Tíminn - 03.09.1960, Page 3

Tíminn - 03.09.1960, Page 3
i TÍM’tNN, laugardaginn 3. scptembcr 1960. Krústjoff kom til Helsinki í gær Ræför vií Kekkonen á sunnudag Um kl. þrjú í gærdag kom Nikita Krústjoff forsætisráð- herra Sovétrikjanna til Hels- inki. í föruneyti hans voru margir rússneskir embættis- menn og ^endiherra Finnlands í Moskva. Fulltrúi finnska ut- enríkisráðuneytisins tók á rnóti Krústjoff, er hann fór yfir landamæri ríkjanna. Er Krústjoff kom á járnbraut- arstöðina í Helsinki tóku á móti honum Kekkonen forseti, Sukse- lainen forsætisráðherra, Törn- gren utanríkisráðherra og forseti finnska þjóðþingsins, Fagerholm. Kekkonen forseti bauð Krústjoff velkominn til Finnlánds og kvaðst vona, að heimsókn hans myndi enn styrkja vináttubönd Finna og Sovétríkjanna. Krústjof|/ sagði í svarræðu sinni, að hann væri kom ir,n til Finr.lands þeirra erinda e;nna að óska Kekkonen til ham- irgju með sextugsafmælið. Veizlur og ræðuhöld Krústjoff og fylgdarlið hans mun halda til í Bjallbo höllinni og halda þeir beint þangað frá járn- brautarstöðinni. Bjallbo höllin er annars aðsetur finnska forsætis- ráðheri'ans, sem mun halda Krúst- joff veizlu strax um kvöldið. En í býti á laugardagsmorgun ri.un Krústjoff halda til forseta- hallarinnar og óska Kekkonen til hamingju með afmælið og forset- inn býður honum svo í hádegis- verð. Ekki fá nema fáir útvaldir að vera í þeuri veizlu. En þar með er veizluhöldunum ekki lokið. Önnur verður um kvöldið á laug- ardaginn og mun Sukselainen halda þar aðalræðuna. Þá er röðin komin að Krústjoff sjálfum. Á sunnudaginn býðurj hann til hádegisverðar í sovézka' scndiherrabústaðnum í Helsinki eftir að hala rætt við Kekkonen fyrr um morguninn. Þá er gert ráð fyrir að Krústjoff haldi heim- leiðis. Grasm]öli($ (Framh. af 1. síðu). upp verksmiðju til framleiðsl unnar þar eystra. Grasmjöl ið er fergt í töflur og notað í fóðurbæti, og má geta þess að íslenzka grasið er talið mjög gott til framleiðslu sem þessarar. Er þess því að vænta oð íslenzkt grasmjöl mundi hvergi standa erlendri fram- leiðslu að baki nema síður væri. Mun jafnvel í ráði að hefja framleiðsluna á kom- andi sumri, eða a.m.k. rækt- un og byggingu verksmiðju. Cráðið um staðsetningu Blaðið bar þessa fregn í gær undir Helga Þorsteinsson f ramkv.stj óra. Kvað hann það rétt vera að þessi ráða- gerð væri uppi, og hefði síð- asti aðalfundur SÍS veitt stjórn sambandsins heimild til að kanna og undirbúa slík an rekstur. Hins vegar væri of snemmt að segja hvað yrði úr framkvæmdum og eins v'æri ekki vist ennþá hvar land yrði tekið til framleiðsl- unnar. Rætt hefur verið um Rangárvelli, en einnig aðra staði. —ó. Bjófta Kýpur a‘ÍSsto'8 Sendiherra Rússa í Grikk landi er nú í heimsókn hjá Makaríosi forseta Kýpur. Var sendiherranum vel fagnað við komuna til eyjarinnar einkum af kommúnistum þar. | Sendiherrann hefur sagt, að( Rússar séu þess albúnir að j veita Kýpurbúum efnahags- i lega aðstoð verði þess óskað.' Þá hefur það einnig verið kunngert í Bonn, að Vestur- Þjóðverjar vilji gjarna veita Kýpurbúum efnahagslega að stoð. Kýpur varð lýðveldi í s.l. mánuði. Gamall siíur og góíur Krústjoff lék við hvern sinn fingur, er hann kom til járnbrautanstöðVarinnar í Helsinki í gær. Sagði hann, að blöð á Vesturlöndum teldu sig vera kominn til Finnlands til þess að semja leynilega við Kekkonen forseta. Þett> væri mesti misskilningur, sagði for sætisráðherrann, ég