Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, Iaugardaginn 3. september 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKbRINN. Framkvæmdast.ióri: Tómas Axnason Rit- stjórar Þórarinn Þórarmsson (áb.i, Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsmgastj. Egill Bjarnason Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðsluslmi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. .—■1 Ætla stjómarflokk- arnir að svíkja? Afgreiðsla sú, sem landhelgismálið fékk á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag, hlýtur að vekja í senn undrun og óhug meðal þjoðarínnar. Fundurinn ieiddi það nefnilega í iiós, að tii eru a.m.k. eliefu áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokknum og Aiþýðuflokknum, sem vilja umfram allt komast hjá því að samþykkja það að hvergi skuli vikið frá 12 mílna fiskveiðilandhelginni. Málið kom þannig á dagskrá í bæjarstjórninni, að þeir Þórður Björnsson og Guðmundur Vigfússon lögðu fram svohljóðandi tillögu: „í tilefni þess, að ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að taka upp viðræður við Breta um landhelgismálið, skorar bæjarstjórn Reykjavíkur mjög alvariega á ríkisstjórnina að hvika í engu frá óskoruðum rétti íslendinga ti! 12 mílna fiskveiðilögsögu“ Eins og á stóð, var tillaga þessi mjög tímabær. í henni er ekki neinn broddur til ríkisstjórnsrmnar. en hins vegar ætti það að vera styrkur fyrir stjórnina að fá slíkar áskor- anir áður en hún byrjar samninga við Breta, ef hún ætlar að halda fast á málstað íslands. Því hefði mátt ætla, að stjórnarhðið í bæjarstjprn- inni tæki slíkri tillögu vel og afgreiddi hana einróma. Því var hins vegar ekki að fagna. í staðmn reyndu formælendur stjórnarliðsins að halda því fram, að i til- lögunni fælist óbeint vantraust á ríkisstjórnina, og báru því fram svohljóðandi frávísunartillógu: „Með því að bæjarstiórn Reykjavíkur treystir ríkis- stjórninni fullkomlega til að gæta hagsmuna íslendinga í viðræðunum við Breta um landheigina, vísar bæjar- stjórnin framkominni tillögu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Við þessa frávísunartillögu, bar Alfreð Gíslason fram þá breytingartillögu, „að bæjarstjórnín treysti ríkisstjórn- inni fullkomlega til að nvika ekki við væntanlegar samn- ingaviðræður, frá 12 mílna fiskveiðilandhelgi umhverfis ailt landið“, og því væri aðaltillögunm vísað frá. Við þetta hefði stjórnarliðið vel átt að geta sætt sig, ef það treysti ríkisstjórmnni til að'standa fast víð 12 míl- urnar. Annað varð þó uppi á teningnum í stað þess varð stjórnarliðinu svo ráðatátt, að það frestaði fundi í 40 mínútur til þess að bera ráð sín saman. Þegar fundur hófst svo aftur, lagði það fram nýja frávísunartillögu, sem var í því einu frábrugðin fyrri frávísunartillögu þess, að þar var jafnframt vísað til fyrri ályktunar bæjar- stjórnarinnar um málið. en sú ályktun segir vitanlega ekkert um, hvernig haldið skuli á málum nú. Þessi nýja frávísunartillaga var svo samþykki með atkvæðum stjórnarliðsins. Það fer ekki hjá því, að þessi afsfaða bæjarfolltrúa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins i Reykjavík vekji þjóðarathygli. Ellefu áhrifamenn í þessum tveimur flokkum fást hér ekki til að lýsa stúðningi við óskerta tólf mílna fiskveiðilandhelgi. þótt flokkar þeirra stæðu að yfirlýsingu Alþingis