Tíminn - 17.09.1960, Blaðsíða 14
14
TÍMINN, laugardaginn 17. september 1960.
Nú voru þrír möguleikar
fyrir hendi: A5 kvœnast Clot
ilde, drekka olíuna eða hætta
höfði sínu. Filimario kaus
óhikað:
—Jæja þá, Peggy. Ég er
þá hérmeð í þjónustu Smit-
sons lögfræðings og bíð nán-
ari fyrirmæla frá honum.
— Þetta vissi ég, sagði
Peggy, og gleðin geislaði hvar
vetna af henni. — Til að
byrja með þurfið þér ekki
annað að gera en segjast ekki
vita neitt um neitt.
— Get ég ekki einu sinni
fenglð ag vita, hvaða glæp
ég framdi?
— Ja ég bara veit það nú
ekki, svaraði Peggy. — Það
skiptir engu máli.
— Nei, ég var bara svolítið
forvitinn, sagði Fil.
Svo fór Peggy leiðar sinn-
ar, eftir að hafa sent Fil fing
urkoss gegnum rimlana.
Þegar Dik lögfræðingur,
vitnin og Settambee komu
nokkrum mínútum síðar,
sendi Fil þá burtu með sama
svari og alla hina morgnana:
— Verið nú þolinmöður,
herra Dik. Við skulum ræða
um þetta siðar.
Hinn undarlegi atburð-
ur með „hraðlest 148" —
Vagn Filimarios — Ketty
móti Clotilde — Lögfræð
ingurinn áhyggjufullur
— Nokkur orð um Dik
lögfræðing —
Peggy hafði ekki fyrr
hringt til lögfræðingsins og
sagt honum ag allt væri í lagi
en lögfræðingurinn bað rit-
arann að koma inn.
— Hann gekk að því. Við
byrjum undir eins.
Amerlska lögreglan hafði að
minnsta kosti þrjátíu óupp-
lýst mál með höndum, og hið
nýjasta var nefnt: Hraðlest
148.
Hraðlest 148 hafði lagt af
stað frá aðalstöðinni í New
York 25. maí með 45 vagna, en
þegar á ákvörðunpjrstaðinn
Buffalo kom, voru vagnarnir
aðeins 44.
Að járnbrautarvagn losni
frá lestinni cr. verði einhvers
staðar eftir, er sjálfu sér
ekkert undarlegt. En hið ó-
venjulega í þessu tilfelli var
það, að hinn „glataði" vagn
var alls ekki sá síðasti heldur
sá tuttugasti og fimmti. Með
öðrum orðum mitt í lestinni.
Og síðan 15. júni hafði ekkert
spurzt til vagnsins eða þeirra
I GIOVANNI GUARESCHI
\
Clotilde Troll
32 I
þrjátíu farþega, sem í honum
voru.
Lögreglan fann náttúrlega
ekki neitt. Þegar það uppgötv
aðist, að lestin var horfin,
var lestin komin frá New
York til Elmira hafði hún
aldrei numið staðar.
Þetta var stórkostlega dul-
arfullt mál. Smitson lögfræð
ingur ákvað, að þetta skyldi
vera það mál, sem Filimario
yrði saksóttur fyrir.
Skömmu sðar fékk Fili-
mario heimsókn af lögfræð-
ingnum, sem sagði honum
hvað á seyði væri, en Fili-
mario hristi höfuðið.
— Ég get ekki hugsað mér,
að þetta heppnist, sagði
hann. Ég treysti mér alls
ekki til þess að stela vagni
með þrjátíu farþegum í. Það
þarf vel útbúinn flokk til að
þess.
— Ekki held ég það, svar-
aði lógfræðingurinn. — Því
þá?
Filimario gat ekki varizt
hlátri:
— Ef þér eruð þolinmóður,
herra lögfræðingur, skal ég
skýra það út fyrir yður. Þrír
men eru það minnsta sem
hægt er að komast af með á
sjálfri lestinni, einn verður
að standa vörð á sporinu, og
einn í sjálfum vagninum.
Svo þarf að minnsta kosti
fimm til þess að koma þýfinu
undan, fyrir nú utan þá sem
taka við og koma því í verð.
