Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 8
 8 TÍMINN, laugardaginn 3. scptcmber 1960. ■-' :;: :•: ;: Sú var tíðin að fiskimiðin voru talin þau ein auðævi sem vert væri að nefna á íslandi og landsmenn ósjálf bjarga um flesta þá hluti sem þarf til að heita sið- menntuð þjóð. Hér finnast hvorki dýrir málmar í jö.rðu né bylgjast kornöx á blómlegum ökrum, landið virtist dæmt til fátæktar um alla eilífð og flesta nauð synjahlufi varð að flytja frá útlöndum gegn ærnu gjaldi. En tækni og vísindi nútím- ans hafa kennt mönnum að fleira er matur en feitt ket. Og fslendingar hafa uppgötvað að vísindaleg þekking breytir gildi hlutanna. Ólgandi fljótið er ekki leng- ur hættulegur farartálmi, held- ur dýrmætur orkugjafi, útkuln- uð eldíjöll birgðageymslur af byggingarefnum og vellandi hverir ómetanleg upphitun. Þannig getur tæknin og vísind- in breyít því í auðævi sem áð- ur var einskis nýtt. Að vísu hafa íslendingar kunnað að hagnýta sér þang og þara allt frá því land byggð ist, en aðeins í smáum stíl við sjávarsiðuna. Nú er unnt með hjálp tækni og vísinda að vinna úr þessum sjávargróðri fóður- bæti svo mikinn að nægir að öirgja upp landið og spara þann g gífurlegar fúlgur í erlendum gjaldeyri Nokkrir áhugasamir einstaklingar hafa haft hér for- ystu í merkilegri nýjung. — Það er ánægjulegast að fást við eitthvað sem ekki hef- ur áður verið reynt, sagði Ósk- ar Sveinbjörnsson forstjóri og leyndi sér ekki hugur braut- ryðjandans. En Óskar stjórnar framkvæmdum austur á Stokks- eyri þar sem unnið er fóður-. mjöl úr þangi og gafst blaða- mönnum kostur á að kynna sér framkvæmdirnar fyrir skömmu. Þangið er skorið í fjörunni framan við Stokkseyri, síðan ■er það dregið í þar til gerðum netatrossum í land þegar fellur að. Því er lyft úr flæðarmálinu með krana, hlaðið á bila og flutt i fiskimjölsverksmiðju þar í grcnndinni. Þar er þangið saxað sundur, þurrkað við há- an hita og loks malað i kvörn unz það verður að grænleitu mjöli. Sigurður V. Hallsson efna- verkfræðingur er með í förinni en hann hefur undirbúið hina vísindalegu hlið þessarar nýju framleiðslu. Sigurður starfar á vegum raforkumálaskrifstofunn ar og hefur kynnt sér þang- mjölsframleiðslu ytra. Hann fræðir okkur á því að þangmjölið sem hér er fram- leitt standist allan samanburð við erlent fóðurmjöl. í þangi eru yfir 60 frumefni sem greini lega hafa haft bætandi áhrif á heilsu, afkvæmi, frjósemi og útlit alls kyns dýra, aukið vöxt þeirra og viðgang. Þangmjölið er gefið kúm, sauðfé. hrossum, loðdýrum, alifuglum, hænsn- um, silungi o. fl. dýrum. Sigurður Hallsson hóf rann- sóknir þar eystra árið 1958 og síðan varð það að ráði að nota beinaverksmiðjuna á staðnum til framleiðslunnar. Verksmiðj Fóðurmjöl unnið úr þangi á Stokkseyri an hafði áður ekki verið notuð nema 3 mánuði ársins. Óskar Sveinbjörnsson tók að sér að sjá um framkvæmdir og nú í sumar hafa verið framleidd 220 tonn af þangmjöli. Það ex dumbungsveður og kaldi þegar blaðamennina ber að í fjöruna hjá Stokkseyri. Framundan blasir við skerja- garðurinn, þar sem þangið bylgjast í aðfallinu, sjálfsánir akrar haisins. Við klöngrumst upp í trillubát og krækjum milli skerjanna eftir þröngurr. álum og sundum. Við þangskurðinn vinna 8—9 menn ur.dir verkstjórn Guð mundar