Tíminn - 29.09.1960, Page 5

Tíminn - 29.09.1960, Page 5
T í MIN N, fimmtudagmn 29. september 1960. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ároason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjamason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsiegasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. ----------------------------------------------------/ Islenzk réttlætiskennd Mótmælaundirskrifti*' meiri hluta kjósenda á Akranesi gegn brottvikningu Daníels Ágúsíinussonar og krafa þeirra um nýjar kosningar að öðrum kosti er alveg ein- stakt fyrirbrigði hér á landi. Það mun óhætt að fullyrða, að aldrei hafi það komið fyrir. að gerðum jaínmikils meiri hluta bæjarstjórnar — sjö af níu — hafi verið andmælt jafn eindregið af meirihluta kjósenda. Eftir þessi viðbrögð kjósenda er alveg augljóst, að þessir fulltrúar — sem eru mikill meirihluti: bæjarstjórn — eru komnir í mikinn minnihluta meðai kjósenda í bænum. Sést það bezt á því, að undir mótmæli þessi og kröfu um nýjar kosningar skrifa hvorki meira né minna en 61% af kosningaþátttökunni í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Það er alveg augljóst mál, að það er alls ekki sæm- andi fyrir þá bæjarstjórn að sitja lengur, sem slíka kveðju hefur fengið. Það er fulikomin lítilsvnðing á vilja kjós- enda og öllum siðgæðis- og iýðræðisvenjum Þetta ætti að geta orðið þeim holl lexía, sem halda að þeir geti boðið borgurunum hvað sem er og ráðsmennsk- ast að vild án þess að leita í nokkru álits þeirra — ekki einu sinni eigin nánustu flokksmanna — jafnskjótt og þeim hefur tekizt að fá fólk til að kjósa sig í trúnaðar- stöðu. Þetta ætti að kenna þeim, að réttlætiskennd góðra borgara er sterk og að umboð það, sem fólk fær fulltrú- um sínum, er ekkert emkagagn þeirra, heldur krefst með- ferð þess ábyrgðarkenndar, sanngirni og réttsýni. Við- brögð Akurnesinga hafa alveg sérstaka þýðingu í því efni að undirstrika þetta. Framvinda þessa máls er mikill og góður vitnisburður um borgarana á Akranes* og hlýtur að vekja öruggt traust á glæsilega framtíð bæjar, þar sem réttlætiskenndin ræður svo örugglega ríkjum og fólkið hefur manndóm til þess að þjóna henni, hvað sem flokksböndum líður Við- brögð Akurnesinga eins og þau koma fram í þessum undirskriftum eru í senn stórmannieg og réttsýn Þeir slá skjaldborg um rétt sinn og veiíerð og sóma bæjar síns. Þeir láta réttlætiskennd ráða en lúta 1 engu tilskip- unum fáráðra liðsodda eða flugumanna, sem taka sér óheimilt vald til ósæmilegrar ráðsmennsku Hér hefur ráðið íslenzk réttlætiskennd eins og hún birtist bezt. Þegið þið! Ekki alls fyrir löngu bar svo við á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur, er fram komu tillögur um að skora á ríkis- stjórnina að hvika hvergi í landhelgismálinu, að borgar- stjórinn hafði það til undanskots, að sífelldar ályktanir í þessu máli gerðu aðeins illt verra og sköðuðu málstað landsins. Menn héldu, að þetta væri aðeins vandræða- fálm í nauðvörn. En hver sem lesið hefur forystugrein Mbl í gær, sér að íhaldið hyggst beita þeirri nauðvórn víðar Þar er ráð- izt með fáryrðum að útvegsmönnum á Austfjörðum fyrir það að lýsa yfir 1 ályktunum að starfsgrundvöllur útgerð- arinnar hafi stórlega versnað og bær kallaðar „fárán- iegar“ Jafnframt er haft í hótunum um að stimpla aðrar ályktanir, sem kynnu að berast, á sama hátt. Það á að kefla fólk og félög með því að hafa í einræðislegum og dólgslegum hótunum gegn þeim, sem dirfist að segja álit stit um landhelgismálið eða ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem ríkisstjórn og aðal- málgagn hennar segir borgurum og félagssamtökum þeirra hreint og beint aS þegja eins og hundum, ef þeir dirfast aS gagnrýna ríkisstjórnina. Kongó á glötunarbarmi Skýrsla fulltrúa S.