Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 2
TÍMINN, laugardaginn 7. janúar 1961. Keflvíkingar og Grind víkingar róa nú líka Aflinn er sæmilegur Vetrarvertíðin er nú að hefjast bæði í Grindavík og Keflavík, þrátt fyrir öngþveit- ið í samningamálunum. Eins og kunnugt er hafa Sandgerð- ismenn róið alla undanfarna daga. I gær voru 6 bátar á sjó frá Keflavík, og var afli þeirra 5—8 lestir, og ætluðu 9—10 bátar að róa þaðan í gærkveldi. í Grinda- vík voru 4 eða 5 bátar bnúir að beita í gærkveldi, og munu hafa ætlað að r'óa. Afli Sandgerðisbáta var í gær 7—9 lestir á bát. Finnbogi Guðmundsson r Belgía að klofna? (Framhald af 1. síðu.) með Flæmingjum og þeirra klerkaveldi. Höldum áfram að berjast — sigurinn er í nánd, sagði hann, og mann- fjöldinn tók undir með miklu fagnaðarópi Aðalritannn sagði, að breyta þyrfti stjórn- arskrá landsins og mynda ríkjasamband Vallóníu og hinna kaþólsku Flæmingja. Þróun mála í Suður-Beglíu vek- ur mikinn ugg í Brussel. Fjöldi þingmanna mætti ekki á þingfundi i dag, þar sem hin umdeilda ,við- reisn“ skyldi rædd. Konungur hef- ur haldið áfram viðræðum sínum við stjórnmálaliðtoga. Stjórnin heldur enn fast við það, að verk- fallsmönnum fari fækkandi, en jafnaðarmenn eru á andverðum meiði. f gær leit út fyrir sættir. en málin hafa þróazt til hins verra síðan þá. Jafnaðarmenn halda fast við, að verkföllunum muni' ekki linna, fyrr en ,,viðreisnin“, hefur verið dregin til baka, en sijórnin segir, að það muni aldrei verða. Stjórnmálamenn eru þó sagðir vera komnir á þá skoðun, j að báðir aðilar verði að láta eitt- hvað undan síga til þess að reyna að draga úr þeirri hættu, sem ei að skapast í landinu. Mestu óeirðir til þessa Menn eru þeirrar skoðunar í Brussel, að eins konar fimmta her- deild standi á bak við óspektirnar í Liege og Suður-Belgíu almennt. óeirðirnar í Liege í dag eru hin- ar mestu í öllum verkföllunum frá upphafi. Eftiir að verkfallsmenn höfðu ráðizt á pósthúsið, fóru þeir ti. járnbrautarstöðvarinnar og frömdu þar gífurleg skemmdar- verk. Síðar veltu þeir um bílum, mölvuðu rúður í íbúðarhúsum og verzlunum og köstuðu grjóti að lögreglumönnum, sem skutu úr byssum sínurn yfir höfuð verkfalls nmnna. En við ekkert varð ráðið Eftir tveggja stunda óeirðir hafði lógreglan loks náð flestum mikil- vægum byggingum á sitt vald og dreift miklum hluta verkfalls- manna með táragasi. í Brussel réðust verkfallsmenn að skrifstofum blaða þeirra, sem hafa lýst andstöðu við verkfallið. Unnu þeir þar nokkur skemmdar- verk, en ríðandi lögreglulið kom á vettvang og sundraði hópum verkfallsmanna. Þúsundir kenn- ara og annarra opinberra starfs- manna fóru mótmælagöngu í Brussel í dag, og var þess krafizt, að verkfallsmenn, sem teknir hafa verið höndum, yrðu þegar látnir lausir. En um sex hundruð verk- fallsmenn hafa verið fangelsaðir í borginni. K!o*siingur yfirvofandi Frétfaritarar segja, að æ fleiri taki nú upp vinnu að nýju, alls staðar nema í Suður-Belgíu. Þar ei' ástandið mjög alvarlegt og blandast nú inn í andstöðuna við ,.viðreisnina“ krafan um, að Suð- ur-Belgía (Vallónía, þar sem frönskumælandi fólk býr) segi skilið við hina flæmskumælandi íbúa Norður-Belgíu. Stjórn Eysk- ens á fylgi sitt fyrst og fremst í Norður-Belgíu, en jafnaðarmenn í Suður-Belgíu. Brezka verklýðssambandið hefur samþykkt að veita belgískum verk fallsmönnum allhátt vaxtalaust lán. Peningarnir eru þó ekki enn komnir til Belgíu, og segist belg- íska stjórnin líta þessa aðstoð niiög svo alvarlegum augum, þar sem hér sé fyrst og fremst um pólitískt verkfall að