Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 9
T í MIN N, ftmmtudaglnn 27. október 1960. 9 Árni Jóhannsson, Hrauni: Aðstöðumunur og erfið- leikar íslenzkra bænda Dettifoss f Jökulsá. Áhugi á Norðurlandi fyrir virkjun Jökulsár Virkjun Jökulsár á Fjöllum hefur lengi verið rædd, en nú virSist sem áhugi fyrir málinu sé nú almennari en fyrr. M. a. hefur verið bent á möguleika þá, sem eru á því að koma upp stóriðju í ein- hverri mynd í sambandi við virkjun árinnar. Máliö bar á góma í Þing eyjarsýslu í sumar og álykt- anir voru geröar um málið. Fara hér á eftir ályktanir frá sýslunefnd Noröur-Þingeyjar sýslu, raforkumálanefnd N- Þingeyjarsýslu og Fjórðungs- þingi Norðlendinga á Húsavík: „Sýslunefnd Norður-Þing- eyjarsýslu lýsir yfir því, að hún telur mjög mikilsvert, að lokið verði sem fyrst á- ætlun um virkjun Jökulsár í Axarfirði og athugun á mögu leikum til iðnaöar í því sam bandi. Jaf'nframt fer hún þess á leit við alla fulltrúa Norður- lands á Alþingi, að þeir vinni að því af alefli, að virkjun Jökulsár verði næsta stór- virkjunin, sem ráðist verður í hér á landi.“ Fundur raforkumálanefnd ar Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn að Kópaskeri 10. ág. 1960, skorar á Alþingi og raf- orkumálastjórn að láta eins fljótt og frekast er unnt, gera fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og jafn- framt láta athuga til hlítar möguleika á nýtingu orkunn ar, einkum með framleiðslu útflutningsvöru fyrir augum. Samkvæmt þeim uppiýsing um, sem fyrir liggja, er hér um glæsilegt framtíðarverk- efni að ræða og telur nefnd in miklu skipta fyrir þetta hérað og Norður- og Austur- land allt, að virkjun Jökulsár verði næsta stórvirkjan, sem framkvæmd verður hér á landi, enda skilyrði að því er virðíst, hvergi betri. Tillagan var samþykkt sam hljóða. í raforkumálanefndinni eru 9 fulltrúar, sem mættir voru á fundinum, þ.á.m. odd- vitar 7 hreppa. Formaður nefndarinnar er Helgi Kristj ánsson, bóndi í Leirhöfn. TILLAGA Útdráttur úr fundagerð raforkumálanefndar, 10.8. 1960. Fundur raforkumálanefnd ar Norður - Þingeyj arsýslu, haldinn að Kópaskeri þann 10. ágúst, telur að Alþingi og ríkisstjórn hafi enn ekki sýnt lit á að uppfylla, að neinn leyti, að því er Norður-Þing- eyjarsýslu varðar, þau fyrir- heit, sem gefin voru, með sam þykkt hinnar svokölluðu tín ára áætunar, sem Aþingi sam- þykkti árið 1954, um rafvæð ingu landsins, frá vatnsafls- (Framhald á 10. síðu). Það er skylda hverrar ríkis- stjórnar að leitast við eftir megni að jafna efnalega að- stöðu þjóðfélagsþegnanna, setja lög þeim til hjálpar sem verst eru settir, svo heilbrigt og blómlegt atvinnulíf skap- ist. Efla framtak starfandi manna, við þau störf er hver og einn fæst við. Leiðin til bættra iifskjara er ekki sú, að taka aðeins tillit til þeirra sem bezt eru settir efnalega, en auka erfíðleika þeirra sem verst eru settir. Sú leið skapar óréttlæti. Hættu- lega efnahagsiþróun. Sú leið veldur vonleysi og viljaleysi, minnkar framkvæmdir og framleiðslu. Öfgastefnur tl hægri og vinstri eru skilgetið afkvæmi óréttlætis í efnahagsmálum þjóðanna. Mis- ræmi í kjörum fólksins þar sem einn hefur peninga eins og sand en annan vantar fé til brýnustu þarfa. Straumar þjóðlífsins liggja sitt á hvað, straumur fólksins úr ein- um stað til annars. Flóttann úr sveitunum kannast allir við. Leið fólksins liggur alltaf þangað sem mest er að hafa í aðra hönd í hvert sinn. Nærtækt dæmi er Klondike ís- lendinga, síldar’bærinn mikli Siglu- fjörður. Þar barst á land óhemju auður á tímabili. Fólkið flutti þangað í hópum. Mikil mannvirki risu upp á skömmum tíma, fyrir dugnað fólksins og mikið ríkisfé. Aðstaða var þá mjög góð á Siglu- firði að komast frá fátækt til bjarg álna. Sveitir’nar ihöfðu þá ekki sömu sögu að segja. Verðlag á landbúnaðarvörum var mjög lágt og erfitt að koma þeim á markað víðast hvar vegna vegaleysis. Ræktaða landið var þá mjög lít- ið og vélar nær óþekktar. Þesi aðstöðumunur orsakaði gífurlegan fólksflótta úr sumum sveitum landsins. Margar. jarðir fóru í; eyði, en fólkinu fækkaði á öðrum svo mjög, að til vandræða horfði. Þá