Tíminn - 14.10.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.10.1960, Blaðsíða 16
r Þeir stjórna Hér að neðan sjást nokkr- ir a-þýzkir hershöfðingjar. Þrír af hverjum fjórum eru sérstakíega þjálfaðir í Rúss- landi. Rannsóknir á „þreytta manninum’ ’ Danskur læknir gerir at- hyglisveríar athuganir Danskur læknir framkvæm- ir nú vísindalegar rannsóknir á hinni sjúklegu þreytu, sem alltof margt fólk virðist hald- ið. Þetta þreytta fólk líður miklar kvalir og oft er það svo, að læknirinn finnur eng- ar rökréttar ástæður fyrir þreytunni og vísar sjúklingn- um frá sér en honum heldur áfram að líða illa. Nú hafa verið framkvæmd ar mjög nákvæmar rannsókn , ir á nær 100 síþreyttum! mönnum og það sýnir sig, að l ástæðan »il þreytunnar á oft ast rætur sínar að rekja til líkamlegra kvilla. í þeim til- fellum, þar sem þreytuein- kennin virðast mega rekja til sálrænna orsaka, líkjast þau svo mjög hinum fyrrnefndu, að erfitt er að greina á milli. Lélegt heilsufar Þessir hundrað þreyttu menn, sem rannsakaðir voru höfðu allir sótt um styrk vegna heilsuleysis en lítt hafði verið hlustað á þá, enda hafa yfirvöldin jafnan verið heldur þurr í garð þeirra \ manna, sem sækja um sjúkrai styrk og kenna aðeins þreytu.1 Þessir sjúklingar höfðui flestir þjáðst af stöðugri] þreytu um langan tíma og hvergi nærri reynzt færir um að skila vinnu á við annað fólk. Þreytueinkennin lýsa i sér í almennum sljóleika, i menn eru oftast daprir og! niðurdregnir, gengur illa að I einbeita sér að hlutunum og! minnið er slæmt. Þá sofa, menn illa þrátt fyrir svefn- lyf, hafa verki í beinum og; vöðvum, höfuðverk og kennai hjartabilana. Einkennin Nú hafa þessir þreyttu menn verið teknir til saman burðar við óþreytta og kem ur þá margt í ljós. Hinir þreyttu hafa oftar verið lagð ir inn á sjúkrahús vegna ein- hverra kvilla. Þeir hafa oftj verið léttir og sykur í blóði, hefur verið lítill og breytileg- í ur ,Þá hafa hinir þreyttu, reynzt heldur fátækir af hor- ; mónum og heilastarfsemi þeirra gengið treglega. Þetta eru hin líkamlegu ein kenni — þær breytingar á eðlilegu starfi líffæranna, sem eru samfara þreytunni (Framhald á 15. síðu). Konur og börn meö í her- væðingu Austur-Þjóðverja Gamli „gæsagangurinna éndurvakinn austan tjalds Ein mynd er betri eu tíu þúsund orð, segir gamalt máltæki. Myndirnar hér á síðunni sýna ljóslega hversu mikið mark er takandi á friðarhjali a-þýzkra kommúnista. Myndin hér að ofan sýnir ,,friðarvini“ á hergöngu. Menn taki eftir göngulagi hermannanna: gamli gæsagangurinn, sem einkenndi heri naz- ista á sínum tíma, hefur verið endurvakinn — vafalaust í þágu friðarins! Efri myndin til hliðar sýnir að meira að segja kven- fólkinu er kenndur vopnaburður. — sennilega emnig í þágu friðarins! Neðsta myndin til hliðar sýnir hóp 10 ára drengja að heræfingum undir stjórn þjálfara. Þeir verða herforingjar einn góðan veðurdag. Fyrirmyndin er augljós: Hitlersæskan. Öllum þessum ,,friðaraðgerðum“ er stjórnað af foringjum, þjálfuðum í Rússlandi — Það er ekki ónýtt að hafa kok- hreysti til að nefna sig ,,friðarboða“ þégar svona er í pottinn búið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.