Tíminn - 05.11.1960, Síða 7
TÍMINN, laugardagmn 5. nóvember 1960.
7
INCi
Me5 samningum við Breta verður þjóð-
areiningin í landhelgismálinu rofin
Hér fer á eftir meginkafl-
inn úr ræðu þeirri er Páll
Þorsteinsson flutíi á Alþingi
í gær um landhelgismálið:
Herra forseti. Þjóðaratkvæða-
greiðslan, sem fram fór dagana
20—23 maí 1944 sýndi, að „þegar
býður þjóarsómi“, getur íslenzka
þjóðin verið einhuga. Með lýð-
veldisstofnuninni var náð loka-
takmarki eftir langa baráttu.
Þjóðin fagnaði frelsinu og hafði
fyrir augum þá reynslu, að með
auknu stjórnfrelsi hefur velmeg
un þjóðarinnar sí og æ farið vax
andi. Samhengið milli þessa
tvenns er hægt að rekja stig af
stig •
Þegar litið er ásögu landhelgis
málsins, verður ljóst. að þróun
þess um aldarskeið hefur orðið
í öfugu hlutfalli við þróun sjálf-
stæðisbaráttunnar. Um langan
aldur, að ég ætla frá 1682 til
1859, hafði íslenzka þjóðin 16
sjómilna landhelgi, en átta ár-
um eftir að þjóðfundurinn var
haldin og fimm árum eftir að
síðustu bönd hinnar illræmdu
einokunarverzlunar voru leyst,
var kreppt að íslenzku landhelg-
inni þannig að landhelgisgæzlan
var ekki látin taka til nema fjög
urra sjómilna, og þessi ákvörðun
var tekinn af erlendu valdi. þann
ig að dönsk stjórnarvöld ákváðu
að gæzlan skyldi þá og eftirleið
is aðeins látin taka til fjögurra
sjómílna, þótt fyrir lægju áskor-
anir Alþingis um að landhelgis-
gæzlan yrði látin ná til sextán
sjómílna eins og verið hafði um
langan aldur.
Um síðustu aldamót var mikill
vorhugur með íslenzku þjóðinni.
Kynslóðin, sem þá hóf störf, gekk
vissulega til verka með þeim á-
setningi að vinna að framför-
um í landinu, vinna að þjóðend-
urfæðing. Rétt eftir aldamóti
var og náö nýjum áfanga í frels-
isbaráttunni, en um svipað leyti
eða rétt eftir aldamótin, þá er
enn kreppt að íslenzku þjóðinni
í landhelgismálinu með því að
af hálfu erlends valds fyrir hönd
íslenzku þjóðarinnar var gerður
samningur til 50 ára um þriggja
sjómílna landhelgi- Það var því
að vonum, að íslenzka þjóðin
fagnaði, þegar sá tími var kom-
inni, að þessi landhelgissamnings
tími rann út, og þjóðin hefur
vissulega fagnað hverjum áfanga
sem náðst hefur í landhelgis-
málinu til útfærslu landhelginn
ar og öruggari gæzlu hennar.
Þessi einhugur þjóðarinnar í
landhelgismálinu hefur ekki
breytzt, þótt stjórnarskipti hafi
orðið.
Ávallt þegar nýjum áfanga
hefur verið náð í landhelgismál
inu, hefur þjóðin staðið einhuga
á bak við þær ráðstafanir. Þessi
einhugur þjóðarinnar í landhelg
ismálinu stafar vitanlega af því
að hún veit og skilur til fulls, að
hér er um lífshagsmunamál henn
ar að ræða. Vísindin leggja okk
ur upp í hendur rök fyrir því,
en jafnframt er landhelgismál-
ið þáttur af sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar, endurheimt fornra
landréttinda, sem þjóðin missti
úr höndum sér vegna ráðstafana
erlends valds.
Alþingi hefur haft forustu í
landhelgismálinu, og að hálfu
stjórnmálaflokkanna hefur það
komið fram, að þeir hafa viljað
vinna að málinu i samræmi við
þá þjóðareiningu, sem um það
hefur skapazt og reynt að sam-
Ræða Páls Þorstemssonar á Alþingi í gær um
landhelgismálið
eina sjónarmið flokkanna um
leiðir að markinu. Þessi viðleitni
stjórnmálaflokkanna bar þann
árangur, að með ályktuninni 5.
maí 1959, náðist algert samkomu
lag milli flokkanna um orðalag
ályktunarinnar, og hún var sam
þykkt hér á hv. Alþingi að ég
ætla einróma.
