Tíminn - 27.10.1960, Side 7

Tíminn - 27.10.1960, Side 7
T f MIN N, fimmtndaginn 27. október 1960. 7 ING KOMA ÞARF FÚSTU SKIPULAGI A STARFSEMI, ER STUÐLAR AÐ JAFNVÆGI Í BYGGB LANDSINS Þingmenn Framsóknar- flokksins í efri deiid þeir Her- mann Jónasson, Sigurvin Ein- arsson, Ólafur Jóhannesson, Páll Þorsfeinsson, Karl Krisf- jánsson og Ásgeir Bjarnason, flytja frumvarp til laga um framleiðslu- og atvinnuaukn- ingarsjóS og ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr. i Sofna skal sjóð er nefnist Framleiðslu- og atvinnuaukn ingarsjóður. Sjóðurinn er eign ríkisins. Hlutverk sjóðs ins er að stuðla að framleiðslu og atvinnuaukningu og jafn vægi í byggð landsins. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er: 1. 20 milljón kr. framlag úr ríkissjóði 1961. 2. Fé það, sem ríkissjóöur hefur lánað til þess að bæta úr atvinnuörðugleikum í landinu samkv. 20. og 22. gr. fjárlaga, enda hafi lánin ekki verið gefin eftir fyrir gildistöku laga þessara. 3. Inneign ríkissjóðs hjá lántakendum ríkisábyrgðar- lána vegna afborgana og vaxta, sem ríkissjóður hefur greitt af þessum lánum fyrir gildistöku þessara laga. Kröfur ríkissjóðs vegna lána samkv. 2. tölulið og greiðslu vanskilaskulda sam k^æmt 3. tölul. þessarar ^reinar skal afhenda Fram- leiðslu- og atvinnuaukning- nrsjóði með sömu skilyrðum og skuldabréf vegna harð- inda- og óþurrkalána voru af hent bjargráðasjóði, sbr. 22. gr. XL fjárlaga fyrir árið 1957. Nú ákveður ríkissjóður inn heimtu á skuld, sem fallin er í gjalddaga fyrir gildistöku þessara laga, og getur skuldu nautur þá leitað úrskurðar. rikisstjórnarinnar um inn- heimtuna. 3. gr. Tekjur Framleiðslu- og at vinnuaukningarsjóðs eru: 1. Vaxtatekjur. 2. Árlegt framlag ríkis- sjóðs á árunum 1962—1971, 20 millj. kr. á ári. 3. Skuldir, sem ríkissjóður eignast samkv. 3. tölul. 2. gr eftir gildistöku þessara laga. Skulu um þennan lið gilda sömu ákvæði og um 3. lið 2. gr. um stofnfé. 4. gr. Lán úr sjóðnum má veita til að kaupa eða koma upp atvinnutækjum eða aðstöðu til hvers konar framleiðslu- og atvinnuaukningar, sem til þess er fallin að efla atvinnu lífið í landinu og stuöla að jafnvægi í byggð landsins. Um tryggingu fyrir láni fer Frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins í efri deild um fram- leiðslu- og atvinnuaukningarsjóð og ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hermann Sigurvin Ólafur Páll Karl Ásgeir eftir ákvæðum stjórnarinnar hverju sinni og samkv. því, sem tíðkazt hefur um lán þau, sem tilgreind eru í 2. tölul. 2. gr. Lánstími skal vera 10—20 ár, og ákveður stjórnin hann hverju sinni. Vextir skulu vera 4—6%, einnig samkv. ákvörðun sjóðsstjórnar. — Ef atvinnutæki, sem sett hef ur verið að veði fyrir láni úr Framleiðslu- og atvinnuaukn ingarsjóði, flytzt burt úr sveitarfélagi, sem það var í, þegar lánið var tekið, er lán ið allt fallið í gjalddaga, nema stjórn sjóðsins samþ. flutninginn. Ef sérstaklega stendur á, er stjórn Framleiðslu- og atvinnuauknángarsjóðs heim ilt að veita sveitarfélagi vaxta laust lán eða óafturkræft framlag til þess að bæta úr atvinnuörðugleikum, ef 4/5 sjóðsstjórnar eru því sam- þykkir. Einnig má breyta láni eða vanskilaskuld sam kvæmt 3. tölul. 