Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1960, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 1. nóvember 1960. 75 ÁRA í DAG: Ólafur Sigurðsson bóndi, Hellulandi í Skagafirði í dag hefur óðalsbóndinn á Hellufandi lifað og starfað þrjá aldafjórðunga. Eg get ekki annað en sent þessum þrautreynda vini mínum og ■starfsfélaga þakkir og árnað- aróskir. Þakkir fyrir allt frá hans hendi og hans heimili, er mig og mitt fólk snertir, en einnig þakkir til Ólafs fyr ir allt, er hann hefur gert fyrir þjóð okkar og land. Ól- afur á Hellulandi hefur um sinn aldur verið einn bezti og athafnamesti bóndi þjóðar innar. Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi, er af göfugu bergi brotinn. Það eru sterkir og merkir, skagfirzkir ættstuðl- ar, er að honum standa í allar áttir. Faðir hans var Sigurð- ur Ólafsson, er bjó allan sinn aldur á Hellulandi og gerði þann garð frægan. Stórvel gef inn maður, þó einkum á sviði nýjunga og var víða þekktur vegna uppfinningagáfu sinn-* ar. Sigurður á Hellulandi var sonur Ólafs alþingismanns og dannebrogsmanns í Ási, er var einhver merkasti skagfirzki bóndi um sína daga. Móðir Ólafs var Anna Jónsdóttir, pró fasts, Þorvarðarsonar í Reyk- holti. Mikilhæf kona og prýði lega gefin. Það er því ekki of mælt, að ágætlega gefið og merkilegt fólk hafi að Ólafi á Hellulandi staðið og það þótt litið væri um ættgarð hans miklu víðar en hér hefur verið gert. Ólafur á Hellulandi er um margt sérstæður og merkileg- ur maður. Hann hefur fjöl- hæfar gáfur svo að af ber. — Hann er mjög hugkvæmur. Hefur hann erft hina sér- stæðu athugunargáfu föður síns. Ólafur er smiður góður og hefur þá dottið margt nýtt í hug, sem hann hefur komið í framkvæmd. Ólafur er fræði maður á þjóðlegan fróðleik, hefur hann sinnt honum því meir er á æfi hans hefur liðið. Helluland er falleg jörð og góð, en þarf þó mikillar um- hirðu við, því að ekki liggja kostir hennar á lausu Rækt- unarframkvæmdir eru að ýmsu leyti erfiðar, mýrarsund rnilli óþjálla klapparholta. En Ólafur hefur gert Helluland að stórbýli með mikilli og vel gerðri ræktun. Þá hefur hann ræktað þar bæði æðardún og lax. Hefur Ólafur sérstaklega kynnt sér ræktun og meðferð þessara hlunninda og það að ýmsu leyti á vísindalegan hátt. Ólafur hefur oftar en einu sinni farið til útlanda, til þess að kynnast því, er snertir þess ar nytjar. Ólafur hefur um langt skeið æfi sinnar verið ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, til þess að leiðbeina um ræktun hlunninda og meðferð þeirra. Hann hefur því kynnzt land- inu og fólki því, er það byggir, betur en flestir aðrir og notað sér þá þekkingu, er hann á þann hátt hefur aflað sér, bæði sér og öðrum til gagns. Öll hús hefur Ólafur reist um sína daga, jafnt íbúðarhús sem faðir hans reisti úr steini, eitt hið fyrsta í Skaga- firði, og útihús. Um þessar mundir er hann að reisa nýtt veglegt íbúðarhús. Svo að Helluland er nú orðið eitt bezt hýsta býli landsins og hús bændum þar til stórsóma. Eg hef hér með örfáum orð- um minnzt starfs bóndans á Hellulandi, sem er bæði mikið og veglegt og mun halda nafni hans lengi á lofti sem fyrir- myndarmanns í bændastétt. En ofraun hefur verið einum Starf forstöðukonu bæjarins við vóggustofu Reykjavíkurbæjar að Hlíðarenda er laust til umsóknar og verður veitt frá 1. febrúar n.k Laun skv. 9. flokki samþykktar um laun fastra starfsmanna Reykjavíkurbæjar. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað í skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 30. nóv. n. k. