Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.01.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, langardaginn 7. janúar 1961. BÆKUR OG HÖFUNDAR Einatt vill það til að kjör- við rekur á fjörur manna, og bókaflóð jólanna hefur áreið anlega skoiað ýmsum kjör- bókum á fjörur bókaunnenda. Ein slík barst svo þægilega mér í fang. Hún heitir: NÚ BROSIR NÓTTIN. Höfundur hennar er Theódór Gunn- laugsson að Bjarmalandi í Norður-Þingeyjarsýslu, höf undur bókarinnar Á REFA- SLÓÐUM, en söguhetjan og sá, sem ®egir frá, er Guðmund ur Einarsson í Brekku á Ingjaldssandi við Önundar- fjörð. Efni þessarar bókar á það vissulega skilið að hennar sé GuSmundur Einarsson annars bón. En ég hef beðið til Hans, sem hefur mátt og vilja til að uppfylla þarfir mannanna. Eg hef aldrei beð ið um neinar stórgjafir, held ur aðeins um hjálp til að upp fylla sárustu þarfirnar í það og það skiptið, og þá hjálp hef ég alltaf fengið og oft á ólíklegasta hátt.“ Guðmundur var oft feng-1 sæll bæði á landi og sjó. Lúðu, dró hann eitt sinn svo væna, að hann varð að hafa hana aftan í bátnum, og fá svo hest þegar á fjöruna kom, til þess að draga lúðuna á land, og var Guðmundur þó knár maður. Með byssuna skeikaði honum helzt aldrei. Á annað þúsund refi lagði hann velli og hlaut að síðustu verðlaun fyrir. Læknirinn hafði eitt NÚ BROSIR NÓTTIN minnst og gata hennar greidd til sem flestra, en við slíkt er umitvennt að velja: að skrifa langt mál um bókina og nefna margt, sem þar er sagt frá, eða geta hennar í fáum orðum og leitast við að vekja forvitni og áhuga manna á að eignast bókina. Sennilega má finna einhverja galla þar eins- og í flesum ef ekki öll- um bókum, en ekki geri ég neina tilraun til þess, því að það yrði svo hverfandi smá- vægilegt við hliðina á hinu mikla gildi bókarinnar. í háa tíð hef ég ekki tekið I rúmið með mér neina bók, sem ég hef ekki getað sofnað frá, nema þes'sa, og það er mjög sjaldgæft að ég lesi heila bók á örfáum dögum. Hún er allt í senn: bráð skemmtileg, hreinasta sæl- gæti á köflum, alvöruþrungin og gamansöm, mannbætandi og trúarstyrkjandi, skýr og fremur fáorð. í söguhetjunni sameinast hið geiglausa, á- ræðna og harðfenga karl- menni, hin blíða lund og óbil- andi guðstrúartraust. Guð- mundur er ævintýramaðufr- inn, elskhugi óbyggða og fjalla og allra náttúrutöfra, en einnig bamsins og heim- ilisins. Hann er jafnviðkvæm ur gagnvart mjúkum örmum barnabarnanna um háls hans sem gamalmennis, eins og hann er harðfengur og ósigr andi í stundum tvísýnum hildarleik lífsbaráttunnar. Hann viðurkennir þó mann- legan vanmátt og leitar oft hjálpar, sem sjaldan eða alls ekki bregst.“ Þurftir þú ekki oft að biðja um hjálp með allan þinn stóra bamahóp? spyr klerkurinn, sem var honum eitt sinn sam ferða. „Jú, ég hef oft beðið um hjálp.“ „Og fékkst þú hana alltaf?" „Já, alltaf.“ „Þú hefur víst stundum átt bágt með að biðja um hjálp, fyrst þú þurftir svona oft á henni að halda?“ „Nei.“ Þá þagnaði prestur um stund, segir Guðmundur, og horfði á mig mög athugulum augum, og mælti svo: „Ósköp hefur hreppsppfnd in verið hjálpsöm við þig.“ „Eg hef aldrei beðið hrepps nefndina um hjálp, og aldrei fengið hjálp frá nokkrum manni, nema eins og gengur og gerist, þegar einn gerir sinn harðbannað honum að stíga í fætur næstu þrjár vik urnar, er hann átti að liggja í lungnabólgu, en Guðmund- ur stalst á fætur á nóttunni og lagði að velli 16 refi á þess um þrem vikum. Dýrbíturinn var þá skæður í hjörðum bænda. Guðmundur var víst ekki nema 11 ára, er hann átti hina furðulegu viðureign við mannýga bolann á Hvítárvöll um og svo húsbóndinn þar, Andrés. En hann var fulltíða maður er hann háði orrustuna við Svíana á Sólbakka í Ön- undarfirði, en þar var heiðri Íslendinga