2. gr. í óaftur kræft framlag, ef 4/5 sjóðs- stjórnar samþykkja og telja, að endurgreiðslur séu lán- takanda um megn. 5. gr. Stjórn Framleiðslu- og at vinnuaukningarsjóðs skal skip uð fimm mönnum og jafn- mörgum til vara. Fjórir skulu kosnir hlutfallskosningu í sam einuðu Alþingi á fyrsta þingi hvers kjörtímabils. Þó skal stjórnin kosin í fyrsta sinn á þingi því, er samþykkir lög þessi. Fimmta stjórnarnefndar- manninn, ásamt varamanni hans, kvs stjórn Framkvæmda banka íslands til fjögurra ára í senn. Stjórnin velur sér formann. Framkvæmdabanki íslands annast dagleg afgreiðslustörf og reikningshald sjóðsins eftir nánari fyrirmælum sj óðsstj , gegn þóknun, er ráðherra á- kveður Einnig veitir bankinn sjóðsstjórninni aðstoð við þau störf, er henni kunna að verða falin samkv. 6. gr., gegn þóknun, sem ákveðin er á sama hátt. Ráðherra ákveður laun sjóðsstjórnarmanna, og skulu laun og annar kostnaður greidd úr Framleiðslu- og atvinnuaukningarsj óði. Stjórnin birtir, eigi síðar en 31. marz ár hvert, skýrslu uni ráðstöfun fjár úr sjóðnum næsta ár á undan og með hvaða kjörum og til hvers fénu hefur verið ráðstafað, svo og reglur, er hún setur sér um störf sín. 6. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að fela stjórn Framleiðslu- og atvinnuaukningarsjóðs að gera árlega skýrslu um at- vinnuástand og aðstöðu til at- vinnurekstrar í einstökum byggðarlöa-um, eftir því sem ástæða þ"kir til, og tillögur og áætlanir um ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Lán úr sjóðn um skulu veitt með hliðsjón af slíkum tillögum og áætlun um, séu þær fyrir hendi. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð segir: Frv. þetta er flutt til þess að koma föstu skipulagi á til- tekinri þátt þeirrar starfsemi sem að því miðar að stuðla að jafnvægi í bygð landsins, og tryggja, svo sem unnt er, að ráðstafanir, sem hér er um að ræða, verði ekki felldar nið ur. Um mörg undanfarin ár hefur verið veitt 1 fjárlögum eða heimilað að greiða úr ríkissjóði svonefnt atvinnu- aukningarfé, sem varið hefur verið til eflingar atvinnulífi, þar sem þess var talin mest þörf, aðallega við sjávarsíð- una. Hefur því einkum verið úthlutað sem lánum út á síð ari veðrétt í skipum, fiskiðju verum og öðrum atvinnutækj um, sem nauðsyn hefur þótt til bera að koma upp í hlutað eigandi bvggðarlögum eða end urbæta í fjárlögum voru á ár unum 1953—1956 ætlaðar i þessu skyni 5 millj. kr á ári, en varð í reyndinni nokkru meira. Síðar var sú upphæð hækkuð, og er að því vikið annars staðar í greinargerð- inni. Þá er og þess að geta, að ríkið hefur oft, bæði fyrr og síðar, gengið í ábyrgð fyrir lánum samkvæmt lagaheim- ildum frá Alþingi. Mörg þess- ara ríkisábyrgðarlána hafa verið tekin og ábyrgð veitt í svipuðum tilgangi og atvinnu aukningarlánin (lán til kaupa á togurum og fiskibátum, hafnarbótalán o.s.frv.), en mikið af ríkisábyrgðum er þó til orðið af öðrum ástæðum, sem ekki verða raktar hér. — Allmikið er um það, að ríkið hafi orðið að greiða afborg- anir og vexti af lánum, sem það er í ábyrgö fyrir, a.m.k. öðru hverju, einkum þeim, sem tekin hafa verið til at- vinnuuppbyggingar, beint eða óbeint. Hafa þannig safnazt óumsamdar skuldir við