Tíminn - 03.09.1960, Side 2

Tíminn - 03.09.1960, Side 2
2 TÍMINN, laugardagúin 3. september 1960. Nýjungar í starfi málaskélans Mfmis Málaskólinn Mímir er í þann veginn að hefja vetrar- starf sitt. Verður kennsla auk- in allmikið í vetur og teknar upp nýjungar. Hafa tveir kennarar verið ráðnir til skól- sns frá Englandi og aflað r.ýrra tækja til barnakennslu. Forstöðumaður skólans, Ein ar Pálsson, skýrði fréttamönn um frá helztu nýjungum í starfi skólans f fyrradag. Er þess fyrst að geta aö í ár verða barnaflokkar fastur lið ur i skólahaldinu, en kennsla Kennaraþing á Akureyri Áttunda þing Sambands norðlenzkra barnakennara var sett á Akureyri I gær- morgun. Formaður sambands ins, Þórarinn Guðmundsson, flutti setningarávarp, en for setar þingsins voru kjörnir þeir Hannes J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri, og Jón Kristjánsson, Víðivöllum. Þá flutti dr. Broddi Jóhannesson erindi um hlutverk kennara og skóla og menntun kenn- ara. í gær fluttu einnig er- indi þeir Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi og Gestur Þorgrimsson. Þá hófst og leið beihing í teiknikennslu og meðferð lita. Kennari er Einar Helgason, en Stefán Kristjánsson íþróttakeivnari leiðbeinir um leikjakennslu. í gær var sömuleiðis opnuð bóka- og áhaldasýning sem ríkisútgáfa námsbóka stend- ur að. — Um 70 manns sækja þingið og stendur það fram á sunnudag. I.G. hófst í þeim í fyrra í tilrauna skyni. Hafa nn verið ráðnir tveir kennarar frá Englandi til að veita þeim forstöðu og fengnar sérstakar kenslubæk ur við hæfi barna. Er ætlun- in að myndist fastur skóli, sem börn geta sótt á öllum stigum aldurs og kunnáttu. Þá verður opnuð deild fyrir iðnaðarmenn, sem sérstak- lega þurfa að kynna sér enskt tæknimál. Eftir jól verður ný deild opnuð, ætluð þeim, sem . aðstoðar þurfa við vegna prófa í skólum í ýmsum tungu málum. Verður þar lögð á- ( herzla á byggingu málsins og skýringar á íslenzku. Kvöldnámskeið Tungumálakennsla fyrir fullorðna verður að kvöldinu eins og verið hefur undan- farið. í vetur verða kennd ellefu mál: enska þýzka, franska, spænska, ítalska, danska, norska, sænska, holl- enzka, rússneska og íslenzka fyrir útlendinga. Kennarar verða 16 auk skólastjóra. Skólamiðlun Þá mun Málaskólinn Mímir taka upp upplýslngaþj ónustu um erlenda skóla. Verður skrifstofa Mímis opin vissa tíma dags og upplýsingar gefn ar um skóla og námskeið er- lendis. Verður reynt að afla upplýsinga frá sem flestum löndum, en auk þess hefur Mímir gerzt umboðsaðili Evr- ópuskólans hér á landi. Sá skóli sér nemendum fyrir kennslu og dvöl í flestum Evrópulöndum. Upplýsinga- þjónustan tekur til starfa um miðjan októher, en kennsla hefst í skólanum um mánaðamót. -ó Kjördæmisþing Vesturlands- kjördæmis hefst að Varmalandi, Stafholtstungum, kl. 2 e.h. f dag. Aðalfundur Framsóknarfélags V-Skaftafellssýslu verður haldinn að Hrffunesi í Skaftártungu sunnudag- inn 11. sept. n. k. og hefst hann kl. 3 s.d. Þess er vænzt að Framsóknarmenn fjölmenni og piæti stundvíslega. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi Ákveðið er að halda kiördæmaþing Framséknarmanna í félagsheimilinu í Kópavogi laugard. 1 okt. n. k Hefst þinghaldið kl. 2 e. h. Þau félög Framsóknarmanna í Reykjaneskjö>-dæmi, sem ekki hafa ennþá lokið kiöri fulltrúa á kjördæmaþingið eru beðin að hraða því og tilkynna Jóni Skaftasyni, Álf- hólsveg 24 Kópavogi um nöfn fulltrúa. UNDIRBÚNINGSNEFND Millibæjakeppni í 200 metrunum Innan Norrænu sundkeppn innar keppa sín á milli íbúar Selfoss og Húsavlkur. íbúar beggja staða njóta nú nýreistra sundstaða. Er mikil aðsókn að báðum þess um sundstöðum og margir hafa þegar synt- 200 metr- ana. Héraðssamband ungmenna félags Eyjafjarðar hefur út- vegað bikar, sem heitinn er þvi ungmennafélagi, sem til- tölulega á flesta félags- menn sína þátttakendur í Norrænu Sundkeppninni. Slökkvilið og lögreglulið