Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1960, Blaðsíða 9
T íJVIIN N, laugardaginn 3. september 1960. 9 Hannes J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri: Á þjóöin nokkuð á hættu? Þa5 tekur 5 mínútur a5 framleiöa einn poka af þangmjöli. Og nú kemur mikilvæg spurn- ing: Hvers vegna er Kennaraskól- inn ekki fullskipaður, þar sem at- vinna að loknu námi er svo örugg? — Og hvers vegna hverfa menn úr' stéttinni að loknu prófi eða síðar? Við þessu er aðeins eitt svar: Þeir geta valið um margar stöður, sem eru miklu betur launaðar en kenn- arastaðan. Og það er bezt að segja það eins og það er: Á okkar miklu efnishyggjuöld velja menn sér ekki stöður af hugsjónalegum á- stæðum, nema að mjög litlu leyti. Menn spyrja fyrst og fremst um launin. Kennaraefni og kennarar eru börn síns tíma. Um 'þetta tjóar efcki að sakast. Það ber at> fagna því, að við erum að fá nýjati og vandaðan Kennaraskóla. Það geter Þa$ þarf aí> gera miklar kröfur til kennara en jaínframt aÖ búa vel aÖ þeim Óskar Sveinbjöi nsson forstjórl býður GuSmundi Daníelssyni rithöfundi aS smakka á fersku þangmjölinu. eihvað aukið aðsókn að skólanum í bili, en dettur nokkrum í hug, að það ráði úrslitum að óbreyttum launum kennarastéttarinnar? Það væri fásinna. Nýr kennaraskóli er mikilvægur áfangi að því marki að ala upp dugmikla og menntaða kennarastétt, en þar þarf fleira til að koma. Það er höfuðatriði að gera kennarastarfið eftirsóknar- vert. Þá fáum við góða kennara- stétt. Eins og áður segir, þurfti að ráða 118 réttindalausa og ósér- menntaða kennara að barnaskólum landsins á síðasta ári, 68 við fasta skóla og 50 við farskóla. Tii þess- ata manna eru ekki gerðar neinar sérstakar menntunarkröfur, og margt af þessu fólki sinnir öðrum störíum, svo sem bændur og hús- freyjur. Þama eru búfræðingar og gagnfræðingar og sumir hafa jafn- vel enn minni skólamenntun. Það er fjarri mér að segja nokkurt styggðaryrði um þetta fólk, sem ihleypur þarna í skarðið eftir beiðni. En það hefur búið sig und- ir önnur störf. Nú er á öllum svið- um krafizt sérmenntunar til hinna ýmsu starfa, bæði verklegra og andlegra, og þar er engum hleypt inn fyrir dyr, nema hann geti sýnt góða og gilda pappíra. Er sér- menntun þá einskis virði í ein- hverju því vandasamasta og á- byrgðarmesta starfi sem þjóðfélag- ið ‘hefur yfir að ráða? Furðulegt má það kallast. En iþað er eins og ekkert þyki athugavert við þetta, ihvorki af fræSslumálastjórninni né öðrum. Eða hvað er gert til að kippa þessu í lag? Samkvæmt lögum má engum fela kennarastarf nema hann hafi aflað sér sérmenntunar til þess. Þetta er ekki stéttarhroki frekar en það er stéttarhr'oki að meina leikmönnum að taka að sér emb- ættisstörf presta. Nú eru mörg prestaköll óveitt. Ég hef ekki heyrt því hreyft að leysa þann vanda með því að skipa leifcmenn í þessi ósetnu embætti. Nei — þau eru heldur látin standa auð. Á síðasta fulltrúaþingi S.f.B. voru þessi mál mifcið rædd og þai' var engi-nn ágreiningur um, að hér þyrfti eitthvað að gera til að kom- ast hjá vandræðum. f greinargerð, sem stjórn S.f.B hafði látið gera kom margt athyglisvert fram, sem koma mun mörgum á óvart. Það mun t.d. koma einhverjum á óvart, að byrjunarlaun kennara eru 46,206,20 fcr. á ári, en árslaun verkamanns — t.d. 16 ára unglings 54,687,36 kr. Kennari, sem hefur 4—5 ára sérmenntun að baki að landsprófi loknu, er því fyrsta starfsár sitt með kr. 8,481,16 lægri árslaun en ófaglærður verkamað- ur, og það tekur' kennara yfir 30 ár að vinna fyrir sömu heildar- upphæð og verkamaður, þótt