Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 14
14 T í H11N N, lar.gardaginn 3. scptidlicr 196C Þ«ð snmþykkl ég aldrei. Hr. Dublé, mér finnst þetta reglu leg ókurtcisi af yður. Aðals- maður selur ekki fœturnar «f vini sínum. — Aðalsmaður neitar held- ur ekki, að hjálpa vinum sln um, svaraði Filimarlo alvar- legur. — Aðalsmaður er aldrei sjálfselskur. Aðalsmaður deyr aldrei úr sulti, aðeins til þess að halda fast í persónulegt stolt sitt. Eg hefði ekki trúað þessu á yður, herra Pio Pis. Lögum samkvæmt átti heil- agur Marteinn einnig feld sinn, en lét þó skjálfandi með bróður sinn njóta góðs af hon um með sér. En heilagur Mar teinn var sannur aðalsmað- ur!“ — Fyrirgefið, herra Fili- mario, stamaði Pio Pis og roðnaði. — Eg bið yður að gleyma leiðinlegri framkomu minni og taka mig aftur í sátt. Eg er ekki siðri aðals- maður en heilagur Marteinn, og er fús að láta hungraða bræður mína njóta góðs af fæti mínum. — Það gleður mig, og nú er sem ég þekki yður aftur. Og ég er þess fullviss, að herra Settambre virðir þetta jafn mikið við yður og ég. Settambre hneigði sig, og Pio settist aftur. Hann var náfölur. • — Herra Dublé, hvíslaði hann, og tárin komu fram í augnakrókana. — Ef eitt- hvað skyldi koma fyrir við uppskurðinn, vildi ég biðja yður . . . Filimario glápti dolfallinn á hann eitt andartak, síðan þreif hann fast í öxl hans: — Hvað segið þér, maður, yður hefur þó ekki dottið 1 hug að meiningin væri að skella af yður löppinni? Ja, lagsmaður, þér eruð langtum göfugri aðalsmaður en heilag ur Marteinn, hr. Pio Pis. Nei, takið þessu bara með ró. Þér þurfið ekkert annað en að undirrita skjal um að þér arfleiðið klinik prófessors Wlewskis að fætinum, en hann verður að sjálfsögðu ekki afhentur fyrr en að yð- ur látnum. Pio varp öndmni léttar, og Settambre þurkaði svitann af enninu. Skýrsla nvar undir- rituð, fóturinn mældur og veginn, og Pio fékk sína 90 dollara. GIOVANNI GUARESCHI Clotilde Troll 22 Aumingja Pio varð að gera svo vel að vafra allan guðs- langan daginn, og þegar Fili mario gerði reikningsskil um kvöldið kom í ljós, að eign þeirra var 820 dollarar er 8 önnur sjúkrahús höfðu keypt fótinn. — Hr. Dublé, finnst yður ekki eitthvað gruggugt við Iþetta? spurði Pio varlega. I — Nei, hr. Pis. Að vísu er jtala kaupendanna 9, en vís- lindin eru ein. Aðalatriðið er, að fyrirbrigðið verði rann- sakað til ágóa fyrir vísindin. i — Hárrétt, skaut Settambre 'inn 1. ! — Já, að vísu, sagði Pio. — En mér finnst það nú samt I svolítið leiðiniegt. Því þótt fóturinn minn sé fullkomin eftirlíking, er hann samt tré- jfótur með gúmmíi utan á. 800 dollarar eiga ekki lengi . samastað í höndum eins aðals jmanns, hvað þá þriggja, sér- staklega ekki þegar þessir þrír aðalsmenn þurfa að fá sér nýja alklæðnaði, og leigja sér gott hótelherbergi. Það var Settambre, sem fann það út að nokkrum vik um seinna, að nauðsynlegt myndi reynast að finna nýja tekjulind. Til allrar hamingju rakst Pio Pis á auglýsingu í New York Heralds: „Aðalsmenn óskast strax". i Þeir fóru þegar í stað til staðarins, sem gefinn var upp , í auglýsingunni. Þeim var vís; að inn í yfirfullt herbergi, þar