Tíminn - 14.09.1960, Side 7

Tíminn - 14.09.1960, Side 7
TÍMiJNN, miövikudiigiun 14. suptcmbcr 1960. 7 Nýtt smásagnahefti eftir Einar Kristjánsson Frey Nýlega er komið út fjórða hefti Epíska ritsihs, sem Ep- íska söguútgáfan gefur út og flytur sögur og ritgerðir um bókmenntir og listir eftir Einar Kristjánsson Frey. Þetta hefti nefnist Úr dagbók skólasveins og flytur tvær sög ur, aðra með fyrrgreindu nafni, en hin heitir Mó'ður- sorg. Síðast er nokkur grein gerð fyrir efni næsta heftis, og á það að helgast aö veru- legu leyti ritgerð um heims- Einar Kristiánsson Freyr bókmenntirnar og Friedriche Nietzsche, hins þýzka heim- spekings. Segir svo um þetta í heftinu: „Fátt hefur haft eins mikil áhrif á skáld og rithöfunda og rit þýzka heimspekings- ins Nietzsches allt frá árun- um 1890 til 1939 er síðari heimsstyrjöldin batt endi á áhrif hans. Það var varla til það skáld á vesturlöndum, sem ekki var beint eða óbeint vísvitandi eða óafvitandi und ir áhrifum frá Nietcsche. Til eru þeir rithöfundar, sem' hafa orðið fyrir varanlegum áhrifum frá honum. Ýmsar stefnur í bókmenntum og list um má rekja til verka hans. Stjórnmálamenn, t.d. Hitler, sóttu þrótt í verk hans. Nú hafa verk Nietzsches verið gefin út á ný í Þýzkalandi vegna sérstaklega mikillar eftirspurnar. Menn spyrja því hver annan: Ætla listamenn að fara að sækja þrótt á ný í verk Nietzches? Um þetta verður rætt í 5. hefti Epíska ritsins, og einníg um hina nýju endurskoðuðu útgáfu á verkum hans. Af rithöfundum og skáld- um sem Nietzche hefur haft áhrif á, má nefna Bernard Shaw, Arthur Rimbau, Thom as Mann, Stefan George, Halldór Laxness, Knud Ham sun, Ezra Pound og marga fleiri. Nýrómantikin, sem hófst í kringum 1890 má rekja til verka Nietzches, jafnvel ítalska fúttúrismann. Hetjurómantíkin gamla hófst á nýtt stig, því að Nietzsche blandaði saman á undarlegan hátt gömlum, list rænum hugðarefnum, nátt- úrufræði 18. aldar og þjóðfé- lagsmálum við nýja vísinda- lega uppgötvun þeirra tíma (þróunarkenningu Darwins). Af þessum bollalengingum Nietzsches urðu kenningar hans um ofurmennið (super- mann) til, og ýmsar aðrar furðulegar kenningar, sem jafnvel greindustu menn hafa trúað á og skáld, rit- höfundar og stjórnmálamenn tileinkað sér. En hvernig á því stóð, að slíkur heimspekingur og Niet zsche varð leiðarstjarna í bókmenntum og stjórnmál- um og jafnvel lifnaðarhátt- um verður rætt í næsta hefti.“ Efni fyrri hefta Epíska rits ins hefur verið þetta: í fyrsta hefti var saga frá stríðsárun um og nefndist Gjajir elsk- huganna. í öðru hefti var sagan Borgaraleg trúlofun, saga úr daglegu lífi. í þriðja heftinu var ritgerð, er nefnd- ist: Er Halldór Kiljan L«æ- ness óheiðarlegur i sin-um rit- störfum? og var boðað, að þetta væri fyrsta ritgerð af þremur um þetta efni. Strengjasteypa Ólafur H. Jónsson (Framhald af 6. síðu). Þá tók hann þátt í stofnun Ií.iómabús og var í stjórn þess og formaður um sinn, er reist var og rekið í Mýrdal. Var hvatamaður sð stofnun Pláturfél Suðurlands og deilda:st]óri í félaginu um f;ölda ára. Þegar Kaupfélag Skaft- fellinga var stofnað 1906 var Ólaf; ur einn af stofnendum þess. í stiórn félagsins var hann kosinn 1909 og sat í henni allt, til ársins 1956, er hann baðst undan endur- kosningu takir ellihrumleika. — Einnig var Ólafur í stjórn h/f SKaftfellings, er gerði út m/b Skaftfelling til vöruflutninga að Suðurströndinni aðallgea til Víkur, cg var það mikið happ Skaftfell- ingum að raðast í það fyriræki meðan allir íiutningar