Tíminn - 05.11.1960, Síða 4
4
T f MIN N, laugardaginn 5. nóvember 1960.
10 ár frá stofnun Mannréttinda-
dómstólsins
Þann 4 nóvember voru lið-
in 10 ár, frá því að Evrópu-
ráðssamningurinn um vernd-
un mannréttinda og mann-
frelsis var undirritaður í
Rómaborg.
í inngangi sáttmálans segir,
að ríkisstiórnirnar, sem að
honum standa, lýsí óbifanlegri
trú sinni á þau meginréttmdi
til frelsis, sem eru undirstaða
réttlætis og friðar í heiminum
og bezt eru tryggð annars veg-
ar með raunhæfu stjórnarfars-
legu lýðræði og hins vegar
með almenrium skilningi og
varðveizlu þeirra mannrétt-
inda, sem eru grundvöllur
trelsisins.
Þá skuldbinda samningsaðilar
sig til að tryggja hverjum þeim,
sem innan yfirráðasvæðis þeirra
dvelst, réttindi og frelsi, sem nán-
ar eru skilgreind í sáttmálanum.
Meðal þeirra réttinda, sem þar
er um að ræða, er rétturinn til
lífs, bann við pyndingum, þræl-
dómi og nauðungarvinnu og réttur
til frelsis og mannhelgi. Þá er
handteknum mönnum áskilinn
réttur til að fá vitnezkju um ástæð
ur handtökunnar og til að vera
án tafar færðir til dómara. Ákær'ð-
um mönnum er áskilin sýkn nema
sök sé sönnuð af ákæruvaldinu, og
réttindi þeirra fyrir dómi eru
tryggð með ýmsum hætti. Þá eru
í sáttmálanum ákvæði um friðhelgi
einkalífs, fjölskyldu, heimilis og
bréfaskipta og um, að allir séu
frjálsir hugsana sinna, sannfæring
ar og trúar. Þá er mönnum áskilið
fundafrelsi, tjáningarfrelsi^ og
einnig réttur til að ganga í hjú-
skap.
í viðbótarsamningi, sem gerður
var í París 1952, segir m. a.: að
menn eigi rétt á að njóta eigna
sinna í friði, en tekið er fram, að
ríki geti fullnægt lögum um eftir-
lit á þessu sviði og lögun skatta.
Þá segir í viðbótarsammngnum, að
engum skuli synjað um rétt til
menntunar og að samningsaðilar
skuldbindi sig til að halda frjálsar
kosningar með hæfilegu millibili.
— Hefur hér aðeins verið drepið
lauslega á nokkur meginatriði varð
andi mannréttindi þau, sem mælt
er fyrir um í Evrópusáttmálanum.
Þá eru í sáttmálanum ýtarleg
ákvæði um ráðstafanir, sem gera
má, ef talið er, að gegn ákvæðum
um mannréttindi hafi verið brotið
og leiðrétting hefur ekki fengizt
í því ríki, sem hlut á að máli. Ríki
þau, sem eru samningsaðilar, svo
og einstaklingar og félagssamtök
þeirra geta kært til Mannréttinda-
nefndar Evrópu út af brotum þess-
um. Nefndin athugar kæruna og
reynir að koma á sáttum. Þá getur
og komið til afskipta ráðherra-
nefndar Evrópuráðsins. Ef ekki
takast sættir, geta aðildarríkin svo
og mannréttindanefndin skotið
málunum til Mannréttindadómstóls
Evrópu, en hann hefur nú nýlega
hafið störf.
Evrópuráðssamningurinn um
verndun mannréttinda og _mann-
frelsis var undirritaður af íslands
hálfu þegar hinn 4. nóvember 1950
og staðfestur af forseta íslands 19.
júní 1953. Var staðfestingin fyrir-
varalaus, en heimilt er að hafa
vissan fyrirvara. í mannréttinda-
nefndinni og mannréttindadóm-
stólnum eiga sæti ílenzkir menn.
