Tíminn - 14.10.1960, Page 6

Tíminn - 14.10.1960, Page 6
6 TÍMINN, föstudaginn 14. október 1960. SJÖTUGUR í DAG: Jón Sigurðsson Stóru-Fellsöxl 1 bernsku fannst mér vissir hlutir hefðu verið eins frá örófi aida, og fyrir slíkum hlutum bar ég óttablandna virðingu Einn þeirra var Jór Sigurðsson. Fyrsta bernsku-minning mín er einmiít sú, að ég, sem tveggja árd snáði, lét freisfast af tóbaksbréfi og eld- spýtnastokik, hvolfdi innihaldi þeirra á gólfið og hrærði því vand- lega saman, þá birtist Jón í dyr- unum — — þvílíkur hávaði, hví- lík skelfing. Samt sem áður var og er Jón sá segull, sem börn og íullorðnir dragast að. Hinn létti gáski, hispursleysi og jafnvel hrjúf framkoma gagnvart háum sem lágum gerir alla jafna frammi fyrir honum, svo að sýndar- mennska og prjál geta ekki þrifizt í návist hans. Skaphöfn hans er sterk sem kletíurinn, þó að inni fyrir brenni glóð víðkvæmra til- fmninga og ástúð mannvinarins. Þrátt fyrir það neyðist Jón til að hiýta lögmalum tímahjólsins, því •að nú er hann sjötugur í dag, þvert ofan í vilja sinn, og elli kerling er farin að gerast all á- sækin við hann, þó að henni hafi t’.ltölulega lítið orðið ágengt ennþá. Jón Sigurðsson er fæddur að Rauðholti í Hjaltastaðarþinghá, N. Múl. 14. okt. 1890. Hann er son- ui hjónanna Sigurðar bónda í Rauðholti Einarssonar bónda á Slakahjalla og Sigurbjargai Sig- urðardóttur frá Horni. Jón er þriðji í röðinni af eilefu systkin- um. Foreldrar hans voru mjög fátæk, enda ómegð mikil. Þrátf fyrir það komust þau systkinin öll \el til manns og flest eitthvað til mennfa. Það mun með fádæmum um jafnstóran systkinahóp, að þau skyldu öll vera á lífi, þegar það yngsta var fimmtugt, og ber það ótvíræðan vott um heilsu- hreisti þeirra. Jón byrjaði ungur að vinna fyrir sér. Hann stundaði rám í Bændaskólanum á Hólum veturna 1913—15. Vann hann síð- an á ýmsum stöðum, mest við landbúnað, fram til ársins 1933, en þá hóf hann búskap að Stóru- Fellsöxl í félagi við mág sinn og svila, og hefur það félagsbú staðið síðan, þó að einn þeirra félaga hafi stigið vfir landamæri hins ó- kunna. Það er mjög fátítt að slík- 'ir félagsbúskapur standi til lang- frama, en a Stóru-Fellsöxl hefur ,‘iann gengið með mestu prýði öll þessi ár, og bar það ótvíræðan vott um hreinlyndi og samvinnu- hæfni þeirra félaganna. Þeir hafa gert stórfelldar umbætur á jörð- inni bæði í ræktun og byggingum, og jafnan hefur búskapurinn hvílt á breiðum grunni, svo að Stóra- Fellsöxl ber nú ótvíræðan svip stórbýlisins. Ég vil að lokum óska Jóni af heilum hug allra heilla með þessi tímamót á æfiskeiði hans, en ég harma það, að bernskutrú mín um það, að hann væri óháður tíma og iúmi, skuli hafa brugðizt. Ekki efa ég það, að þeir munu vera margir, vinir og kunningjar Jóns, sem taka undir þessi orð mín í dag: Heill þér sjötugum. gsig ÞAKKARÁVÖRP Öllu því góða fólk’. sem heiðraði mig og gladdi á áttræðisafmæli minu með heimsóknun., gjöfum og heillaskeytum. vil ég hér með tjá mitt hjartans þakklæti, og bið guðs blessur.ar ykkur öllum. Stefán E. Hermannsson Högnastöðum. Hjartanlegar þakkir færi ég konu minni, börnum okkar, svo og móður minni og systkinum, einnig samstarfsfólki minu í Fiskimati ríkisins. og öllum öðrum vinum og kunningjum, fyrir margvíslegan heiður er mér var sýndur á sextugsafmæli mínu, ' 6. okt. s.l. — Lifið heil. Þorleifur Ágústsson Akureyri Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Vigfúsar Guðjónssonar, Fljótum. Vandamenn. Aðalfundi kennarafélags miðvesturlands ný lokið Aðalfundur kennarafélags miðvesturlands var haldinn að Varmalandi í Borgarfirði, dagana 1.