er aðeins kominn til að óska Kekkonen til hamingju með afmælið. Það er gamaU og góður siður j með þeim, sem eru góðir vin, ir frá gamalli tíð. Margir leggja leið sína til skattayfirvaldanna þessa dagana til þess að kæra útsvör sín. Mikil ös hefur verið í Alþýðuhúsinu og var þessi mynd tekin þar í gær. Má sjá að ekki hafa allir verið ánægðir með „viðreisn- Ina" og útsvarslækkunina sem mest hefur verið fjargviðrast yflr að undanförnu. (Ljósm.: TÍMINN, K.M.). Fá 3-4 hámerar Patreksfirði 2. sept. — Nokk- oS hefur bað tíðkast hér að undanförnu, að þeir sem róa á trillum hafa skroppið í það að veiða hámerar við og við. Hafa þeir fengið 3—4 hámer- sr í róðri, en nærri mun láta að slíkur gripur leggi sig á þúsund krónur. Seyðfirðingar fordæma samninga við Breta StórþjófnatSur (Framh. af 1. síðu). sælgæti og þremur kílóum af vínberjum, sem nú virðast vera orðin þjófamatur. — Þjófurinn notaði stiga sem hann reisti upp við bakhlið verzlunarinnar til þess að komast að glugga, sem hann síðan braut. — Bæði þessi þjófnaðarmál eru nú í rann- sókn, -h. Seyðisfirði í gær. — í gær- kveldi var haldinn hér al- mennur tundur um landhelg- ismálið, og var hann vel sótt- ur. Margar ræður voru fluttar, og allir á einu máli um að fordæma framkomu ríkis- stjórnarinnar í landhelgismál- inu. Samþykkti fundurinn ein- róma eftirfarandi ályktun; Almennur fundur haldinn á Seyðisfirði 31. ág. mótmælir eindregið ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að ganga til samninga við Breta um fiskveiðilandhelgina. Fundur inn telur, að Alþingi hafi fast mótað þá stefnu í landhelgis- málinu, að ekki komi til mála neinir samningar við einstak ar þjóðir um stærð fiskveiði- landhelgi við ísland, og frá vik frá 12 míhia fiskveiðiland helgi umhverfis landið allt án undantekninga komi ekki til greina. Fundurinn mótmælir sér- staklega öllum tillögum um að veita Bretum fríðindi inn an fiskveiðilandhelginnar fyr ir Austur- og Norðurlandi og telur að slíkur undarsláttur ■ verði aldrei þolaður". Framsögu á fundinnm hafði Lúðvík Jósefsson, en auk hans tóku til máls Ólafur M. Ólafs _son, útgerðarmaður, Björn Jónsson lögregluþjónn, Jón Sigtryggsson, verkamaður, Rögnvaldur Sigurðsson verka maður, Björgvin Jónsson, kaupfélagsstjóri, Steinn Stef ánsson skólastjóri og Her- mann Vilhjálmsson erind- 1 xeki. Hámerin ci veidd á hákarlasókn, og eru taumarnir úr járnhlekkj- um. Beitan er heill smáfiskur. Hámerin er um það bil hálft tonn á þyngd, er, þótt oftast séu ekki fleiri en einn til tveir menn á tát er hún ínnbyrt á síðunni. Ekki er þó farið í róðra til þess ein- göngu að veiða hámeri, heldur er veiddur þorskur um leið, svo afla- hlutur eftir 8—12 tíma róður nieð 3—4 iiámerar í búsílag er all- góður. Vandmeðfarin Skepna þessi er síðan verkuð þannig, að af henni er tekinn haus inn, hreinsað innan úr henni og síðan hengd upp á sporðinum og fryst í heilu lagi. Þannig er hún síðan seld ut. mest til ftalíu. Þess verður að gæta vel, að ekki sjái nokkurn skopaðan hlut á skrápn- um, því þá verðfellur hámerin til r.iuna. Þótti ódráttur Hér áður fyrr þótti hámeri hinn versti ódrátlur, og flýttu menn sér a.ð henda henni, ef hún kom á veiðarfærin, enda var það víst og gefið, að ef hún kom á línu eyði- lcgði hún iínuna og annan þann aíla, sem á henni kunni að vera. B'íðviðri Nokkuð nefur færzt í vöxt á síðari árum, að men veiddu há- merar á stöng, en ekki hefur það verið gert hér, þótt mikið virðist vera af henni hér úti fyrir. Það hefði þó legið opið fyrir nú und- anfarið, þar sem alla síðuslu viku .hcfur verið hér stafalogn og.veð- j urblíða. 