báðir hafa stöðuga vinnu. í greinargerð þessari segir enn fremur: — Við samanburð á kjörum kennara hér og í öðrum löndum er oft á það bent, að sumarleyfi hér sé þrír mánuðir, en erlendis yfirleitt um tveir mánuðir. En við slíkan samanbiuð ber jafnframt á það að líta, að víða erlendis starfa skólar aðeins fimm daga vikunnar, og kennslustundafjöldi kennara á viku er þar mun minni n hér. Þar er einnig yfirleitt einsett í kennslustofur, og kennar- nn getur innt störf sín af hendi í samfelldr'i kennslu á hentugum tíma dagsins. (Ef nefna ætti töl ur í þessu sambandi, þá eru lág- marfcslaun kennara á íslandi rúm- lega 25 þúsund kr. lægri en i Danmörku.) Sömu rökum hefur einnig verið haldið fram í samanburði á laun- um kennara og annarra ríkisstarfs- manna. Þ.e. að miða beri laun kennara við það, að hann vinni í sumarleyfi sínu. Þetta er vægast sagt hvorki heppilegt né sann- gjarnt og sæmir varla ríkisvald- inu að vísa starfsmönnum sínum til fanga inn á atvinnusvið annarra stétta, sem oftast er fullskipað fyrir. Kennarar hafa heldur engan rétt til vinnu þar. Yrði þeim eðli- lega meinað að ganga að slíkri vinnu, hvenær sem stéttarfélögum kynni að þykja þess þörf. Auk þess ber að líta á það, að kennsla er þreytandi starf, og kennurum því full þörf góðrar hvíldar að loknu vetrarstarfi. Hitt er þó ekki minna um vert, að kennari, sem leysa vill starf sitt - SIÐARI GREIN - vel af hendi, hafi tíma og tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar og kynna sér nýjungar I starfi sínu. Sífelldar áhyggjur fyr ir brýn- ustu nauðsynjum loka þeim leið- um með öllu. Af þessu öllu er óhæft að ætla kennurum að bæta sér upp lág laun með því að snapa sér vinnu hér og þar í sumarleyfi sínu. Flestir ríkisstarfsmenn — aðrir en kennarar — hafa tekjur af vel borgaðri yfirvinnu (eftir- vinnu o. fl.) í sambandi við starf sitt, sumir mjög verulega. Vinni kennari hins vegar yfir- vinnu, þ.e. kenni fleiri stundir en sem svarar kennsluskyldu hans, fær hann það greibt sem stundakennslu. En það kaup er miðað við sem svarar 80% af föst- um launum. Yfirvinna kennara er því efcki greidd með álagi, heldur launum, sem er 20% lægri en dagvinna. Er það vafalaust einsdæmi í launagreiðslum hér á landi. Þá hafa kennar'ar einnig sér- stöðu meðal annarra stétta um það, að verða að inna vinnu sína af hendi hvenær dagsins sem skól- anum henter. Er þá ekki tekið til- lit td þess á neinn hátt, þótt vinnustundir þeirra séu slitnar úr samhengi. Þeir vinna í matartím- um, eftir hádegi á laugardögum, eða í eftir'- og jafnvel næturvinnu. Enn fremur má benda á það, að kennarar við 9 mánaða skóla hafa í framkvæmd kennt 38 stundir á viku yfir veturinn vegna þess, að skólarnir hafa ekki haft næga kennslu fyrir þá í september, en til þess ber þeim engin skylda. — Sé gerður samanburður á launum kennara við barnaskóla annars vegar og unglingaskóla (gagnfræðaskóla) hins vegar, kem ur í Ijós, að launa- og starfskjör barnakennara eru mun lakari og er þó hlutur unglingaskólakenn- aranna sízt of góður.------- Skólakerfið er hátimbruð borg. Það er þjóðaruppeldi í heild einnig. Kennurum er því trúað fyrir miklu og það verður að rikja trúnaður og traust á milli þjóð- félagsins og kennarastéttarinnar. Það lítur út fyrir, að sá grundvöll- ur sé efcki tr'austur nú. Kennarar eru óánægð stétt, en -hver stétt, sem vinnur verk sitt óánægð, er ■ ekki lífcleg til að skila fullkomnu starfi. Kennarar hafa viljað vinna verk sitt vel. Ég efast t.d. um að 'Framhald a 15 slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.