—2. október Fund- arstjórar voru kjörnir séra Þorsteinn t. Jónsson í Söðul- holti og Einar Kristjánsson, skólastjóri að Lauaum i Sæl- ingsdal, en fundarritarar Al- exander Guðbjartsson kenn- ari í Miklaholtsskólahverfi, og Guðlaugur Torfasen, kennari að Varmalandi. Þórleifur Bjarnason, námsstjóri, hafði undirbúið fundinn í samráði við stjórn félagsins. Við fundar- sefningu flutti hann ávarp, ræddi um tilgang og gildi kennarafunda og gerði grein fyrir tilhögun fund arins og þeim verkefnum, sem fyrir honum lægju. Gestur Þorgrímsson, fulltrúi og kennari við Kennaraskólann, leið- beindi um notkun kvikmynda við kennslu. Ennfremur ræddi hann og sýndi, hvernig unnt væri að nota ýmsar gerðir af skólastörfum í starfrænni fræðslu, þar á meðal myndloða (flannelograf). Ingólfur Guðbrandsson, náms- stjóri, ræddi í ítarlegu erindi um tónmennt og söngkennslu í skól- um. Doktor Broddi Jóhannesson flutti erindi um kennaramenntun og kennaraeklu. Um mál það urðu miklar umræður. Meðal þeirra, sem þátt tóku í þeim, var Aðal- steinn Eiríksson, fjármálaeftirlits maður skóla, en hann var einn af gestum fundarins. Aðrir gestir voru þau frú Arn- heiður Jónsdóttir, námsstjóri, O'g Nýlega er kominn hingað til lands prófessor David C. Clark frá háskílanum í Massa chusetts í Bandaríkjunum. Prófessor Clark starfar í vetur sem sendikennari við Háskóla íslands, á vegum Fulbright- stofunarinnar, og flytur þar fyrirlestra og kennir amerísk- or og enskar bókmenntir. Skiptist kennsla hans og fyrir- lestrahald í þrennt: a. Flokkur fyrirlestra fyrir almenning um amerískar bók- menntir, sem hann nefnir SOME CLASSICS OF AMER- ICAN LITERATURE. Verða þeir haldnir einu sinni í mán- uði, sá fyrsti fimmtudaginn 27. okt. kl. 8.15 í I. kennslu- stofu Háskólans. Verður nán- ar auglýst um hina jafnóðum og þeir verða haldnir. í hverj - um fyrirlestri verður tekið til meðferðar ákveðið verk eftir þekktan höfund, og verður reynt að sjá svo um, að þessi verk verði fáanleg í bókabúð- um og aðgengileg á söfnum hér, þannig að áheyrendur, sem fyrirlestrana sækja, geti kynnt sér þau fyrir fram. Fyrirlestrarnir nefnast: 1. Walden: or, Life in the Woods by Henry David Thor- eau (1854), fluttur 27. okt. 1960. 2. The Scarlet Letter by Nathaniel Hawthorne (1850), fluttur í nóv. 1960. 3. Moby Dick or The Whale by Herman Melville (1951), fluttur í jan. 1961. Guðjón Jónsson, forstjóri spari- fjársöfnunar skólabarna. Fluttu þau bæði ávarp á fundinum. Að kvöldi fyrra fundardagsins laugardaginn 1. október, var efnt til kvöldvöku. Var héraðsbúum, sem koma vildu, heimill aðgangur. Gestur Þorgrímsson las kafla úr bók, sem kemur út eftir hann í haust. Auk þess skemmti hann samkomugestum með söng í lok kvöldvökunnar. Guðmundur Gíslason Hagalín, rithöfundur, flutti erindi. Ræddi hann um íslenzka menningu, þátt alþýðunnar í þróun hennar og verndun og skyldur kennara við þjóðlegar menningarerfðir. Þórleifur Bjarnason las frum- samda smásögu. Kvöldvakan var fjölsótt. Á fundinum voru þessar sam- þykktir gerðar. I. 1. Aðalfundur Kennarafélags mið vesturlands, haldinn að Varma landi 1. og 2. október 1960, samþykkir eftirfarandi áskorun til fræðslumálastjórnarinnar: 1. Að meiri rækt sé lögð við söngkennslu og almennt tón- listarnám í skólum landsins. 