
búningum. Þrjú aðalverð-
launin eru veitt á hverju
kvöldi, ein í hverjum flokki
og er Sigríður þegar búin
að sigra i tveimur þeirra.
Er það ekki aðeins íslenzkt
met, heldur óvanalegt hér
og sýnir að nú hafa íslend
ingar verið sérlega heppn-
ir með fulltrúa sinn að hin
um fyrri fulltrúum ólöstuð
um.
Hinn 3000 manna salur
í Hinicipal Auditorium var
þéttskipaður þetta kvöld og
a Sigríðar Geirsdótt-
nr þótti hin skörulegasta
öll dagskráin, sem stóð yfir
rúma 3 tima fór fram með
hraða og öryggi. Eftir að
stjórnandinn, Byron Palm-
er, þekktur sjónvarpsmað
ur og söngvari, hafði kynnt
dómarana, sem allt voru
fræg nöfn frá mörgum lönd
um, stormuðu fegurðardís
irnar fram í salinn og tritl
uðu fram og aftur eftir
langborðum meðan hljóm
sveitin lék lög úr Carmen.
Allar voru þær í kvöld-
kiólum í þetta sinn. Sig-
ríður vakti greinilega .mikla
hrifningu enda orðin þekkt
meðal áhorfenda og frétta
manna, vegna fyrstu verð
launanna daginn áður.
Næst var hver einstakur
flokkur sýndur 16 — 18
stúlkur í sams konar klæðn
aði voru þó kvöldkjólarnir
mjög mismunandi. Kepp-
endur gengu sams konar
leið og spöruðu vitanlega
ekki að doka vel við fyrir
framan dómarana og er
þetta allt með líku sniði
og vant er. Milli flokka-
sýninganna voru ýmisleg
skemmtiatriði og er þessu
öllu sjónvarpað eins og
kunnugt er.
AðalnúmeriíS og síðast,
var sá flokkurinn sem kom
í þóðbúningunvm og var
hjörð- Sigríður var sú eina
sem var í bláum klæðnaði.
Var hann vissulega falleg
ur og áberandi álikur hin
um; einfaldur, látlaus og
smekkegur. Margir þjóð-
búningamir voru fallegir
en sumir herfilegir, þannig
minntu sumar arabaþjóða
dísirnar mest á galdranorn
úr Hans og Grétu. Búning
arnir úr gamla testament
inu eru óhugnanlegir fyrir
Norðurlandabúa.
Þ6r(5ur Kárason.. sem viðstaddur var keppnina
á Langasandi segir trá atbur'ðum.
Forseti Blaðamannafélags Los Angeies afhendir ungfrú Sigríði verð-
launabikarinn í keppninni um titilinn JAiss Photogenic.
Þá hófst ræöuflutningur
inn og var hann eins mis-
jafn og búningarnir. Yfir-
leitt gekk þeim ekki vel og
var ensk’an þeim erfið þó
ræðan væri löngu samin
of æfð. Sumar töluðu sitt
eigið mál að mestu og
sluppu þær sýnu betur, en
stjórnandinn las enskutext
ann á eftir. Ræðan var 3
—6 mínútur hjá flestum.
Miss Holland var mjög ó-
heppin. Ræðan var lang-
dregin og illa flutt en hún
vildi ekki gefast upp. Áður
en hún var hálfnuð var hún
búin að missa tökin á á-
heyrendum. Hún var brjóst
umkennanleg, þar sem hún
stóð á tréklossunum og ætl
aði aldrei að hætta. Sumar
misstu málið alveg og urðu
að segja amen á undan efn
inu.
Sigriður var 4. í röðinni
og var ræðan vel samin og
flutningurinn prýðilegur.
Hún kom mönnum strax í
gott skap með því að segja
að þó íslendi'ngar hefðu
eins góð eldhús og eldhús-
tæki og í U.S.A. væru karl
menn i U.S.A. natnir viö
húsverk að því er sér virt
ist og e.t.v. liprari við þau
störf en karlmenn á ís-
landi. Var þá hlegið hjart
anlega og hélt hún þeirri
stemningu úr því. Sigríður
gerði glögga grein fyrir
sögu þjóðar sinnar, minnt
ist á elzta þing veraldar,
handritin o. sv. frv. Pékk
hún að launum mikið lófa
klapp, og meira en aðrar,
að verðleikum. Sú sem var
líklegust til að veita Sig-
ríði harða keppni, var Miss
Israel, sem talaði óaðfinn
anlega, en Miss Noregur
var sæmileg en vantaði
reisnina. Hana hafði Sig-
ríður og gerði það gæfumun
inn. Það kom því áhorfend
um ekki á óvart þegar úr-
slitin voru tilkynnt við mik
il fagnaðarlæti. Skoðun
dómara og áhorfenda fór
greinilega saman. Ungfrú
ísland þakkaði heiðurinn
með fáum velvöldum orð
um, þar með hlaut hún
þriðja verðlaunagripinn i
keppninni og gat vissulega
með sanni sagt: — Allt er
þegar þrennt er.
Áður um kvöldið hafði
forseti blaðamannafélags
Los Angeles, James C. Mc
Namara afhent Sigríði ljós
myndaraverðlaunin við mik
il fagnaðarlæti. Var það
um 3 feta hár gullsleginn
bikar. Ljósmyndarar vildu
(Framh á 15 síðu.)
!■■■■■■■■■
VAV.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.VaV.V.V.V.V.V.VJ
I, .
INNBUSG
Hvaðer verðmæti hiutanna úr almennu innbúi,
sem eru nú í sýningargiugga Máiarans
í Bankastræti.
Getraun þessi á að vekja sérstaka athygli á, að verðmæti
allra hluta hafa stórhækkað í verði síðustu mánuði Hún á líka
að minna á, að brunatryggingarupphæðin þarf að vera í sam-
ræmi við verðmæti innbúsins. Margt fólk hefur misst eigur
sínar í eldsvoða og hafið innkaup á ný íyrir tryggingarupp-
hæðina.
VERÐLAUN K R. 5.000,—
•& Sá þátttakandi, sem getur upp á réttu verðmæti
fær í verðlaun kr. 5.000 —
Ef fleiri en einn senda rétt svar verður dregið milli
þeirra um verðlaunin.
•& Komi ekkert rétt svar fær sá verðlaunin,sem verður næst
réttu svari.
ýV Úrslit getraunarinnar verða auglýst í dagblöðum
bæjarins.