i maí í fyrra og ítrekuðu síðan þá afstöðu í tveimur þingkosningum. Hvað er hér að gerast? Eru stjórnarflokkarnir raun- verulega að hopa í landhelgismálinu? Œtla þeir, tii við- bótar öllu öðru, að svíkja kosningaloforð sín í landhelgis- málinu?. Nokkuð er það, að hér eftir þarf þjóðin að vera enn betur á verði í landhelgismálinu en áður og sýna í verki, að hver sú stjórn, er svíkur : þessu máli, er að undirrita sinn pólitíska dauðadóm. ERLENT YflRLiT Dómurinn í Powersmálinu Síð’ari grein um réttarhöldin í Powersmálinu EINS OG SAGT var frá í fyrri greminni, var það einkum tvennt, sem menn biðu eftir með forvitni í sambandi við Powers réttarhöldin. Annað var framkvaemd réttarhald- anna, hitt var sjálfur dómur- inn. Eins og áður hefur verið lýst, fóru réttarhöldin vel og virðu- lega fram og sabborningurinn látinn njóta fulls réttar og honum ekki á neinn hátt þröngvað, að því er séð varð. Síðari daga réttarhaldanna beindist þvi athyglin meira frá þessu atriði, en menn biðu í staðinn með meiri eftirvaent- ingu varðandi það, hver dóms- niðurstaðan yrði. Eins og málið lá fyrir, gat þar verið um mikinn vafa að ræða. Samkvæmt lögum Sovét- ríkjanna geta njósnir varðað dauðarefsingu eða allt að 15 ára fangelsi, en að sjálfsögðu geta dómstólarnir mildað ref- inguna, ef sérstakar málsbætur eða óvenjulegar persónulegar ástæður eru fyrir hendi. í máli eins og þessu, hlutu einnig pólitískar aðstæður og viðhorf tU alþjóðamála að hafa talsvert að segja. ÓHÆTT er að segja, að það hafi verið ein sögulegasta stund réttarhaldanna, er ákærandinn, Rudenko, jlutti! aðalræðu sína að loknum yfirheyrzlunum. Þá mun salurinn hafa verið þétt- skipaðastur áheyrendum og þá vandlegast hlustað. Mikill hluti ræðunnar var eins og menn áttu von á, þ.e. þung ádeila á hendur Bandaríkjastjórn fyr'ir njósnarflugið yfir Sovétríkjun- um, ásamt ásökunum um stríðs fyrirætlanir og yfirgang af hálfu hennar. Ákærandinn ræddi svo öðru hvom um per- sónulegt afbrot Powers, en ræddi það þó alltaf svo laus- lega, að ekki var Ijóst, hvaða refsingar hann myndi krefjast, en að því atriði beindist forvitni manna fyrst og fremst. Spenn- ingurinn hélzt því til síðustu stundar, er Rudenko í ræðu- lokin lýsti yfir, að hann krefð- ist ekki dauðarefsingar af mannúðarástæðum, en að sak- borningur yrði dæmdur í 15 ára fangelsisvist. Undir þessa kröfu tóku hinir lússnesku á- heyrendur með miklu lófataki, en kona Powers greip höndum fyrir andlitið og foreldrum hans var mjög brugðið. Powers sjálfur lét sér hins vegar ekki neitt bregða. EFTIR að Rudenko hafði lokið máli sínu, tók verjandi Powers, Grinjoff, til máls. — Vörn hans var erfið, þar sem Powers hafði játað sekt sína, og hann sneri sér því helzt að því að færa fram persónu legar afsakanir fyrir þvi, að Powers hefði farið inn á þessa braut. Jafnhliða kom hann svo fyrir ádeilum á hið kapítaliska hagkerfi Bandaríkjanna, er gerði einstaklinginn að hugs- unarlítilli veru, sem hugsaði mest um peninga. Vafalaust hef ur vörn Grinjoffs fallið vel í hinn rússneska jarðveg. Máli sínu lauk hann með því, að æskja sem miildilegast dóms vegna þeirra persónulegra að- stæðna sakbornings er hann hafði fært fram. Að síðustu sagði svo Powers nokkur orð, sem féllu að ýmsu leyti vel við vörn Grinjoffs, án þess þó, að í þeim fælist nokk- ur broddur gegn