Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, fimmtudaginn 29. september 1960. MINNING: Guðjón Sigurðsson V oðmúlastaða-Miðhjáleigu Þar sem ég hef ekki séð neitt skrifað um Guðjón heitinn, get ég vart látið hjá liða að minnast hans með örfáum orðum, í raun og veru er það skylda okkar að minnast sem flestra mætr'a manna bæði karla og kvenna, ekki sízt eftir langan og starfsríkan ævidag. Og hvað er landi og þjóð þarfara en að koma upp myndarlegum barna- hóp, en fjöldinn af þessum gömlu aldamótamönnum, sem nú eru að hverfa hver af öðrum, hafa átt við kr'öpp kjör að búa. Þeir urðu að glíma við alla gömlu örðugleikana, meðan tæknina vantaði, sem nú er fyrir hendi á mörgum sviðum. Og þeir urðu að sætta sig við að búa margir hverjir á minnstu og léleg- ustu býlunum smákotum eða hjá- leigum, sem 'voru að jafnaði út- skæklar af aðalbólinu, en þrátt fyr'ir ailt skilaði þetta fólk oft stórum og mannvænlegum barna- hóp heilum í höfn, fólki, sem reynzt hefur bæði manngott og dugmikið, og prýðir nú byggðir lands vors bæði í sveit og við sjó. Og það er gaman að sjá, þegar litið er yfir farinn veg og liðna tíð, hversu mörg af þessum smá- býlum hafa skipt um búning víða, vel hýst og stórar ekrur gróandi túna. Og eitt af þessum býlum er einmitt Miðhjáleigan hans Guð- jóns, sem var einu sinni lítil en er nú orðin blómlegt býli, vel hirt og myndarleg áhöfn. Þar býr nú Ólafur sonur Guðjóns, sem er gift- ur Bóelu Kristjánsdóttur frá Voð- múlastöðum, og eiga þau hjón myndarlegan barnahóp í upsigl- ingu. Guðjón var fæddur í Miðhjá- leigu áx'ið 1878, þar bjuggu for- eldrar hans Sigurður og Guðrún. Ég man eftir gömlu Guðrúnu, sem bjó mörg ár ekkja eftir tvo menn sem hún missti. Seinni maður Guð- rúnar hét Gísli Arinbjarnarson. Eftir honum man ég. Hann var myndarmaður, fjölhæfur til verka og góður drengur. Með þessum mönnum átti Guðrún 5 böi’n, og af því er eftir ein kona, Sigríður Gísladóttir frá Björgvin á Stokks- eyri. Öll voru börn Guðrúnar myndarleg, því það virtist vera þar arfgeng snyrtimennska og í blóð borin til allra verka og um- hirðu. Guðjón heitinn aðstoðaði móður sína um margra ára skeið, tók þar sinn þátt í því að létta alla erfið- leikana í önn dagsins og daganna. Guðjóni og Þórunni varð 13 barna auðið, og af þeim eru lifandi sjö bræður og tvær systur, sem skipa öll vel sinn sess hvert á sínu sviði, bæði í sveit og við sjó. Guð- jón var góður verkmaður að hverju sem hann gekk, hvort sem var til sjós eða lands. Öll voru verk hans vel af hendi leyst. í gamla daga þegar Landeyingar sóttu sjóinn af kappi, mátti segja vetur og sumar, var Guðjón þar enginn eftirbátur, því þar var hann með lífi og sál, en komst oft- ar en einu sinni þar í krappan dans við dætur Ægis, svo að hann mun hafa staðið þar á vegamótum lífs og dauða. En þrátt fyrir allt lagði hann ekki árar í bát, meðan streitzt var við að draga björg í bú. Þá var sjórinn hér eitt hið bezta forðabúr Landeyinganna. Þá gengu hér mörg skip frá landi, bæði stór og smá þegar lægt var á sjó. Og bú sitt hirti Guðjón með ágætum, því vandvirknin sat þar í öndvegi utan stokks og innan. Eitt af því sem prýddi Guðjón var að hann var kirkjunnar mað- ur, virti kirkju og kristindóm. Voðmúlastaðakii'kjan gamla var honum kærkomin. Hún var lögð niður á tímabili, þar til ný kapella var reist þar aftur, og gladdi það Guðjón sem marga fleiri, er þang- að áttu kirkjusókn. Við Landey- ingar eigum ógleymanlegar minn- ingar frá þeirri kirkju bæði á sorg ar- og gleðinnar stundum. Til eru gamlar sagnir, sem herma, að þar liggi þeir Höskuldur og Njáll, með öðrum merkum mönnum liðinna alda, enda er þessi kirkjustaðui' næsti bær við Gamla Ossobæ. Þegar Guðjón heitinn kvaddi bæ sinn og byggð á sumardaginn fyrsta, þreyttur og lúinn, hlaut hann dýrðlegustu sumargjöfina með því að flytja inn í hin sól- björtu sumarlönd Guðs eilífu náð- ar. Jaiðarför Guðjóns heitins fór fram að Voðmúlastöðum 30. apríl að viðstöddu fjölmenni, sem vott- aði honum með því vinsemd og virðingu sína. Línur þessar urðu síðbúnari en ég vildi vera láta, en það skiptir ekki miklu máli, það er aðeins minning um mætan mann, sem ég Hinn 11. sept. s.l. var hér- sðsfundur Kjalarnesprófasts- dæmis haldinn að Reynivöll- um