Einarssonar. Þeir vinna í ákvæðisvinnu og vinnu- dagurinn getur orðið langur en aunin góð að sama skapi. Eftir stutta siglingu er hægt á ferðinni og báturinn stöðv- aður viö sker utarléga í skerja- garðinum. Karlarnir stökkVa út úr bátnum og breiða netatross- urnar á skerið. Annarri hendi taka þeir um þangbrúskana of- fengnar hafi verið sigðir sem notaðar eru erlendis við þang- skurðinn, en piltarnir á Stokks- eyri voru vanari að bregða hnífnum. Sigðirnar hafa því legið óhreyfðar en kutanum beitt í staðinn. En handtökin jbeir mala gu.il úr grænum skógum sjávar arlega, skera síðan á með einu hnífsbragði og fleygja lausu þanginu í netið. Þannig er haldið áfram unz netið er fullt, þá er þvi lokað með trollhnút. Netin eru tengd saman og dregin í land 10—15 í lest. Sigurður segir okkur að eru sýnilega þjálfuð og fum- Iaus, netið er ekki lengi að fyllast. Ágúst Bjarnason hefur unnið við þangskurðinn fiá byrjun. Hann er fæddur og uppalinn á Stokkseyri og segir okkur frá því, hvernig þarinn og þangið var noíað áður fyrr. — Þangið var ákjósanlegt til eldiviðar, það var notað með mónum og fuðraði upp. Það var breitt hér á sandinn og látið þorna, seltan látin rigna úr. Svo var því staflað 1 hús og logaði vel í hlóðunum. Þar- inn þótti fyrirtaks áburður, hann var látinn rotna yfir vet- urinn og síðan borinn á garða Dg tún. Og svo var fénu beitt í fjöruna, iátið éta þara og söl. Það sparaði mikið fóður því aldrei voru jarðbönn í fjör- unni. Trillubáturinn er nú kominn að með 15 net í eftirdragi. Það er lítill vandi að halda þessum „böggurn" á floti, blöðr urnar í þanginu eru fullar af lofti og verka því eins og flot- holt. Einhver hefur orð á því að gömlu mönnunum hefði þótt þetta skrítin heybandslest pegar báturinn silast upp að fjörunni. f flæðarmálínu stendur stór vörubíii með krana og lyftir netapokunum hverjum á fætur öðrum upp á pallinn, þar stend ur maður og kippir í svo pok- inn opnast og þangið fellur á pallinn. Verkið gengur fljótt og snurðuiaust. Löndunin á þang- inu var eitt mesta vandamálið við öflun þess en úr því hefur Sigurður Hallsson leyst á snjallan hátt. Við fáum að fylgjast með þanginu á leiðarenda. Skammt utan við þorpið stendur fiski- mjölsverksmiðja sem er eign frystihúsanna á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þar er unnið beina mjöl úr þeim afla sem berst á land á vetrarvertíð. Verksmiðj- an hefur starfað síðan 1954, en ekki nema 3 mánuði ársins. Það verður því ekki tölum talið hvílíkt fapp þangframleiðslan er fyi'ir staðarmenn. Hægt er að nota allar vélar verksmiðj- unnar við þangmjölsvinnsluna og engu þurfti að bæta við , nema venjulegum heysaxara. Hann er notaður til að saxa þangið áður en það fer í þurrk- arann. í vcrksmiðjunni vinna 4 menn undir stjórn Egils Þor- steinssonar. Hann segir okkur að verksmiðjan geti framleitt 12 poka af þangmjöli á klukku- stund og framleiðslan sé orðin 220 tonn þá 3 mánuði sem verksmiðjan hefur starfað. Af- köstin eru mun meiri en þegar framleitt er fiskimjöl, þá skilar verksmiðjan 7—8 pokum. Von :r á fullkomnari kvörn til að mala þangið svo afköstin munu enn aukast. Óskar Sveinbjörnsson segir (Framh á ló síðu.) Trlllubáturinn með 15 þangnet í eftirdragi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.