var það að lánastofnanir fyrir bændur voru efldar’ til starfa. Það var áreiðanlega það sem bjargaði sveitunum frá næstum algerri auðn. Síðan hafa bændur verið í stöðugri sókn og mjög hefur mið- að fram. Af ástæðum, sem ég hef áður nefnt, hefur ræktun býlanna gengið mjög misjafnlega. Víðast j hvar e'r búið að byggja yfir fólkj j og fénað, en ræktaða landið er víða ennþá of lítið og vélar vantar töluvert. Aðstöðumunurinn er, hvergi meiri en milli hinna ein- stöku býla sveitanna. Af þvi leiðir aftur að fjárhagsafkoma bænda er mjög msjöfn, tekjur þeirra svo mismiklar, að í engri stétt þjóð- | félagsins er misræmið eins mikið. Bú, sem hefur vísitölu-bústærð, sem er nálægt 14 kýr, eða sem því svarar, tuttugu ær taldar á móti 1 kú, á að hafa tekjur sam- bærilegar við aðrar stéttir. Svo er þó ekki, vegna þess hvað rekstrar- kostnaður er mikill og vanhöld á skepnum. Bú, sem eru stærri t.d. 20—30 kýr ættu að hafa haft góða fjárhagsafkomu. Þeir, sem á undan förnum árum hafa rætt og r’itað um búskap, bú- stærð og afkomu bænda, hafa allt- i af talað um beztu búin og látið svo sem annað væri ekki til í sveitum landsins. Bóndi með minna bú en vísitölu- bú, hefur ekki þær tekjur sem til þess þarf að lifa af, rækta, byggja, kaupa vélar og fjölga bú- peningi. Þessir bændur eru beittir miklu ór’éttlæti af hálfu hins opin- bera. Þeim er ekki séð fyrir vega- sambandi og eiga mjög takmark- aða möguleika á lánum úr lána- stofnunum landsins. Þeir fá ekki lán til bústofnsauka, ekki lán til vélakaupa og þeir fá ekki lán út, á húsabyggingar og ræktun fyrr Má þó vera að þeir liggi nú milli þinga, hugsi með feld yfir höfði; komi svo með viturleg ráð á næsta þingi, er leiði til þeirrar lagasetn- ingar, er dragi úr mestu greiðslu- örðugleikum bænda um næstu ára- mót. Nú er ekki hægt að ganga lengur fram hjá því atriði, hvað kjör bænda eru misjöfn. Efna- hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar knýja bændur til ákveðinna sam- taka, ef ekkert verður gert nú á alþingi. Undirstaða nútímabúskapar og ræktun og gott vegasamband. Full- Tvö nýbýli í Skagafirði: Hjaltastaðir (að ofan) og Lauftún. — í Skagafirði munu vera um eða yftr 200 býli, sem ekki hafa iágmarks- stærð — nauðsynlegt er að koma þar til aðstoðar með hagkvæmum lána- kjörum en allt er fullgert. Hvar eiga þesir bændur að fá fé til framkvæmda? Kaupfélögin hafa víða hlaupið undir bagga og lánað byggingar- efni og beðið eftir greiðslu, þar til um síðir fastalán hefur fengizt, oftast úr Ræktunarsjóði. Veðdeild Búnaðarbankans hefur að vísu lánað nokkrum fé sem svarar til að byggja einn vegg í góðu fjár- húsi. Margir bændur skulda í verzl- unum og hafa tekið víxillán til að geta haldið uppbyggingarstarfinu áfram. Efnahagsaðgerðir núver’- andi ríkisstjórnar eru því fjörráð við búskap fjölda bænda. Það er mjög merkilegt unihugs- unarefni hvernig þe/r fulltrúar bænda, sem samþykktu á síðasta Alþingi allar þessar miklu efna- hagsaðgerðir, hafa hugsað sér á- framhaldandi búskap hjá fjölda mörgum bændum, þó þeir verði að taka á sig 20 til 30 þúsund króna kjaraskerðingu á þessu ári. Sennilegast er að þeir hafi ekki hugsað neitt um þessa bændur. gerður ríkisvegur liggur víða við • tún bænda. Þar hefur fé frá ríkinu stuðlað að bættri afkomu þeirra búa. Aðrir bændur hafa langa leið að sækja á góðan veg. Það er ríkið sjáltt sem hefur stuðlað að miklum aðstöðumun. Því ber ríkinu nú skylda til að leggja fram fé, til að jafna að- stöðumun bændanna. Ræktun býl- anna er lengst komin í nálægð Akureyrar og Reykjavíkur. Kemur þar til hið sama, aðstöðumunur- inn. Góðir vegir, betri aðgangur að lánsfé. Bústærðin er miðuð við fjölda búpenings á hverri jörð. En túnstærðin þarf líka að vera ekki minni en 12 hektarar lágmark á hverri jörð, svo viðunandi sé. Þá kemur til athugunar hvað það eru mórg býli, sem ekki hafa þessa stærð. Ég hugsa að þau séu um eða yfir 200 hér í Skagafirði. Ég gizka á að það séu ekki færri en 2600 býli á öllu landinu, sem enn þá hafa ekki þá túnstærð, er svarar til vísitölu bústærðar. Það (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.