Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 27. október 1960. <$> UTAH UR HEIMI m Frá Alþingi (Framhald af 7. síðu) ur leggi Framleiðslu- og at- vinnuaukningarsjóði til 20 millj. kr. stofnfé á árinu 1961 og síðan sömu upphæð á ári hverju næstu 10 árin. Ef frv. þetta nær samþykki Alþingis verður þetta framlag fast- ákveðið með lögum og skylt að taka það í fjárlög hverju sinni. Er að því mikið öryggi og trygging fyrir því, að á- fram verði unnið að jafn- vægi í byggð landsins. Innheimta þeirra atvinnu aukningarlána, sem veitt hafa verið til þessa, mun hafa verið nokkuð á reiki. Veð eru fyrir lánum þessum, en ekki hefur verið til þess ætlazt, að hart væri að lántakendum gengið, heldur færi það nokk uð eftir ástæðum, enda lánin yfirleitt veitt af félagslegri nauðsyn í almannaþágu, en ekki til að skapa einstökuln atvinnurekendum gróðamögu leika. Svipað er að segja um mikið af þeim greiðslum, sem ríkissjóður hefur innt af hendi, þegar lántakendur gátu ekki staðið í skilum með vexti og afborganir af rlkis- ábyrgðarlánum. Aðstaða lán- takenda að þessu leyti breyt- ist ekki, þó að Framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóður verði eigandi skuldanna í stað ríkis sjóðs. En eðlilegt má telja, að þeim skuldum, sem ekki er talið rétt að innheimta á ein hvern hátt, verði hreinlega breytt í óafturkræft framlag, þegar það þykir tímabært, og að sjóðstjórnin hafi heimild til þess. Er í 2. gr. frv. gert ráð fyrir, að skuldirnar verði afhentar Framleiðslu- og at- vinnuaukningarsjóði með sömu skilyrðum og skuldabréf vegna óþurrka voru afhent bjargráðasjóði, sbr. 22. gr. XL fjárlaga fyrir árið 1957. En skilyrði þessi voru þau, „að stjórn bjargráðasjóðs veiti lántakendum, er þess óska, ívilnanir um greiðslu vaxta og afborgana af lánum sín- um, svo sem með því að lækka eða fella niður vexti, lengja lánstímann eða gefa lánin eftir að einhverju eða öllu leyti, ef sjóðsstjórnin tel ur þess þörf, að fengnu áliti hlutaðeigandi sveitarstjórnar" (sbr. bréf fjármálaráðuneytis ins til bjargráðasjóðs, dags. 26. apríl 1957). í 4. gr. frv. er gert ráð fyrir að lánstimi sé 10—20 ár og vextir 4—6%. Að öðru leyti þykir rétt að ætla sjóðsstjórn inni að ákveða lánskjörin eft ir starfsreglum, sem hún set ur sér sjálf, og ástæðum hverju sinni. Gert er ráð fyr ir í 5. gr., að stjórnin sé skip uð 5 mönnum, 4 kjörnum af Alþingi og einum tilnefndum af stjórn Framkvæmdabanka íslands, enda hafi hann með höndum daglega afgreiðslu fyrir sjóðinn. Samkv. 6. gr. er ríkisstjórn inni heimilað að fela stjórn Framleiðslu- og atvinnuaukn ingarsjóðs að halda áfram at hugunum þeim og skýrslugerð sem unnið hefur verið að um atvinnuástand og aðstöðu til atvinnurekstrar I einstökum byggðum landsins. Stjórnarbylting í E1 Salvador Washington, 26/10. (NTB). — í dag var gerð stjórnarbylt- ing í E1 Salvador, sem er minnsta en þéttbýlasta ríkið í Mið-Ameríku. Forseti lands ins, Jose Maria Lemus, var tekinn höndum af hernum og þrír herforingjar hafa mynd- að nefnd, sem fer með æðstu völd í landinu. Lemus var mikill andstæðingur komm- únismans. Óeirðir hafa verið í landinu frá því í.september og er talið, að Kúbustjórn standi að einhverju leyti á bak við þær. í E1 Salvardor búa um 2,5 milljónir manna.1 Lapdið ligg ur milli Hondúras og Guate- mala og er aðalatvinnuvegur landdbúnaður og kaffi helzta útflutningsvaran. Mobutu nær tökum á hernum Leopoldville, 26/10. — (NTB) — Ástandið í Kongó hefur nú SíIdveiíStn (Framhald af 2. síðu). og er langsótt, um 10 tíma stím og koma þeir inn annan hvorn dag. Annars voru afla brögð bezt í byrjup, um og upp úr miðjum mánuði, en hafa síðan farið þverrandi. Síldin er