Tíminn - 29.09.1960, Qupperneq 16

Tíminn - 29.09.1960, Qupperneq 16
Fimmtudaginn 29. september 1960. 218. blað. Að Borg á Mýrum má sjá ömurlegt dæmi um reisn sumra íslenzkra prestsetra i dag. Prestsetrið brann til kaldra kola fyrir meir en tveimur árum, og enn hefur ekki verið hafizt handa um endurbyggingu þess, en prestur situr í Reykjavík. Önnur prestseturshús hanga uppi en eru varla mönnum bjóð- andi og lítið fé fæst til viðhafds og nýbygginga. FÖRUKLERKAR I REYKJAVlK Sú var tíðin að prestsetur voru miðstöðvar sveitanna, bæði í menningarlegu tilliti og veraldlegu. Þar stóðu frægir garðar og rausnarbú, en prest- ar voru í senn gildir guðs- menn og höfðingjar á veraldar vísu. í þann tíð voru klerkarn- ir iðulega forustumenn sveit- unga sinna í flestum efnum, — enda var svo að klerkum búið að þeir gátu valdið því hlutverki, Nú er þessi öld liðin, og enginn fær gert við því. En eftir því sem völd og vegar presta hafa þorrið hefur all ur aðbúnaður þeirra rýrnað, og af þeim sökum m.a. er nýtt afbrigði prestastéttarinnar ag myndast, bæði í Reykjavík og annars staðar. Þessa presta mætti nefna útilegu- presta eða föruklerka: þedm eru engin húsakjmni búin í sóknum sínum, en verða að búa annars staðar og vitja sóknarbama og embættis- verka oft um langan veg. Ein- ir fjórir slíkir klerkar hafa aðsetur í Reykjavík um þess ar mundir, og fleiri eru úti um land sem búa við lítt sæmi leg skilyrði. Prestleysur Horfur eru á að eitt pró- fastsdæmi [ nágrenni Reykja víkur verði með öllu prest- laust nú í haust. Tveir klerkar þaðan hafa þegar hrökklazt á mölina og þjóna sóknum sínum frá Reykjavík, en pró- fastur hefur sagt embætti sínu lausu og er að flytjast suður. Munu horfur á að em- bættið verði ekki veitt aftur fyrr en að vori, en prófastur þjóni frá Reykjavík að dæmi presta sinna í vetur. Prests- setrið að Borg á Mýrum brann til kaldra kola fyrir rúmlega tveimur árum og stendur þar síðan ömurleg brunarúst, en ekkert hefur veriö gert til að koma upp húsi yfir prestinn, sem ekki gat fundið húsaskól nær sókn sinni en í Reykjavík. Annar prestur í Mýraprófast dæmi ætti að sitja að Staðar hrauni, en íbúðarhús staðar- ins hefur verið leigt ábúanda jarðarinnar til lífstíðar. Prest ur situr í Reykjavík og boðar sóknarbörnum sínum guðs- ríki þaðan. Þriðji föruklerkur í Reykja vík þjónar Mosfelli í Gríms- nesi. Þar er að vísu íbúðarhús uppistandandi, en hefur ver ið dæmt óíbúðarhæft að opin berum eftirlitsmanni prests- setra, enda hjallur mikill og hniginn að aldri. Þar á að hefja byggingu prestsseturs einhvern tíma árs 1962. Þar til það verður fullgert hefst prestur við á víxl f Reykja- vík eða á Selfossi, en sóknar böm eiga allt undir bifreið hans komið hvort þau fái notið þjónustu hans í embætt inu. Sá klerkur í Reykjavík með sókn úti á landi, sem á um lengstan veg að sækja, þjón- ar Bránslæk á Barðaströnd. Staðurinn er húsalaus með öllu og allt i óvissu um hve- nær fé fæst til að koma upp prestsetri. Prestur situr í Reykjavík. í tjaldbúð á prestsetrinu Pleiri munu útileguprestar í Reykjavík ekki vera að sinni, en þótt aðrir klerkar hýrist í sóknum sínum mun ekki allt vera í sómanum um aðbúð þeirra sumra hverra. Þannig er blaðinu kunnugt um einn prest sem þjónar prestseturs lausri sókn, en fer sjálfur eins og niðursetningur milli sókn- arbarna sinna og hefur búið á mörgum stöðum í stuttum prestskap. Hann mun síðast hafi fengið inni í súðar- kamesi hjá oddvita sóknar- innar. — Annar ungur prestur kom fyrsta sinni í sókn sína að vorlagi fyrir þremur árum. Þegar hann sá íbúðarhús það sem presti var ætlað tók hann þann kost að slá upp tjaldi í túnfæti og bjó þar sumar- langt. Þegar haustaði freist aði hann þess þó að flytja inn í húsið og tók