Tíminn - 29.09.1960, Side 8
8
T f MIN N, fimmtudaginn 29. september 1960.
Þú skalt ekki halda hund.
— íslendingar ero haldn-
ir þeirri tilhneigingu aS
banna sem flesta hluti. Hér
í Reykjavik má ekki einu
sinni hafa hund. Það er
bannað meS lögum.
Þannig fórust manni
nokkrum orð, sem undir-
ritaður hitti fyrir skömmu
á förnum vegi.
Það er ekki tiiefni þess
arar greinar að reka áróð-
ur fyrir hundahaldi. Hins
vegar er nokkuð örðugt að
gera sér grein fyrir hvers
vegna hinum almenna borg
ara skuli ekki lagt í sjálfs-
vald hvort hann heldur
hund, án þess að löggjaf-
inn setji um það fyrirmæli
sem ber að framfylgja.
Hundar eru þó til hér í
Reykjavík og sjást gjam-
an með þeim sem eiga,
bandlausir eða í bandi.
Fyrirmælin um bann við
hundahaldi eru ekki tek
in alvarlega. Þeim er vægi
lega framfylgt af lög-
reglu og flokkast því undir
samheitið „dauður laga-
bókstafur“ en af slíkum
lögum er undursamlega
mikið til í þessu landi.
Ef lögmálið er þarflaust
Þeirri spurningu hvört
lagasetningar þessarar teg
undar stuðli að lögheldni
— auki virðingu fyrir þeim
lögum sem eiga að koma
í veg fyrir að þýðingar-
meiri reglur séu brotnar,
hlýtur að verða svarað neit
andi. Mörgum segir svo
hugur um að þær megni
þaö eitt að slæva réttar-
vitund fólks og stuðla að
frekari lögbrotum með inn
rættu kæruleysi eða beinni
andúð. Ef lögmálið er þarf
laust, vill enginn búa und
ir því.
íslendingar telja sig held
ur ekki löghlýðna þjóð
meir en góðu hófi gegnir
og eiga það jafnvel til að
miklast af ólöghlýðni.
Gjaldeyrislögin
Annað dæmi um hunzað
lagafyrirmæli eru gjald-
eyrislögin, þar sem kveðið
er á um að enginn megi
eiga erlendan gjaldeyri án
þess að gera skil fyrir hon
um í banka.
Það er alkunna að verzl-
un með gjaldeyri (svartur
markaður) hefur viðgeng-
izt hér árum saman, flestir
sem þurfa til útlanda afla
sér skotsilfurs með þessum
ólöglega hætti, svo hafa
gjaldeyrisveitingar ver-
ið skomar við nögl, dvalar
kostnaður námsmanna er-
lendis hefur verið .greiddur
með svartamarkaðsgjald-
eyri í smærri og stærri
stíl, margir eignast hluti
sem era keyptir fyrir er-
lenda mynnt fengna á
sama hátt, erl. gjaldmiðill
er fluttur inn og út úr
landinu án þess að opin-
berir aðilar komi þar hönd
um yfir, og fyrirtæki hafa
flutt inn vörur án þess að
gera lögskylda grein fyrir
greiðslu á andvirði þeirra.
Aðskiljanleg brögð eru
höfð í frammi varðandi
gjaldeyrisútvegun og menn
finna ekki til sektar þótt
þeir hafi komizt yfir, selt
eða hafi með höndum gjald
eyri með þeim l\ætti sem
verður að teljast ólöglegur.
Fyrirmælin eiga sér ekki
stoð i réttarvitund manna.
Þau eru „dauöur lagabók-
stafur“.
Tollalögin
Þá eru dæmi til þess að
hið opinbera stuðli að lag$
brotum, svo sem veitt leyfi
gjaldeyrisyfirvaldanna til
greiðslu á launahluta
(30%) farmanna og flug-
manna í erlendum gjald-
eyri. í stað þess að greiða
þessum mönnum í íslenzkri
mynt viðunandi upphæð
að þeirra áliti, er gripið til
þess ráðs að borga þeim
fyrrnefndan launahluta í
erlendum gjaldeyri til
frjálsrar ráðstöfunar.