Reykjavíkur keppa sín á milli um það, hvort liðið leggur fram flesta þátttakendur í Norrænu Sundkeppnina. Sig- urvegararnir hljóta að laun um bikar, sem lögreglan hef ur útvegað. Nýtt verzlunarhús opnað í Hveragerði í gærmorgun opnaði verzl- unin Reykjafoss í Hveragerði nýja verzfun þar á staðnum. Verður verzlunin rekin með kjörbúðarsniði, og er öll til hinnar mestu fyrirmyndar. Verzlunin Jleykjafoss var stofn- uð árið 1941. Var þá fyrst rekin cin verzlun með alls kyns vörur Meðal þeirra, sem synt hafa 200 metrana í suncjjaug Rieykjaskóla við Hi'útafjörö er Björn Guðmundsson, fyrr- verandi skólastjóri Héraðs- skólans að Núpi. Björn er nú á 83. aldursári. í Árnessýslu hafa íbúar heilla sveita leigt sér rútubil og skroppið á næsta sundstað og synt þar 200 metrana. Rekstri Tjarnar- cafés breytt Talsverðar breytingar hafa nýlega verið gerðar á veitinga staðnum Tjarnarcafé, sem Reykvíkingum er kunnur frá fornu fari. Var staðurinn opn- cður í gærkveldi og verður framvegis opinn á hverju kvöldi, svo og í hádeginu fyrir matsölu alla daga Tjarnarcafé hefur undanfarin 26 ár fyrs-t og fremst byggt afkomu sína á leigu salanna til ýmissa fé- laga og stofnana, en nú verður tekið upp nýtt fyrirkomulag á rekstrinum. Verður húsið opið fyrir „restauration" á svipaðan hátt og önnur veitingahús í Reykja vík sem hafa vínveitingaleyfi. Barinn stækkaður Talsverðar breytingar hafa orðið á barnum. Hefur sá hluti salarins sem næstur er barnum verið hólf- aður af og þar komið fyrir ný- jtízku sófum og borðum. Eru þar isæti fyrir 25—30 manns. Er frá- 'g.ingur á þessu allur hinn bezti. Eins og áður getur verður húsið inú opið öil kvöld. Miðvikudagur ei „þurr dagur“ svo sem kunnugt jer en húsið verður opið engu að síður. Verður þá hægt að fá létt vín með mat frá kl. 7—9. Á föstu- dogum og laugardögum er Tjarn- arcafé opið til kl. 1 eftir miðnætti, og þau kvóid mun hljómsveitin byrja að ieika kl. 8 e.h. Ný hljómsveit hefur verið feng- in og er það NEO tríóið. Hljóm- sveitarstjóri er Kristinn Vilhelms- son. Áherzla verður lögð á góða þjón ustu og mat. Yfirþjónn er Davíð Þorláksson, en hann hefur starfað við Tjarnareafé í 27 ár. Fram kvæmdastjóri staðarins er Örnólf- ur Árnason. tn ársins 1951 en þá bætti félagið við sig annarri verzlun. Hefur veizlunin síðan verið rekin í tveim ur deildum, kjöt og nýlenduvörur annars vegar en vefnaður, búsá- höld og bókadeiid hins vegar. Framkvæmdir við hið nýja verzl unarhús hóíust í ágústlok 1959. Húsið teikniði og byggði Stefán J. Guðmundsson byggingarmeist- ari í Hveragerði. Járnateikningar gerði Halldór Pálsson, rafmagns- teikningu Páll J. Pálsson, og raf- lagnir annaðist Guðjón Pálsson rsfvirkjameistari í Hveragerði. Loftlýsingu annaðist Erik Mickal- ik, litaval Eggert Guðmundsson og um málningarvinnu sá Sigurjón Vilhjálmsson. Hitakerfið var lagt af blikksmiðjunni Vogi í Kópa- vogi, en Trésmiðjan h.f. í Hvera- gerði annaðist tréverk. Múrverk og mósaíklagning var unnið af Ey- þóri Ingibergssyni. Framhlið húss- ins er skreytt mósaík og var upp sett af Húspiýði h.f. í Reykjavík, en teikningu að henni gerði Leif- ur Blomsterberg arkitekt. — Ofna smiðjan í Reykjavík smíðaði hill- ur og „eyjar" í verzlunina og Valdi mar Jónsson annaðist dúklagn- ingu. Verzlunin er öll til hinnar mestu fyrirmyndar í útliti og skipulagi. Verzlunarsfjóri er Krist- ján H. Jónasson, en auk hans eru í stjórn Reykjafoss h.f. þeir Björn Jónsson, Reykjavík og Ragnar G. Guðjónsson. Héraðsmót í Hónavatnssýslu Hvammstanga, 1. sept, — Framsóknarmenn í Vtestur- Húnavatnssýslu héldu hina árlegu sumarhátíð sína að fé lagsheimilinu Ásbyrgi s. 1. sunnudag. Ræðumenn á sam- komunni voru alþingismenn- irnir Ólafúr Jóhannesson, Björn Páls-son og Skúli Guð- mundsson, ásamt Jóhannesi Jörundssyhi. Miki® fjölmenni sótti samkomuna og tóku menn vel ímdl” •ná* ræðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.