í sem úði og grúði af mönnum j og konum, ungum og gömlum,' þjónum, negrum og sérstak- lega glæsilegum stúlkum. Þaðan var þeim vísað inn á skrifstofu. Þegar augu þeirra höfðu vanizt tóbaksreyknum, greindu þeir digran mann, sitjandi í hægindastól með hatt á höfði og vindil í munni. Sá talaði í síma. — Eruð það þér, sem auglýs ið eftir aðalsmönnum? spurði Filimario að símtalinu loknu. — Já, hvar eru þeir? — Við erum allir aðals- menn, svaraði Filimario. Sá digri hló hæðnislega. — Aðalsmenn, þið? Nei, ekki svona brandara. Ef ég sendi frú Thompson svona aðalsmenn, mundi hún ekki svo mikið sem heilsa mér framar. Filimario lét ekki raska sínu sígilda jafnvægi. — Mér þykir það leitt yðar vegna, en við erum aðals- menn. Þa ðsézt glögglega á pappírum okkar. Hann rétti þeim digra pappírana. — Bah, sagði hann seint og um síðir. — Þið eruð útlend- ingar, og þá er nú kannski hægt að loka öðr.u auganu. En ég treysti ykkur ekki almenni lega. Peggy, Peggy! hrópaði hann. Inn kom falleg, rauðhærð stúlka. — Peggy, sagði sá digri. — Hér eru þrír útlendingar. Finnst þér að við getum sent frú Thompson þá fyrir aðals menn? Peggy rannsakaði þá stollt í fasi. Svo bað hún þá að snúa sér við. Loks yppti hún öxl- um: — Veizlan fer fram að kvöldlagi, og ef þeir hafa sig ekki í frammi, er sjálfsagt hægt að notast við þá. Filimario brosti. — Heima erum við álitnir fullkomnir aðalsmenn, jafnvel í fullu dagsljósi. Þér getið veri,ð þess fullviss, að vér skulum ekki bregðast trausti yðar. — Eigið þér kvöldkjól? spurði sá digri. — Auðvitað. — Jæja, þá gerir þetta tvo dollara á kvöldi, en ef ég verð að sjá yður fyrir klæðnaði, verður það bara hálfur annar dollari. En hagið ykkur skikk anlega. — Hvemig þá? spurði Filimario. — Vanti svo mikið sem eina teskeið, þá mola ég á ykkur hausana. í öðru lagi: Það er bannað að hirða sígarsttu- stubba, drekka sig fulia, fara að skenkiborðinu oftar en tvisvar sinnum á kvöldi, bann að að stinga konfekti í vas- ana, bölva og spýta á gólfið eða veggina. Bannað að klappa gestunum á axlirnar. Talið eins lítið og minnst er hægt, eða nánar tiltekið að- eins þegar á yður verður yrt. Frú Thompson segir yður hvað þér megið segja. Gætið ykkar, annars sjáið þið aldrei þessa tvo dollara. Peggy tók fram í fyrir hon- um: — Og framar öllu öðru er bannað að slá stúlkunum gullhamra . . . “ Filimario lyfti höndum: - Eg get samþykkt allt hitt, en þetta síðasta er undir avik- um komið . . . — Atvikum? — Já, það er að segja, ef ég skyldi hitta þar eins fall- j ega konu og yður, þá mundi | ég ekki hugsa mig um með ; að fórna tveim, já, þótt það j væru þúsund dollarar. i Sá feiti ýtti hattinum aftur á hnakkann: — Ungi maður, urraði hann, — gætuð þér hugsað yður að fórna nokkr- um tönnum? Filimario hreyfði sig: — Ef ég væri ekki viss um, að ég gæti slegið yður niður með einu kjaftshöggi, eða að ég stæði frammi fyrir kurteisum borgara, skyldi ég ekki einu sinni leyfa yður að sega svona lagað í nærveru svona fall- egrar konu. Sá feiti leit á axlir Fili- marios, svo brosti hann: — Eg skil ekki hvernig ég gat ! farið svo villur vegar. En nú sé ég, að við raunverulegan