í þessum umr. hefur það verið
rakið, að í utanrmn. hafi verið
unnið mikið starf í sambandi
við landhelgismálið og að sú
samstaða, sem varð í málinu með
ályktuninni frá 5. maí 1959, hafi
byggzt á langri athugun í utan-
ríkismn. Eg hef ekki átt sæti í
þeirri nefnd, er ekki kunnugur
því, hvað þar hefur farið fram
og skal ekki gera það að umræðu
efni. En mér þykir hlýða að
minnast hér á sumt af því, sem
fram hefur komið í sambandi
við landhelgismálið hér á hv.
Alþingi, hvað birt hefur verið
þingmönnum og þjóðinni af
hálfu stjórnarvaldanna og þá
einkum af hálfu núv. ríkisstjórn
ar.
Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
Þegar núv. ríkisstj. gerði Al-
þingi grein fyrir stefnu sinni 21.
nóvember 1959, þ. e. fyrir tæpu
ári, þá gaf hún við það tækifæri
ári, þá gaf hún við það tækifæri
svohljóðandi yfirlýsingu, með
leyfi hæstv. forseta: ,,Þá þykir
ríkisstjórn rétt að taka fram, að
stefna hennar í landhelgismál-
inu er óbreytt eins og hún kem
ur fram í samþykkt Alþingis
hinn 5. maí 1959.“ Og til áherzlu,
þegar þessi yfirlýsing er birt í
aðalmálgagni ríkisstj órnarinnar,
Morgunblaðinu, þá er henni val
in stór fyrirsögn þannig: „Ó-
breytt stefna í landhelgismál-
inu.“
Meðan Genfar-ráðstefna stóð
yfir, þar sem fjallað var um rétt
þjóða til útfærslu landhelgi, urðu
nokkrar umræður um þessi mál
hér á hv. Alþingi. Þá var af
hálfu núv. ríkisstjórnar gefin
yfirlýsing um stefnu hennar í
málinu. Sú yfirlýsing er birt í
Morgunblaðinu undir stórfyrir-
sögn „Undansláttarlaus krafa
um 12 míina fiskveiðilögsögu.
Og yfirlýsingin hljóðar þannig:
„Utanríkismálanefnd Alþingis
hélt fund síðdegis í gær (þ.e. 8.
apríl. Sátu ráðherrar jafnframt
fundinn. Var þar rætt um við-
horfið í landhelgismálinu eftir
síðustu fregnir af ráðstefnunni
í Genf. Settur utanríkisráðherra,
Emil Jónsson, gaf fundinum eft-
irfarandi yfirlýsingu fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar: Rikisstjórnin
er ö!l sammála um, að halda
beri fast á þeirri stefnu, sem
mörkuð hefur verið af fulltrú-
um Islands í Genf, þ.e. undan-
dráttarlausri kröfu um 12 mílna
fiskveiðilögsögu og ennfremur,
að möguleikum verði haldið opn
um um frekari stækkun fisk-
veiðilögsögunnar. Að öðru leyti
verði fulltrúum islands á ráð-
stefnunni falið að taka ákvörð
un um afstöðu til einstakra til-
lagna og bera sjálfir fram til-
lögur eftir þvi sem þeir meta,
að gagni bezt hagsmunum ís-
lands og ofangreindu aðalsjón-
armiði. ‘
Á meðan Genfar-ráöstefnan
PÁLL ÞORSTEINSSON
stóð yfir, var rætt um landhelg
ismálið hér á hv. Alþingi oftar
heldur en það skipti, sem sú
yfirlýsing var gefin, sem ég var
að greina frá. Hinn 25 april
s.l. höfðu borizt hingað fréttir
af Genfar-ráðstefnunni, og þá
kom fram það sjónarmið flokk
anna, m.a. núv. stjórnarflokk-
ar, sem túlkað er í Morgunblað
inu 26. apríl, þar se msegir:
„íslendingar semja ekki við
Breta um takmörkun sögulegra
réttinda/ Og í umr. sem fóru
fram hér á hv. Alþingi þennan
dag, komst hæstv. forsr.h.
(Ó.Th. þannig að orði, með leyfi
hæstv. forseta:
„Ég hef ekkert umboð frá
netnum í þessu þjóðfélagi til
þess að afsala tslandi 12 mílna
fiskveiðilandhelgi. Bara af því
að einhver önnur þjóð fær ekki
tólf mílna landhelgi. Annað er
fátæka mannsins einasta lamb,
það er okkar fiskur, hitt er
hápólitískt og hernaðarlegt
mál“
Og þegar úrslit um atkvæða-
greiðslu í Genf urðu kunn, þá
túlkar aðalmálgagn ríkisstjórn
arinnar afstöðu íslands og við-
horf ríkisstj. í landhelgismálinu
meö stórfyrirsögn þannig: „Féll
á atkvæði Islands. Hinum sögu
lega órétti bægt frá.“
Stefnubreyting.
