Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 11
íbúarnir í Brussel iusu blómum yfir Baldvin kóng og hans tilvonandi drottningu, donnu Fabíólu, þegar þau sýndu sig þar fyrst opinberlega saman. Það var 24. september. En Brussel
búar héldu ekki á blómum, heldur steinum, þegar kóngur og drottning komu heim úr brúðkaupsferðinni þann 29. desember s. 1.
Ölánið hefur elt belgísku konungsfjölskylduna í 30 ár
Nú eru eftir sex krýndir
þjóðhöfðingjar í Evrópu, tvær
drottningar og fjórir kóngar;
einn þeirra er Baldvin Belgíu-
kóngur er setið hefur í hásæti
í tíu ár, en margt bendir nú
til að hann verði síðastur
kónga þar í landi.
Belgíska þjóðin er að missa
þolinmæðina gagnvart konungs-
fjölskyldunni en talið er að hún
eigi nokkum þátt í því hvernig
komið er í Belgíu. Þessari fjöl-
skyldu hafa fylgt sífelld óhöpp allt
frá því að Baldvin kóngur var
þriggja ára gmaall, en þá, árið
1934, fórst Albert afi hans sem
var velvirtur af þjóðinni og títt-
nefndur „hinn riddaralegi Belgíu-
konungur“. Hann féll og lamdist
til dauðs í Ardennafjöllum en
fjallgöngur voru hans uppáhalds-
íprótt.
Annað slys
Árið eftir ók faðir hans, Leó-
pold, út af veginum við Interlaken
í Sviss. Bíllinn féll í vatnið en
Astrid drottning móðir hans dauð-
rotaðist.
Astiid sem var kölluð „snæ-
prinsessan" var dóttir Carls her-
toga af Vestur-Gautlandi í Svíþjóð
og hertogaynjunnar Ingeborg. Hún
gjftist Leópold, þá krónprins, í
fetokkhólmi, 22 ára gömul. Þegar
siysið skeði stóð hún á þrítugu.
Hún þótti fögur kona og ástsæl
drottning, og má segja að belgiska
þjóðin hafi tekið hana í dýrlinga-
tölu eftir andlátið, En Baldvin og
systkini hans, Jósefína Karlotta
og Albert, urðu móðurlaus.
Uppgjöf
Baldvin var knapplega tíu ára
gamall þegar Þjóðverjar ruddust
inn í Belgíu í annað sinn á 25 ár-
um. Leópold faðir hans reyndi að
halda hlutleysi landsins og stjórn-
aði her sínum í 18 daga, gafst svo
upp og flúði til Frakklands og
Spánar. Eftir að Frakkland gafst
upp fyrir Þjóðverjum, flutti hann
at'tur heim með börn sín og sett-
ist að í konungshöllinni.
Leópold voru borin á brýr, land-
iáð og hann varð í hugum manna
takn uppgjafarinnar. Hann reyndi
aldrei að bera af sér sakir opinber-
lega og þetta álit manna festist við
h?nn.
Sýður upp úr
En reiði þjóðarinnar náði há-
irarki þegar Leópold giftist Mary
Liliane Baels árið 1941. Þessi kona
varvþá, 24 ára gömul, dóttir land-
stjóráns í Vestur-Flandern, sem
var fiskútflytjandi með lélegt
mannorð og grunaður um sam-
vinnu við nazista.
Það sýnir smekkvísi Leópolds að
hann kallaði þessa konu sína
Fíéthy prinsessu, en það var dul-
nefni Astrid diottningar þegar
hún var fvrst á ferð með Leópold
í Belgíu. Nafnið er dregið af smá-
þorpi nærri Antwerpen sem heitir
svo. Þetta hafa Belgir aldrei fyrir-
gefið Leópold. Og það var kald-
hæðni örlaganna að þetta borgara-
ltga hjónaband hefur meir en
nokkuð annað eflt fjandskap
vinnustéttanna í Belgíu við kon-
ungsfjölskylduna.
Óákveðinn
Baldvin fylgdi föður sínum og
stjúpu fyrst til Burg Hirchstein
við Elbu og síðan til Austuriíkis
þar sem Þjóðverjar komu þeim
fyrir. Austurríki féll í hendur
bandamönnum árið 1945 og þá var
Baldvin 14 ára gamall.
Það var langur vegur heim til
Belgíu. Sósíalistar þar kröfðust
þess að Baldvin settist í hásætið
en kaþólikkar studdu Leópold sem
ákvað að láta ekki sjá sig heima
en halda þó konungstign. Hann
settist að með syni sínum í Sviss,
cn Baldvin gekk þar í skóla.
Vandamálið var aftur uppi á
teningnum árið 1950 þegar Leó-
pold fékk nauman meirihluta við
þjóðaratkvæðagreiðslu, og enn
xeyndist hann of deigur til að
á.kveða sig. Hann dró ákvörðunina
á langinn frá því í marz 1950 til
16. júlí árið eftir og gafst þá end-
anlega upp á því að vera konungur
Belgíu, þá 50 ára gamall. Þann 17.
júlí sama ár var Baldvin settur á
trónið.
En þetta vandamál leystist of
seint. Baldvin kóngur sem er tal-
inn heldur atkvæðalítill ungur
maður og hefur mest yndi af að
russa á mótorhjóli með 120 km.
hraða á klst., er nú gagnrýndur
f.vrir allt sem hann tekur sér fyrir
hendur.
Gagnrýndur fyrir allt
Fyrst var honum gefið að sök
að hann hegðaði sér ekki eins og
kóngi bar. Svo var það vitlaust af
honum að fara til Kongó og
Bandaríkjanna til að afla sér vin-
sælda. Menn voru reiðir vegna
þess að hann kom ekki strax frá
Itiverunni þegar flóðin dundu yfir
Belgíu árið 1952, og að hann ekki
hætti við að fara til Spánar þegar
námuslysið varð í Marcíneth. Það
var í þriðja sinn að hann var fjar-
(Framhald á 13. síðu.)
Lögreglumenn vopnaðir sverðum börðust við upphlaupsmenn, sem vopnuöust stólum og öðrum húsgögnum
óeirðunum 1950, þegar Leópoid kóngur gat í hvoruga löppina stigið og vissi ekki hvort hann átti að segja af
sér. Baldvin var þá fölleitur 19 ára stúdent og þunnur á vanga. Hann var útnefndur generallautinant það ár
og þann 11. ágúst vann hann eiðinn: „Eg mun í einu og öllu helga Belgíu Irf mitt og starf". Árið eftir var hann Astrid drottning líktist madonnu með þrjú börn. Hún sést hér með Albert
tekinn til konungs.
prins á handleggnum, og Baldvin, 4 ára, og Jósefínu Karlottu.