Tíminn - 01.11.1960, Side 16

Tíminn - 01.11.1960, Side 16
Lisiin er dýrkeypt - kostar tíma og fé — segir Dahli'n, sem stjórnar sýningu Georges Dandin í Þjóíleikhúsinu BALDUR ÓSKARSSON — nætU’rtíf Reykjavíkur og stef úr Biblíunni. Finnlandi, ferðast um flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Afríku. Enda sækir Baldur söguefni sitt í fjölbreytilegt umhverfi, sögurn ar gerast á markaðstorgum Afríku, heiðum Finnlands og fangelsum Spánar. Hann ritar um næturlífið í Reykjavík og lýsir sveitafólki og sjómönnum af sama kunnugleik. Eina sög- una vefur hann utan um stef úr Biblíunni, svo heildarsvipur bókarinnar er ærið margslung- inn. Ósvikinn Engilberts Jón Engilberts hefur mynd- skreytt flestar sögurnar og er þar á ferðinni ósvikinn Engil- berts. Myndirnar virðast hæfa mjög vel efni og stíl bókarinnar, sterkar, einfaldar og myndræn- ar. Aðaleinkenni þeirra virðist (Framhald á 2. síðu). Nýr höfundur ■ kunnur málari Lárus Pálsson, Hans Dahlin, Herdís Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, — myndin var tekin á æfingu á föstudaginn. (Ljósm.: TÍMINN I.M.). Hitabylgja, smásagnasafn eftir Baldur Óskarsson blaSamann — myndskreytt af Jóni Engilberts í dag kemur í bókaverzlanir smásagnasafn eftir nýjan ís- lenzkan rithöfund, Baldur Óskarsson. Bókin er skreytt myndum eftir einn kunnasta og viðurkenndasta listmálara þjóðarinnar, Jón Engilberts. — Útgefandi er bókaútgáfan Fróði. Bókin ber nafnið Hitabylgja, eftir fyrstu smásögunni en alls eru í safninu tólf sögur og flest ar þeirra myndskreyttar. Fjölbreytilegt söguefni Baldur Óskarsson er fæddur árið 1932 og hefur lagt stund á margskonar störf til sjávar og sveita. Hin siðari ár hefur hann verið blaðamaður. Hann hefur víða ferðast um lönd, dvalið við tungumálanám á Spáni og í JÓN ENGILBERTS — djörf túlkun. GiBlefte hýöur góðau daginn Þeir sem raka sig meU Bláu Gillette extra, finna ekki a<5 blatí sé í vélinni Hér á landi er nú staddur umboðsmaður Gillette verk- smiðjanna í Bretlandi, hr. John Ostrom, og gafst frétta- mönnum tækifæri til að hafa tal af honum ásamt Árna Gestssyni á skrifstofu Globus h.f., sem eru einkaumboðs-1 menn rakblaðadeildar Gill- ] ette hér á landi. Lang færustu verksmiðjur heimsins sem framleiða raká- höld, s.s. rakvélar, rakblöð o.fl. eru nú 56 ára, og á þessu ári j marka þær tímamót í sögu sinni! með því að hefja framleiðslu á nýju rakblaði, sem valda mun byltingu og koma í veg fyrir að menn komist í vont skap á, morgnanna við raksturinn, þar| (Framhald á 2. síðu). Hr. JOHN 03TR0M Næstkomaaidi föstudag frum sýnir Þjóðleikhúsið Gcorge Dandin, eftir Moliére, eða Eiginmann í öngum sínum, eins og leikritið nefnist í ís- lenzkri þýðingu Emils H. Eyj- ólfssonar. Sýning þessi verð- ur fyrir margra hluta sakir nýstárleg, en sænskur leik- stjóri, Hans Dahlin, stjórnar henni. Hafa æfingar staðið undir stjórn hans, allan októbermánuð. George Dandin er eitt af síðari verkum Moliéres, léttur og kát- legur grínleikur, en jafnframt blandinn bitru háði. Leikritið hefur verið leikið hér eitt sinn LÁRUS PÁLSSON — Georges Dandln áður, — af Menntaskólanum — fyrir meira en þrjátíu árum. Það er full stutt til heils kvölds sýn- ingar, en hefur verið aukið nokk uð að þessu sinni. Stuttur forleik ur er við það eftir leikstjórann, og það er fléttað dönsum og gam ansömum söngvum. Aðalhlutverk leiksins, George Dandin sjálfan, elikur Lárus Páls son, en aðrir leikendur eru Her- dis Þorvaldsdóttir, Rósa Sigurðar dóttir, Haraldur Björnsson, Arn- dís Björnsdótir, Rúrik Haralds- son, Bessi Bjarnason og Erlingur Gíslason. Fimm stúlkur úr ballett skóla Þjóðleikhússins dansa und- ir stjórn Bryndísar S.ehram, sem einnig dansar sóló. Hefur hún samið dansana í samráði við leik stjóra. Söngvarnir í leiknum eru súmir sungnir á frönsku en aðra hefur Sigurður Þórarinsson þýtt. Tónlistin við leikinn er eftir Tomas Birth, leiktjöld hefur Lárus Ingólfsson gert. i j Listin er dýrkeypt Eins og fyrr segir stjórnar I sænskúr leikstjóri, Hans Dahlin, sýningunni. Tíminn náði snöggv ast tali af Dahlin á dögunum og bað hann fyrst segja eitthvað af starfi sínu í Svíþjóð. — Eg starfaði fyrst sem leik- ari, debuteraði í Stokkhólmi 1941, og lék síðan í 10 ár. Seinni árin hef ég einvörðungu gefið mig að leikstjórn, hef unnið sem leik- stjóri og leikari í flestum borg- um Svíþjóðar. Eg setti upp fyrsta sjónvarpsleikritið í Svíþjóð, það var árið 1954, en síðustu tvö árin hef ég verið fastráðinn leikstjóri hjá sjónvarpinu. Auk þessa hef ég unnið mikið fyrir útvarp og stjórnað tveimur kvikmyndum. — Viðskilnaður yðar við sjón- varpiö varð sögulegur? — Já, ég sagði upp þar í haust, var búinn að fá nóg. Mér finnst mjög gaman að vinna við sjón- varp, það gefur næstum ótak- markað listræna möguleika. En listin er dýrkeypt, hún kostar bæði tíma og peninga. Það eru of fáir listamenn sem vinna við sjónvarpið, enda eru þeim ekki sköpuð skilyrði þar, heldur allt fyllt með viðvaningum og fá- kunnáttufólki. Þess vegna varð þetta of þreytandi og þess vegna hætti ég. — Hvort.kjósið þér frekar að HANS DAHLIN — list kostar penninga i vinna við leikhús eða sjónvarp? — Eg geri í rauninni ekki mun á því, sjónvarpið er ekki síðra en leikhúsið. Starf leikarans í sjón varpi er svipað og í leikhúsi, en leikstjórans annað og fjölbreyti- legra. í sjónvarpinu er hann ein hvers staðar mitt á milli leik- húss og kvikmyndar. En sjón- varpið nær til mun fleiri en leik- húsið, og ég vil leggja á það á- herzlu að sjónvarp getur orðiö hættulegt, ef ekki er nóg til kost að, ef ekki er vandað nóg til efni viðar og flutnings. Sama gildir að sínu leyti um leikhúsio: allt leikhúslíf er í hættu statt ef farið (Framhald á 2. síðu). ''f rrT ii1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.