Tíminn - 07.01.1961, Síða 14

Tíminn - 07.01.1961, Síða 14
14 TÍMINN, laugardaginn 7. janúar 1961. Og allt 1 einu sá ég húninn hreyfast niður á við. Það gexð ist algerlega hljóðalaust og ef ég hefði legið í rúmi mínu, hefði ég áreiðanlega ekki orð ið þess vör. Eg varð meira að segja ekki vör við það að dyrn ar opnuðust, svo hljóðlega fór hann að öllu. Og einhver kom í gættina, læddist á tánum að rúminu og stóð þar kyrr örlitla stund. Eg heyrði andardrátt hans, öran og ákafan og niðurbæld ur ofsi hans vakti hjá mér stundarótta. Skyndilega sá ég glampa á einhvern hlut, sem reiddur var til höggs. Eg beit á vör mér og kæfði hrópið sem var komið upp í hálsinn á mér. Eg heyrði að skugginn var farinn að snökta tryllingslega og um leið og hann rak hníf- inn á kaf í rúmið heyrði ég hann stynja. æðislega út úr sér orðunum: Djöfuls and- skotinn þinn, helvítis ræfill- inn þinn, bölvað kvikindið þitt, af hverju leyfðurðu mér ekki að eiga hana áfram. Aftur og aftur rak hann hnífinn á kaf 1 sængina, svo var eins og drægi smám sam an úr honum allan kraft og hann reikaði og greip í borð ið sér til stuðnings. Hann hafði framkvæmt ætl an sína. Hann hafði hefnt fyrir morðið á Miu Mercer, en hann vissi ekki, að hann hafði raunar ekki gert nokk urn skapaðan hlut. En eitt hafði hann sannað mér svo ekki varð um villzt; að hann var sjálfur ekki morðingi Miu. Ósjálfrátt strauk ég hárið frá votu enninu á mér og teygði höndina upp í lampa rétt við stólinn. Herbergið varð uppljómað. Hann lelt skelfingu lostin í áttina til mín, skildi sam- stundis það, að þarna var ljós og elnhver mannvera, sem hafði séð hvað hann hafði gert. Og um leið og ég reis á fætur, þaut hann eins og kólfi væri skotið út um dymar. Eg ýtti stólnum til hliðar og hljóp á eftir honum. — Marty, kallaði ég, — Bíðið, bíðið .... En hann flaug niður stig- ann og heyrði ekki til mln. Ee hélt áfram hrór>ii"i nin- um: — Marty, komið aftur. i Þér hafið ekkert gert........i Eg þorði ekki að kalla of j hátt, þvi að þá hefðu ibúar I hússins komið aðvífandi og ég kærði mig ekki um slíka eftir- tekt. Eg snerist á hæli og flýtti mér aftur inn, reif up ’ugg ann, í þeirri von að hann heyrði til mín þegar hann kæmi út. Eg sá hann æða yfir götuna og innan lítillar stund ar var hann horfinn mér sjón um. Gatan var mannlaus eins og in tvö. Og á leiðinni út stopp ar hann hjá mér og biður mig að skipta peningnum í tíu senta peninga. Eg gerði það, og hann lét strákana i kring fá fjóra þeirra án þess svo mikið að líta á þá, en með þann fimmta fór hann að grammafóninum og fer að leita að einhverri plötu. Og hann var ekkert að flýta sér, hann var greinilega að leita Eftir Cornell Woolrlch 23 áður. Nóttin var jafn kyrr . . . Kvöldið eftir fór ég aftur niður i Bowery hverfið. Eg varð að finna hann og út- skýra fyrir honum, að hann hefði engan myrt. Eg verð að segja honum að hann hefði ekkert að óttast, og svo ætlaði ég að gefa honum tíu dollara seðil. Það var ekki of mikið handa honum. Barþjónninn leit upp, þeg- ar ég sá að hann þekkti mig samstundis aftur. En hann hafði mikið að gera og ég gekk rakleitt að borðinu, þar sem Marty var vanur að sitja á hverju kvöldi. Borðið var; ekki upptekið. En við það; stóðu tveir stólar og tvö tóm glös : . , . hans og hennar glas. Þá vissi ég að hann var far inn. Barþjónninn kom til mín og staðnæmdist hjá mér. — Eruð þér að leita að Ástar- sorg? sagði hann. — Hann var héma en er farinn. Fyrir svo sem mínútu síðan. Já, ég sá hann standa upp og fara út. Hann vildi augsýnilega rabba við mig og hélt áfram: — Hann gerði dálítið slcritið i kvöld. Eg skildi ekki hvað var að honum. Hann átti ekki nema fimmtlu sent. Eg veit það fyrir víst, því að ég gaf honum það til baka fyrir glös að einhverri sérstakri. Og svo setur hann peninginn i og bíður ekki einu sinni eftir að heyra lagið, heldur labbar út þegar það byrjar .... Barþjónninn benti út í myrkrið fyrir utan. . . . . Og hann var alveg ófullur og brosti svo undar- lega þegar hann fór út, eins og hann væri glaður, já, eins og hann væri mjög glaður, okkur datt helzt i hug að hann hefði fengið góðar frétt ir eða ætlaði að hitta ein- hvern sem hann hlakkaði til að sjá. Við stóðum allir eins og glópar og horfðum þegar hann fór . . . . — Og hvaða lag var þetta? spurði ég stillilega og horfði ofan á borðplötuna án þess að sjá hana. En hann þurfti ekkert að segja mér, ég vissi .... — Það var þetta gamia sem heitir „Alltaf", sagði hann. Og þá