Ég ætla, að þessi dæmi, sem
ég hef tekið af því, sem fram
hefur komið í málinu af hálfu
hæstv. ríkisstj. hér á hv. Al-
þingi, séu nægilega mörg til
þess að sýna, að þjóöin hefur
vænzt þess af hæstv. ríkisstj.,
að stefna hennar væri í sam-
ræmi við þann einhug þjóðarinn
ar, sem skapazt hefur, stefna
hennar væri undansláttarlaus
krafa um 12 mílna fiskveiðilög-
sögu. Það er því eðlilegt, að þjóð
in hafi hrokkið ónotalega við
þær síöustu fregnir, sem borizt
hafa af aðgeröum í landhelgis-
málinu, enda sýna hinar fjöl-
mörgu ályktanir, sem berast
hvaðanæva utan af lancfsbyggð
inni, að svo er. Það er staðreynd,
sem bæði þm. oð þjóðinni er
kunnugt um, að það hafa farið
fram viðræður milli íslenzkra
fulltrúa og brezkra fulltrúa um
landhelgismálið, en í yfirlýsingu
sem hæstv. fors.r.h. gaf, þegar
Alþingi var sett nú í haust, kom
það fram, að það ættu sér að-
eins stað viðræður, þar sem báð
ir aðilar skýrðu sjónarmið sín.
En af ræðu þeirri, sem hæstv.
dómsmálaráðherra flutti hér í
þessu máli, verður ekki annað
séð heldur en að beinlínis sé
stefnt að þvi af hálfu hæstv.
ríkisstj. að vinna að samningum
og ganga til samninga við Breta
um meiri eða minni undanslátt
á 12 mílna fiskveiðilögsögu ís-
lands- Hæstv. dómsmrh. segir
í ræðu sinni orðrétt m.a. þetta:
„Verið er að kanna, hvort hægt
sé að semja um miklu skemmri
tíma með þvi að tryggja Is-
lendingum fiskveiðar á þeim
tíma jafnvel eða betur en gert
er með 12 milna' lögsögunni.
Þetta er viðfangsefnið." —
„Þetta er viöfangsefnið" orð-
rétt eftir hæstv. dómsmrh., að
verið er að kanna að semja við
Breta um málið.
Það er ennfremur staðreynd,
að í brezkum blöðum hefur ver
ið skýrt frá því, að brezka
stjórnin hafi fengið í hendur
ákveðnar íslenzkar tillögur í land
helgismálinu. Hafi brezka stjórn
in afhent þessar tillögur full-
trúum brezkra útgerðarmanna.
Út af þessu leyfi ég mér að bera
fram þá fsp. til hæstv. ríkis-
stjórnar: Hefur ríkisstj. gert á-
kveðnar tillögur í sambandi við
samninga við Breta um landí
helgismálið? Og ef svo er: Hvert
er efni þeirra tillagna?
Röksemdarfærsla ráðherranna
missa marks.
I ræðu þeirri, sem hæstv. utan
ríkisráðh. hélt um þetta mál,
lagði hann áherzlu á það, að
íslenzku þjóðinni og ísllenzkum
stjórnvöldum bæri að stuðla að
friði og góðri sambúð þjóða. —
Þetta er ekki nýtt. Þetta hefur
vitanlega alltaf verið og á að
vera stefna íslands i alþjóðamál
um, en þetta lá einnig fyrir 1958,
þegar ákveðið var að færa fiski
veiðilögsöguna út um 12 mílur,
og íslenzkum stjórnavröldum var
það ekki ókunnugt þá og ekki
þingflokkunum, sem sameinuð-
ust um málið, að a.m.k. Bretar
höfðu gefið það í skyn, að þeirri
ráöstöfun yrði ekki mætt með
velvilja af þeirra hálfu. En hæst
virtur utanrh. virtist gleyma því,
að áhrif þjóðarinnar að
þessu leyti um að stuðla að
friði og góðri sambúð þjóða
er komin undir þvi,
að þjóðin standi saman og að
þeir, sem forustu hafa í málum
hennar, hagi þannig störfum í
hinum þýðingarmestu þjóðmál-
um eins og landhelgismálinu, að
þjóðin geti staðið einhuga með
þeim.
Þá lagði hæstv. utanríkisráðh.
