Tíminn - 03.09.1960, Qupperneq 13

Tíminn - 03.09.1960, Qupperneq 13
T í MIN N, laugardaginn 3. september 1960. 13 Hann vinnur tugþrautina, segir Bob Mathias. Heimsmet Johnson er nú 8683 stig. Bezti árangur Yang er 8426 stig — aðeins 275 stig um lakara en heimsmetið, og næstum 100 stigum betra en hið gamla heimsmet Kiyme- tsov. — Þá má geta þess, að tugþrautarkeppnin hefst á I mánudag. GEFJUN fljótprjónað þrinnad skœrir litir I gær var dagur lítillar þjóð- Á Ólympíuleikunum í Róm í gær hlutu Ný-Sjálendingar tvenn gullverðlaun, þau fyrstu é leikunum, og það í tveimur af klassískustu greinum Ól- ympíuleikanna, 800 og 5000 metra hlaupum. í 800 m hlaup inu sigraði Snell, en í 5000 m hlaupinu Halberg. í úrslitahlaupi 800 metr- anna voru tveir Þjóðverjar, Belgíumaður, Ný-Sjálending- ur, Svisslendingur og JaYma- íka-svej-tingi, allt vel þekktir hlauparar, að einum undan skildum, Ný-Sj álendingnum Snell. Fyrri hringur var mjög hratt hlaupinn, mun hraðar en í milliriðlum 800 metra hlaupsins, og hafði Snell for ustuna eftir 400 metra á 52.3 sek. — Þegar líða tók á hlaup ið var Roger Moens orðinn fyrstur og virtist hann aðeins óttast einn af keppinautum sínum, Jamaíka-svertingjann Georg Kerr. Roger Moens var vel fyrstur, þegar 50 metrar voru eftir, en þá leit hann yf ir vinstri öxlina til að vita hvernig Kerr gengi, og sá, að hann var nokkuð á eftir. Hins vegar gætti hann ekki að sér hægra megin og hinn ó- þekkti Ný-Sjálendingur Snell skauzt þá fram úr og sigraði í hlaupinu á nýju ólympíu- meti. Þrír fyrstu menn urðu: 1. Snell, N-Sjálandi 1:46.3 2. Moens, Belgíu 1:46.7 3. Kerr, Jamaika 1:47.1 Þrír Bandaríkjamenn urðu fyrstir í 400 m í gær fóru fram úrslit í 400 m grindahlaupi og voru þrír Bandaríkjamenn í fyrstu sæt- unum. Glenn Davis sigraði á mjög góðum tíma, 49,3 sek., sem er nýtt ólympískt met. i Hann sigraði einnig á Ólymp- íuleikunum í Melbourne 1956, jen hljóp nú á næstum sek- júndu betri tíma. Annar varð landi hans Gus mann á 49.6 sekúndum og Bandaríkjamaður var einnig í þriðja sæti. Fjórði var Þjóð verjinn Janz á 49.9 sek., sem er nýtt Evrópumet og Janz er fyrsti maðurinn i Evrópu, •sem hleypur þessa vegalengd innan við 50 sek. Finninn Rin taneki komst einnig í úrslit > og hljóp á 50.9 sek., sem er ' " nýtt finnskt og norðurlanda- n- • t MOENS — lelt om Sxl. Kínverjinn Yang sigrar í tug- þrautinni — segir Bob Mathias Ég veðja 5000 lírum, að hann vinnur ólympíukeppn- ina í tugbraut, sagði hinn tvö- faldi ólympíumeistari í þess- ari grein, Bob Mathias, sem nú er staddur í Róm. Hann var ekki að ræða um núverandi heimsmethafa, landa sinn Rafer Johnson. Heldur xkki skæðasta keppi- naut hans, fyrrverandi heims methafa Vasily Kuznetsov, Sovétríkjunum. Hann ræddi hins vegar um ungan mann, sem eitt sinn sigraði hann í hástökki á Formósa — Chuan Kwng Yang. Það hófst fyrir fimm árum síðan í Taipeh, þegar Mat- hias hélt þar námskeið í frj. íþróttum. ann ræddi við hóp ungra, áhugasamra íþrótta- manna og skýrði þeim frá hin um mismunandi greinum. En enginn Kínverjanna gat náð sama árangri og hann í hin- um ýmsu greinum fyrr en kom að hástökkinu. Mathias stökk yfir rána og hæðin var 1.70 m. Það sama gerði hihn ungi Kínverji. Mathias stökk yfir 1.75 m. Kínverjinn fylgdi á eftir. Slá- in var sett á 1.80 m. og hið sama skeði. Þá setti Mathlas slána á 1.88 m. — það hæsta sem hann hafði nokkurn tíma stokkið — og rétt komst yfir. KYínverjinn stökk yfir slána leikandi létt. Hann komst yfir 1.98 m., löngu eftir að Hathias varð að gefa sig. Þjálfaði í Bandaríkjunum Keppinautur Mathias í Tai peh hefur fylgt ráðum hans og síðustu þrjú árin þjálfað við Kalifomíu háskólann. Vöfðar hans eru orðnir mjög stæltir, enda hefur hann æft mjög vel. — Hann e renn ekki nógu góður í kúluvarpi og kringlu kasti, segir Mathias, sem var sigurvegari í tugþraut á Ól- ympíuleikunum i London-948, þá 17 ára, og aftur í Helsinki 1952, er hann setti heimsmet. —Y En ef —ang hleypur 1500 j m., eins og hann getur, og 1 nær 1.98 m. eða meir í há- j stökki, verður mjög erfitt að sigra hann, segir Mathias að i lokum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.