að héraðinu fóru fram á sjó. — Húshlutar framleiddir í verksmiðju: BITAR STOÐiR VEGGPLÖTUR LOFTPLÖTUR ÞAKPLÖTUR Hentugir í alls konar byggingar: ÚI’IHÚS í SVEITUM IÐNAÐARHÚS FISKVINNSLUHÚS FRYSTIHÚS VORUGEYMSLUR Byggið á fljótlegan og ódýran hátt úr en^ngargóðu efni. n. L£ BYGGINGARIÐJAN h= Brautarholti 20. — Sími 22231. Það er á engann hallað þó sagt sé að Ólafur á Sólheimum væri ein siyrkasta sloð Samvinnufélagssam- takanna í Vestur-Skaftafellssýslu rneðan kraitar leyfðu Því munu allir samviíinumenn minnast hans með virðingu og þakklæti fyrir þann mikia skerf er hann lagði til rreð störfum sínum í þágu þeirra og öllu fordæmi og er ég einn þeirra. Ólafur \ar mikill félagsmála- maður og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til þátttöku í félags- störfum. Tii marks um þetta má geta þess, að á árunum eftir alda- n;6tin staríaði í Vík málfunda- félag sem kallað var Ármann. — ólafur var félagi þess og lagði það á sig að -ækja reglulega fur.di halfsmánaðarlega þó um 3—4 stunda fer’ gangandi væri að fara og eru þó vondar ár á leiðinni. Það lætm að líkum að í stuttri I biaðagrein verður ekki með neinu | R'.óti gerð skil ævistarfi manns er I hiað hefur á 10. tug ára, þar sem j þaö við bæt.st að sá hinn sami hef- j ur verið forustumaður í sinni j sveit og sýsm, enda er það ekki j gert hér. Hér er aðeins um að I ræða fáein orð í virítingar og þakkarskyai, við mannvininn og m'kilmennið Ólaf á Sólheimum. ! Þegar han í nú kveður sveit sína, land og fói::. sem hann bar mjög fvrir brjósa. Meðan þjóðin eignast menn eins og hann er öllu óhætt. Hann var mikill í öllum sínum at- höfnum til orðs og æðis. en leit þó ávallt á sig sjálfur sem einn>af al- múganum. ■— Ólafur var þéttur meðalmaður, tiaustur á <tð líta og staðfestuleg- uf. Andlitið var frítt, ennið hátt og bjart og yfir allri ásjónu hans rí'rti tign, í.nður og góðleiki. Það er mælt að þar sem góðir nienn fara þar séu Guðs vegir. —- þig held það sé rétt. Þegar á allt er litið og upp er staðið til hinztu ferðar verður það haldbezt að hafa byggt sér Guðsmusteri í sjálfum sér. Ég trúi því að það hafi Ólafur á Sólheimum gert og einnig miðlað samferðamönnunum nokkur af þeim andans auði. Nú þegar faðmur þinnar fögru byggðar umvefur þig í skauti sír.u, ert þú kvaddur af öllum þín- um mörgu vinum og vandamönn- um með ást og þökk. — Yfir þeirri kveðju hvílir birta og friður. Inni- log hluttekmng skal vottuð dóttur þinni og maka hennar, svo og barnabörnum, öllum frændum þín- um og kærnm vinum. Megi mrdin og friðurinn, fórn- arviljinn og framtakið sem fylgdi hrnum lát:u heiðursmanni halda áiram að eílast í sveitinni hans um alla framtíð. Óskar Jónsson. S JÖTUGUR: Daníel 0. Eggertsson, Hvallátrum „Ljúfan mann leit ég þar við bor'gir." — Ætlarðu ekki að senda hon- um Daníel skeyti, spurði konan mig þegar ég kom heim úr vinnu laugardaginn 10. þ.m. — Hvaða Daníel, spurði ég á móti og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, því daglega stend ég ekki í skeytasendingum. ,— Honum Daníel á Látrum. Hann er sjötugur í dag. — Hver segir það? — Morgunblaðið. Það er grein um hann í blaðinu. — Eftir Gísla? — Nei, eftir Eggert. — Nú, jæja, það verður að hafa það. Hann fær ekkert skeyti frá mér.Hann hefur líka annað að gera í dag en að lesa marklaus skeyti, ef ég þekki Rauðsendinga rétt. — Ég er að fara á Þingvallafund og i gef allt slíkt upp á bátinn. Svo er ég á móti öllum skeytum, veður- skeytum, tundurskeytum og öllum skeytum þar á milli. Og