1 SJ —s— Lyfsalamálið (Framh. af 1. síðu). 1959 sendu læknar í Keflavfk rök- studdar óskir um það til bæjar- stjórnarinnar, að sett yrði á stofn önnur iyfjabúð í bænum, þar sem lyfjabúð Ellerups væri ekki treyst andi, og hún einnig allsendis ófull nægjandi í bænum. Var ósk þessi vel rökstudd. Bæjarstjórnin sendi mál þetta til álita heilbrigðisvald- anna, og leitaði þáverandi land- læknir eftir frekari upplýsingum. Kjartan Ólafsson, héraðslæknir í Keflavík, ritaði þá ýtarlega grein argerð um málið og undir hana rituðu starfandi læknar í Keflavík. Kom fram, að lyfsölunni var stór lega ábótavant, afhent höfðu verið úr'elt lyf og jafnvel önnur lyf en lyfseðlar sögðu til um, og loks hafði lyfseðlum verið breytt oft án vitundar lækna. Beðið um rannsókn Að fengnum þessum upplýsing- um mun Vilmundur Jónsson land- læknir hafa farið fram á opinbera rannsókn í málinu. Hófst hún í kynlega mikilli kyrrþey og lá niðri um tíma. Sigurður Sigurðsson nú- verandi landlæknir mun síðan hafa ýtt á eftir málinu, og var Alfreð Gíslasyni bæjarfógeta, falin rann- sókn málsins. Miklar yfirheyrslur hafa farið fr'am undanfarið og margir yfir- heyrðir. Verajndi lyfsalans, Einar Ásmundsson steig það óvenjulega skref fyrir skömmu, er getið var um mál þetta í dagblaði, að rita mikla varnangrein í blað fyrir skjól stæðing sinn og gefa honum þar hinar beztu einkunnir. Þótt opinber skýrsia hafi ekki enn verið gefin um gang málsins, er talið að það sé mjög alvarlegs eðlis, og hafi komið fram ýmislegt og stórfellt annað misferli en í meðferð lyfseðla og afgreiðslu Iyfja, jafnvel að inn í það blandist brot á innflutningsreglum og vafa söm viðskipti við varnarliðið. Þrátt fyrir allt þettatgegnir lyf- salinn enn starfi sínu og verður það að teljast mjög kynlegt. Eðli- legast virðist, og í samræmi við meðferð skyldra mála, að hann væri sviptur lyfsöluleyfi meðan á rannsókn og meðferð málsins stend ur, og öðrum falinn rekstur lyfja búðar í Keflavík á meðan, einkum þar sem ekki hefur verið undinn neinn bugur að því að koma á fót annarri lyfjabúð í Keflavík. Þá er það og almennt álit á Suð urnesjum, að réttmætt hefði verið að skipa aðfenginn setudómara í mál þetta í stað þess að fela það bæjarfógetanum á staðnum. Geta blandazt í þetta persónuleg kynni, og þar sem málið snertir marga og er umfangsmikið, er eðlilegast að um það fjalli setudómari. Einnig hljóta að verða kvaddir til þess- arar rannsóknar sérfræðingar, þar sem um sér'fræðileg atriði er að ræða. Hér er um svo alvarlegr mál að ræða, að fólk í Keflavík sem ekki á í annað hús að venda um lyfja- kaup en til þessa manns, getur ekki unað þessu lengur. Opinbera skýrslu um gang málsins verður þegar að gefa og fela öðrum lyf- söluna, meðan á málarekstri stend ur. Þetta er ofur eðlileg og sjálf- sögð krafa. HjólreitJamenn (Framh. af 16. síðu). hj ólreiðamennirnir hafi feng ið sterkari lyf, sem gætu átt sinn þátt í dauða Knud Ene- marks. Ronicol var fyrst notað af svissneskum læknum. Áhrif þess er þannig, að það víkkar út háræöar líkamans og er notað af læknum m. a. til þess að verka á móti krampa. Roni col mun hugsað fyrir íþrótta- menn sem „upphitunarmeðal“ fyrir keppni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.