aðalsmann er að eiga. Svo uppgötvaði hann, að Settambre var ennþá herða- breiðari, og bætti við: — Já, þér auðvitað líka. i En herðar Pios lelt hann aðeins á með’ islcaldri fyrir- litnlngu. Nú koin Peggy inn í s«un- talið aftur: — Kunnið þér að dansa? —Já, svaraði Filimario og brosti. — Fínt, hrópaði sá feiti. — Þá fáið þér þrjá dollara fyrir kvöldið. En þá skuldbindið þið ykkur i staðinn til að dansa við allar dömurnar, sem hús móðirin bendir yður á. Þá hafið þér einnig rétt til að fara f j órum sinnum að skenki borðinu í saðinn fyrir tvisvar, en aðeins til að drekka. Síð- ast kvartaði frú Thompson yfir því, að tveir aðalsmann- anna, sem ég útvegaði henni voru andfúlir. — Passið ykk- ur á því. Enga skartgripasölu heldur. Ef þið þurfið að verzla eitthvað, verðið þið að gera það utan dyra. Innan húss er þess háttar bannað. — Allt í lagi, svaraði Fili- mario. — Þá er þetta ákveðið. Hér er dollar í fyrirframgreiðslu. Svo komið þið hingað á slag inu klukkan níu í kvöld. í sam kvæmisklæðnaði. Eg vl sjá ykkur áður en þið farið. 8.00 Morgunútvai'p. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sigurjönsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. 16.30 VeSurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglimga (Jón. Pálsson). 19.25 Veðurfiregnir. 19.60 Tiiikynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 íslenzk tónlist: Sönglög eftir Sigfús HaJIdórsson. (Höfund- urinn syngur og léikur undir á píanó). 21.00 Leikrit: „Kom inn!“ eftir Helgo Krog, í þýðingu Halldórs Stef- áinssonar rithöfundar, (Áður útvarpað hiaustið 1954). — Leik stjóri: Lárns Pálsson. Leikend- ur: Arndís Björnsdóttir, Þor- steinn Ö. Stephensen, Herdís Þorvaldsdóttir og Lárus Páls- son. 21.50 Tónleiikar: Danssýningarlög úr óperunni „Faust“ eftir Gounod (Boston Promenade hljómsveit in leikur; Arthur Fiedler stjómar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskráirlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 5 HAIHIN TQOKISI S1 Svíþjóður bar meðvitundarlausa konuna að fleti sínu, sem hann hafði flutt nær eldinum. Allt í einu fylltist hann hræðilegri hugs- un — ef hún dæi nú frá bar'ninu? En skjól kofans virtist nú um stund gefa henni þann frið, sem hún hafði saknað lengi. Hún andvarpaði svo varla heyrð- ist, og opnaði augun og starði á hann. Svo hvíslaði hún nokkur óskiljanleg orð og lokað: augun- um aftur. Svíþjóður «tó* kyrr hjálparlaus, og það var ekki fyrr en barnið fór að kjökra, að hann rankaði við sér. Ilann hellti jurtasúpu í skál úr pottinum og reyndi að mata barn- ið, — en það var þegar of seint, höfuð barnsins féll upp að öxl hans, og það svaf í fangi hans. Hann virti fyrir sér þennan litla, máttlausa líka, og féll aftur í þunga þanka, þar til veikt hljóð barst frá fletinu. Konan hlaut að hafa martröð, hún kastaði sér fram og aftur á fletinu og virtist liða ógurlegar kvalir í draummum. Hún mar'g- endurtók óskiljanleg orð, og það leið langur timi, þar til hún loks féll í rólegri, þungan svefn. Sví- þjóður lagði sofandi barnið blíð- lega við hlið henni og yfirgaf síðan kofann hljóðlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.