Tíminn - 27.10.1960, Blaðsíða 6
6
T. f MIN N, fimmtudaginn 27. október 1960.
Ég saf hérna um kvöldið
heima hjá einum merkisvini
mínum og skólabróður, sem
þar að auki er alþingismaður.
Um margt er rabbað, er góð-
vinir hitfast, og vitanlega
barst talið að fjármálaöng'
þveifi þjóðar vorrar, og úrráð-
um eða úrræðaleysi þvi, er
hæst ber um þessar mundir.
Við vorum kannske ekki sam-
mála um margt, er ég klykkti
út með upnástungunni minni j
gömlu, sem oft éður. Látið
þrjú stór*ogaraverð í ferða-
mannamálin, og leyfið inn-
flutning og eldi minka.
Hið fyrrnefnda mun ég ekki
fara inn á hér, en þar eð loksins
á þessu ári, einn þingmanna hef-
ur haft hugrekki til að minnast á
minkinn, og flytja frumvarp um
upptöku á eldi hans að nýju, væri
ekki fjarri lagi, að ljá honum liðs-
yrði um það merkismál, þar eð
síörf mín undanfarin 6 ár. hafa
öll snúizt um mink, minkafóður,
og minkaeldi almennt.
Ég þarf ekkert að kynna mig
frekar í þessu sambandi. Samt er
rétt að minna á , að fyrir sex ár-
um síðan hóf ég af alefli að kenna
frystihúsunum hér, að hirða fisk-
úrgang til minkaeldis, hraðfrysta
hann og flytja út. Er þar skemmst
frá að segja, að þrátt fyrir hið
almenna skilningsleysi flestra, og
þá sérstaklega. forráðamanna fisk-
útflutnings, tókst smátt og smátt
með hjálp þeirra vitrari og
framsýnni í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna að stofna til
allmikils útflutnings minka-
fóðurs. Samt var það ekki fyrr en
verðið á fiskimjölinu fór niður úr
öllu valdi, að sumir hinna ágætu
forrráðamanna frystihúsa, hættu
að berja höfðinu við steininn, og
sáu, að mörgum þeim milljónum,
sem töpuðust við verðfall fiski-
mjölsins, höfðu þeir bókstaflega
sjálfir kastað á glæ, vegna fyrir-
hyggjuskorts. Ég skal ekki nefna
miklar tölur í því sambandi, en
aðeins fullyrða, að á þessu ári
einu, hefði mátt losna við tapið
á ca. 6000 tonnum af mjöli, ef með
skilningi og þjóðhollustu hefði
verið farið í framleiðslu minka-
fóðurs úr fiskúrganginum. En það
er önnur saga.
En ekki fer hjá því, að þótt
Þyrnirósusvefninn sé langur hjá
mörlandanum, bregst hann fast
við, er hann vaknar af vondum
draumi. Loksins fara menn að
spyrja sig, „hvers vegna eru engin
dýr hér, sem étið geta þetta fóður
hér heima?“. Jú, svarið er auð-
fundið, og blandað sorglegum
staðreyndum.
Fyrir allmörgum árum, fylltust
forráðamenn landbúnaðar rétti-
lega fítonsanda, og hugðu gjöra
búnaðinn fjölbreyttari, með upp-
töku minkaræktar. Án minnstu
þekkingar, bæði á skepnunni
sjálfri, eðli hennar og uppeldis-
máta, var rutt inn fjölda eldis-
minka, og þeim sáð út um byggðir
Iands, inn til dala og út til stranda.
Dýi’in voru svo lítil vexti, að þeim
var bara troðið í lítinn kassa, út
um holt og móa. Síðan var fleygt
í þau hverskyns rusli, úldnu sem
nýju, öllu í graut. Ekkert skipu-
lag, engin hirðing. Sum dýrin dóu,
enginn vissi af hverju. Þau, sem
lifðu og tímguðust eitthvað, fengu
Ijótan feld, verðlausan. Enginn
vissi af hverju. fslenzku vetrar-
veðrin feyktu heilum búum út í
buskann, og dýrin týndust. Eng-
inn vissi af hverju. Svarið: fs-
lenzkt fyrirhyggjuleysi.
En minkurinn lifði áfram og
tímgaðist villtur, og skinnin villi-
minksins voru fallegri en eldis-
minksins, Af hverju? Jú, minkur-
inn vissi betur sjálfur. hverslags
fæðu hann átti að hafa, til þess
að feldurinn hans yrði gljáandi og
fagur, heldur en fóstrarnir hans
íslenzku. Og nú fóiu fóstrarnir að
skammast sín, og úr því þeir ekki
gátu haft hendur í hári minksins,
þá uppnefndu þeir hann bara, og
kölluðu hann „vágestinn", og bann
færðu hann að lokum með lögum.