ræða. Doktorsvörn fer fram í hátíðasal háskól- ans í dag 7. janúar og hefst kl. 3 síðd. stundvís- lega. Þar mun cand. mag. Finn bogi Guðmundsson verja til doktorsnafnbótar í heimspeki ritgerð sína Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar. And- mælendur af hálfu heimspeki deildar eru dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og dr. Jón Gíslason skólastjóri. Öllum er heimill aðgangur að doktorsvörninni. Eldsvoði í San Francisco: Sofnaði frá iog- andi vmdlingi Þegar vitaí, a'ð 14 hafa betSíS bana San Francisco 6.1. (NTB) Að minnsta kosti fjórtán manns hafa týnt lífi og 30 eru mikið skaddaðir eftir að Thomashótelið hér í borg brann til grunna sl. nótt. Eld urinn kom upp með þeim hætti, að einn gestanna í gisti húsinu sofnaði í herbergi sínu út frá logandi vindlingi. Skömmu síðar stóð gistihúsið í björtu báli. í gistihúsi þessu voru 160 herbergi og búið í þeim nær öllum. Síðastliðna nótt var mikill kuldi í San Francisco, svo að þeir, er fáklæddir sluppu úr brunanum stóðu skjálfandi af kulda fyrir utan. Gistihús ið var fjórar hæðir, og kom eldurinn upp á neðs-u hæð, — Óttast menn, að allir þeir, sem þar bjuggu hafi látið líf ið og tala látinna kunni að Hlaut 15 þúsund króna sekt hækka frá því, sem nú er vit- að. Fólk á efri hæðunum varp aði sér út um glugga, og tókst slökkviliðsmönnum að forða flestu því fólki frá meiðslum. Það er einkum fólk, sem jlifir á lágum styrkjum og eft •irlaunum, sem bjó á gistihúsi |þessu. Margir höfðu fengið igreitt út í gær, og drykkju- |skapur hafði verið fram eft jir kvöldi í gistihúsinu. ! . i ' !Fá símann í kvöld i (Framhald af 3. síðu). kerfisins hefur það í för með sér, að símaskrárnar verða fljótt úreltar, þótt reynt sé að bjarga því við í bili með viðbótarskrám. Nú er líka í prentun ný síma skrá, sem væntanlega verður tilbúin til afgreiðslu í apríl- ; mánuði.____________________ Kasper, Jesper, og ! Jónatan Nýlega gekk hjá sakadómaraem- bættinu dómur í máli próf. Níels- ar Dungals. Var honum gert að greiða 15 þús. kr til ríkissjóðs Svo sm kunnugt er, fannst nokkuð •af léttum vínum, samtals 36 lítrar, aðallega rauðvín og hvítvín, í bif- reið prófessorsins, er hann kom h:ngað sjóleiðis frá meginlandinu í haust. (Framhald at 16. síðu) sinni fyrir ritgerð. Dómnefnd ina skipuðu Guðlaugur Rósin kranz, Þjóðleikhússtjóri, Þor- valdur Skúlason, listmálari og Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur. — Myndin er af Jóni Sigurbj örnssyni í hlutverki Sörensens rakara. Sá sem handtók sjálfur fangi Leópoldville 6.1. (NTB). — Foringi herdeildar þeirrar, sem handtók Lúmúmba for- sætisráðherra fyrir réttum mánuði, er nú sjálfur fangi stuðningsmanna Lúmúmba í Stanleyville í Orientalhéraði. Herforingi þessi, Pongó, stjórnaði liði kongóskra her- sveita, er taka áttu Kívúhérað úr höndum stuðningsmanna Lúmúmba. — Var hann þá sjálfur tekinn fastur, en her- ferðin mistókst. í dag sendi Pongó skeyti til Kasavúbús forseta, þar sem hann skýrði frá því, að hann hefði talað á segulband yfirlýsingu, sem birt yrði í útvarpinu í Stanleyville. Þar segir Pongó þetta: Móbútú oíursti er leppur heimsvaldasinna. Látið Lúmúmba lausan. E.t.v. var það guðs vilji, að ég var tekinn ti' fanga, svo að friður mætti kom ast_ á í landinu. Útvarpið í Stanleyville hefur þó ekk; enn flutt þessa yfirlýsingu, og menn vita ekki, hvort Pongó hefur gefið hana af frjálsum vilja. Pongó þessi var lengi í þjón- ustu hers Belgíumanna í Kongó, áður en landið fékk sjálfstæði. Ffann er af sömu ætt og Kasa- vúbú forseti. Hann hefur stjórnað öi'yggismálum