Tíminn - 17.09.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1960, Blaðsíða 2
T ÍIH I'N-N, Iaugardaginn 17. september 1960.) Lumumba fyrir- fannst hvergi SíSdegis í gærdag kom Ör- yggisráð SÞ saman til fram- haldsfunder um ástandið í Kongó. Fyrir ráðinu liggja nú tvær tillögur. Önnur þeirra er frá Bandai ikjastjórn bar sem lýst er trausti á Hammar- skjöld aðalframkvæmdastjóra SÞ og aðgerðir hans í Kongó en h'm t'illagan er borin fram af sovézka fulltrúanum og er herstjórn SÞ í Kongó þar vítt harðlega, Á fundi ráðsins í gær las Hamm arskjöld upp tvö mótmælaskeyti, sem honum höfðu borizt frá Kongó. Annað þeirra er frá Kasa- vubu forssia, þar sem hann er reiður mjög yfir bví að hersveitir SÞ hafi haldið hlífiskildi vfir Lum umba forsfpíisráðherra. Hitt s-keyt ið er frá .Tshombe fylkisstjóra í Batanga, þai sem hann mótmælir afskiptum herliðs SÞ af málefnum fyikisins og segir að SÞ muni verða sóttar til saka og krafnar um skaðabætur vegna lokunar flug valla í Katanga. Afskiptum mótmælt Er Hammarskjöld hafði lesið upp þessi skeyti spurSi hann full- trúa ráðsins, hvort þeim fyndist 8f þeim :em hann hefði dregið taum andstæðlnga Lumumba í Kongó. Fulltrúar Ceylon og Túnis í ráð- inu lýstu yfir trausti sínu á Hamm arskjöld 03 aðalfulltrúi Sovétríkj- ánna var hógværari í ásökuríum sínum en áður. Svo virðist sem Cryggisráðið muni ná samkomu- 150. sýning á Delerium Bubonis Klukkan 11,30 á sunnudags- kvöld hefur Leikfélag Reykjavík- ur 150 sýningu sína á íeiknum Delerium Bubonis, og verður hún í Austurbæjarbíói til ágóða fyrir leikhúsbyggingu félagsins. Það mun algert einsdæmi, að leikrit hafi vei'ið sýnt 150 sinnum hér á landi í svo að segja einni lotu. lagi um það atriði, að meðlima- ríki SÞ skuii ekki veita hernaðar- aðstoð í Kongó nema með sam- þykki SÞ. I.umumba saknað Frá Leopoldville eru heldur óljósar fregnir enda nú ekki ýkja- gott að átta sig á gangi málanna þar. í gær hafði verið boðað til þingfundar en Maboko herforingi, sem nú teiui sig ráða í landinu kom í veg iyrir með hervaldi að þlngmenn gætu sótt fundinn. Þá voru einmg sendir hermenn til bækistöðva Lumumba og hand- bSku þeir þar a. m. k. tuttugu sam siarfsmenn hans. Annars hefur ekkert heyrzt frá Lumumba frá Jví í fyrradag, er trylltur múgur réðst að honum og hugðist taka hann af lífi án dóms og laga. Uppi eiu nú raddir um það, að Lum- umba búi s±g undir nýja valda- töku í landinu. Kasavubu forseti hefur lýst I.umumba svikara og landráða- niann og mótmælt harðlega við SÞ að þær skyldu koma í veg fyrir að Lumumba væri tekinn höndum 'jg látinn svara til saka. Svo virð- ist sem þeir Kasavubu og Maboko séu á einu bandi og ekki að átta sig á, hvorra skipunum herinn hlýðir. Nýja kirkjan í Dalvík Þing framhaldsskóla- kennara hófst í gær Átturula þing Landssam- bands framhaldsskólakennara var sett i Gagnfræðaskóla Austurbæjar í gær. ÞingiS sitja um 50 fulltrúar auk gesta. Þingjð heldur áfram í Gagnfræ'ðaskólakemnarar (Framh. af 1. siðu). Funduriun vekur athygli á þeirri staðreynd, að meff þess- ari veitingv eru