Tíminn - 17.09.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.09.1960, Blaðsíða 16
209. blað. Laugardaginn 17. september 1960. Þúsundir Tíbeta heyja enn grimmilegan skæruhernað Kínverskir kommúnistar vinna skipulega ao" útrýmingu tíbetsku þjóuarinnar íbúðarhús í landslagsstíl Inn f Blesugróf stendur lítið hús, tli vinstri handar við veginn rétt neðan við gömlu sandgryfjurnar. þegar ekið er upp úr grófinni. Þetta hús lætur ekki mikið yfir sér, og margir munu hafa farið þar fram hjá án þess að veita því athygli- Hershöfðingi í liðskönnun Joe W. Kelly hershöfðingi yfirmaður herflutningaþjón- ustu Bandarikjahers mun koma til Keflavíkur á morg- un og heimsækja herstöðina á Keflavikurflugvelli. Þetta er fyrsta heimsókn Kelly til fslands en hann hefur um langt skeið gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan Bandaríkjahers. Hann hefur nú yfirumsjón með 1100 flug vélum hersins og 119 þúsund ir manna lúta yfirstjóm hans. Benjamín Willis yfirmaður herliðsins á Keflavíkurflug- velli mun taka á móti hers- höfðingjanum á Keflavíkur- flugvelli og síðdegis á morg- un mun Kelly fljúga yfir Reykjanesskaga, Hafnarfjörð og Reykjavík, en þar mun flugvél hans lenda og am- bassador Bandaríkjanna hér, Tyler Thompson, mun taka á móti hershöfðingjanum og halda honum veizlu. Síðar er ráðgert að Kelly líti á radarstöðvar Banda- rikjahers hér á landi. Enda er tæpast von til þess, því að þeim megin frá séð gæti maður haldið að þarna stæði klettahóll sem hefði verið þarna frá örófi alda, og ef þar leyndust nokkrir íbú- ar væru það aðeins álfar og huldufólk. En þegar betur er að gáð, sjást gluggar á klett unum, sem rísa milli grasgeir anna, og þeir benda til þess að íbúarnir séu mennskir. Fréttamaður Tímans átti leið þar fram hjá eigi alls fyr ir löngu, og sá þá mann vera að bogra úti í garðinum, því kringum þetta hús er stór og fallegur garður, þar sem gróskumiklar matjurtir, tré og blómjurtir teygja anga •sína til himins. — Jú, xétt er það, þar var eigandi' og skapari þessa húss. Hann tók vel í það, að láta blaðinu eftir myaid af hús- inu, og sega lítillega frá til- drögum að útliti þess. Sjálfur heitir eigandinn Óskar Magn ússon, en húsið heitir Garðs- tunga. — Hvert er markmiðið með þessum byggingarstíl, Óskar? — Markmiðið er að þjóna lund sinni. Þetta er landslags stíll. — Skil ég rétt, að fyrir- myndin sé klettahóll? — Þetta er eins og ég sagði, landslagsstíll. Annars var eigi ætlun mín frá upphafi að þekja það með torfi, heldur hugðist ég klæða það með kopar. Það hefði orðið fallegt. En það var komið í veg fyrir, að ég gæti gert það. — Er langt síðan þú byggð ir þetta? — Eg er varla búinn enn- þá. Þag er margt, sem þarf að færa í horfið. Annars hef ég verið búsettur hér í 18 ár. Pyrst var hér aðeins skúr, sumkrbústaður. Þetta gengur hægt, en maður er nægjusam ur og hefur gaman af því að nostra í kringum sig. Það er að þjóna lund sinni. Þúsundir Tíbeta heyja enn grimmilegan skæruhernað yegn hernámsliði kínverskra kommúnista, með þeim aðferð um er líkja má við baráttu andspyrnuhreyfinga í mörg- um Evrópulöndum gegn þýzku nazistunum. Skæruhernaðurinn hefur staðið alla tíð síðan vorið 1959 að kommúnistum tókst að brjóta á bak aftur virka andstöðu tíbetsku þjóðarinn- ar gegn innrásarherjunum, er lauk með þvi, að leiðtogi henn ar, Dalai Lama flýði til Ind- lands, sem frægt er orðið. Skæruliðarnir gera sífelld ar árásir á kínversk virki og herbækistöðvar og hefur þetta ruglað innrásarherinn mjög í ríminu. Síðustu fregnir bera það með sér, að svo virðist sem hernaðurinn sé nú að færast í aukana og oft hafi nú að undanfömu komið til grimmi legra bardaga. Plóttamenn, sem enn streyma þúsundum saman til Indlands hafa þá sögu ag segja, að mannfall hafi orðið mikið í liði beggja og hafi þeir orðið vitni að því er kínverskir flutningabílar fluttu á brott þúsundir líka. Þrátt fyrir hina hörðu and- spyrnu gegn Kínverjum hafa þeir nú algjör umráð yfir stærsta hluta landsins og er litið svo á, að hin ofsafengna barátta Tíbeta sé þeirra síð- asta tilraun til að endur- heimta frelsr sitt. Regn O '\L Suðvestan kaldi e'ða stinn- ingskaldi fyrst, síðan all- hvass sunnan og rigning i fyrramálið. Þannig sagSist þeim frá á Veðurstofunni í gær. ÞaS er þokkalegt eSa hitt þó heldur. Khambamenn herskáastir Það eru aðallega Tíbetar af Khamba-ættflokknum sem helzt beita sér og er aðferð þeirra sú að biða eftir því að Kínverjar gangi að fullu frá einhverri stórri herbækistöð og manni hana. Þá hefjast Khambamenn handa og, gera að óvörum grimmilega árás á stöðina og hafa oftast jafn að hana við jörðu áður en hjálp berst. Að árásinni lok- inni flýja Khamba menn til fjalla og búa sig undir næstu árás. Oft slær j bardaga á milli tíbetskra flóttamanna á leið til Indands og Nepal og landamæraverðir heyra oft skothríð og sprengjuhvelli handan landamæranna. Vitni hafa skýrt svo frá, að Kínverjar hafi annað slagið hafið mikla herferö gegn upp reisnarmönnum og m. a. kast að sprengjum á fylgsni þeirra í fjöllunum, en slíkar, árásir hafi lítinn árangur borið, enda slík fylgsni vandfundin í Himalajafjöllum sjálfum. Skipulögð útrýming Hinir innfæddu Tíbetar þola lika miklu frekar harð- ræðið og kuldann uppi í f jöll unum og fái þeir aðeins aö neyta hins þurra uxakjöts, sem er aðalfæðutegund þeirra er þeim ekkert að van búnaði þó að bústaðir þeirra séu hellar uppi í fjöllum. Það er nú sannað mál, sbr. skýrslu alþóðalögfræðisam- takanna, að Kínverjar vinni nú skipulega að þvi að útrýma tíbetsku þjóðinni um leig og Kínverjar eru fluttir inn i land ið. Tugir þúsunda hafa verið teknir í þrælkunarvinnu við vegalagningu og brúargerðir. Vinnutími er 17 klukkustund ir á sólarhring og maturinn skorinn við nögl. Uppskeru- tíminn í Tibet er ágústmán- uðurihn, en vegna hins sí- fellda skæruhemaðar hefur viða reynzt ókleift að nýta uppskeruna og er hungurs- neyð nú víða yfirvofandi. (Framh á 15 síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.