Tíminn - 05.11.1960, Blaðsíða 2
2
T f MIN N, laugardaginn 5. nóvember 1960.
( dag verður opnuð sýnlng á verkum Jóns Þorleifssonar, listmálara, I Boga-
sal Þjóðmlnjasafnsins. Sýnir Jón þar 28 nýleg olíumálverk. Sýningin verður
opin daglega kl. 13—22 e.H. til 16. nóvember. Myndin er að ofan frá Horna-
firði, fæðingarsveit llstamannsins, og nefnist Meðalfell. (Ljsm.: Tíminn, KM)
Tjarnarcafé fyrir
veizlur og fundi
Páll Þorsteinsson
(Framh. af L. síðu).
herra eftirfarandi yfirlýsingu
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar:
„Ríkisstiórnin er öll sam-
mála um að halda beri fast á
þeirri stefnu, sem mörkuð
hefur verið af fulltrúum ís-
lands í Genf, þ.e. undanslátt-
arlausri kröfu um 12 mílna
fiskveiðilögsögu og enn frem-
ur, að möguleikum verði hald-
ið opnum um frekari stækkun
fiskveiðilögsögunnar."
ir 3) Ólafur Thors forsætis-
ráðherra sagði í ræðu á Al-
þingi 25. apríl í vor:
„Ég hef ekkert umboð frá
neinum í þessu þjóðfélagi til
þess að afsala íslandi 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, bara af því
að einhver önnur þjóð fær
ekki 12 mílna landhelgi. Ann-
að er fátæka mannsins ein-
asta lamb, þ.e. okkar fiskur
— hitt er hápólitískt og hern-
aðarlegt mál."
'k 4) Þegar úrslit voru kunn
á hafréttarráðstefnunni í Genf
sagði Morgunblaðið með stór-
fyrirsögn frá úrslitum á þenn-
an hátt: Féll á atkvæði íslar.ds.
— Hinum sögulega órétti
bægt frá.
Ræða Páls Þorsteinssonar
er á þingsíðu blaðsins —
bls. 7.
Um þessar mundir eru
nokkrar breytingar að verða
á rekstri Tjarnarcafé; Egill
Benediktsson, sem rekið hefur
veitingahúsið um margra ára
skeið, lætur nú af störfum
þar, en í hans stað kemur
Kristján Gíslason veitingamað
ur, sem verið hefur veitinga-
maður í Selfossbíói.
Þær breytingar helztar verða nú
á rekstrinum, að hætt mun verða
að reka restauration í húsinu, en
þess í stað mun það verða leigt
Ut fyrir veizlur og fundahöld. Það
hefur sem sé sýnt sig, að rest-
auration í Tjarnarcafé hefur gefið
slæma raun upp á síðkastið.
Ekki hefur verið ákveðið, hvort
miklar breytingar verða gerðar á
húsinu, en til tals hefur komið
að færa eitthvað til hljómsveitar-
pallinn í salnum niðri, og e.t.v.
niála hann upp á nýtt. Ekki er á-
kveðið, hvort breytingar verða á
síarfsliði, að öðru leyti en því, að
ný hljómsveit mun taka þar til
siarfa.
Einnig er fyrirhugað að hafa
kaffi og matarsölu um helgar a.
m. k. og leggja þá áherzlu á kalt
borð. Hin nýja hljómsveit húss-
ins mun þá leika létta músík með-
an á kaffi- eða matartíma stendur.
HLn nýja hljómsveit hússins er
sKipuð fjórum mönnum, og veitir
aose M. Riba henni forstöðu. Aðrir
meðlimir hljómsveitarinnar eru
Ctuðjón Pálsson, Vestmannaeyjum,
Reynir Sigurðsson og Sverrir
Garðarsson.
Til gamans má geta þess, að
R'ba er gamall kunningi Tjarnar-
caíé, því þar hóf hann að leika
ei hann kom fyrst til iandsins,
arið 1933, os — þá Kynntist hann
konu sinni, einmitt i Tjarnarcafé.
Stórtap
hjá SAS
Höfn 4/11 (Einkaskeyti til Tím-
ans). Norska blaðið Verdens Gang
greinir frá því í dag, að SAS flug-
félagið hafi gert miklar skekkjur
í fjár’hagsáætlun sinni með þeirri
afleiðingu, að félagið leitar nú til
stjórna Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar um að greiða halla, sem
I orðið hefur á rekstrinum.