þverbrotnar gildandi reglur um veitingu skólastjóra og kennaraembætta svo freklega, aff einsdæmi mun vera, þar sem sá umsækjandinn, sem ekkcrt atkvæBi fær í fræSslu láði, er settur skólastjóri, enn fremur bendir fundurinn á, a'ð lítiS tillit er tekið til menntunar nmsækjenda, þar sem háskóla- próf er nundsað, og ekki heldur til ágæts árangurs í starfi né hins langa starfsferils við skól- ann. Á grundvelli þessara stað- reynda mótmælir fundurinn "þessu einstæða gerræði mennta- málaráðherra, þessari fáheyrðu misbeitingu valds, svo og niður- stöðunum í umsögn fræðslumála stjóra, þar sem gengið er fram Jijá áðurnefndum staðreyndum." Ingólfur A. Þorkelsson sat ekki fundinn. (Frá Féiagi gagnfræðaskóla- kennara í Kópavogi.) Bílaverð lækkar Viðskiptamálaráðuneytið hefur ákveðið að lækka tolla á smábíl- um sem hingað eru fluttir inn. Jafnframt hafa Rússar og Tékkar ákveðið að lækka fob. verð á smá- bílum þeim sem þeir selja hingað til lands og verður því verðlækk- unin mest á þeim bílum. Þannig lækka Moskvitsjbílar úr 131 þús. (Framh. á bls. 15.) dag en gert er ráð fyrir að því ljúki á sunnudaginn. Forseti þingslns var kjörinn Kristján Benediktsson, en ritarar Ásmundur Kristjánsson og Gutt- ormur Sigurbjaxnarson. Helgi Þorí láksson, forseti sambandsins, setti þingið. Aðalmál þingsins eru kjaramál fiamhaldsskólakennara, en þau eru nú orðin harla léleg, svo að horfir til vandræða um að fá kenn- ara til starfa, þótt ástandið sé ef til vill ekki eins illt og við barna- skóla landsins. Togaramáli^ (Framh. af 1. síðu). kc. á þann veg að hann gerði það af og til. Skipstjóri neitar Percy Allen Bedfor'd, skipstjóri, kom aftur fyrir réttinn. Aðspurður endurtók hann að hann hefði aldrei veitt innan tólf, fjögurra eða þriggja mílna markanna nema þegar hann var neyddur til þess undir herskipavernd. Þá sagðist hann aldrei hafa veitt innan 12 mílna markanna eftir að brezkir útgerðarmenn gáfu skipun um að ekki yrði veitt fyrir innan land- helgina. Þá var athugað samkvæmt fyrir- mælum bæjarfógeta um veiðarfæri togarans og reyndust þau ný og möskvastærð í lagi. Skipstjóra var skýrt frá niðurstöðum þessara at- hugana og sagðist hann þá hafa notað a. m. k. þrenn veiðarfær'i síðan 7. júlí. Dómur á morgun Bæjarfógeti kvað vitnaleiðslu lokið í málinu og mundi hann senda úrdrátt um það til dóms- málaráðuneytisins um kvöldið og vænti hann þess að fá umsögn þess fyrir hádegi í dag. —H.G. —h Þorleifur Thorla- cius deildarstjóri utanríkisráðun. Nýlega hefur Þorleifur Thorla- ciustekið við staríi deildarstjóra í utanríkisráðun^ytinu. Þorleifur hefur undanfarin ár starfað sem &endiráðunautur í Oslo við sendi- ráð íslands þar. Vilja stríía Vesturþýzk stjórnarvöld hafa birt tilkynningu þess efnis, að liðsforingi úr her Austur-Þýzka- lands, sem flúið hefur til Vestur- Þýzkalands hafi skýrt frá því, að Austur-Þjóðverjar undirbúi árás á Vestur-Þýzkaland. Jafnframt segir í tilkynming- unni, að liðsforingi þessi hafi haft meðferðis ýms sönnunargógn máli sínu til stuðnings m. a. dreifibréf, sem dreifa á meðal íbúa