niður tjaldið. En ekki leið á löngu þar til hann varð að slá upp tjald- inu að nýju, en að þessu sinni innanhúss með því að prestsetrið hélt hvorki vatni né vindi. Og þar situr prestur enn í tjaldi sínu að því er bezt verður vitað- Þannig mætti lengi rekja dæmin um ömurlega vist — eða vistarleysi — íslenzkra presta. Þess ber að geta að lögum samkvæmt á að sjá prestum fyrir húsnseði með hagstæðum kjörum, en fram angreind dæmi bera þess ljós an vott að þau lög komast engan veginn í framkvæmd eins og nú standa sakir. Og eru brauð auglýst laus til um sóknar án þess að mannsæm andi húsnæði sé til handa presti, — hvernig sem hann á svo að gegna embætti sínu í heilsuspillandi húsnæði eða jafnvel alls engu. Á fjárlög- um er nú veitt fé til nýbygg inga og viðhalds prestsetra að upphæð 1 milljón og 800 þúsund krónur, en sé það fé meðtalið sem ætlað er til úti húsa og annarra mannvirkja nemur veitingin alls 2.5 millj. Prestsembætti á landinu eru hins vegar 117 talsins og þar af um 100 veitt. Það verður ekki ýkja mikið fé á hvem stað ef viða þarf aö byggja í senn. Hálfur prestur — og ekki það Blaðið sneri sér til eins þeirra klerka sem þjóna sókn um sínum frá Reykavík og innti eftir hvemig væri að starfa við slík skilyrði. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Mosfelli í Grímsnesi svaraði greiðlega: —•. Það er fljótsagt að með þessu móti verða persónuleg samskipti prests og safnaðar- fólk lítil sem engin — þótt þau skipti hinu mesta máli I preststarfinu. Presturinn brunar til messu í bíl sínum, drekkur kannski kaffi með kirkjugestum að messu lok- inni en verður síðan að hypja sig hið bráðasta aftur. Enn verra verður þetta ef mess- að er á tveimur stöðum sama daginn, þá er ekki tími til annars en hespa messurnar af og fara síðan sína leið. Og til allra annarra embættis- (Framhald á 15. síðu). Séra Rögnvaldur Finnbogason Hjóhælar settir i bann Margt er manna bölið, stend- ur einhvers staðar, og margt er það vissulega, sem maður- inn þarf við að giíma Bæjar- ráðið í Sorc í Danmörku fékk t. d. næsta óvenjulegt mál til meðferðar nú fyrir skemmstu — í sambandi við hæla á kven- skóm. Það varð niðurstaða hins virðulega ráðs, að mjóir hælar á kvenskóm skyldu hreinlega bannaðir í skólum bæjarins. Ástæðan til þessarar á- kvöröunar er sú, að þessir mjóu hælar eru sagðir eyði- leggja dúkana á gólfinu og þar sem, segir í ályktun bæjarráðs, það kostar mörg þúsund króna að leggja nýja dúka, er ekki annað hægt til þess að forða tjóni en setja hæla þessa- í bann. Ekki annað að gera Pumræðum um málið, sagði bæjarstjórinn m.a. að hann hefði sjálfur kjmnt sér mál þetta og' það væri hræðilegt að sjá, hversu gólfdúkurinn væri allur í holum eftir þessa mjóu hæla. Þetta var mun verra en ég hafði gert ráð fyrir, sagði hann. Hins vegar var það skóla- eftirlitsmaðurinn, Harald Ni- elsen, sem lagði fram tillög- una um bann við þessum margnefndu hælum. Við höf um sem sé, sagði oiaður sá, tekið eftir því um langt skeið, að það eru þessir bannsettu hælar, sem valda skemmdum á gólfdúknum umfram allt annaö og hreinlega eyðileggja hann á skömmum tíma. Það er dýrt að kaupa nýjan dúk, bætti hann við. Þetta er hag fræðilegt spursmál. Það hefur þegar orðið mikið tjón. Hér verður að stinga við fæti. En ganga nú skólastúlkurn ar á svona hælum, spyrja menn. Nei, síður en svo. Þær kunna margar hverjar ekki að ganga á háum hælum. Hinir miklu syndarar eru nemend ur á kvöldnámskeiðum, en þeir eru komnir af barnsaldri og þessi kvöldnámskeið eru haldin í skólum bæjarins. Hér varð að sporna við, segja bæjaryfirvöldin, nú er bara það eftir, hvort banninu verð ur hlýtt og hver verður þá refsingin við broti á því.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.