SAS áætlar halla þennan um
140 milljónir norskr'a króna, en
Verdens Gang telur að hann muni
vera all miklu meiri en gefið er
Krústjoff
(Framh. af 1. síðu).
Ambassador Sovétríkjanna
í Vínarborg mótmælti þessum
orðrómi þegar í stað en blöð-
in í borginni höfðu birt grein
ar um þetta. Sömuleiðis hafa
ambassadorar Sovétríkj anna í
Lundúnum og Haag mótmælt
þessu harðlega og sagt hina
argvítugustu lygi. Hins vegar
hefur þessu ekki enn verið
formlega mótmælt frá Moskvu
en Tassfréttastofan í Moskvu
talaði í kvöld um Krustjoff
sem forsætisráðherra Sovét-
ríkj anna.
Sérfræðingar Breta, Banda-
ríkjamanna og Frakka í utan-
ríkismálum, hafa allir sagt, að
þeir leggi lítinn trúnð á þenn
an orðróm og erlendir blaða-
menn í Moskvu segjast ekki
hafa orðið varir við tneina
breytingu á æðstu stjórn Sovét
ríkjanna. Yfirleitt hefur orð-
rómur þessi hvergi fengið byr
nema í Austurríki, en þar
segja menn þetta haft eftir
öruggum heimildum.
upp. Blaðið átelur mjög harðlega
þennan gang mála hjá félaginu.
(Aðlis).
Stjómmálafundir á morgun
á Suðurlandi
Kjördæmasamband Framsóknarmanna í SuSurlandskjör-
dæmi gengst fyrir fjórum almennum stjérnmálafund-
um á Suðurlandi á morgun. Verða fundir þessir á
Vatnsleysu í Biskupstungum, Stokkseyri, Gunnarshólma
og Vík í Mýrdal. Hefjast allir fundirnir kl. 3 e.h.
Kapphlaupið um tunglið til íslands
(Framh. af l. síðu).
Athuganir hér
Til þess að kynnast staðháttum
og jarðmyndun tunglsins, hefur
bandaríski jarðfræðingurinn dr.
Jack Green gert sér ferð til ís-
lands og farið hér um öll eld-
fjallasvæði. Dr. Green er starfs-
maður Missile Division (geim-
flaugadeild) stofnunarinnar North
American Aviation, en sú stofn-
un framkvæmir rannsóknir sínar
í þágu Bandaríkjastjórnar. Dr.
Green dvaldist hér á íslandi um
nokkurra vikna skeið og ferðað-
ist þá víða eins og áður er sagt.
Fylgdarmaður hans í ýmsum
ferðum var Tómas Tryggvason
jarðfr’æðingur, og hefur Tíminn
leitað til hans um upplýsiingar
um rannsóknir dr. Greens.
LiSur í kapphlaupinu
Rannsóknir dr. Greens eru liður
í kapphlaupi stórveldanna um
himingeiminn, sagði Tómas,
Bandarikjamenn vita að Rússar
rannsaka tunglið af miklu kappi
og þeir vilja ekki láta sinn hlut
eftir liggja. Innan tíðar má reikna
með að menn heimsæki tunglið,
og þá koma upp ýmis vandamál
sem krefjast úrlausnar. í því
skyni að kynnast yfirborði tungls-
ins, hafa menn rannsakað gaum-
gæfilega eldfjallasvæði jarðar,
sem líkust eru tunglinu og þar er
ísland heppilegast.
Eldgos?
Svæðin, sem dr. Green rann-
sakaði hér á landi, var hálendið
bak Heklu, Landmannalaugar og
svæðið kringum Öskju. Ennfrem-
ur fór hann um Kaldadal. Leið-
sögumaður hans norðanlands var
Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði,
aikunnur fjallamaður. Eitt af því
sem fyrir dr. Green vakti, var að
fá úr því skorið hvort landslag á
tunglinu væri myndað af eldgos-
um eða loftsteinum, og hallaðist
hann heldur að þeirri kenningu
að eldgos hefðu markað yfirborð
mánans. Þá munu rannsóknir dr.
