Tíminn - 03.01.1961, Page 9

Tíminn - 03.01.1961, Page 9
3 T í MIN N, þriðjudaginn 3. janúar 1961. Ekki átti ég von á því, að ágæt- ur kunningi minn, dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, færi að senda mér hálfgerðan skamma- pistil í Tímanum nú í vikunni, út af greinarkomi í jólabl. Tímans, þar sem ég gerði lauslega að um- talsefni hina nýju „uppgötvun“ og „endurs'köpun" hins forna lista- verks úr Ögurkirkju, sem skýrt var frá í blaðaviðtali í Mbl. um daginn. Ég þóttist satt að segja ekki eiga þetta að honum, þar sem grein mín var einmitt skrifuð til þess að skjóta skildi fyrir hann, og fyrirrennara hans, sem eftir viðtalinu lágu, alls ómaklega, ó- bættir hjá garði. Mér er vel kunn- ugt um það, og alþjóð manna, hve mikla alúð, fyrrverandi og núver- andi þjóðminjaverðir hafa báðir lagt við störf sín í safninu, og hversu ómaklegt það er, að bregða þeim um slíkan þekkingarskort á list, og ábyrgðarleysi gagnvart helgum dómum safnsins, sem fram kemur í viðtalinu í Mbl. Hver sá sem las viðtal þetta hlaut að skilja það svo, að þeir hafi hvor- ugur haft hugmynd um listgildi Ögurtöflunnar, enda hafi þeir látið hana drabbast niður í skít og van- hirðu, þar til svo að hinn ítalski listfræðingur uppgötvar myndina, hreinsar hana og endurskapar, (þ.e. „færir til upphaflegs vegar“ (Kr.E.)), og leiðir hana til þess sætis, sem henni ber, sem einu helzta listaverki lands okkar. Þetta var heildarsvipur Mbl.-greinarinn- ar, hvað sem líður einstökum atr- iðum, sem sums staðar má sjálf- sagt draga eitthvað úr eða klóra í bakkann. Og þannig skildi Kr.E. sjálfur greinina, og er bæði gram- ur og reiður, sem grein hans ber ljóst vitni um. Hann kallar „þetta ritverk" Mbl. „hvimleitt" og „næsta óviðfelldið", og tilfærir þrjú atriði, sem ranglega séu með farin, „nefnilega þau ummæli, að Ögurtaflan hafi ekki verið til sýnis j hér á Þjóðminjasafninu áður, aðj Ponzi hafi uppgötvað hana sem listaverk, að hún hafi verið á kafi í skít, o.s.frv.“. Þetta er allt nokk- uð, og ljótt ef satt væri. Það er því sízt að undra, þótt þjóðminja- verði gremjist slík skrif, sem bæði eru röng og ómakleg, og auk þess öll á hans kostnað. En hvers vegna þá í ósköpunum að láta þessa gremju bitna á mér? Hann ætti miklu frekar að vera mér þakk- látur. Ég hef þó með greinarkorni mínu í jólabl. orðið til þess, að að hann hefur fengið hlut sinn réttan, sem vera bar. Við erum báðir algerlega sammála um hið „næsta óviðfelldna" blaðaviðtal, nema að hann er mér miklum mun stórorðari, sem afsakanlegt er þar sem hann átti um sárara að binda. En hvers vegna þá þessi gremja út í mig, sem þó gerðist til þess að skjóta fyrir hann skildi? Sannast hér sem oftar, að laun heimsins er’u vanþakklæti. Annars er það svo sem andskota laust af mér, þótt þjóðminjavörður hreyti í mig smávegis ónotum í grein sinni, gremjan hefur þurft að fá einhverja útrás, og vonandi að honum líði þá skár á eftir. Og að „óeðlilegt starfsemi gallsins“ komist í rétt horf, og þá líka ann- arra og æðri líffæra hans, sem eitthvað virðast hafa gengið úr skorðum í svipinn. En hitt kann ég ekki allskostar við, enda ósam- boðið þeim góða dreng Kristjáni Eldjárn, þegar hann reynir öðrum þræði að skella skuldinni af hinu „hvimleiða" viðtali á blaðamann-| inn sjálfan. Án þess þó, að hann geti bent á nein ákveðin ummæli. sem ranglega séu eftir höfð. En sök blaðmannsins á að vera sú, að hafa „týnt saman öll sterkustu lýsingarorðin, sem hann heyr’ði menn viðhafa“, og þannig gert greinina „eins og röð af upphróp- unum“. Og þó hvergi neinu skrökv að. M.a.s. „foráttuýkjur“ greinar- innar, sem Kr.E. kallar svo, viður-! kennir hann berum orðum, að; réttilega séu eftir hafðar. Hvað er; þá blaðamanninn um að saka? Voru þetta kannski ekki fullboðlegir og ábyrgir heimildarmenn, sjálfur þjóðminjavörðurinn, doktor í forn- fræðum og viðurkenndur vísinda- maður, og erlendur listamaður og