knálega haldið á loft. Þessar ævintýrasögur Guð- mundar eru sannarlega ekki bragðdaufar og á þeim eru margir fletir, og sum spor minninganna liggja alla leið inn í dularheima tilverunnar. Sá er oft beztur þegn þjóðar sinnar, sem einnig er nýtur þegn til hins ósýnilega heims. f bókinni er mynd af þeim hjónum, þegar Guðmundur er 80 ára. í kring um þau er þá hinn mannvænlegi barnahóp ur, 12 talsins, en alls voru hjónabandsbörnin 17, 5 dóu í bernsku. Búskapurinn í Brekku er vissulega í frásögur færandi og hans hefu" hka verið getið, bæði í útvarpi og víðar. f örstuttum formála bókarinnar kemst Theódór Gunnlaugsson svo að orði um Guðmund: „Hann er sá merkilegasti maður, sem ég hefi kyn’->st. um dagana, og er þá mikið sagt. Bréfin frá honum og það, sem þeim fylgdi, hefur oft minnt mig á hinn forvitra Njál og einnig á göfuglyndi Ingimund ar gamla. Og hæfni hans, á- ræði og skjótleiki minnir þrá faldlega á ýmsar vinsælustu söguhetjur vorar. Er þá ekki nóg komið, lesandi góður, til að vekja athygli þína á ís- lenzkum afburðamanni? Síð- ar mun ég finna þessum orð- um mínum stað. Meðan þjóð vor elur slíka syni, er hún á réttri leið og hefur réttan skilning á gildi sínu. En gimist hún um of gullnar veigar og góða daga, og sem hæst laun fyrir helzt til lítil afrek, ber nauðsyn til að fletta spjöldum fortíð- arinnar. Þar er með djúpum rúnum rist sú lífsreynsla- og athafnir, sem BEZT hafa dug- að okkur íslendingum á ber- angursgöngu liðinna alda, þegar eldgos, drepsóttir og ísavetur sóttu að á aðra hlið, en á hina ófyrirleitnir eigin- hagsmunamenn, sem létu greipar sópa um sullið allt, er til náðist. Beri slíkan vanda að hönd- um á ókomnum öldum, er það heitasta ósk mín, að úr þjóðar djúpinu rísi þá upp menn, MARGIR karlar og konur, með athafnavilja og frelsis- þrá, hugrekki og göfuga trú þess manns, er næstur tekur til máls“. Svo mælir Theódór þar sem saga Guðmundar hefst. Þeg- ar ég lagði frá mér þessa ein stöku bók, leið mér eitthvað svipað og svöngum manni, sem tæmt hefur diskinn sinn, en er þó ekki mettur. Theódór og Guðmundar hafa gefið þjóðinni bók, sem tæpast mun gleymast í bóka- hillum, en ætti að geta orðið mörgum ungum manni hollur og hvetjandi lestur, sem er þó um leið bráðskemmtilegur. Bó.kin er hin mesta furðu- saga. Pétur Sigurðsson: Móðir okkar, Kristín Hjálmsdóttir andaðist að morgni hins 6. jan. á Landakotsspitala. Ásta Hansdóttir, Guðriður Hansdóttir, Jón Hansson, Óskar Hansson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Zophoníasar Sveinssonar Ásbrekku, Gnúpverjahrepp. Ingveldur Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Utför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Guðjóns Jónssonar, trésmiðs, Grettisgötu 31, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9. jan. kl. 10,30. Athöfninni í kirkjunnl vnrSur útvarpað. — Blóm og kransar ''<sFið. F. h. vandamanna, Kristín Jónsdóttir. Vélsmiöjur, vélaverkstæði, bifreiðaverkstæði járniðnaðarmenn og vélsmiðir Höfum nú ávallt fyrirliggjandi áhöld og efni til logsuðu og logskurðar frá hinu þekkta sænska AGA fyrirtæki — svo sem: Logsuðu- og logskurðartæki, stærri og minni gerð Logsuðubrennarar, stakir Lóðbrennarar, gasbrennarar, ýmsar gerðir Gasmælar — Súrefnismælar Gasslöngur Hlífðargleraugu fyrir logsuðu og logskurð Logsuðu-vír °9 Logsuðuduft Járn Kopar Steypujára Alúmíníum Silfurkveikingu Eina sérverzlunin hérlendis með allt til logsuðu og logskurðar. Varahlutir fvrir liggjandi í allar gerðir AGA logsuðu og logskurðartækja — Önnumst viðgerðir á logsuðu- og logskuiðartækjum, mælum 0. fl. Hlutafélagið I5AGA, Rauðarárstíg 29. — Reykjavík. Símar: 11905 — Verzlun og afgreiðsla. 13876 — Skrifstofan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.