Tíminn - 14.10.1960, Page 3

Tíminn - 14.10.1960, Page 3
T í MIN N, föstudaginn 14. október 1960. 3 Sýningarsal Náttúrugripasafnsins hefur nú verlð lokað, og er verið að rýma hann fyrir Landsbókasafni. Ljósmyndari blaðsins var á ferð við safnahúslð í fyrradag og hitti þar dr. Finn Guðmundsson, sem var að viðra og hreinsa ýmsa safnmuni fyrir dyrum úti. Dr. Finnur kvað margt mun- anna orðlð ónýtt og yrði þelm fleygt, en það sem nýtilegt væri myndi sett í geymslu þar til safnið getur opnað nýjan sýningarsal. Það verður þó tæpast fyrr en að tveimur árum liðnum, og á meðan á almenningur hvergi aðgang að sýningu náttúrugripa. (Ljósm.: TÍMINN KM). m umfÆMiML2K Nýlendumálin rædd í gær samþykkti allsherjar þing SÞ að taka til nmræðu þá tillögu Krústjoffs for- sætisráðherra Sovétríkjanna að allar nýlendur fengju frelsi tafarlaust og verður málinu ekki vísað til nefnd- ar. Fulltrúar Breta og Banda ríkjamanna á þinginu kváð ust geta fallizt á þessa um- ræðu á allsherjarþinginu en Bretar höfðu áður viljað vísa málinu til nefndar. Sekou Touré forseti Guineu flutti ræðu á allsherj arþing- inu og studdu tillögu Krústj- offs. Þetta er fyrsta ræða Touré á þinginu. Krústjoff fagnaði mjög samþykkt alls herjarþingsins en hann er nú á förum heim til Moskva eftir allsögulega dvöl vestan hafs. Lumumba fær fri'S Joseph Mobutu ofursti í Kongó tilkynnti í dag, að hann hefði ákveðið að láta Lumumba forsætisráðherra | afskiptalausan meðan hann dveldis í forsætisráðherrabú- staðnum og nyti verndar her sveita SÞ. Hins vegar yrði Lumumba handtekinn, ef hann léti sjá sig án þessarar verndar. Ákvörðun bessa tók Mobutu eftir að h; rætt all lengi við foringja hersveita í lengi við foringja hersveita SÞ í Leopoldville. , Einn af ráðherrum í stjórn Mobutus sagðist vera mjög óánægður með þessa ráðstöf un og sakaði SÞ um ag hafa haft áhrif á Mobutu. Hann hefði rætt við hersveitarfor- ingja SÞ í fjórar klukkustund ir og enga hressingu fengið allan þann tíma. Mýs í geimflugi í gær skutu Bandaríkja- menn á loft frá Canavarél- höfða á Flórída. Atlasflug- skeyti. Á toppi þess var kom j ið fyrir hylki, sem í voru m.a. þrjár mýs. Flugskeytið komst í 1100 km. hæð og kom niður í Kyrrahaf um 5000 km. frá Canaveralhöfða. Ekki var eryi, vitað, hvort mýsnar hefðu lifað af þetta fluy, en hylkið hefur náðst óskaddað. Þetta er í annag sinn að Bandaríkjamenn send_a út í geiminn lifandi dýr. í fyrra sendu þeir á loft tvo apa, sem báðir náðust lifandi til jarð- ar. Krustjoff veifar skón- um framan í þýngheim Fundarhamar RíkhartJar brotnatSi í höndum Bolands er hann reyndi at$ stilla kommúnista- foringjana. í fyrradag fóru fram um- ræður á Allsherjarþingi S.þ. um nýlendumáiin og fór allt í bál og brand er rætt var um nýlendustefnu Rússa í Evrópu. Krústjoff tók af sér annan skóinn og lamdi honum í borðið, kallaði nefndarmann frá Filippseyjum ónefnum og ærðist allur. Aðstoðarutanrikisráðherra Rúmeníu, Eduard Mezinescu, lét slíkar athugasemdir frá sér fara í ræðustól, að Boland þingforseti sá sér ekki annað fært en að taka hljóðnemann úr sambandi. Mezinescu lamdi þá í borðið með skilti sem þar var. NIKITA KRUSTJOFF — sárbentU'r? Fundarhamar Ríkharðar? Boland sá sér þá ekki ann að fært en að slíta fundi og lamdi fundarhamrinum svo í borðið að hann brotnaði, — íslendingar gáfu S.Þ. fundar hamar, útskorinn af Ríkharði Jónssyni, fyrir allmörgum ár um siðan, og er ekkert lík- legra en það sé hamar sá er Sigla með ísfisk Vestmannaeyjabátar hafa undan- farið siglt með ísvarinn fisk á Bret landsmarkað, og hefur yfirleitt íengizt dágott verð fyrir aflann. Nýlega seldi Haförn þar 50 lestir af fiski fyrir 6000 pund, og er það afbragðsgóð sala. Fiskurinn er ís- aður í kassa, og var afli Hafarnar mest ýsa og koli. S.K. Boland braut, er hann reyndi að koma á friði í þingsalnum. Ólætin hófust er rætt var um tillögu Sovétríkjanna um ag allsher j arþingið fjallaði sjálft um nýlendumálin í stað stjórnmálanefndarinnar. Su- mulong frá Filippseyjum var í ræðustól og lagði til að í ný lendumálunum yrði ekki ein- ungis fjallað um mannrétt- indi nýlenduþjóða, heldur einnig um ,,ótvíræðan frelsis rétt þjóða í Austur-Evrópu og víðar, sem sviptar hafa verið pólitísku frelsi og mannrétt- indum og verið gleyptar af Ráðst j órnarrík j unum.