Þetta gerir starfið eftir-
sóknarverðara. Sá gjald-
eyrir, sem er framyfir verð
mæti þeirrar vöru, sem far
mönnum og flugmönnum
er heimilt að flytja í land
tollfrjálst, rennur til kaupa
á varningi, sem er smyglað
inn í landið. Þann varning
má sela á drjúgum hærra,
verði en greitt er fyrir
hann erlendis eða losna
við gjaldeyrinn á svörtum
markaði, og hlýtur atvinnu
rekendum og gjaldeyrisyfir
völdunum, sem veita heim
ildina, að vera fullkunnugt
um þetta. Annað væri
nndraverður sofanahátt-
ur.
Hið opinbera lætur svo
tollþjóna sína standa á
bryggjunni til að hindra
smyglið.
Skatfalögin
„Það vottast hér með, að
viðlögðum drengskap, að
skýrsla þessi er gefin eftir
beztu vitund“. Þannig
hljóða niðurlagsorð hverr-
ar skattskýrslu, hvar undir
menn rita nöfn sín með
góðri samvizku eins og
hverjum skattborgara
samir.
Svo mikið hefur verið
rætt um skattalögin að
undanförnu að tilgangs-
laust er að bæta þar við.
Má þó minna á að þau til-
heyra ,,dauðum lagabók-
staf“ á þann hátt að hafa
verið þverbrotin af flest-
um sem hafa aðstöðu til,
enda er nú uppi hópur
manna sem hefur nokkra
atvinnu af að hjálpa skatt
greiðendum til slíks, og er
það list út af fyrir sig. Svo
Iangt hefur verið gengið
að hirða skatta af mönnum
að þeir hafa berlega neyðst
til að stela undan, brjóta
löggjöfina, og þykist hver
öðrum snjallari sem lengra
kemst í þeim efnum.
Áfengislögin
Áfengislögin eru sígilt
dæmi um margs konar
hömlur sem hefur verið
klastrað upp undir mottó-
inu: þú skalt ekki —.
Á s.l. vori lagði undirrit-
aður þessa spurningu fyrir
nokkra þjóðkunna menn,
sem allir hafa kynni af
áfengismálum: Draga ríkj
andi hömlur á áfengis-
neyzlu úr drykkjuskap?
Henni og fleiri spurn-
ingum um áfengismál var
þá svarað hér í blaðinu.
Einn þessara manna sem
hefur kynnzt áfengi bæði
Eftir
Baldur Oskarsson
með þvi að neyta þess og
veita þeim mönnum aðstoð
sem hafa skaðað sig á hóf
lausri áfengisneyzlu, svar-
aði spumingunni m.s.. á
þessa leið: „Þessar hömlur
sem nú eru þyrftu að end-
urskoðast. Þær eru til orðn
ar í baráttu milli þeirra
sem ekkest vín vilja hafa
og hinna sem endilega vilja
hafa áfengi. Ekki til orðn-
ar með það fyrir augum
hvað er í rauninni skyn-
samlegt og heppilegt í þess
um efnum.“
Flestir 'eru þannig jjerð
ir að þeir vilja segja sér
það sjálfir hvar, hvernig
og hvenær þeir taka sér þá
hluti fyrir hendur sem
teljast leyfilegir á annað
borð. Einnjg að neita þátt
töku í sömu athöfnum.
Slíkt kallast persónurétt-
ur. En það er mála sann-
ast að þeir sem ekki vilja
neyta áfengis hafa gert of
mikið af því að segja hin-
um fyrir, í laganna nafni,
hvernig þeir ættu að fara
að því að neyta þess.
„Ný bráSabirgðalög"
Þannig mætti telja ýms
lagafyrirmæli sem eru þver
brotin því þau eiga sér
enga stoð í réttarvitund
þjóðarinnar eða verka í
öfugu hlu>falli við tilgang
sinn.
Tilhneigingin að banna
er heldur óþroskavæn-
legt fyrirbæri og virð-
ist æ fyrirferðarmeira eftir
því sem lagaskræðum fjölg
ar. Þó hefur mönnum enn
ekki verið bannað að draga
andann en slíkt getur vissu
lega komið til greina þegar
búið er að banna allt ann-
að. Steinn Steinarr orti á
stríðsárunum:
„Við vitum, að þjóðin mun farast og frelsinu tapa,
ef færustu mönnum tefcst ekki að leysa vandann.
Og í tilefni af öllum þeim hættum, sem hernámin skapa,
skal hér eftir banna fólkinu að draga andann.
Og sá, sem ei hlýðnast, skal þola sinn dóm fyrir það.
Og þessi lög öðlast gildi þegar í stað.“