fremur smá. Sex bát ar eru á snurrivoð en afli lélegur þennan mánuð. Nokkr ar trillur róa og reita dálítið. aftur heldur batnað við þá ákvörðun Mobutu ofursta, að skipa hermönnum sínum til búða sinna utan Leopoldville en kongóski herinn hefur staðið fyrir hryðjuverkum undanfarna daga. Það voru fulltrúar Sþ í Kongó, sem köll uðu Mobutu ofursta á sinn fund og tókst að leiða hon- um fyrir sjónir hve alvarlegt ástand væri að skapazt vegna framferðis hersins. — Enn neita SÞ að viðurkenna bráða birgðastjórn Mobutu í land- inu. Lumumba nýtur verndar hersveita SÞ sem telja hann og Kasavubu forseta einu lög lega stjórnendur Kongó. Her sveitir SÞ eru nú albúnar að halda til Katanga, ef Tshombe fylkisstjóri þar gerir alvöru úr þeirri hótun sinni, að flytja fulltrúa SÞ í héraðinu burt með valdi. BlaÖamenn reknir frá Kongó Leopoldville, 26/10. (NTB) — Mobutu ofursti hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að vísa fréttamönnum bandarísku fréttastofunnar Associated Press burt frá Kongó. — Mobutu segir, að það séu fréttamenn þessarar stofnun- ar, sem ábyrgir séu fyrir sögu sögnum þess efnis að stjarna hans fari lækkandi í Kongó og að hann sé að missa tökin á hernum. Flugmenn yfirheyr'Öir Bonn, 26/10. (NTB). — Allir flugmenn í vestur-þýzka flug hernum, sem voru á flugi í gærmorgun, hafa nú verið yfirheyrðir í sambandi við þann atburð, er tvær þotur merktar járnkrossum (merki þýzka flughersins) höfðu nær flogið á vél Elísabetar drottn ingar, sem var á heimleið frá Danmörku, Niðurstöður þess ara rannsókna verða lagðar fyrir brezk-þýzka nefnd og er ekki að vænta yfirlýsingar frá henni fyrr en eftir nokkra daga. Orkuvirkjun (Fj-amhald af 1. síðu). að fjárveitÍTig til rannsóknanna ver'ði aukin í 10 milljónir á ári og yrði rannsóknum þá lokið á 4 ár- um eða í árslok 1964. Heppilegasta vatnsvirkjunin til að hefja næst mun vera að virkja Hvítá við Hestvatn. Telur raforku málastjóri að nauðsynlegt sé að velja á milli þeirrar vir’kjunar og jarðhitarafstöðvar í Hveragerði fyrir lok þessa árs. Að virkjuninni við Hestvatn lokinni væri orkuþörf inni fullnægt til ársins 1970, ef ekki rís upp orkufrekur iðnaður fyrir þann tíma. Björn Fr. Björnsson þakkaði ráðhcrra fyrir þessar upplýsingar. Kvað hann sýnt, að ekki væri hjá því komizt að auka fjárveitingu til rannsóknanna og sagðist treysta því, að ríkisstjórnin kæmi inn í fjárlög ársins 1961 þeirri upphæð, sem þarf til að ljúka verkinu sem fyrst. FramboÖ í Heimdalli (Framh. af i síðu). til fulltrúsráðs Sjálfstæðisfé- laganna, öll frá nazistum eða „Þjóðernissinnum". Er þetta í fyr'sta sinn sem fram kemur framboð gegn framboði upp- stillingarnefndar í Heimdalli. Nazistar hafa unnið dyggilega að smölun í Heimdalli að und- anförnu og skorað eindregið á menn að „kjósa framboð þeirra gegn kommúnistum". Þykir mörgum félagsmönnum sem draugur mikill sé upp risinn í félagsskapnum, og er ótti þeirrs ekki að ástæðu- lausu þar sem hinn ákjósan- legasti jarðvegur hefur alla tíð verið fyrir fasista og aðra slíka legáta í Heimdalli. — Ekki höfðu blaðinu borizt nánari fregnir af fundi þessum í gær- kvöldi, en telja má víst að þar hafi verið líflegt í betra lagi! Sæstrengur Framhald af 1. síðu. lokið, aðeins ætti eftir að ganga frá kaupum á efni og gera orku- sölusamning við rafveitu Vest- mannaeyja. Framkvæmdir gætu hafizt næsta sumar og væri heppi legast að hefja vei’kið í júlí og ljúka því fyrir haustið. Ráðherra upplýsti að það myndi vera strengur frá danskri verk- smiðju, sem hagkvæmastur þætti. Samkvæmt rafvæðingaráætlun- inni verður lögð lína frá Hvols- velli fram á Landeyjasand, en þar taki sæstrengurinn við. Ekki hef- ur verið hafin lögn línunnar fram á Lar ' ' ’íand ennþá. Vélasýning (Framh. ai 16. síðu). 