Tíminn - 18.12.1960, Page 6
e
TÍMINN, sunnudaginn 18. desember 1960.
Hér áður fyrr var alltaf
talað um jólaföstuna. Það
átti að vera nokkurs kon-
ar undirbúningstími, þar
sem fólkið neitaði sér um
ýmislegt til þess að geta
tekið á móti jólunum á rétt
an hátt, notið gleðinnar og
birtunnar, allsnægtanna og
veizlufagnaðarins.
Þessi tími var ævinga-
tími í auðmýkt og undir-
gefni, lítillæti þess, sem
horft gat með lotningu til
hins komandi konungs jól
anna og sagt: „Hann á að
vaxa en ég að minnka.“
Það er að segja, andi Krists
kærleikur hans, sannleiks-
hollusta, fórnfýsi og hetju
dáð átti að aukast, en eig-
ingirni, hroki og sjálfselska
að víkja úr hverri sál og
þá ekki síður samfélagi
manna. Þetta varð bezt oft
með sjálfsafneitun og hóf
stillingu gagnvart eigin
löngunum.
Nú er þessu nokkuð á
annan veg snúið. Andi
jólaföstunnar andi sjálfs-
afneitunar og hófstilling-
ar lætur lítið á sér bæra
opinberlega. En ekki er
samt að efa það, að hann
er enn að verki við jóla-
undirbúning. Mörg móðirin
leggur hart að sér með spar
semi og miklum önnum til
þess að geta veitt börnum
slnum eitthvert gleðiefni á
jólum. Og ef til vill mætti
segja það sama um eitt-
hvað af unga fólkinu, sem
langar til að gefa sem mest
af sínu á jólunum. Allt,
sem verða á mikilsvert og
gullsgildi hefur, þarf að
greiða háu verði, ekki síð
ur jólagleðina en annað,
sem gefur þessu lífi jarðar
ljós og liti.
En víða er þessu því mið
ur á annan veg farið. Það
er eins og flestir vilji taka
út jólin fyrirfram. Þau
JÓLAFASTA
byrja að mörgu leyti um
miðja jólaföstu með pomp
og pragt, en þá verða jólin
sjálf engin jól, hæsta lagi
eitthvert hámark í ys og
þys tilbúinna anna og amst
urs.
Sanna jólagleði verður að
kaupa með gulli auðmýkt-
ar og sjálfsfómar, sönn-
um undirbúningi i hjört-
unum. Annars förum við í
jólaköttinn, þrátt fyrir allt
ljósaskrautið og litaskrúð-
ann á strætum og torgum,
í húsum og kirkjum.
Hafið þið ekki heyrt sög
una um engla jólaföstunn-
ar? Þeir eru fjórir eins og
vikurnar í adventu. Þetta
voru eiginlega dísir og hétu
Trú, von ást og gleði. Þær
áttu að undirbúa jólin á
Norðurlöndum.
Fyrst áttu þær að finna
tré, sem væri heppilegt
sem jólatákn og gæti minnt
hugi mannanna á boðskap
jólanna, ef þeir aðeins
horfðu á það.
Dísirnar svifu nú niður
stjörnum stráðan geiminn
og ræddu saman um tréð,
sem velja skyldi fyrir jóla-
tré.
Trúin sagði: Tréð, sem
ég vel, verður að hafa kross
tákn kærleikans og fórn-
fýsi á öllum sínum grein-
um, annað kemur ekki til
greina.
Vonin sagði: Tréð, sem ég
gæti samþykkt má aldrei
visna. Það verður að standa
sígrænt í fönnum og hríð-
um skammdegisins og
minna á sigur lífs og ljóss
yfir dauða og myrkri.
Ástin vildi velja tré, sem
veitt gæti skjól og kyrrð,
breytt arma eða greinar
móti þreyttum og þjáðum
gestum af hjarnbreiðum
vetrarins og veitt smáfugl
unum hlé fyrir byljum og
frosti.
Gleðin sagðist ætla að
blessa tréð sem fyrir vali
þeirra yrði, svo að það gæti
flutt geislandi fögnuð með
sér inn í kot og höll, til
ríkra og fátækra, heil-
brigðra og sjúkra, ungra og
aldurhniginna.
Þær völdu grenitréð, fins
og allir vita, sem haldið
hafa norræn jól. Það ber
krosstákn trúarinnar á öll
um sínum greinum. Það
verndar sinn vorgræna
vonalit í vetrarsnæ og veit
ir smáfuglunum kærleiks-
ríkt skjól í frosti og hríð.
Og nú veittu þær trénu
gjafir sínar. Trúin skreytti
Þáttur
kirkjunnar
allar greinar þess skínandi
ljósum. Þau blikkuðu eins
og stjarnan yfir Betlehems
völlum hina fyrstu jóla-
nótt.
Vonin lét stóra, gullna
stjörnu í trjátoppinn. Hún
átti að benda til himins of
ar öllum myrkrum.
Og ástin lagði óteljandi
gjafir við fót trésins og
hengdi sumar þeirra í grein
arnar í fallegum umbúð-
um til að auka á alla dýrð
ina.
Þá gekk gleðin fram og
blessaði jólatréð, svo að
það fékk undursamlegt
vald til að prédika dásemd
ir jólanna, flytja hljóða en
samt áhrifamikla prédik-
un um litla, umkomulausa
drenginn, sem fæddist í fá
tæklegri jötu austur í lönd
um, en hefur samt orðið
Drottinn trúarinnar og
krossins, guðhetja eilífðar-
vonanna, spámaður gleð-
innar, æðsti prestur ástar-
innar, „konungur lífs vors
og ljóss“, eins og skáldið
segir.
Þannig undirbjuggu þess
ir englar Guðs, þessar him
indisir jólaföstunnar jólin.
Þeir koma þessir englar
á hverju ári til starfa í
hjörtum mannanna og jóla
undirbúningi þj óðanna.
Höfum við veitt þeim við-
töku, hjálpað þeim að und
irbúa jólin í borginni, á
heimilinu, í kirkjunni, í
hjörtunum?
Biðjum Guð um að senda
þá til okkar, og veita okk-
ur auðmýkt og sjálfsafneit
un til að taka á móti þeim
og vinna með þeim.
Biðjum með oröum
skáldsins auðmjúka, sem
vaggaði jötubarni jólanna
í hjarta sér og sagði:
„Þér gjöri ég ei rúm með
grjóti né tré.
gjarnan læt ég hitt í té.
Vil ég mitt hjarta þín
vaggan sé.
vertu nú hjá mér kæri.
Með vísnasöng ég vögg-
una þína hræri.“
Það er hinn rétti undir-
búningur að hátíð ljóss og
lífs, sem veitir áreiðanlega
gleðileg jól.
Árelíus Níelsson.
Bifreiðar
MACHIN0EXP0RT
MOSCOVV
MACHINOEXPORT býður allar
gerðir af krönum og vélskófl-
um, bæði á beltum og
gúmmíhjóium, svo og dráttar-
vélar með ýtublaði og
mokstursútbúnaði. Nokkur tæki
hafa þegar verið keypt til
landsins og eru væntanleg á
næstu mánuðum Allar upp-
lýsingar fúslega veittar.
og landbúnaðarvélar h.f.
V/O „MACHINOEXPORT"
Smolenskaya Pl„ 32/34 M 0 S C 0 W, G-200
Brautarholti 20, Reykjavík. —
Sími 19345 — Símnefni: Autoimport