Bandaríkjun- um eða stjórnarfari þeirra. Powers las þau upp af blaði og gerði það mjög látlaust, en þó smekklega. Með því var réttarhöldunum sjálfum raunverulega lokið og málið tekið til dóms. KRAFA Rudenkos um 15 ára fangelsi, var mun strangari en mennt hafði verið spáð, en það var 10 ára fangelsi. Eftir dómsúrslitin, var því spáð af ýmsum hinum erlendu mönnum, sem þarna voru og bezt virtust þekkja til, að Pow- ers myndi fljótlega náðaður, einkum ef heldur létti til í kalda stríðinu. Slíkt myndi vafa laust mælast vel fyrir vestan tjalds. UM RÉTTARHÖLDIN og dóminn í Powersmálinu má hiklaust segja það, að af hálfu rússneskra dóms- og stjórnar- valda hafi verið haldið þar rétt látlega og skynsamlega á mál- Powers í réttinum a3 svara spurningum ákærandans. Að baki honum stendur rússneskur hermaSur, en fyrir framan hann situr verjandi hans. almennt hafði verið búizt við. Það var strangasta refsing, naest á eftir dauðadómi. Að vísu mátti benda á, að rússneskir njósn- arar höfðu hlotið strangari dóma í Bandaríkjunum, en þar var um talsvert aðrar málsástæð ur að ræða, því að þeir höfðu t.d. ekki farið beint eftir fyrir- skipunum, eins og Powers. Frá sjónarmiði sakborningsins var því krafa ákærandans í allra strangasta lagi. Jafnframt var fyrirsjáanlegt, að svo strangur dómur myndi hafa slæm áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þar sem Banda- rikjastjórn var neydd til að taka upp hanzkann fyrir Pow- ers, ef hann virtist beittur sérstöku harðræði. Harður dóm ur yfir Powers hefði yfirleitt þótt merki um, að stjórnarvöld Sovétríkjanna vildu enn herða kalda stríðið og átökin milli austurs og vesturs. Ef til vill ekki sízt af síðast- greindu ástæðunni biðu menn með talsverðri eftirvæntingu í þá tæplega fjóra klukkutíma, er dómararnir tóku sér til að undirbúa^ dóminn og ganga frá honum. Áreiðanlega varð mörg- um þeim útlendingum er þarna voru staddir, léttara, er þeir heyrðu þau dömsúrslit, að Pow ers skyldi ekki hljóta meira en 10 ára frelsissviptingu og sitja þar af 3 ár í fangelsi. Þetta var jafnvel heldur mildar'a en al- um. Einkum verður þetta þó sagt, ef litið er á málið með hliðsjón af sarnbúð stórveld- anna. Það er tvímælalaust, að Powersmálið vakti á sínum tíma verulegan ugg og ótta í Sovétríkjunum og því ekki óeðlilegt, þótt valdhafar þeirra snerust nokkuð hart við, þótt viðbrögð Krustjoffs væri óþarf lega ofsafengin á Parísarfund- inum. Síðan hefur kalda stríðið verið í algleymingi og Rússar sótt það af miklu kappi. Af mörgum var talið, að réttar- höidin í Powersmálinu gætu orðið nokkur mælikvarði á það, hvort Rússar vildu nota það mál áfram til að herða enn kalda stríðið eða láta það hjaðna nokkuð. Ef þessir menn hafa rétt fyrir sér, eru r'éttar- höldin merki þess, að Rússar vilji heldur draga úr kalda stríðinu og reyna samningaleið ina að nýju. Fleira bendir einnig í þá átt. Fyrir vestur- veldin skiptir miklu, að þau gefi þessu fullan gaum og hafi jákvæða afstöðu, ef Rússar opna samningaleiðina að nýju. Fyrir þá, sem horfa lengra en til allra næstu missera, má það vissulega vera ljóst, að Sovét- ríkin og Bandaríkin geta grafið sér sameiginlega gröf — og jafnframt öllum hvíta kynþætt- inum — ef þau halda deilum sínum áfram með lfkum hætti og seinasta áratuginn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.