“ Rauk í ræðustólinn Þegar hér var komið sögu, rauk Rúmeninn Mezinescu í ræðusól og hélt því fram að Filippseyjafulltrúinn færi ekki að þingsköpum, og mót- mælti einnig því sem hann hafði sagt um Austur-Evrópu. Skömmu síðar kom Krústjoff í ræoustólinn og kallaði Su- mulong „hirðfífl bandarískr- ar heimsvaldastefnu“ og öðr um ámóta nöfnum. Krústjoff fleygði og ýms- um hnútum að Boland, þing forseta, sem hélt því fram að Sumulong hefði farið að þing sköpum. Reif af sér skóinn Það var á meðan Sumulong talaði, ag Krústjoff reif af sér annan skóinn í bræði og veifaði honum og lamdi hvað eftir annað í borðið í mót- mælaskyni. Hafa slíkar aðfar ir ekki sézt til þessa í sölum S.Þ. Skömmu síðar fór rúm- enski v ar au tanr ík i í ! ■ áðh e rr - ann enn í stólinn, og bar við að fulltrúi Bandaríkjanna, Wilcox, hefði ekki farig að þingsköpnm er hann minnt- ist á Austur-Evrópu varðandi nýlendustefnuna. Notaði Rúm eninn einnig tækifæri til að veitast að Boland, og sagði meðal annars ag írska þjóðin mæt-ti skammast sín vegna hans. — Samningur við Pólland Hinn 1. oKtóber vai undirritaður i Varsja nýr greiðslusamningur niilli íslendinga og Pólverja. Samningur þessi kemur í stað eldri samnings ira 18. nóvember 1949 og gildír í eitt ár. Sama dag var einnig undirrituð bókun um vóruskipti milli íslands og Póllands á næstu 12 mánuðum. (Frá Utanríkisráðuneytinu). Skákþing Suðurnesja Skákþing Suðurnesja hefst sunnudaginn 16. okióber kl. 2 í nngmennafélagshúsinu í Keflavík. Teflt verður eftir Monrad kerfi í einum flokki og auk þess í ung- lingaflokki. Meðal keppenda eru Lestir bezíu skákmenn á Suður- resjum, svo sem Páll G. Jónsson, r.úverandi skákmeistari Keflavík- ur, Ragnar Karlsson og Jón Páls- son frá Reykjavík. Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn skákmeistari Suðurnesja 1960. ★★★ Að undanförnu hafa verið seld í verzlunum í Reykja- I vík svonefnd „transistor“ ferðaútvarpstæki. Kosta þau allt frá ca. kr. 1500 til 5.000. Tveir útvarpsvirkjar í bænum komust að raun um að þeir mundu geta framleitt þessi tæki hér, þ. e. a. s. flutt inn megnið af þeim hlutum, sem til þarf, og sett saman hér. Reiknaðist þeim til, að þeir gætu selt þessi tæki fyrir 6—700 krónur, og sóttu um lcyfi tl Viðtækjaverzlunar ríkisins um að mega framleiða tækin. Svarið var þvert NEI. _____________________________________________________________________> Meiddist á höfíi í gær var sjúkraliðið bvatt að fiskvinnslustöðinni Sjófang, en þar hafði fiskstæða fallið á mann, Guð- jón Þór Ólson, eða hann ofan af stæð unni. Hann hlaut skurð á höfuð og var fluttur á Slysavarðstofuna. Æfingar í slökkvistarfi Slökkviliðið í Reykjavík hefur nú umfangsmikl'ar æfingar í Reykjavík, sem beinast einkum að því að kynna sér aðstæður hjá ýmsum fyrirtækj- um og stofnunum í Reykjavík, með tilliti til þess, að ef til vill brytist eldur út þar einn góðan veðurdag, og væri þá betra að vera húsum kunnugur. Þeir hafa nú farið í geymslustöðv- ar olíufélaganna, að fiskiðjuverum, vélsmiðjur, hótel, skóla og þar fram eftir götunum. Einnig munu þeir hafa æft sig í því að bjarga börnum úr skólurn bæjarins, bæði til þess að þjálfa sig og börnin, ef til elds- voða kæmi. Skyldí númerií eftir Aðfaranótt miðvikudags kom sjó- maður í land hér í Reykjavík og vildi Sikemmta sér lítilsháttar. Fékk sér dálítið neðan í því og tók síðan bíl sem hann átti og fór út að aka. Þar kom, að hann ók norður Hring- brautina og lenti þá á búkkum nokkr um, sem stóðu út í götuna að sunn- anverðu. Þar sem hann var undir áhrifum, varð honum fyrst fyrir að flýta sér burt, ók niður að skipi, fór um borð og lagðist til svefns. Hins vegar tó.k hann ekki eftir því, að númerið af bíl hans varð eftir í búkkabrakinu. Því tók lögreglan hins vega.r eftir og sótti manninn í koju sína. Meðgekk hann brot sitt þegar. Litlar eða engar skemmd ir munu hafa orðið á bílnum aðrar en númeristapið, en lýsingin, sem var á búkkunum, mun hafa gengið úr skorðum eða slokknað alveg. Mað urinn hafði óskert ökuréttindi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.