Vestur- Þýzkalands eftir að til átaka er komið, þar sem allir eru hvattir til að standa einhuga með Austur- Þj'óðverjum. íþróttampnn heiíraíir Frá því hefur verið skýrt í Moskva, að 317 íþróttamenn og konur hafi verið sæmd heiðurs- merkjum vegna frammistöðu sinn- ar á síðustu Olympíuleikum bæði í Róm og í Squaw Valley en þar fóru vetrarleikarnir fram. Leninorðuna hlutu m. a. Tam- ara Press en hún sigraði í kúlu- varpi og kringlukasti kvenna í Róm svo og Lakadse, sem vann óvæntan sigur í hástökkskeppn- inni í Róm. Belgakóngur brátt í þa'6 heilaga Baldvin Belgíukonungur hefur opinberað trúlofun sína með yng- ismær einni frá Spáni og mun brúðkaup þeina að öllum líkind- um verða gert í Brussel í næsta mánuði. Hin tilvonandi drottning Belga rekur ætt sína til konunga í héraðinu Aragon á Spáni. Fengu 2 ár Fjórir brezkir sjóliðar, se>m allir eru 18 ára að aldri hafa verið dæmdir í 2 ára fangelsi hver vegna skemmdarverka, er þeir frömdu á brezka tundurspillinum Dainty í síðasta mánuði. Dainty átti sem kunnugt er að fara á íslandsmið til verndar brezkum veiðiþjófum, er í ljós kom, að skemmdarverk höfðu ver- ið unnin í vélarrúmi skipsins og seinkaði það brottfor skipsins um nokkra daga. Skemmdarverkin munu þessir ungu menn hafa unn- ið vegna löngunar til þess að dvelja fremur meðal sinna heitt- elskuðu heima en við úfinn sjó á íslandsmiðum. Piltarnir voru allir reknir úr flota Hennar hátignar. Mótmælir brottvísun Siskups Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Suður-Afiíku hefur f&rdæmt harðlega pá ákvörðun Suður-Afr- íkustjórnar að vísa Ambros Reels biskupi úr iandi en biskupinn h€fur gagnrýnt harðlega stefnu sijórnar Suður-Afriku í kynþátta- rialunum. Erkibiskup kaþólskra telur þetta pólitíska ofsókn sem beri að for- dæma. Gagnrýni eigi að svara með rökum en ekki með valdi. Héraðsmót Framsóknarmanna í Rangárvallasýslu Héraðshátíð Framsóknarmanna í RangárvalSasýslu verS- ur haldið í hinu nýja og glæsileg? félagsheimili Hvoli, Hvolsvelli, í kvöld og hefst kl. 9 síðdegis. Stutt ávörp flytja Björn Fr. Björnsson, alþm., Helgi Bergs, verkfr. og Jón Skaftason, aibm. ÞuríSur Pálsdóttir óperusöngkona syngur með undirleik Fritz Weisshappels. — Hjálmar Gíslason, gamanleikari skemmtir. — Echo-kvintettinn leikur og syngur. Framsóknarmenn í Keflavík Fundur verSur haldinn í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík, uppi, mánudaginn 19. þ.m. kl. 9 e.h. Fundar- efni: Kosning fulltrúa á kjördæmasambandsþing. Menn eru beSnir aS mæta vel og stundvíslega. Framsóknarfélögin Framsóknarfélag Kjosarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu boSar til almenns félags- fundar í HlégarSi annaS kvöld, sunnudag, kl. 9. ASal- efni fundarins er aS kjósa fulltrúa á kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Einnig verSur ræt tum önnur mál eftir þvi sem fr'am koma. Stjórnin F.U.F. í Kópavogi Fundur verður n. k fimmtudag 22. sept. 1960 í Edduhúsinu kl. 8,30 e.h. Kosning fulltrúa á kjördæmaþing Reykjaness- kjördæmis. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.