vissi ég að ég myndi ekki sjá Marty framar .... — Kannski kemur hann aftur seinna, sagði barþjónn i inn. — Þeir koma hér og fara. | Eg vissi að hann myndi aldrei koma aftur. Aldrei framar. Eg gekk alla leiðina heim, og það var undarleg móða fyrir augunum á mér. Og sí- fellt leitaði spurning upp í huga mér: Hafði ég rekið þennan mann i dauðann? Var það ég — eða hún? Daginn eftir heyrði ég í út- varpinu að lík hefði fiyidizt í East River. Líkið var í fátæk legum fatadruslum, en það hafði vegabréf á sér. Hann hét Martin Blair. Og þá loksins fékk ég svarið við spurningu minni: Það var ekki ég sem hafði rekið Marty Blair í dauðann. Eg hafði ver ið honum góð. Eg hafði gefið honum eitthvað til að deyja fyrir, og honum hafði áreiðan lega þótt betra að fá eitthvað til að deyja fyrir, heldur en lifa og hafa þó ekkert til að lifa fyrir .... Eg var nokkra daga að jafna mig eftir hið snögga frá fall Martys, en svo vaknaði ég til lífsins aftur. Eg mátti ekki eyða tímanum I með- aumkun og viðkvæmnisóra. Mín beið enn mikið verk. — Kirk beið. En til að ég fengi hann aftur varð ég að finna hinn rétta morðingja. Eg tók minnisbókina fram i þriðja sinn. — Butterfield 9-8019, hr. Mason? — Halló ,við hvern fcala ég? Röddin var fjörleg og lif- andi, var mín fyrsta hugsun. Engin annríkishreimur eins og hann vildi segja: Eg er önnum kafinn, hvað viljið þér? Nei, röddin var þrungin lífsgleði og kæti og mér varð rórra. Eg sagði: — Eg er vinur eins kunnnigja yðar. Eg er ný komin til borgarinnar og hringdi strax til yðár, ég lof- aði að gera það. Röddin var jafn glaðleg og hlý, og hann virtist trúa mér fullkomlega. Þessi rödd vi&sl ekki hvað tortryggni var. — Hver er sá sameiginlegi vinur? _________ Já, það var nú einmitt lóð- ið, hver var hann? — Þér hafið ekki séð hann i langan tíma. Nú skuluð þér gizka á. Röddin tók fúslega þátt í spaugi mínu, hjálpaði mér til að veiða hann í neti mínu. — Vis skulum nú sjá. Hver getur það verið? Svo tautaði hann hugsandi nokkur nöfn hálfum hljóðum og sagði síðan: —Það er þó ekki Ed Lorrle? Eg hló lágum, tvíræðum hlátri, sem bæði gat þýtt nei og já. Það var bezt að játa engu. Þá var ekkert hægt að reka framan í mig seinna meir. Hann sagði: — Nei, er það satt? eins og hann væri undr andi yfir þessu lífsmarki frá kunningja, sem hann hafði ekki heyrt frá lengi. — Hvar er hann núna — alltaf þama á sama stað? Eg svaraði: — Hanr - ' \r þegar ég hitti hann síðast. En ég hef ekki séð hann alllengi, því að ég kom hingað eftir alls kyns krókaleiðum. Gg ég hló aftur, engum rokna hlátrl, bara mátulega til að geta dregið í land ef þörf krefði og sagt: En það var raunar alls ekki hann, sem ég átti við. Laugardagur 7. janúar: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10, Veðurfrognir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga. Bryndís Sig urjónsdóttir stjórnar þættin- um. 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur. G-uðmundur Arn- laugsson flytur. 16.00 Fréttir og tilkynningar, 16.05 Bridgeþáttur. Stefán Guðjohn- sen flytur. 16.30 Danskennsla. Heiðar Ástvalds- son danskennari. 17.00 Lög unga fólksins. Kristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svafarsdóttir stjórna þessum þætti. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skóg- inum“ eftir Önnu Cath Vestiy; II. lestur. Stefán Sigurðsson- son kennari. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 („Gullastokkuirinn" barnaball- ett eftir Debussy. La Suisse- Romande hljómsveitin leikur; Ernest Ansermet stjómar. 20J30 Leikrit: „Andbýlingamir" eft- ir Hostrup. Lárus Sigurbjörns- son þýddi meginmálið en Steingr. Thorsteinsson ijóðin. Leikstjóiri: Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dansl'ög. 24.00 Dagskrárlok. ORÍKUR VÍÐFÖRíJ Merki Jómsvíkinga — Eitur!, hrópar Eiríkur skelf- ingu lostinn. Vúlfstan hlýtur að hafa blandað skakkt .... eða var hann að reyna að ryðja Bolor úr vegi! — Það er síðara er senni- leffra. segir læknirinn hugsandi. — Gerðu það sem þú getur til að bjarga Bolor, og mundu að það verður að vaka yfir honum dag og nótt. Við verðum að vera var- Ikárir, segir Eiríkur. — Ég fékk lækninusn meðalið, segir Eiríkur við Vúlfstan, en því miður kom það of seint. Hann var þegar dauður. Eiríkur horfir á Danann rann- sakandi meðan hann segir honum þessi tíðindi. Hann beygir höfuð sitt í sorg, en getur þó ekki leynt því að honum er mikill léttir að þessum orðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.