það veit ég að Daníel er líka, þrátt fyr- — En einhvern veginn hvarflaði hugurinn oít vestur að ,Látrum þennan dag, þrátt fyrir rosann á Þingvöllum og tímabærar hugleið- ingar hernámsandstæðinga. Og þó eru kynni okkar Daníels ekki göm- ul né ýkja mikil. Ég veit það helzt, að hann er fæddur á Hvallátrum vestra, eins og sagt er í Breiða- firði, og hefur alið þar allan aldur sinn, að undanteknum þeim vetr- um sem hann stundað verzlunar- nám hér í Reykjavík. Hann hefur því ekki stundað vistaskipti um ævina, en sannað svo sem bezt má verða, að hollur er heimafenginn baggi. Öllu meiri mannkostamann þekki ég ekki. Ýmissa kosta völ mun Daníel hafa átt að loknu námi í verzlun- arskólanum, því maðurinn er ráð- svinnur og starfhæfur vel. En hann kaus heimahagana, útkjálkann, hrjóstrin, brimsúð hafsins og ógnir bjargsins. Hið frjálsa líf úti í stór skorinni náttúru. Og hann kaus rétt. Engan mann þekki ég, sem fellur jafn vel inn í sitt umhverfi, en er þó hrein andstæða þess. Hin dæmafáa háttvísi, hlýja viðmót og mildi, stingur svo notalega í stúf við hina snakillu núpa og hamra- tröll allt í kringum hann. Hann er líka hverjum manni vinsælli heima í héraði, Ijúflingur bjargsins og á-stvinur bárunnar. Og þó er mað- urinn ekki jábróðir allra né veifi- skati í skoðunum. Síður en svo. Hann hefúr jafnan haldið hlut sín- um, við hvern sem var að skipta og hvað sem að höndum bar. — Ég hygg það auðveldara, að ýta Látrabjargi hundrað mílur á haf út en Daníel hænufet frá sínum heimaunnu skoðunum. Og nú hef ég sagt það sem þarf að segja um tryggðatröllið Daníel, að sinni — og raunar allt sem ég veit um hann. Ég fer ekki að rekja það sfem hann hefur unnið fyrir sveit sina í nefndum og ráðum, þót-t allt hafi það að sjálfsögðu verið vel gert, né orða afskipti hans af þjóðmálum, sem einkum hafa snert kirkjumál, sly-savarna- mál og stójrnmál. Aðr'ir kunna á því betri skil. Allt er það lítilsvert í samanburði við manninn sjálfan. — Kona Daníels er Anna Jóns- dóttir, ættuð úr Dýrafirði. Hún er furðu lík manni sínum og sam- hent um alla hluti. Gestrisni þeirra hjóna er mörgum kunn. Ekki hafa þau átt börn. En fósturson áttu þau, sem horfinn er af sjónarsvið- inu fyrir mörgum árum, og litla fallega fósturdóttur hef ég séð heima hjá þeim. Mun hún nú gei-sli þeirra í ellinni. Svo óska ég Daníel á Látrum og fjölskyldu hans langra lífdaga og góðra. Og þess vænti ég, að hann megi enn um sinn halda þeirri sæmd, að vera útvörður byggðar- innar á íslandi í vesturátt við óra- víðáttu hafs og rishárra sjóa. 11/9 1960. B. Sk. Frá Barnaskólum Reykjavíkur Börn á aldrinum 10—12 ára e:ga að hefja skóla- göngu um n. k. mánaðamót. N. k fimmtudag þurfa börnin að koma ti. skráningar í skólana sem hér segir: Börn fædd 1950 komi 15. sept. kl. 1 e.h. Börn fædd 1949 komi 15. sept. kl 2 e.h. Börn fædd 1948 komi 15. sept. kl 3 e.h. Foreldrar rthugið: Mjög áriðandi er, að gerð sé grein fyrir öllum börnum á ofangr aldri í skólunum þennan dag, þar sem raðað verður í bekkjardeildir þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, þurfa foreldrar þeirra eða aðrir aðstandendur að gera grein fyrir þeim í skólunum á ofangreindum tímum ATH.: 1. 10 ára börn í Hlíðaskólahverfi eiga að mæta í Eskihlíðarskóla. 2. 11 og 12 ára börn í Árbæjarskólahverfi eiga að koma í Miðbæjarskóla. 3. 10—12 ára börn, búsett við Hvassaleiti og í nágrenni, eiga að mæta i Breiðagerðisskóla. Fræðslustjórinn í Revkjavík /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.