listfræðingur, væntanlega með Ögri vestur. Mig hafi auðsjáan- lega skort „skynsemi til þess að taka (ummælin) eins og þau voru töluð“, og finnst doktornum að vonum „hart“, að „þurfa að vera að útskýra þau fyrir „fullorðnu fólki“. En það er líka hreinasti óþarfi, hann getur alveg sparað sér það. Hvorki mér né neinum datt í hug að taka ummælin bók- staflega, þau eru of glórulaust fleipur til þess að nokkur ljái þeim eyra, nema þá helzt til þess að henda gaman að, ef það þykir þá taka því. En það er gömul saga og ný, að þeir sem hafa „vit“ á list- um telja sig gjarnan mega kveða sterkt að orði, og nota stórgerðar mæltur, hefði bundið hina stór- grallaralegu samlíking í vísu eða kvæði, hefði áreiðanlega farið vel á því, og enginn haft við að at- huga. Sem skáldi leyfist honum að svífa svo hátt ofar skýjum, sem fara gerir, en sem vísinda- og fræðimaður þyrfti hann öðru hvoru að tylla, þó ekki væri nema tánum, niður á jarðskorpuna. Því var haldið fram í Mbl.-grein- inni, að líkur bentu til, að flæmski málarinn Direk Bouts hefði gert al'aristöfluna í Ögr’i. Ég taldi í aths. minni ýms tormerki á þessu, f Sigurður Olason lögfræðingur: ÖGURTAFLAN og Dr. Eldjám bréf þar upp á? Var ekki blaða- maðurinn í sínum fulla rétti þótt hann tæki slíka menn alvarlega? Þvi frekar sem þeir höfðu bein- línis kallað blaðamennina fyrir sig til þess að þeir síðan flyttu al- menningi það, sem þeim væri frá skýrt á fundinum. Var hægt að ætlast til þess, að blaðamaðurinn færi ótilkvaddur að „sortéra“ hvað af þessu ætti að útstrikast sem óábyrgt fleipur og hvað þor- andi væri að láta á þrykk út ganga? Ég held að það hafi fyrst og fremst verið þeirra félaga sjálfra, Eldjárns & Ponza, að á- byr’gjast hvað þeir sögðu á fund- inum, og stilla hinum „sterku lýs- ingarorðum“ og „ýkjum“ í nokk- urt hóf, í stað þess að vera með agnúahátt út í blaðamanninn, sem ekki verður séð að neitt hafi til saka unnið. Hafi Mbl.-greinin ver- ið svo „ofstemmd“ og „óviðfelld- in“, sem ICr.E. vill nú vera láta, mega þeir félagar engum um kenna nema sjálfum sér. Þá ver Eldjárn löngu máli til þess að klóra sig út úr þeim „for- áttuýkjum“ þeirra félaga, að höf- uðborgin okkar sé ekki meira virði en hin nýuppgötvaða altai’isbrík úr samlíkingar; almúginn hefur auð- vitað ekkert vit á slíkum málum, og ber því að hafa hægt um sig, þótt honum gangi stundum illa að skilja tungutak og rök þessara j manna. „Vi alene vide“ sagði Dana i kóngur. Þess vegna er það að dómi j Kr.E. skortur á „skynsemi“, að i falla ekki alveg í stafi af hrifn- ingu yfir hinum „stórsnjalla' sam- anburði á Ögurtöflunni og höfuð- borginni við Sundin. Hann segir að „foráttuýkjur" og „öfgafullar samlíkingar" séu algeng og tilvalin „rök“, þegar rætt sé um „anda, sál og list“. Matthíasi hafi þótt fá- ein ungbarnstár meiri en Dettifoss. Það er alveg rétt, Matthías orðaði þetta svo í miklu kvæði. Hann átti það gjarnan til að nota hástemmd- ar samlíkingar. Hann skýrir al- mæítið sem „alvizkuhlutfalla- hljóm“, og má vera að vefjist fyrir einhverjum að skilja. En Matthías er skáld, stórskáld. Þess vegna leyfist honum, og fyrirgefst, þótt hið skáldlega hugarflug beri hann stundum af leið. En þótt skáldum fyrirgefist, er ekki þar með sagt, að fræðimönnum, sem eru að upp- fræða lýðinn, megi leyfast að nota þess konar orðatiltæki og líkingar, sem eru langt utan og neðan við alla glóru mannlegrar skynsemi. Ef Kr.E., sem er prýðilega skáld- og gat þess til, að myndin væri gerð allmiklu síðar. Nefndi ég málarann Hans Memling í þessu sambandi. En hvað kemur svo á daginn, þegar lesin er grein Kr.E.? Að myndir af töflunni hafi verið sendar sérfræðingi nokkrum og doktor í verkum Dirck Bouts, og hafi hann talið myndina ekki vera eftir Bouts! Og að hún muni hafa verið gerð á síðustu árum 15. ald- ar, alveg eins og ég hafði getið til. Ég sé ekki annað en ég geti verið ánægður með þennan úrskurð