í Kjós. Fundurinn hófst með guðsþjónustu í Reyni- vallakirkiu kl 2 síðd. Predik- un flutti séra Jóhann Hlíðar í Vestmannaeyjum, en séra Guðm. Guðmundsson á Út- skálum og séra Jón Árni Sig- urðsson í Grindavík þjónuðu fyrir altari. Ag guðsþjónustu lokinni var gengið til fundarstarfa. — í ávarpi sínu í upphafi fund ar ræddi prófasturinn, séra Garðar Þosteinsson j Hafnar firði um þær breytingar á prófastsdæminu, sem óhjá- kvæmilegar verða í náinni framtíá sökum stöðugrar fólksfjölgunar, sérstaklega í Hafnarfjarðar- og Keflavík- urprestakalli. Þá ræddi hann um brýna nauðsyn þess að skrásetja vandlega alla muni kirknanna í prófastsdæminu ásamt fáanlegum upplýsing um um þá. Á síðasta ári var samtals Nýr bátur til Reyðarfjarðar Frá Reyöarfirði 19.9. 1960. — í dag kom hingað nýr, norskur vélbátur, Katrín, eign samnefnds hlutafélags: Bát- urinn er byggður í Leirvík í Sogni, Noregi, er 147 tonn að stærð með 400 hestafla Vick man-díselvél og er ganghraði um 10 mílur Allur er bátur- inn hinn glæsilegasti, með öll um nýtízku útbúnaði s s. rad ar, fisksjá, dýptarmæli, sjálf virku stýri — lestin er kæld. Klefarúm er fyrir 13 manns, en áætlað er að á bátnum verði 12—13 menn. Ferðin til íslands gekk vel, tók alls tæpa þrjá sólarhringa með þriggja tíma stanzi í Færeyj um. Fyrirhugað er að báturinn fari einhvem næsta dag á fiskveiðar meg línu. Skipstj. verður hinn reyndi og afla- sæli skipstjóri Þórlindur Magnússon frá Eskifirði. Fyr irhugað er að afli verði lagð ur upp hér. Fölmenni fagn- aði skipi og skipshöfn } dag, er það von Reyðfirðinga að koma þess hingað verði til hagsældar og heilla fyrir byggðarlagið. Reyðfirðingar óska skipshöfn og skipi allra heilla. Nú eiga Reyðfirðíngar 3 skip, Gunnar, Snæfugl og Katrínu, ef vel tekst með að- búnað hér og móttöku afla svo og útgerð þeirra ætti að vera borgið í náinni fram tíð. Bílaeigendur svo við búsforráðum og giftist Þórunni Guðleifsdóttur frá Boi'g- arásum, greindri og góðri konu, sem var bæði söngelsk og létt í skapi. Veit ég að hún hefur átt vil, að sé geymd en ekki gleymd. í Guðs friði. Guðni Gíslason, Krossi. KOMINN HEIM JÓNAS SVEINSSON læknir. Utför mannsins míns, Eyjólfs Gíslasonar, Þurá, Ölfusi, fer fram laugardaginn 1. okt. Húskveöja hefst heima kl. 13,30 og jarðarförin að Hjalla kl. 14. Blóm og kransar afbeðlð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á sjóð, sem er stofnaður til minningar um hann. Gjöfum veltt viðtaka í Reykjavík, og að Núpum ( Ölfusi. Bifreið fer frá B.S.Í. kl. 12. Þuríður Sigurgeirsdóttir. Haldið tákkinu á bílnum víð. Bílasprautun Gunnars Júlíussonar B-göiu 6, Btesugróf Sími 32887. Héraðsfundur Kjalar- nessprófastsdæmís varið kr. 424 þús. til endur- bóta á kirkjum prófastsdæm isins. Færði prófastur öllum viðkomandi alúðar þakkir fyrir fórnfýsi og ræktarsemi við sóknarkirkj ur sínar. Á fundinum urðu allmiklar umræður um ýmis þau atriði, sem ofarlega eru á baugi í kirkjumálum. Til dæmis var mikið rætt um framtíð Skál- holts og út frá þeim umræð- um var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Héraðsfundur Kjalarness- prófastsdæmis, haldinn að Reynivöllum í Kjós 11. sept. 1960, beinir þeirri áskorun til kirkjuþings og biskups að vinna ag því, að fyrir næsta Alþingi verði lagt -fram frurn varp um endurreisn Skál- ho-t; og kirkjulegt starf þar á vegum þjóðkirkjunnar“. Héraðsfundurinn var að vanda vel sóttur. Að fundar- höldum loknum neyttu fund armenn kvöldverðar í boði prestshjónanna ag Reynivöll- um. Frá barnaskólum Reykjavíkur Börn komi í skólana laugardaginn 1. október, sem hér segir: 12 ára börn kl. 9 f h. 11 ára börn kl. 10 f. h. 10 ára börn kl. 11 f h. Kennarafundur verður í skólanum 1. október kl. 3 e. h. FræðslusHórinn í Reykjavík. Sendisveinar óskast, fyrir og eftir hádegi. Þurfa að hafa hjól. Afgreiðsla TÍMANS. Hafnarfjörður. Hatnarfjörður. Blaðburður Nokkur börn vantar til blaðburðar. (Jpplýsingar á Arnarhrauni 14. Sími 50374. Sendisveinn TÍMANN vantar sendisvein fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. Afgreiðsla TlMANS Blaðburður Tímann vantar unglinga til blaðburðai- í eftirtalin hverfi. LAUFÁSVEG. HAGA—GRÍMSSTAÐAHOLT Afgreiðsla TÍMANS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.