Annar eins draugur hafði aldrei
verið uppvakinn áður á landi voru.
Skal ekki farið mikið inn á mynd-
un þjóðtrúarinnar um minkdraug-
inn, því flestum er hún kunn. En
úr þjóðtrúnni varð hjátrú, og
slíku ber öllum heilvita mönnum
að útrýma.
Minkurinn er grimmt, lítið rán-
dýr, sem leggur sér önnur dýr til
munns, og jafnvel veiðir fisk.
Þetta vitið þið öll. En hvergi er
helmingi fjárfestingar í byrjun.
Um frágang minkabúanna, svo
að búrin fjúki ekki út í veður og
vind, skal aðeins sagt, að slíkt
fyrirbæri þekkist hvergi ,í neinu
því landi, sem ég þekki til, og
heyrir forUðinni til. Um frágang
eru settar rsglur, og þeim fylgt
út i yztu æsar, enda sérstakt á-
hugamál minkabóndans sjálfs. Ég
hef heimsótt hundruð minkabúa,
bú, sem hafa að geyma allt að
30.000 dýrum yfir uppeldistímann,
og þar er alls staðar.svo um hnút-
ana búið, að aldrei sleppur dýr.
Þetta atriði þarf því eigi frekar
að minnast á. En aðeins skal á
minnt, að veðrin í Norður-Noregi
og Svíþjóð víða, jafnast fyllilega
Orðið er frjálst
inkurinn
þess getið, nema í hugarfylgsnum
ofstækismanna, að hann útrými
öllu fuglalífi og fiska. Það væru
þá flest lönd veraldar, þar sem
minkur á annað borð lifir villtur,
þegar án fuglalífs og fiska í ám.
Það má halda minkaplágunni
niðri, eins og flestum öðrum plág-
um, ef rétt er að farið.
Sorglega fákunnandi er sá, sem
heldur að minknum okkar, villta,
verði nokkurntíma fullútrýmt. En
það má halda honum í skefjum,
og þeim mun betur sem fyrr eru
sett upp minkabú að nýju. Sem
rök fyrir því, skal á það bent, að
þetta er fullvissa allra, sem eitt-
hvað vita um mink á Norðurlönd-
um. Á vissum tíma árs, sækir
villiminkurinn mjög heim að bú-
unum, þar sem aliminkurinn er
fyrir, og veiðist hann þá unnvörp-
um í gildrur, betur en á víðavangi.
Þetta geta þeir sjálfir kynnt sér,
sem nenna.
En nú skulum við >/íkia að hinu,
hvers vegna svona illa tókst til
hið fyrra sinnið, er mirikaeldi var
reynt hérlendis. Skal aðeins stikl-
að á staðreyndum, og svo getur
hver og einn hugsað fyrir sig.
Eldisminkur má aldrei fá nema
glænýja fæðu. Hann getur drepizt
ef minnsta gerjun, ýlda eða önnur
skemmd, vegna bakteríugróðurs,
hefur komizt í fæðuna. Ef hann
Iifir ómetið af, verður samt feld-
urinn ljótur og verðlaus. Hvert
einasta minkabú verður skilyrðis-
laust að geta fryst og geymt ný-
meti. Þetta var ekki til í málinu,
hið fyrTa sinnið. Jafnvel voru sum
bú staðsett langt frá sjó og slátur-
húsum og frystihúsum, og fengu
því aldrei þá fæðu handa dýrunum,
sem var lífsskilyrði fyrir að þau
þrifust og skiluðu arði. Nú er
þessu ekki til að dreifa lengur.
Alls staðar eru til frystihús og
möguleiki til geymslu nýmetis. f
engu landi er þetta betra en hér.
Erlendis getur frystigeymsla
minkabús oft numið meira en
á við þau, er hér geisa. En hvergi
er minkabúi tyllt upp á hæðir og
hóla, eða áveðra, eins og hér tíðk-
aðist áður.
