Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, iaugardaginn 7. janúar 1961. RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Frjálsíþróttamenn K. R. settu 10 Islandsmet á síðastliðnu sumri Aðalfundur K.R. 1960 yar haldinn 5. desember s.l. í húsi félagsins við Kaplaskjólsveg. Formaður félagsins. Einar Sæ- mundsson, setti fundinn og minntist í upphafi 2 látinna fé- laga, Guðmundar Þórðarson- ar frá Hól og Trausta Har- aldssonar, sem létust á s. I. ári. Fundarstjóri var Gísli Halldórsson og fundarritari Sigurgeir Guðmannsson. Ritari félagsstjórnar, Gunnar Sigurðsson, gaf yfirlit yfir störf félagsins á s.l. starfsári Lokið var við viðbyggingu við íþróttahús fé- lagsins í Kaplaskjóli og var hún tekin í notkun í byrjun janúar. Er það 180 m2 bygging, þar sem eru ??? búnmgsherbergi, geymsla og dómaraherbergi. Bætir hún úr brýnni þörf vegna þess hve að- sókn að æfingum í húsinu og á svæðinu hafa aukizt síðustu ái'in. Unnið var við að koma upp 2 handknattleiks- og körfuknattleiks völlum á svæðinu og liggja þeir vestan við íþróttahúsið og með- fram Ægissíðunni. Þá vann flokk- ur frá Unglingavinnu Reykjavík- urbæjar að xagfæringum og snyrt- ir.gu á íþróttasvæði félagsins og gróðursetti um 150 m skjólbelti, 4 föld i'öð meðfram Kaplaskjóls- vegi. í Skálafelli vair haldið áfram framkvæmdum við skíðaskála fé- lagsins, sem vígður var á 60 ára afmæli félagsins í marz 1959, var unnið við gufubað í kjallaranum og unnið að lagfæringum og jöfn- un á svæðinu umhverfis skálann. Er þar nú kominn fullstór hand- knattleiksvöllur. Þá var ráðizt í það stórvirki að koma upp 500 m skíðalyftu við skíðaskálann og er henni senn lokið. Er þetta ein full komnasta skíðalyfta landsins. Skíðamenn félagsins unnu mjög mikið sjálfboðaliðastarf við bygg- ingu lyftunnar, eða alls 1860 klst. auk aðkeyptrar vinnu. Félagið s'tarfar í 7 íþróttadeild- um og munu hafa verið starfandi um 1350 íþróttamenn og konur í félaginu á síðasta ári. — Og knattspyrnumenn félagsins unnu 15 mót af 29 — Eiinar Sæmundsson endurkjörinn form. KR lék þar 4 leiki. Auk þess fóru fjölmargiir leikmenn félagsilns í meis'taraflokki utan með landslið- inu til Noregs og írlands, af 16 leikmönnum, sem fóru til Noregs, voru 9 frá K.R. Á árinu var fyrirliði meistara- fmkks, Gunnar Guðmannsson, heiðraður fyrir að leika 200 kapp- leiki fyrir félagið. Afreksbikar 2. flokks hlaut Gísli Þorkelsson. Knattspyrnuþjálfarar félagsins voru: Meistara-, 1. og 2. fl. fl. Óli B. Jónsson. 3. flokkur: Örn S'teinsen. 4. flokkur: Guðbjörn Jónsson, Gunnar Jónsson og Örn Jónsson. 5. flokkur: Kristinn Jónsson og Gunnar Felixson. Knattþrautir annaðist Gunnar Felixson. Formaður knattspyrnudeildar er Sigurður Halidórsson. Frjálsar ífiróttir Á árinu settu KR-ingar 10 ís- liindsmet í karlagreinum af 11, sem sett voru. Á íslandsmeistara- raótinu hlaut KR 12 meis'tarastig og 7 unglingameistarastig. Frjáls- íþióttamót K.R. var haldið á Laug ardalsvellinum og bauð félagið til þess hinum heimsþekkta millivega lengdahlaupara Roger Moens frá Belgíu, heimsmethafa í 800 m hlaupi. Erlendis kepptu 13 KR- ingar s.l. sumar og tóku þátt í 13 raótum í 5 londum. Þjálfari frjálsíþróttamanna var Benedikt Jakobsson. Unglinga- þjálfari var Svavar Markússon. Formaður frjálsíþróttadeildar var Sigurður