áherzlu á það, að ríkisstj. ætti að
haga svo störfum og stefnu sinni
í landhelgismálinu, að komið yrði
í veg fyrir tjón gegnvart íslenzk
um þegnum. Ekki er þetta heldur
nýr vísdómur. Þetta hefur vitan-
lega átt að vera markmið allra
ríkisstj., en ef við hefðum átt að
leggja aðaláherzlu á þetta í sam
bandi við landhelgismálið, þá
hefði afstaða Islands i Genf sjálf
sagt orðið með öðrfum hætti held
ur en þar varð, hefði þaö Sjónar-
mið að friðmælast við Breta, átt
að ráða afstöðu okkar og aðgerð
um í landhelgismálinu. Það var
þó kunnugt, að árekstrar höfðu
orðið allt frá því að ákvæði reglu
gerðarinnar komu í gildi og þang
að til Genfar-ráðstefnan var háð,
þannig að það lá fyrir þá, hver
afstaða Breta og aðgerðir þeirra
voru.
Þá sagði hæstv. utanríkisráðh.
í ræðu sinni, að hér væri ekki
um neina hættu að ræða í sam-
bandi við þetta mál, vegna þess
að hæstv. ríkisstj. mundi ekki
gera samninga um afslátt á 12
mílna fiskveiðilögsögunni, nema
að fyrir lægi afdráttarlaus viður
kenning Breta um rétt Islend-
inga til 12 mílna fiskveiðiiögsögu
um leið og gengið yrði frá samn-
ingum. Út af þessu vil ég spyrja:
Var ekki till., sem fjallað var um
í Genf um undanþágu til fisk-
veiða innan 12 mílna i 10 ár, með
því skilyrði, að allar þjóðir við-
urkenndu afdráttarlaust 12
milna fiskveiðilandhelgina að
þeim tíma liðnum? Var ekki
þeirri tillögu bægt frá með at-
kvæði íslands, þrátt fyrir þetta
skilyrði?
Þessi röksemdafærsla hæstv. ut
anríkisháðh. missir gersamlega
marks til að réttlæta þær fyrir-
ætlanir, sem rikisstj. virðist nú
hafa í landhelgismálinu.
Hver er réttargrundvöllurinn?
En þegar hér er komið máli, er
eðlilegt að spyrja: Á hvaða réttar
grundvelli eiga þeir samningar
að gerast, sem nú er verið að
undirbúa eða fjalla um í sam-
bandi við landhelgismálið? Það
vakti eftirtekt mína og sennilega
fleiri, sem hlýtt hafa á þessar
umr. um þetta frv., að í málflutn
ingi þeirra tveggja hæstv. ráðh.
sem um málið hafa talað, er al-
ger eyða að þessu leyti. Hæstv-
dómsmálarh. greindi í ræðu
sinni þrjú stig hins sögulega rétt
ar. Hann talaði um eilífa kvöð
til undanþágu til fiskveiða inn-
an 12 mílna markanna. Hann
talaöi um slíkar udanþágur á 10
ára tímabili og hann ympraði
einnig á slíkum undanþágum um
skemmri tíma t.d. um 5 ár. í
Genf, þegar gengið var til úr-
slita um þær till., sem þar lágu
fyrir, þá var ekki tekizt á um
hina eilífu sögulegu kvöð, sem
hæstv. dómsmálarh. vék að. Það
sem tekizt var á um þar, var
undanþága í 10 ár og það var
þetta stig hins sögulega réttar,
undanþága í 10 ár, sem aðalmál-
gagn hæstv. ríkisstj. kallaði
hinn sögulega órétt, sem bægt
hafði verið frá með atkvæði Is-
lands. Það sem er óréttur, verð-
ur ekki réttmæt regla við það
eitt, að tíminn styttist. Á því
| er ekki eðlismunur heldur aðeins
stigmunur á áhrifum ráðstafan-
anna. Og var hinum sögulega ó-
rétti bægt frá í Genf með atkvæð
um íslands til þess eins að sex
mánuðum síðar yrði hann hafð
ur að grundvelli í samninga-
makki um afslátt á 12 mílna fisk
veiöilandhelgi Islands?
En ef réttargrundvölurinn, sem
samningarnir eiga að byggjast á,
er hinn sögulegi réttur þ.e. eitt-
hvert stig hans, hvernig verður
þá viðhorf annarra þjóða, sem
eiga hinn sögulega rétt? Geta
þær þá ekki gert kröfu um sams
konar aðstöðu eins og Bretum
yrði veitt?
E.t-v. ætlar hæstv. ríkisstj. að
Framhald á 13. síðu.