2. að stefnt verði að því, að hvert hérað geti byggt upp sitt eigið tónlistarlíf og verði þegar ráð- inn söngmenntaður sendikenn- 4. Leaves of Grass by Walt Whitman (1855, 1856, 1860), fluttur í febrúar 1961. 5. The Adventures of Huck- leberry Finn by Mark Twain (1884), fluttur í marz 1961. 6. The Wings of the Dove by Framhald á bls. 13 Morgunblaðig var s.l. sunnu dag að „heiöra“ mig að gömlum vana sínum og þá m. a- að kalla mig „nytsaman sakleysingjasem virðist dá- lætis uppnefni þess á mörg- um þeim, sem hafa andstæð- ar skoðanir á ýmsu við Mbl. — Tilefni kveðju Mbl. til mín virðist gamallt sendibréf og þar hafi ég verið hlýlegur í garð Rússa. Vegna hálfs sann leika Mbl. vil ég geta þess að vig íslendingamir ferðuð- umst á vegum Ferðaskrifst■ íslenzka ríkisins og ferðastofn unar Rússlands, Intourist. Beggja í félagi. Eg biðst engrar afsökunar á því að ég tel margt eftir- breyttnisvert bæði í Rúss- landi og Bandaríkjum N- Ameríku, en ég er alls ekki viljugur að gerast bandingi annars hvors þeirra. Hef áð- ur lofag margt í Bandaríkj- unum, m.a. í bók minni ,,Um hverfis jörðina". En ef til vill hefur Mbl.höf. aðeins séð hlý- aritil að sækja heim þá skóla utan Reykjavíkur og nágrennis sem þess óska, og haldi þar söngnámskeið og leiðbeini um kennsluhætti. 3. að skóli og kirkja starfi í þess um efnum saman, þar sem að- stæður gefa tilefni til. Einkum sé lögð á þetta áherzla úti á landsbyggðinni, þannig að þang að verði ráðnir færir organleik arar með viðunandi launum til starfa í sveitaprestaköllum landsins. Þeir annist mesus- söng, haldi jafnframt uppi söngkennslu í skólum byggðar- lagsins og byggi þar upp al mennt sönglíf. 4. að réttir aðilar taki til at- hugunar, hvort ekki sé hag kvæmt og tímabært, að Kenn- aradeild tónlistar'skólans og Söngskóli þjóðkirkjunnar verði sameinaðir í eina sjálfstæða stofnun, er starfi undir yfir- stjóm fræðslu og kirkjumáli. II. Kennarafundur miðvesturlands, haldinn að Varmalandi, dagana 1. og 2. október 1960, telur að hin óviðunandi launakjör kennara séu megin orsök þess, að ekki fást sérmenntaðir kennarar að barna- skólum landsins. Krefst fundurinn þess af yfir- stjórn fræðslumálanna, að hún beiti sér hið bráðasta fyrir endur- skoðun launalaganna, en vinni að bættum kjörum kennara innan ramma laga og reglugerðar meðan sú endurskoðun fer fram. Jafnframt telur fundurinn að þessum málum þurfi að koma í fastara og einfaldara horf. Fundinn sóttu rösklega þrjátíu kennarar af félagssvæðinu. Sam- þykkt var að næsti aðalfundur fé lagsins skyldi haldinn að Akra- nesi. í stjórn félagsins voru kjörnir: Njáll Guðmundsson, skólastjóri, Akranesi. Þorgils Stefánsson, kennari, Akra- nesi. Hjálmar Þorsteinsson, kerinari Akranesi. irgin sem ég hafði um Rússa, og af því sé pjakk hans í minn garð. „Einsýnn rauð- skeggjaður" var sagt í gamla daga um vissa persónu. Þ'að er undarleg ásókn og kapp 1 ýmsum að stuðla að því að kljúfa heiminn í tvennt í tvær fjandsamlegar fylkingar og vera svo alltaf að gera aðra þeirra sem allra mest svarta en hina sem bjart asta í augum fólks. í tilefni starfs Mbl. í þess- um efnum vil ég minna á að til eru margir menn hér á landi, sem líta á sig sem frjálsborna íslendinga og sem vilja gjarnan greiða götu þess bezta frá bœSi „Austri og Vestri“ — og lika forðast ýmislegt það versta úr báðum áttum. Og sá sem Mbl. gefur sitt uppáhaldsuppnefni nú sein- ast, vill gjarnan vera í þeim hóp frjálslyndra manna. Bandarískur prófessor við Háskólann hér Kveðju Mbl. svarað V. G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.