ríkis- sjóð. í seinni tíð hafa í fjár- lögum verið áætlaðar vaxandi upphæðir til greiðslu afborg ana og vaxta af ríkisábyrgðar lánum í vanskilum. Þessu valda að verulegu leyti hinir stöðugu erfiðleikar atvinnu- veganna vegna verðbólgunn- ar innanlands. En hér kemur það jafnframt til greina, að uppbyggingarþörf atvinnulífs ins í einstökum landshlutum hefur verið miklu meiri en getan til að standa straum af framkvæmdunum, a.m.k. fyrst um sinn, á meðan árangur þeirra var ekki að fullu kom inn í ljós, enda stundum fremur um óbeinan en bein- an árangur að ræða frá fjár- hagslegu sjónarmiði. Á öndverðu ári 1956 var af hálfu ríkisstjórnarinnar flutt á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, en frv. þetta var samið af alþingismönnunum Gísla Guðmundssyni og Gísla Jónssyni, sem skipaðir höfðu verið samkv. ályktun Alþing- is til þess að gera áætlanir og tillögur um slíkar ráðstaf- anir. Frv. varð ekki útrætt. Hins vegar skipaði ríkisstjórn in haustið 1956 sérstaka nefnd (atvinnutækjanefnd) til þess að gera tillögur um útvegun nýrra atvinnutækja og dreif- ingu þeirra um landið. Skyldi sú nefnd einkum gera tillög- ur um uppbyggingu atvinnu- lífsins í þeim landshlutum, sem verst væru-á vegi stadd- ir í atvinnulegum efnum. Nefnd þessi hefur m.a. gert skýrslur þær um atvinnuá- stand og aðstöðu til atvinnu rekstrar í bæjum og þorpum, sem alþingismenn fengu í hendur 1958 og 1959, en auk þess ýmsar tillögur og áætl- anir, sem voru afhentar ríkis stjórninni. Um sama leyti og nefnfiin var skipuð, var at- vinnuaukningarfé í fjárlögum fyrir árið 1957 hækkað úr 5 millj. kr. upp í 15 millj. kr., en í fjárlögum fyrir 1958 var það 13 y2 millj. kr. Var sú upp hæð haustið 1958 tekin upp í frv. til fjárlaga fyrir árið 1959, en var á Alþingi lækkuð niður í 10 millj. kr. Er sú upp hæð óbreytt á fjárlögum 1960. í frv. þvi, sem fyrr var nefnt og flutt var á Alþingi 1956, var lagt til, að stofnað- ur yrði sérstakur lánasjóður til þess að stuðla að jafnvægi í bygð landsins. Gert var ráð fyrir ríkisframlagi til sjóðsins og að honum yrðu afhentar skuldir, sem þá voru eign rík issjóðs eða yrðu eftirleiðis vegna atvinnuaukningarlána og ríkisábyrgða. Gert var ráð fyrir, að yfir sjóðinn yrði sett sérstök stjórn. Skyldi hún jafnframt safna skýrslum og gera áætlanir og tillögur um framkvæmdir, eftir því sem nánar var fyrir mælt í frv. En til þess var ætlazt, að Framkvæmdabanki íslands annaðist daglega afgreiðslu fyrir sjóðinn. Frv. þetta er að nokkru leyti byggt á frv. frá 1956. — Hæsta fjárveiting til atvinnu aukningar var árið 1957 15 millj. króna. En til samræmis við þá breytingu á verðgildi peninga, sem gerð var snemma á þessu ári, er lagt til, að ríkissjóð- (Framhald á 2. síðu) Dagskrá efri deildar Alþingis: 1. Fiskveiðilandhelgi íslands, frv. — 1. umr. 2. Framleiðslu- og atvinnuaukning- arsjóður, frv. — 1. umr. □agskrá neðri deildar Atþingis: 1. Bann gegn vinnustöðvun atvinnu- flugmanna, frv. — Frh. 1. umr. 2. Eftirlit með happdrættum, frv. — 1. umr. 3. Happdrætti háskólans, frv. — 1. umr. 4. Lækkun á byggingarkostnaði, frv. 1. umr. 5. Lántaka til hafnarframkvæmda, frv. — 1. umr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.