Hver yrði svo, ávinningurinn af
minkaeldinu? í stuttu máli sagt,
nýr atvinnuvegur, sem að 10 ár-
um liðnum getur verið .kominn
upp í að gefa af sér 500.000.000.—
krónur í gjaldeyri arlega. og þá
má fullyrða, að innflutningur í
sambandi við eldið, næmi ekki
meira en ca. 50.000.000.— fimmtíu
milljónum — árlega. Það þarf
nefnilega ekki að flyija inn nema
ca. 10% af verðmæti fóðursins,
sem þá aðallega felst í ýmsum
vítamínum, sem gefin eru til feg-
urðarauka feldsins, og svo efni til
árlegrar endurnýjunar búranna og
annarra húsa og áhalda, er nota
þarf til framleiðslunnar. Mismun-
ur kr. 450.000.00.—. En aðalágóð-
inn felst í því, að hægt er að nota
hér heimafyrir handa dýrunum
svo til allan fiskúrgang, sem til
fellur, þ.e.a.s. ekki af feitfiski
hann má ekki gefa minkum, og
svo öll þau ósköp af sláturhúsa-
úrgangi, sem nú er mikið til graf-
inn í jörðu. Og síðast en ekki sízt,
allt hvalkjötið. Það verður óhætt
að hirða alla þá grindahvali, sem
villast kynnu á land.
Að endingu skal þess getið, að
minkaeldi er mjög arðbær atvinnu
vegur, gefur feikna arð í aðra
hönd. Fengist þar góður stofn til
skattlagningar. Ég þekki engan
minkabónda í Skandinavíu, sem
ekki hefur stórefnazt á tiltækinu,
og ^þekki ég þá þó svo hundruðum
skiptir í gegnum 6 ára viðskipti.
Þetta skuluð þið hugleiða, sem
kunnið að lesa þessar línur og
kynna ykkur, og munuð þið sanna
að hér er með staðreyndir einar
farið. Hér er á ferðinni eitt með
merkari málum, sem hreyft hefur
verið um áratugi, tO velfarnaðar
fjármálum þjóðarinnar.
Virðingarfyllst.
G. St.
Rafveita Siglufjarðar
óskar eftir að ráða rafveitustióra. sem sé raf-
magnsverkfræðingur að mermt, og verði jafn
framt verkfræðilegur ráðunautur Siglufjarðar
bæjar. — Umsóknir ásamt laonakröfu sendist til
rafveitunefndar Siglufjarðar fyrir 1 des næst
komandi.
•VVVVVtVtVtVtVtVtVtVt
ORÐSENDING FRÁ
Verzíun H. Toft
til heiðraðra viðskiptamanna • Laugarnesi
og nágrenni:
Hefi opnað ÚTIBÚ AÐ DALBRAUT 1, (áður verzl.
Mánafoss), og mun ég framvegis og eins fljótt
og unnt er, hafa þar á boðsmlum sama vöruval
og í verzluninni á Skólavörðustíg 8.
Eins og hingað til, sendi ég vörur gegn póstkröfu
út á land.
Ég leyfi mér líka að benda á að í báðum búðun-
um er ennþá mikið af vörum rneð gamla verðinu.
Virðingarfyllst.
Verzlun H. Toft
Dalbraut 1 Skóiavörðustíg 8
Sími 34151 Simi 11035
N auðungaruppboð
Samkvæmt kröfu Högna Jónssonar hdl. Reykja-
vík og að undangengnu fiárnámi 22. sept. s.l.
verður bifreiðin X-629, Kaisei 1954 skráð eign
Ársæls Karlssonar, Eyrarbakka. boðir. upp og seld
ef viðunanlegt boð fæst, tíl lúkningar skuidum
að upphæð kr. 8000,00 auk vaxta og kostnaðar á
opinberu uppboðr sem haldið verður við sýslu-
skrifstofuna á Selfossi laugard 5. nóv. n k kl. 2
e. h. Uppboðsskilmálar verða birtir á staðnum.
Sýslumaðurinn í ÁrnessýsJu
22 okt. 1960
Páll Hallgrímsson
Skattar 1960
Skattgreiðendur í Reykjavík sru hér með minntir
á, að allir skattar álagðir í ár eiga að greiðast að
fullu í síðasta lagi um næstu mánaðamót.
Atvinnurekendum ber einnig að hafa lokið
greiðslu skatta starfsmanna sinna á sama tíma
með þvi að halda eftir af kaupi þeirra tilskilinni
upphæð.
Skorað er á þessa aðilja að !áta ekki dragast að
gera full skil á sköttunum.
Skrifstofan verður opin til kl. 7 e.h föstudaginn
28. þ.m. til móttöku skatta.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN,
Arnarhvoli
Jarðarför föður okkar og tengdvföður.
Gísla Jónssonar
hreppstjóra, Stóru-Reykjum,
fer fram laugardaginn 29. þ.m. kl. 2 síðd. frá Hraungerðisklrkju.
Ferð verður frá B. S. f. kl. 12.
Börn og tengdabörn.