Lögfræðingurinn yppti öxl-
um.
— Þér getið ekki fullviss-
að mig, sagði hann- — En ef
þér endilega viljið, skal ég
finna mál sem ekki er eins
flökið.
Lögfræðingurinn ljómtiði
eins og sól, þegar hann yfir-
gaf fangelsið, og þegar hann
kom aftur á skrifstofuna öskr
aði hann til ritarans:
— Allt í þessu fína, Mik!
Svo settist hann niður og
reit eftirfarandi bréf til lög
reglu Bandarkjanna:
„Ef nokkurn langar til að
vita, hvað varð um vagninn
úr hraðlest 148, skuluð þið
yfirheyra fangann Dublé í
Walk fangelsinu. Það er á-
ríðandi að beita varfærni, og
fá hann til að trúa því, að
samkvæmt áliti lögreglunnar
hafi einn maður verið að
verki.
Vinur réttlætisins."
Þegar lögreglustjórinn fékk
þetta dularfulla bréf, kallaði
hann á Pew, duglegasta leyni
lögreglumanninn innan lög-
reglu Norðurríkja Bandaríkj
anna.
— Þetta getur verið þvæla,
en það sakar ekki að reyna.
Um að gera að vera varkár.
Næsta dag fékk Filimario
nýjan gest inn í klefann til
sín, honum til mikillar á-
nægju. Hingað til hafði hann
verið einn í klefa, og jafnvel
þótt sá nýkomni væri frem-
ur skuggalegur í útliti, gat
að minnsta kosti verið fé-
lagsskapur að honum.
Honum var heldur ekki alls
varnar; hann hafði gaman af
að tala, og samtalið var allt-
af lflegt og skemmtilegt. O.g
þar sem þeir sátu þarna og
röbbuðu, barst talið náttúr-
lega að hinu dularfulla
hvarfi hraðlestar 148. Nýf
fanginn hélt endilega, ag það
'hefði verið einn maður að
verki. Filimario varð ergi-
legur:
— Ef það væri leikmaður,
sem segði það, væri það fyrir
gefanlegt. En að þér, sem
eruð þjófur ag aðalstarfi,
eftir því sem þér segið, skuli
láta svona lagað út úr sér,
það er óskiljanlegt.
— Þér vilið sem sagt halda
þvi fram, að þar hafi verið
flokkur manna. Hvers vegna?
Filimario birti skoðun
sína:
— Þrír men í vagninum,
sem á að stela. Hér er um
að ræða vagn í miðri lestinni
svo málig er ekki svo einfalt.
Einn þessara þriggja situr
við glugga, svo að hann geti
teygt út handlegginn og sent
ljósmerki til manns, sem er
úti í myrkrinu, svo sá geti
vitað hvaða vagn er um að
ræða. .
Hinir tveir eru á fremri og
aftari palli, til þess ag geta
losað vagnana sundur á réttu
augnabliki.
Á meðan er allt í fullum
gangi við sporið. Það hefur
verið hugsað fyrir dragbit og
hliðarspori, þannig að vagn-
inn haldi áfram og út á tvo
sterka vagna, sem standa þar
sem hliðarsporið endar. Einn
passar hliðarsporið, en ann-
ar leggst á magann, þar sem
hliðarsporið mætir aðalspor
inu.
Samkvæmt gefnu merki
losa mennirnir að aftan og
framan vagninn frá, meðan
sá vig gluggann teygir út
handlegginn og gefur merki.
Vegna hragans rennur lest-
in náttúrlega áfram, en fjar-
læggin milli hennar og vagns
ins verður stöðugt meiri, og
þannig gefst nógur tími til
þess að láta vagninn renna
inn á hliðarsporið, áður en
síðasti hluti lestarinnar kem
ur. Maðurinn sem liggur á
maganum gefur merki, og sér
i um að allt fari fram á rétt-
um tíma.
Lestin heldur náttúrlega á-
fram, en þessi eini vagn renn
ur niður hliðarsporið. Mað-
urinn á aftari pallinum fer
inn í vagninn og heldur reglu
með skammbyssu, og sá við
gluggann hjálpar honum.