Þ. um ástandfó í hinu nýja ríki, þar sem 13,7 millj. man'na búa gersneyddir úrrætium til menningarlífs og eiga drepsóttir yfir höft$i sér. SÍÐAST LIÐINN mánudag lögðu þeir Dag Hammarskjöld og starfsmaður hans í Kongó- málinu, Indverjinn Rajswahr Dayal fram ýtarlega skýrslu á þingi Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Kongó, hinu 11 vikna gamla lýðveldi, og er þar sýnt fram á með Ijósum dæmum og rökum, að neyð og hrun vofir yfir í Kongó, og þetta unga ríki gengur beint fram á glötunar- barminn, ef skjótlega verður ekki brugðið við til þess að veita því hjálp til þroska. ÞAÐ ER INDVERJINN, sem samið hefur þessa skýrslu, og hann fer ekki dult með það, að þarna eru 13,7 milljónir manna á landssvæði, sem er fjóruin sinnum stærra en Frakkland, og þetta fólk er gersamlega snautt af öllum ráðum og tækj- um til þess að lifa á þann veg, að kennt verði við menningu þjóðfélagshætti og lífsþægindi nútímans. — Yfir þjóðinni vofa nú drep sóttir af ýmsu tagi, svo og hita- beltissjúkdómar, svo sem mal- aría, og í landinu er nú svo ástatt, að einungis 50 sjúkra- hús af fjögur hundruð, sem þar eru, er nægilegt lækna og hjúkr unarlið og lænislyf. Samgöngu- kerfi það, sem fyrir var í land- inu, er gersamlega lamað síðan átökin hófust í landinu snemma í júlí. Það hefur þó s.mátt og smátt færzt heldur’ í lag, en er þó ákaflega frumstætt og sein- fært. 17 me<S háskóla- menntun SKATTTEKJUR RÍKISINS hafa dregizt mjög mikið saman, segir enn fremur í skýrslunni, og þess vegna hafa tekjur rík- isins til rekstrar þess hvergi nærri hrokkið til. Hið vanmátt- uga opinbera fræðslukerfi, sem fyrir var, er gersamlega fallið í rústir. í öllu ríkinu eru taldir aðeins 17 innfæddir Kongó- menn með háskólamenntun, og í þeiim hópi er' enginn einasti verkfræðingur, húsameistari eða kennari. Landbúnaðurinn er svo lam- aður, og blátt áfram hætt rekstri svo margra búgarða, að HAMMARSKJOLD starfsmenn S.Þ. í Kongó hafa ekkert yfu’lit um það enn, og iðnaður og námugröftur svo að segja stöðvað með öllu, og staf- ar það fyist og fremst af brott- för belgísxra t.æknimanna. At- vinnuleysið er orðið geigvæn- legt, og Ijöldi borgara líður hungur. Vöruskorturinn er geigvænlegur, svo að neyðin sækir einnig heim þá, sem hafa einhver fjárráð til vörukaupa. Flóttamannastraumur- inn OFAN Á ALLT þetta bætast svo hinir tíðu og blóðugu árekstrar milli ættbálka lands- ins, og þetta ásamt fjöldamorð- unum í Bakwanga i Kasai-hér- aði hefur valdið geysilegum ilóttamannastraum úr ýmsum landshlutum. Mun tala slíkra flóttamanna vera um fjórðung- ur milljór.ar, og þetta fólk á engin úrræði nema hjálp Rauða Krossins og Sameinuðu þjóð- anna. Samkvæmt skýrslunni hefur hermönnum S.Þ. sem eru 16400 að tölu svo og tæknimönnum þeim, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa_sent til Kongó tekizt að halda gangandi hinum lífsnauð- synlegasfa rekstri ríkisins og þjónustustarfsemi við almenn- ing, en það tekst ekki öllu lengur nema til komi skjót og öflug hjálp. Indverski fulltrúinn, sem tók við þegar Ralph Bunche varð að hverfa á brott vegna gagnrýni Lúmúmba. telur að það muni taka að minnsta kosti tvær kynslóðir Kongó-manna að ná þeim áfanga, að landið verði nokkurn veginn sjálfbirgt ríki. Stéttarfélag barnakennara i Reykjavík hélt fjölmennan fund í Laugarnesskólanum 20. sept. s. I. Fundurinn ályktaSi: 1. Fjölmennur fundur í S.B. R., haldinn í Laugarnesskól- anum 20. sept. 1960, telur launakjör þau, er barnakenn arar eiga við að búa, með öllu óviðunandi og á þann veg, að knýjandi nauðsyn sé á endurskoðun þeirra. T. d. eru byrjunarlaun barnakenn ara ag loknu fjögurra ára sérnámi við kennaraskóla kr. 46.206,20 á ári, eða kr. 8.481,16 lægri en ófaglærðs verka- manns. 2. Fundurinn lítur mjög al varlegum augum hinn mikla skört sérmenntaðra kennara Kjör kennara með öllu oviðunandi út. um byggðir landsins og þau óheillavænlegu úrræði fræðsluyfirvaldanna að ráða í kennarastöðar réttindalausa menn, sem engar sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til og láta þá taka að sér störf sem lögum samkvæmt er til ætlazt, að aðeins kennarar með full réttindi gegni. — Meginorsök kennaraskortsins er sú, að laun kennara eru lítt samkeppnisfær við þau laun, sem mönnum með hliö stæða menntun bjóðast í öðrum starfsgreinum. 3. í ljósi þessara staðreynda skorar fundurinn á fræðslu- málastjórnina að vinna að lausn þessara mála með bráðabirgðaúrræðum, unz end urskoðun launalaga hefur farig fram, eða opinberir starfsmenn hafa fengið samn ingsrétt um kjör sín.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.