í stjórn Móbútús, og sjálfur var hann leiðtogi lítils f okks til skamms tíma. írar eru um þessar mundir að senda 700 manna herlið til Kongó. A það að leysa af hermenn þá, Bruninn í Hverager’Si (Framhald at 1. síðu.) vera einn vatnspóstur. Hann reyndist vera skemmdur, a. m. k. náiðist ekkert vatn úr honum. Úr því að svona illa tókst til, var ekki um annað að ræða en leiða vatn alllanga leið til slökkvistarfsins, 2—3 hundruð metra, og leið því nokkur stund, áður en slökkvi starf hófst. Gróðurhús skemmdust Þegar svo var komið, var engin leið að slökkva eldinn, en slökkviliðið eintaeitti sér að því að verja gróðurhús Guðmundar, þrjú að tölu. Ett þeirra var áfast skúrn- um, en hin tvö mjög nærri honum. Viðbyggða húsið skemmdist mikið, og munu þar fáar rúður hafa verið heil ar að lokum. Hitann lagði und ir mæninn, en frost var úti, svo að rúðurnar sprungu. Hin húsin tvö urðu einnig fyrir miklum skemmdum. Varð þarna mikið tjón, bæði á hús unum sjálfum, svo og gróðri þeim, er í þeim átti að vaxa, en þarna var mikið af upp- eldisjurtum. Vindur stóð af húsunum, í og varð því slökkviliðið að rjúfa gróðurhúsin til að kom ast í baráttuaðstöðu gagn- vart eldinum. Urðu skemmdir í sambandi við þá sókn. Skáta félaer Hveragerðis missti einn ig eigur í þessum bruna. Það átti þarna í skúrnum nokkuð af plasteinangrunarefni og fleira. Innbú og garðyrkjuá- höld voru vátryggð. jsem fyrir eru í landinu og fá nú heimfararleyfi. Áfram er barizt í Katangahér- jaði, og eiga hermenn frá írlandi og Nígeríu þar í höggi við Balúba menn, sem hafa farið um ræn- andi og ruplandi, á þessum slóð- um. Kyrrt er í Kívúhéraði. Stuðn ingsmenn Lúmúmba hafa héraðið l á valdi sínu undir leiðsögn Kasha- jmúra, fyrrum ráðherra í stjórn Lúmúmba. Evrópumenn í höfuð- borginni, Búkavó, eru þó ugg- andi. BINGÓ? Stöðugt streyma að aðgöngu miðapantanir á skemmtun Framsóknarfélaganna, sem halda á í LÍDÓ 12. þ. m., en ekki 11., eins og misritað- ist í blaðinu í gær. Þeir, sem þar ætla að komast með, ættu að hafa hraðann á og panta miða í síma 1-55-64 eða 1-29-42. Aðalvinningur í BINGÓINU er far til Kaupmannahafnar og heim aftur, en auk þess er flugfar út á land, kvenkápa, sportjakki. unglingaúlpur, 12 manna kaffistell og margt fleira. Næsti klúbbfund- ur á mánudag Næsti klúbbfundur Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík verður á mánudaginn 9. jan. á venjulegum stað og hefst kl. 8,30. Séra Sveinn Víking- ur flytur inngangserindi. Nán ari upplýsingar í símum f lokks ins og Framsóknarfélaganna, 15564 og 16066. Fögur litmyind (Framhald af 16. síðu). iitýraland. Guðmundur Steins son lét skáldsögu sína, „Mar- íumyndina“, sem út kom hjá Almenna bókafélaginu í hitt- eðfyrra, einmitt gerast á þess um stöðum. Kanaríeyjar eru fyrir langa löngu orðinn griðastaður ferðalanga frá öllum heims- hlutum, og hafa frændur okk ar á Norðurlöndum íyrir ára- tugum uppgötvað þessa Para dís. Aðeins fáir íslenzkir ferða menn hafa lagt leið sína til Kanaríeyja, en þar sem ferðir þær, sem Saga býður upp á, kosta frá 15 þús. krónum, má búast við, að margir leggi leið sína þangað eftireiðis. Mis- munur á fargjaldi þangað og til Norðurlandanna er ekki ýkjamikill, því að á síðasta sumri var þátttökugjald í hóp ferðum til Norðurlandanna um 12.000 krónur. Sækir um hótelbyggingu Á þessum fundi bæjarráðs var lögð fram að nýju umsókn Jóns Bjarnasonar o. fl., dagsett 25. nóv. s. 1., um lóð undir gistihúsbyggingu. Ennf'remur var lögð fram umsögn borgarlögmanns, dagsett 13. des.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.