sér- fræðingsins, því fremur semt ég hafði ekki „listfr’æðilega" þekking að byggja á, heldur einungis hið sögulega samhengi, og eðlilegar líkur í þeirri veru. Ekki er mér kunnugt um álit ísl. listfræðinga um sennilegan „höfund“ myndar- innar, enda virðist lítt hafa verið til þeirra leitað. Dr. Kr.E. vill samt ekkl gefa Bouts með öllu upp á bátinn, myndin sé þá a.m.k. gerð undir hans „handarjaðri", og er Kr.E. hér strax á undanhaldi úr fyrri vígstöðu. Svona lagað var kallað „frábært undanhald“ í síðasta stríði. Ekki er þó vel ljóst með hverjum hætti Kr.E. hugsar sér mynd verða til undir „handar- jaðri“ listamanns, sem legið hefur 20—30 ár1 í gröf sinni þegar mynd Dirck Bouts: Erasmusmyndin (Páturskirkjan, Lówen). in var gerð. Ef átt er við áhrif eða skyldleika i „stefnu" og „stíl“ þá þarf enga „listfræðinga" til þess að sjá, að hinir flæmsku meistarar bera flestir meira og minna svip hins sama „skóla“, og gæti um Ögurtöfluna ver’ið ýmsum (fleiri) málurum til að dreifa, þar á meðal sjálfum meistaranum Hans Meml ing. Frá minum bæjardyrum sem leikmanns sýnist mér Dirck Bouts að öllu leyti ólíklegastur, bæði tímans vegna, eins og áður er bent á, og jafnvel einnig af öðr’um ástæðum, svo sem því hvernig hann stundum/gjarna velur verk- efni (mótív), sbr. t.d. helztu mynd hans „Píslarvætti hins heil. Erasmusar“, sem hér fylgir mynd af. Er nokkuð langt seilzt til lok- unnar að sjá einhver sameiginleg höfundar-einkenni með þeim ó- hugnaði og hinni Jjúfu Mar’íumynd úr Ögri. Gegnir satt að segja furðu að slík mynd skuli uppi höfð í kristnu kirkjuhúsi, og held ég að Þorgeirsbola-myndin væri þá skárri. Þjóðminjavörður lýkur máli sínu með því, að hann vilji ekki „þola“, að Ponzi sæti aðkasti" íyr ir verk sitt við myndina. Ég veit ekki til, að ég hafi í aths. minni vikið svó mikið sem stafkrók að slíku, enda sé það fjarri mér. Ádeila mín var á öðru sviði. Ég hef eng,a ástæðu til þess að draga í efa hæfileika listfræðingsins til slíkr’a starfa, enda mun þjóðminja- vörður að sjálfsögðu hafa gengið úr skugga þar um. Hins vegar má í þessu tilefni benda á, — sem þjóðminjaverði er auðvitað manna bezt kunnugt um, — að gagngerð- ar ,,hreinsanir“ á gömlum lista- verkum hafa einatt reynzt áhættu- söm fyr’irtæki, þar sem á eftir hef ur oft þurft að skýra upp drætti myndanna, gyllingar o.s.frv. Eru þess og mörg dæmi, að verr hefur þá reynzt farið en heima setið. Hins vegar verður að sjálfsögðu að taka þjóðminjavörð trúanlegan um það, að ekki hafi verið málað ofan í myndina, enda mun honum meira annt um hið forna listaverk en svo, að hann láti stofna því í nokkurn háska. En þá er að vísu torskilið hvað hann á við með þeim ummælum, að myndin hafi bæði verið hreinsuð og líka „að ýmsu leyti færð til upphaflegs veg ar“. Ef til vill er þetta einungis ógætilegt eða ónákvæmt orðalag, og gefur því ekki tilefni til frek- ari athugas’emda. Það styttist nú senn í þessum skrifum, og vil ég enda þessar lín- ur með því að senda Kr.E. mínar beztu nýjársóskir. S. Ól. P.S. Eftir að grein þessi var kom- in í próförk las ég aths. frá blaða- manninum í Mbl. Ekki sé ég, að sú grein breyti neinu um það, sem sagt er hér að ofan. S. Ól. Kökur og tertur Setberg s.f. hefur nýlega sent á markaðinn fjögur smáhefti með kökuuppskriftum, sem Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir hafa safnað og sam- ið. Þétta eru mjög snotur hefti 1 myndskreyttum kápum og fremst í þeim gerð grein fyrir hvaða kökutegundir sé að finna í hverju þeirra fyrir sig. Þar sem heftin eru seld hvert í srnu lagi, hefði mér þótt æskilegra að heilræðin, sem eru fremst í 1. hefti, hefðu einnig verið pr’entuð í hinum þremur. Stór kostur við þessi hefti er hve meðfærileg þau eru og létt. Eki væri ótrúlegt að eitt eða fleiri þeirra læddust með í jólagjafa- pakka til mai'gra húsmæðra og yrði vafalaust vel tekið. S. Th.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.