Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsíminn er 12323 5. tbl. — 45. árgangur. Laugardagur 7. janúar 1961. Þannig er ástandið í Belgíu, þar sem mótmælaverkföllin miklu hafa staðið nær þrjár vikur. Myndin er frá mótmælagöngu í Briissel. Verkfallsmaður frá Suður-Belgíu hefur kastað steini að húsl málgagns Flæmingja, „Het Volk". Rúða brotnaði og blaðamaður meiddist. Úlfúð þjóðarbrotanna magnast með hverjum degi. Garðyrkjumaður varð fyr- ir stórtjóni í eldsvoða Vinnuskúr brann og gróðurhús skemmdust mikið Um hálf-níuleytið í fyrra- kvöld varð vart við mikinn eld í vinnuskúr Guðmundar Ingvarssonar, garðyrkju- manns í Hveragerði, og vegna óheppilegra aðstæðna og erf- iðleika við slökkvistarfið brann í skúr þessum flest, sem brunnið gat, innan stundar. Hér var um að ræSa allstórt hús, 17x7 metra að flatarmáli, einlyft úr hlöðnum steini og þiljað innan með asbestplöt um. Þarna var margt inni, sem brunnið gat, og hefur eig andinn orðið fyrir tilfinnan- legu tjóni. Eigandinn, Guðmundur Ingv arsson, bjó sjálfur í herbergi í húsi þessu. Hann kom heim úr Reykjavíkurför um átta- leyt í fyrrakvöld. Hann yfir- gaf síðan húsið og fór yfir í vesturhluta kauptúnsins. Hálfri stundu síðar varð elds ins vart, og var hann þá. þeg- ar orðinn mikill. ' Bilaður vatnspóstur Slökkvilið Hveragerðis var kallað út þegar í stað og kom á vettvang eftir nokkra stund. Húsið var þá orðið alelda og mikið b'ál. Ekki tókst þó að hefja slökkvistarf nærri strax. Þarna í grenndinni, í austur- hluta Hveragerðis. mu" ;ðeins (Framhald á 2. síðu.) Mikil síld undan Jðkli Guðmundur Þórðarson aflahæsta skipið í fyrrinótt var ágæt sild- veiði 20—25 mílur vestur af Jökli, og fengu þar nokkur skip prýðilegan afla. í nótt munu fleiri skip hafa ætlað að freista gæfunnar á þessum slóðum. Síldin er stór', og ofturlítið af henni svo feitt, að hún er talin söltunarhæf. En yfirleitt mun hún vel fallin til frystingar, bæði í beitu og til sölu erlendis. Hún virðist vera á göngu upp að land- inu og suður með því. Guðmundur Þórðarson með 1200 tn. Skipin lönduðu í gærmorgun og gær'dag. Auðunn og Eldborg komu til Hafnarfjarðar, hvort skipið fyr- ir sig með 700 og 900 tunnur. — Til Keflavíkur komu Víðir II úr Garði með 780 tunnur og Gjafar' frá Vestmannaeyjum með 231 tunnu. Afli Gjafars var tekinn til söltunar. Hin síldin þótti ágæt til frystingar. Guðmundur Þórðarson var með langmestan aflann. Hann kom til Reykjavíkur í dag með 1200 tunnur. Hann er aflahaasta skipið á síldveiðunum í haust og vetur með samtals 12500 tunnur. Það er ekki nema um tugur skipa, sem enn stundar síldveiðar fyrir Suðvesturlandi. Akranesbát- arnir, sem þessar veiðar stunduðu, hreyfa sig nú ekki, þar sem sjó- menn á Akranesi samþykktu á fundi sínum um daginn að róa ekki, fyrr en 1,80 kr. fengjust fyrir hverja tunnu til frystingar. Barn fyrir bíl í Eyjum Slasaðist mikið Það slys varð í fyrrakvöld í Vestmannaeyjum, að sjö ára drengur varð fyrir bíl og slas- aðist mikið. Slys þetta varð með þeim hætti, að vörubifreið tók beygju fyrir jólatré, sem stendur á torgi í bæn um, og vissi ökumaðurinn, sem er fóstui'faðir litla drengsins, ekki fyrr til en slysið hafði að borið. Drengurinn var á reiðhjóli og varð undir aftunhjóli bifreiðarinnar. Hann yar fluttur í sjúkrahús og var þungt haldinn í gær, en þó ekki verr en við mátti búast. SK. Aldrei meiri óspektir — Vallónía logar Krafizt aðskilnaðar Vallóna og Flæmingja Brussel 6.1. (NTB). 40 þús- undir verkfallsmanna söfnuð- ust saman í borginni Liege 1 dag til þess að mótmæla ,.við- reisn“ stjórnarinnar.' Til á- taka kom við lögregluna og brutust 3000 verkfallsmenn 1 gegnum raðir hennar, réðust inn á aðalpósthús borgarinn- ar og brutu þar allt og bröml- uðu. Ellefu manns særðust í þessum óspektum — sumir mjög alvarlega. Verkfalls- menn sungu uppreisnarsöngva og þjóðlög Vallóna. Aðalritari sósíaliíska verklýðssambands- ins sagði í ræðu, að Vallónar vildu ekki eiga neina samleið (Framhald á 2. aíðu.) Aðalfundur miðstjórnar Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst föstudaginn 24. febrúar kl. 2 e.h. í Framsóknarhúsinu uppi. Þeir aðalmenn í miðstjórn- inni, sem ekki kynnu að geta mætt, eru vinsamlega beðnir að láta varamann sinn vita um fundinn. Búizt er við, að miðstjórn- arfundurinn standi í þrjá eða fjóra daga. i|| i m æp | i ■■ ■"■ - i t —fflMpiBlliBFl II 'UIMBMEBfMllMliHM Mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla Frakka, bls. 3 Ttmœí mmmammmmama xamKXxttÚ.:.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.