Hermann Jónasson, fyrrverandi
forætisráðherra, tók sæti í nefnd-
inni í upphafi, en síðar tók Frið-
jón Skarphéðinsson, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, sæti hans. Ein
ar Arnalds borgardómari er meðal
dómara í mannréttindadómstóln-
um.
(Fréttatilkynning frá upplýs-
ingadeild Evrópuráðsins 3. nóv-
ember 1960).
Útgerðarmenn
og aðrir ísnotendur
AfgreiSum með stuttum fyrirvara ,,INvSTANT“ ís-
framleiðsluvélar.
Afkastamöguleikar frá 350 kíló til 3000 kíló yfir
sólarhring.
ísframleiðsluvélar þessar eru mjög ódýrar í rekstri
miðað við framleiðsluafköst.
Leitið upplýsinga og tilboða. . .
Einkaumboð fyrir ísland:
SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F , Reykjavík.
Auglýsing
frá Bæjarsíma Reykjavíkur
Verkamenn vantar nú þegar við jaiusímagröft.
Ákvæðisvinna.
Nánari upplýsingar gefa verkstjórar Bæjarsímans
Sölvhólsgötu 11, kl. 13—15 daglega, símar 11000
og 16541.
Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna
HLJÓMLEIKAR SOVÉTLISTMANNA í Þjóðleik-
húsinu sunnudag 6. nóvember 1960 kl. 15.00.
Einleikur á fiðlu: Rafaíl Sobolevskí
Einsöngur: Valentína Klepatskaja
og Mark Reshetín
frá Bolsjoj-óperunni í Moskvu.
Undirleikari: Évgenía Kalinkovitskaja.
Hljómleikarnir verða ekki endurteknir.
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13,00 á
laugardag og sunnudag.
7.
nóvember
fagnaður
Sníðið og saumið
að Hótel Borg mánudag 7. nóvember kl. 21.00
Ræða: Halldór Kiljan Laxness
— Alexandroff, ambassador Sovétríkjanna.
Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson.
Ávarp: V. I. Smirnoff, prófessor.
Ræða: Magnús Kjartansson.
Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir við undirleik dr. Páls ísólfss.
Einleikur á fiðlu: Rafaíl Sobolevskí.
Einsöngur: Mark Reshetín bassi.
Dans: Björn R. Einarsson og hljómsveit.
Aðgöngumiðar í Bókabúðum Kron, Bankastræti — Máls
Þingholtsstræti 27.
og Menningar, Skólavörðustíg, og MÍR-salnum, Mll?
sjálfar eftir
Frímerkjasafnarar
Fyrir 50 stk. af notuðum,
ógölluðum íslenzkum frí-
merkjum, sendum við ykk-
ur 100 teg. af erlendum
merkjum. Merkin þurfa
helzt að vera á umslaga-
pappíruu.m
Erum fluttir að SKIP-
HOLTI 35. Höfum fyrir-
liggjandi óprentaða plast-
poka í öllurr. stærðum Afgreið-
um áprentaða plastpoka í einum
eða fleiri litum með stuttum fyrirvara.
PLASPRENT S.F.
Skipholti 35. — Sími 14160.
J. Agnars
Fnmerkjaverzlun s/f,
Bo* 356 Reykjavík.
Bremsu-
viðgerðir
og stillmgar a bremsum.
Fljót og góð vinna. — lök-
um á móti pöntunum
Tilkynning
Vér viljum hér með vekja athygli hetðraðra við-
skiptavina vorra á því að vörur sem liggja í vöru-
geymsluhúsum orum eru ekki tryggðar af oss
gegn bruna, frostum eða öðrum skemmdum og
liggja því þar á ábyrgð vörueigenda.
STILLING HF
Skiphoitt 35 — Sími 14340
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
.»V»V»V«V'
.»v«v«v»>
‘V»V«V«V»V*V*V*V»V*V«V»V»V*V*V*V*V«