Greens einkum hafa beinzt að því,
að rannsaka þann möguleika hvort
unnt væri að vinna vatn úr þeim
bergtegundum, sem eru á tungl-
inu. En aðstæður til slíkra rann-
sókna eru mjög hagstæðar hér á
landi sakir þess að jarðmyndun
íslands og tunglsins eru á svip-
uðu stigi.
Húsnæðisvandamál
á tunglinu
Annað veigamikið atriði sem dr.
Green rannsakar, er „húsnæðis-
vnndamál" þeirra jarðarbúa sem
fljúga til tunglsins. Þar verður
rcönnum ekki til sængur vísað né
neitt til rétta veitt er beir koma
þangað í fyrsta sinn í vatnsleysið og
loftleysið og þar að auki er hætt
við að ólíft verði sökum hins geysi
lega mismunar hita og kulda á
degi og nóttu. Mununnn er hvorki
næiri né minni en 300 stig! — En
á vissu dýpi í jarðveginum ríkir
jafnt hitastig vetur, sumar, dag
og nótt og því hefur mönnum
komið til hugar að unnt væri að
leysa úr húsnæðisvandanum með
því að gera neðanjarðarbyrgi. Ella
þyrfti ærið góða einangrun til að
verjast næturkuldanum.
Austur-þýzkur prófessor
Annar jarðfræðingur sem rann-
sakaði staðhæíti á íslamdi með
tunglför fyrir augum var austur-
þýzkur prófessor, dr. phil. Kurd
von Biilow, forstjóri jarðfræðirann
sóknarstofnunar háskólans í Rost-
ock. Hann hefur þegar ritað nokkr
ar ritgerðir um rannsóknir sínar
hér í sumar og kemst þar svo að
orði að hvergi á jörðu sé ákjós-
anlegra að rannsaka landslagið á
tonglinu en á íslandi.
Innri skurninn sést
á íslandi
Innri skurn jarðar sé löngu
hulin svo þykku lagi jarðvegs að
ógerlegt sé að sjá hvernig jörðin
htfi áður litið út. Veðurfar, hring-
rás vatns o. fl. hafi hulið hina
fvrri ásjónu jarðar með hverju
jarðlaginu á fætur öðru og vindar
hafa öldum saman sorfið fjöllin
og jafnað þau við jörðu. Því sé
ofugt faríð um tunglið, því að
þar skortir gufuhvolf og því er
þar ekkert „veður“, allan jarðveg
skortir. ísland er hins vegar ungt
lsnd frá jarðfræðilegu siónarmiði
og hér má enn sjá hina innri
skurn, sem mjög svipar til lands-
1-igs á tunglinu. Ýtarlegar rann-
sóknir á jarðlögum og jarðfræði
ívands munu því færa mönnum
ómetanlega þekkingu á bví, hvern-
:g muni bezt að haga sér á tungl-
inu þegar hinn fyrsti maður stíg-
IU fæti sínum á þennan kalda og
dnuða hnött.
Jökull
Vatnsleysu
Á fundinum á Vatnsleysu verða frummælendur alþingis-
mennirnir Eysteinn Jónsson og Ágúst Þorvaldsson.
Stokkseyri
Frummælendur á fundinum á Stokkseyri verða þeir
Björn Pálsson, alþm., og Óskar Jónsson, fulltrúi.
Gunnarshólma
Frummælendur í Gunnarshólma verða alþm. Ásgeir
Bjarnason og Björn Björnsson.
Vík í Mýrdal
Á fundinum í Vík verða frummælendur Páll Þorsteins-
son, alþm., og Helgi Bergs, verkfr.
Eins og áður segir, hefjast allir fundirnir kl. 3 n. k.
sunnudag. Verður á fundum þessum rætt almennt um
stjórnmálaviðhorfið.
FJÁRSÖFNUNIN
Þeir Akureyringar. sem fengið hafa áskorun um að
leggja til fjársöfnunar innar eru vimamlegs beðnir að
hafa samband við Ingvar Gíslason, Hafnarstræti 95,
sími 1443.
Aðalftmdur Framherja
Aðalfundur Framherja verður haldinn sunrtudaginn 6.
nóvember n.k. kl. 2 í Edduhúsinu. Að loknum aðal-
fundarstörfum verða lagðar fram tillögur um verka-
lýðs- og atvinnumál. Stjórnin
AKUREYRI
Framsóknarvist verðui spiluð að Hótel KEA kl. 8,3U
í kvöld. Dans á eftir.