Maðurinn á fremri pallinum
stjórnar bremsunni, og það
er honum ag þakka, að vagn
inn rennur hægt og rólega
út á vagnana tvo, sem eru
festir saman á hliðunum og
bíða.
Meðan þessu fer fram, fjar
lægja karlarnir sem voru við
sporið öll ummerki, setja
draslið upp á flutningavagn
og flýta sér síðan brott allt
hvað af tekur.
Fyrir hjólin á lestarvagn-
inum, sem nú hefur numið
staðar á flutningavögnunum, '
eru settir stórir klossar, segl
dúkur bundinn yfir allt sam-
an, slegið í hestana og allt
fjarlægt fljótt og vel.
Þannig er það. Jámbraut-
arfélagið þarf ekki ag kvarta.
Er þetta ekki einfalt og aug-
velt? Hreinasti barnaleikur!
Atvinnuþjófurinn varg að
viðurkenna það.
— Jú, þag er barnaleikur,
en hvernig vitið þér, að þetta
gengur svona?
— Ég, svaraði Filimario og
brosti. — Eg veit ekkert.
Þetta er bara það, sem ég
hef hugsað mér.
—Þér eruð hugmyndarík-
ur. Það er bara verst fyrir
yður, að fyrir utan dyrna
standa tveir menn, sem hafa
skrifað þetta allt saman nið
ur. Orð fyrir arð!
— Já, það var verst fyrir
mig, sagði Fil, — því sagan
var alltof þurr eins og ég
sagði hana. Hefðug þér bara
sagt mér þa^ áður, hefði ég
lýst þessu mun líflegar og
reynt að hafa betri stíl á því.
— Þag skiptir ekki, miklu,
svaragi atvinnuþjófurinn og
hló. — Ég skal nefnilega
segja ygur þag, ag við leggj-
Laugardagur 17. september:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin.
16.30 Veðurfregnio-.
19.00 Tómstundaþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Einsöngur: Paul Robeson syng-
ur.
20.45 Smásaga vikunnar: „Á forn-
um slóðum" eftir Nils Johan Rud, í
þýðingu Jóns R. Hjálmairsson-
ar (Gestur Pálsson leikari).
21.05 Tívólí-kvöld: Tippe Lumbye
hljómsveitarstj. stjórnar flutn-
ingi laga eftir afa ston, Hans
Christian Lumbye.
21.30 Leikrit: „Maðurinn, sem átti
hjarta sitt í Hálöndunum" eftir
William Saroyan, i þýðingu
Halldórs Stefánssonar. — Leik-
stóri: Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Daoislög.
24.00 DagsikrárlO'k.
EIRIKUR
VÍÐFÖRLI
og
FÓRN
SVÍÞJÓÐS
17
Guðlinda segir frá: — Ég kem
frá Bohulsen, þar sem konungur-
inn krafSist barns míns af mér. Er
ég neitaði, sendi hann hermenn
sína til mín. Maðurinn minn og ég
flýðuim þá ineð barnið og komumst
til hafs með hjálp góðra vina. Þar
náðu Ibeir okkur.
Áður en til baráttu kom, hróp-
aði eiginmaður minn, að félli
hann, skyldi ég flýja til Eiríks víð-
förla 'með Hrólf. Stuttu síðar var
hann drepinn, og fiskibátuf flutti
mig burt. Okkur var veitt eftirför,
en það var hvassviðri, og við héld-
um okkur svo nærri landi sem við
þorðum. En báturinn molaðist
upp við klettana, sjómaðurinn
drukknaði .... og það sem eftir
er, veit Svíþjóður.
— Hvers vegna hlustaðirðu ekki
á miig í gærkvöldi? spyr Vínóna
Eirík, sem bítur á vör sér og iðrast
fljótfærni sinnar. — Hefðir þú
sagt okkur allt, þegar þú komst,
Guðlinda, hefði þetta varla gerzt
— en ef til vill er það enn ekki um
seinan. Hvað geta þeir verið
komnir langt í burtu, Svíþjóður?