Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 3
3^ gmnl3,ijaa4ap" 1961. Ný barnadeild á Landakotsspítala Á þritSju hæS spítalans hefur verií komií fyrir 31 sjúkrarúmi fyrir börn í gær gafst fréttamönnjm kostur á að skoða nýja barna- deild, sem komið hefur verið upp á þriðju hæð St Jósefs- spítala í Landakoti. Á ofan- verðu sumri var hafizt handa um að innrétta þriðju hæð hússins fyrir sjúklinga, en hún hafði áður verið notuð til íbúðar fyrir starfsfólk. Þegar innréttingu þessari var lokið, var hæðin tekin í notkun sem barnadeild. Yfirlæknir spítalans, dr. Bjarni Jónsson, skýrði frá þessari nýju deild. Kvað hann hjúkrun barna og með ferð vera um margt frá- brugðna þvl, sem við á um fullorðna og væri það til mik ils hagræðis fyrir aðra lækna og til öryggis fyrir börnin að þau séu í deild, sem stjórnað er af barnalækni. Liður í nýbyggingu Barnadeildin er einn liður í nýbyggingu spítalans. Ekki er aðeins ætlunin að losna sem fyrst við hið gamla timb urhús, heldur einnig að taka upp nokkuð aðra tilhögun en unnt er að hafa í þrengslum timburhússins, sem nú er að verða 60 ára gamalt, og er þetta upphafið að þeirri breytingu. Barnalæknir spítalans er Björn Guðbrandsson en hann tók við af Kristbirni Tryggva (Framhald á 2. síðu.) Hér sést einn sjúklinganna á hinni nýju barnadeild S’t. Jósefsspitaia. (Ljósm. TÍMINN, K.M.) Samninganefndin í sjómannadeilunni sat á fundi f alþingishúsinu f gær, er Ijósmyndari Tímans tók þar þessa mynd. Samningafundlnum lauk án árangurs, þrát fyrir Iftils háttar tilslakanir á báða bóga. Fundur er boðaður á ný klukkan hálf sex f dag. Ljósmynd TÍMINN. — K.M. Loftarásir geröar á stuöningsmenn Lúmúmbd Flugvélar Thsombes mannaíar hvítum flug- mönnum og siglingafræcSingum — herli'Ö S. Þ. hra'ðar för sinni til Manónó Elísabetville—LeopoldviIIe — NTB, 12. jan. — 600 manna herflokkur-Marokkómanna á végum S.þ. í Kongó nálgaðist í dag bæinn Manono í Kat- anga. Hlutverk þeirra er að aðstoða 200 Nígeríuhermenn, sem þar eru fyrir, við að forða stórátökum á milli fylgismanna Lumumba — en 600 þeirra eru þegar komnir til bæjarins — og hermanna fyikisstjórnarinnar, sem Ths ombe hefur nú sent af stað til atlögu við innrásarliðið. Talsmaður S.þ. í Elísabeth- ville sagði í dág, að ástandið í Manono væri enn hið sama síðan hermenn Lumumba birt ust þar, og hefðu þeir ekki enn gert sig líklega til frek- ari sóknar suður á bóginn. Balubamenn stöðvuðu í dag lest í Búkamahéraði, sem gætt var af Marokkóhermönn um, og í dag fréttist af ann- ari lest, sem situr föst á slóð- um Balubamanna, en það mun hafa verið vegna bilun ar. Þeirrar lestar er gætt af sænskum hermönnum. Samningi sagt upp. Fyíkisstj órnin í Katanga hefur nú sagt upp samningi þeim, sem hún gerði við S.þ. þann 17. október um hlut- laust svæði í norðurhluta Katanga og telur hún, að eftir innrás Lumumbamanna séu forsendur samnings þessa brostnar með öllu. Fréttir frá Elísabethville herma ennfrem ur, að fylkisstjórnin hafi nú gefið út skipun um alls- herjaraðgerðir gegn innrásar liðinu á landi og í lofti. Könn unarflugvélar fylkisstiórnar- innar sveimuðu þegar í morg un yfir norðurhluta landsins, en um hádegisbilið í dag kvaðst fylkisstjórnin hafa lát ið herflugvélar sínar gera nokkrar loftárásir á liðssafn að Lumumbamanna og Bal- ubamanna, og segir hún þær hafa gengið að óskum. Ný innrás yfirvofandi. Ennfremur munu herflokk ar hafa lagt upp frá Elísabeth ville í dag, og héldu þeir í norðurátt, áleiðis til stöðva. Lumumbamanna. Mobuto ofursti sendi í dag j liðsstyrk til setuliðs síns í j Ekvadorhéraði í austurhluta Kongó, og styrkir það fyrri fréttir þess efnis, að árás Lumumbamanna sé yfirvof- '< andi, en íbúar héraðs þessa eru taldir mjög hliðhollir Lumumba. Talsmaður S.þ. í Leopold- ville staðfesti í dag þá frétt, að þann 9. janúar hafi Baluba menn, vopnaðir bogum og j örvum, ráðizt inn í þorp i1 norðurhluta Katanga og ráð-: ið þar tveimur mönnum bana.! Ekki hafi tekizt að hrekja þá j á brott fyrr en eftir sólar- \ hrings bardaga. Ástandið alvarlegt. Talsmaður S.þ. í Elísabeth- ville lét svo ummælt í kvöld, að ástandið í Katanga væri enn mjög alvarlegt. Brýna nauðsyn bæri til að skilja liðs menn Lumumba og herdeildir fylkisstjórnarinnar, áður en til alvarlegra átaka kæmi á milli þeirra- Belgískur flugmaður, sem dvalið hefur í Kongó í mörg ár, sagði í Brússel í kvöld. að allir flugmennirnir og loft- siglingafræðingarnir í flug- her Katanga væru hvítir, flestir Belgíumenn, sem ráðið j hefðu sig til Thsombe eftir uppreisnina í Leopoldville og Thysville í fyrra. Áður voru þeir í þjónustu nýlendustjórn ar Belga. Flugmaðurinn skýrði frá því, að flugvélarn ar væru gamlar, flestar fyrr verandi eign Belgíumanna í Kongó. Síðustu fréttir: Ljóst er nú að allur norð- urhluti Katanga ólgar af ókyrrð, eftir að Thsombe fylkisstjóri sagði upp samn ingnum um hlutleysi þessa landssvæðis við S.þ. í kvöld bárust þær fréttir til Elísa- betville, að herskáir Baluba menn hefðu í dag ráðizt inn í bæinn Luena, sem er í um 250 km. fjarlægð frá Elísa- bethville, lagt hann undir sig allan og misþyrmt Evr- ópumönnum í bænum. Þrátt fyrir endurtekna beiðni fylk isstjórnarinnar mun her- stjórn S.þ. hafa neitað að skipta sér af hertöku bæjar ins. Balubamenn lögðu þeg ar undir sig flugvöll bæjar- ins Luena og röðuðu olíu- tunnum á flugbrautirnar. Er hermenn Thsombe freist uðu þess að fjarlægja tunn ur þessar, voru þeir stöðvað ir af herliði S.þ. Dag Hamm . erskjöld er væntanlegur seint í kvöld til Leopoldville á leið sinni til New York og er við því búizt að hann ræði þegar hinar alvarlegu horfur við fulltrúa sinn, Dayal hinn indverska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.