Björnsson. Handknattleikur Á Reykjavíkurmótinu varð KR Reykjavíkurmeistari bæði í meist- arafl. karla og kvenna. Var þetta 4 árið í röð, sem félagið verður Eeykjavíkurmeistari í karlaflokki Meistarafl. kvenna varð íslands- meistari í útihandknattleik. Þá sigraði félagið í fyrsta handknatt- leiksmótinu, sem haldið er í 4 f'.okki. Báðir meistaraflokkarnir fóru ulan til keppni, og var það á veg-, i m Helsingör I. F. Lék hvor flokk ur 3 leiki. Handknattleiksþjálfarar félags ins voru: Meistai'aflokkur kvenna: Heinz Steinmann. 2. flokkur kvenna: Pára Guðmannsdóttir. Meistara-- og 2. fl.: Reynir Ólafsson. 3 og 4. fl. Pétur Stefánsson og Sig- urður Óskarsson. Formaður handknat'tleiksdeiidar var Sigurgeir Guðmannsson. Skííadeíld Vegna snjóleysis var lítið um Meistaraflokkur KR í knattspyrnu sigraSi í fyrstu Bikarkeppninni, sem háð var hér á iandi. Hér sést formaður KSÍ, Björgvin Schram, afhenda fyrirliða KR, Gunnari Guðmannssyni, bikar þann, sem gefinn var til keppn innar. ■skíðamót og skíðaferðir og einnig en þetta mót var hið éirta, 'sem tóku bygglnaarframkvæmdirnar í Skálafeili upp mikinn tíma frá s'kíðaæfingum. Á Reykjavíkurmót- tókst að ljúka hér í nágrenni ,bæj- haidið arins. Islandsmótið var haxaið a Siglufirði og náði Karólína Guð- inu átti K.R. nokkra sigurvegara' mundsdót'tir beztum árangri KR- inga, varð nr. 2 í 4 greinum. 5 skíðamenn félagsins dvöldu er- lendis við æfingar, og keppni s.l. vetur, 1 í Bandaríkjunum og 4 í Austur-Þýzkalandi. Formaður skíðadeildar var Þór- ir Jónsson. (Framhald á 7. síðu). Knattspyrnan: Félagið tók þátt í 29 knattspyrnu mótum á sumrinu ogafþeimvann félagið 15 mót. Af 108 mótaleikj- um vann K.R 74 liki og gerði 9 jafntefli og tapaði 25 leikjum, jafngildir þessi árangur 73,7% og er það bezti árangur, sem félagið hefur náð í knattspyrnumótunum síðan skipt var í deildir 1948. Nægði þessi árangur til þess að vinna Reykjavíkurstyttuna, sem veitt er því félagi í Reykjavík, sem flest stig fær samanlagt út úi' knattspyrnumótunum. en stytt- una gaf Þráinn Sigurðsson, fyrrv form. Fram Meðal móta, sem K.R. vann á árinu, var Reykjavíkur- mótið, sem félagið vann nú í 3 sinn í röð, og Bikarkeppni K S.Í., sem nú var haldin í fyrsfa sinn. Alls vann félagið 7 flokka í Reykja víkurmótunum, en þar er keppt i 10 flokkum Send voru 3 kapplið úr 3. og 4. fiokki til Skotlands og voru þátt- takendur alls 45 og er þetta fjöl- rnennasta utanför, sem farin hef- ur verið. Tókst ferðin mjög vel. Þá fór 1. flokkur til Færeyja og Fimieikaflokkur KR hefur um mörg undanfarin ár verið glæsilegasti fimleikaflokkur landsins. Hér sjást nokkrir fimleikamenn félagsins í erfiðri æfingu. Myndin er tekin á Meiavellinum 17. júní sl. Til hægri er stjórnandi flokksinsBenedikt Jakobsson. Akureyri Ska-utamót Islands 1961 verður haldði á Akureyri 28. jan. n.k. Keppt verður á þessum vegalengdum: Skautahlaup karla: 500, 1500, 3000 og 5000 m. Skautahlaup kvenna er áformað ef næg þátttaka fæst og þá keppt í þessum vega- lengdum: 500, 1000, 1500 og 3000 m. Skautahlaup ungli'nga, 16 ára og yngri. Keppt verður i þessum vegalengdum: 500 og 1500 metrum. Skautafélag Akureyrar sér um mótið og ber að senda þátttökutilkynningar til þess fyrir 20. janúar n.k. FRETT frá ÍSt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.