40% af útflutningnum Sveinn sagði, að í fyrstu hefði gætt nokkurrar vantrúar á tékk- nesku vélunum, en hitt væri stað- reynd að Tékkar hefðu skarað fram úr í Evrópu í smíði þessara véla, enda þriðju stærstu útflytj endur þeirra í heimi, næstir á eft- ir Bandaríkjamönnum og V-Þjóð verjum. 40% af útflutningi þjóðar- innar eru iðnaðarvélar af ýmsu tagi. Hentar okkur vel Þá gat Sveinn þess að við hefð- um átt talsverð viðskipti við Tékka á undanförnum árum. Þeir þyrftu á fiski að halda og við á ýmsum öðrum varningi í staðinn. Það hent aði okkur því mjög vel að hafa gott samstarf við Tékka, enda þótt menn e. t. v. greindi á um hið mis- munandi stjórnarfar þeirra og okk ar. Við þurfum járnsmíðavélar Sveinn sagði að það kynnu marg ir að spyrja. hvers vegna fslend- ingar þyrftu einhver kynstur af járnsmíðavélum, og hvort ekki væri nóg komið af slíkum innflutn ingi. Þessu væri fljótsvarað, því að í fyrsta lagi ættu íslendingar ekki einvörðungu að lifa á fiskveiðum og landbúnaði. í öðru lagi hefði það sýnt sig að með aukinni tækni aukast kröfurnar um betri véla- kost og í þriðja lagi væri fslend- ingum það brýn nauðsyn að stefna að fjölbreyttari atvinnuháttum. Það yrði fyrst og fi'emst gert með aukinni vélvæðingu og iðnaði. — Nágrönnum okkar hefði fleygt fram í véltækni til iðnaðar og und irstaða vélvæðingarinnar væri járnsmíðavélar. Með þeim eru all ar aði'ar vélar smíðaðar og þá væri viðhald véla þvínær óhugsandi án góðra járnsmíðavéla. Tékkneska vélsýningin verður eins og fyrr segir opin á naestunni í húsakynnum Vélsmiðjunnar Héð- ins að Seljavegi 2. Sýningin var opnuð í gærdag að viðstöddu fjöl- menni, þ. á m. iðnaðarmálaráð- herra og dómsmálaráðherra. Vörukaupalán (Framh af 1 síðu). það, að ríkisstjórnin væri þeg ar búinn að semja um stór- felldar lántökur erlendis. _ Gunnar Thoroddsen upplýsti að þessi orðrómur hefði við full rök að styðjast. Ríkis- stjórnin hygðist taka lán er- lendis til framkvæmda og til að koma upp atvinnutækjum. Ynni ríkisstjórnin að áætlun- um um þessi efni. Eins og kunnugt er lagði ríkisstjórnin höfuð áherzlu á það við setningu viðreisnar- laganna í fyrra, að þjóðin væri sokkin í skuldafen og hún mætti engin ný lán taka á næstu áfurn tii framkvæmda. Engin ríkisstjórn hefur þó á jafn skömmum tíma samið um svo stórfelldar lántökur — aðallega eyðslulán — og nú- verandi ríkisstjórn. Jafn- framt hefur stjórnin óvirt Alþingi og tilkynnt um öflun lánsfjár til framkvæmda í flokksveizlum, án þess að A1 þingi hefði hugmynd um mál ið eða því gefin um það skýrsla. Eysteinn Jónsson lagði ríka áherzlu á það, er fjármála- ráðherra hafði upplýst lán- tökurnar, að höfð yrðu sam- ráð við Alþingi um ráðstöfun þessa lánsfjár innanlands. Alþingi ætti skýlausan rétt til þess. Skemmtikvöld í Selfossbíó Framsóknarfélag Selfoss heldur skemmtikvöld n. k. föstudagskvöld kl. 9. DAGSKRÁ: 1. Gestur Þorgrímsson flytur gamanþætti. 2. Óskar Jónsson flytur frumsamda sjómannasögu. 3. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Almenn skemmtisamkoma á Vatnsleysuströnd Framsóknarfélögin á Suðurnesjum etna tll skemmtisam- komu í félagsheimilinu Glaðheimar í Vogum, Vatns- leysuströnd n. k. laugardag og hefst hún kl. 9 e. h. Jón Skaftason, alþm. mætir á samkomunni. GóS hljómsveit. Ferðir úr Keflavík verða frá Sérleyfisbifreiðum Kefla- víkur kl. 9. Allir velkomnir. ■ SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Hafnarstræíi 95 Akureyri f Opin dagiaca í vetur kl l3.'t0—19 rema mánu- É daga, <okað allan daginn og laugardaga, opið kl 10-12 i 1 1 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.