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 31. október 1960. manni að afkasta starfinu á Hellulandi. Ólafur er kvæntur Ragn- * heiði Konráðsdóttur frá Ytri- Brekkum í Akrahreppi. Ragn- heiður er fágæt kona að mann kostum og myndarskap. Hús- freyja með afbrigðum, svo að almannamál allra, er tii þekkja, er, að fáar íslenzkar húsfreyjur standi henni á sporði í þeim efnum. Ragn- heiður er vitur kona, sjálf- stæð í skoðunum, en hrein og bein í skapgerð, góðgjörn og vill öllum vel. Gestrisni og höfðinglegar viðtökur þeirra Hellulandshjóna er rómuð og vel þekkt um allt land. Mun slík gestanauð hvergi þekkjast á einkabýlum annars staðar. Viðtökur eru svo íslenzkar og glaðar, að af ber. Um hitt er þó meira vert, en sem allir munu viðurkenna, er reynt hafa, hve gestum líður vel í nágrenni þeirra hjóna. Hafa þau sérstaka hæfileika til þess að veita gestum sínum gleði og unun. Það má segja, að nú um fleiri áratugi hafi Hellu- landshjónin reist bæ sinn nm þjóðbraut þvera og að öllum, er að garði bera, sé þar heim- ill hvers konar beini, sem á- vallt er veittur með sömu vin semd og nærgætni, svo að gest um finnist þeir þar ætíð vera á bezta heimili. Húsbóndinn á Hellulandi er oft utan heim ilis í margvislegum erindum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. En þá bætir húsfreyjan störf- ; um hans á sig. Enginn veit af því, að Ragnheiður á Hellu- landi eigi nokkru sinni ann- ríkt. Ólafur á Hellulandi er enn, þótt hálfáttræður sé, léttur í spori og beinn í baki, fullur bjartsýnis og nýrra hugmynda svo að unun er við hann að ræða. Framfaramaður og frjálslyndur hefur Ólafur ver ið, einlægur samvinnumaður, í lífi, skoðun og starfi. Eg vil vona, að Ólafur á Hellulandi eigi enn drjúgan spöl ófarinn af sinni athafna sömu og merku æfi. Eg óska þess, að starfsgleði hans og at hafnaþrá fylgi honum, sem við vinir hans metum svo mikils. Eg og mitt heimili þökkum Hellulandshjónunum fyrir vin áttu þeirra, margvíslega hjálp og aðstoð, sem við höfum á- vallt mætt þar. Blessuð sólin vermi ykkur og heimili ykk- ar. Steingr. Steinþórsson. JarSarför föður okkar, Eyjólfs Guðmundssonar, fyrrv. bónda að Hömrum í Grímsnesi, fer fram frá Mosfellskirkju fimmtudaginn 3. þ. m„ kl. 13,00. (Bif- eið fer frá Bifreiðastöð íslands. Börn hins látna. Húseigendur Geri við og stiiii olíukynd-' ingartæki Viðgerðir á alls konar neimilisiækjum Ný- smíði. Látið fagmann ann- ast verkið. Símar 24912 og 50988. Vön vélritunarstúlka éskast Umsóknir ásamt upplýsíngum um fvrri störf og meðmælum senuist skrifstofu vorri fvrir 8 þ.m. Tryggingastofnun ríkisins Laugaveg'; 114 Auglýsing frá Bólsturgerðinni Sófasett tvær nýjar gerðir. Lagt verð. Greiðsla við móttöku aðeins kr, 1200,00. BóBsturgerðÍRi h.f. Skipholti 19, Nóatúnsmegin, simi 10388. GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS heldur uppskeruhátíð að Hlégarði í Mosfellssveit, laugardagskvöidið 5. nóv. kl. 7,30 síðd. — Aðgöngumiðar fást í Blóm og ávextir, Blóm og grænmsti og í Blóminu. Stjórnin Styrktarfélag vangefinna AUGLÝSIR drætti í happdrætti styrktarfélagsins er frestað til 6. jan. 1961. Nr. 26/1960 Tilkynning Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niður- suðuvörum: Fiskbollur, 1/1 dós kr. 11.80 kr. 15.20 Fiskbollur, ý2 dós — 8.20 — 10.55 Fiskbúðingur, 1/1 dós — 14.25 — 18.35 Fiskbúðingur, ý2 dós — 8.60 — 11.05 Murta, i/2 dós — 11.65 — 15.90 Sjólax, y4 dós — 8.55 — 11.00 Gaffalbitar, y4 dós — 7.20 — 9.25 Kryddsíldarflök, 5 lbs — 59.95 — 77.20 Kryddsíldarflök, y2 lbs — 15.25 — 19.65 Saltsíldarflök, 5 lbs — 54.20 — 69.80 Sardínur, y4 dós — 6.75 — 8.70 Rækjur, y4 dós ... .* — 9.40 — 12.10 Rækjur, i/2 dós — 30.15 — 38.80 Grænar baunir, 1/1 dós — 10.00 — 12.90 Grænar baunir, i/2 dós — 6.50 — 8.35 Gulrætur og grænar baunir, i/2 d. — 7.60 — 9.80 Gulrætur og gr. baunir, 1/1 d. — 13.35 — 17.20 Gulrætur, 1/1 dós — 14.00 — 18.05 Gulrætur, i/2 dós — 8.75 — 11.25 Blandað grænmeti, 1/1 dós .... — 13.90 — 17.90 Blandað grænmeti, i/2 dós — 8.20 — 10.55 Rauðrófur, 1/1 dós — 18.55 — 23.90 Rauðrófur, ý2 dós — 10.60 — 13.65 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. okt. 1960 V erðlagsst j órinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.