Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 8
8 TÍ4J«iN”N, fHsfcadagínn 18. }anúar KWl i Þessar tvær hnísur fara dansandi um laugina, synda alveg saman eftir ákveðnum takti. stækka hann og gerð allstór eyja. Sjávarbotninum var blátt áfram mokað upp, og ekki látið við það sitja að búa til allstóra eyju, heldur mikinn granda frá ströndinni, þar sem Miami-borg stendur, út í eyj- una og eftir honum lagðir breiðir vegir og sporbrautir. Síðari heimsstyrjöldin tafði mjög starfið við að koma sæv- ardýrastöðinnj upp, en þó kom þar að nún var opnuð 1955 og síðan hefur verið mjög aukið arettu í munn varðmanns, sem stendur hátt á palli, synda og stökkva í reglulegum fylking- um. Þær hlýða kalli varð- manns síns, raula jafnvel eða gelta og grípa síldar í loft- stökki af ótrúlegri fimi. Sú spurning vakmar, Tivort íslendingar geti ekki komið sér upp vísi að sævardýrastöð- og ekki er ólíklegt, að unnt sé að temja litlu og fimu íslenzku hnísurnar tii ýmissa lista. — ak. Hnísan Gorky stekkur fjórar rrtannhæSir upp úr vatninu og grípur síldina, sem Adolf heldur eins hátt og hann getur á palli sinum. Sjávar- dýra- stöðin við Miami Ájrið 1513 steig Ponce de Leon, spænskur innflytjandi og sæfari á land á lítilli eyju við Biscayne-flóann á ausfur- strönd Flórádaskaga og fékk kaldar viðtökur hjá Seminól- um — Indíánum sem byggðu þennan fenjaskaga_ og eyjarn- ar við ströndina. Á eftir fór'u aldalangar erjur landnema og Seminóla, en nú stendur borg- in Miami og gistihúsaborgin Miami Beach á þessum slóð- um. Þangað þyrpist fólkið á vetrarmánuðum og nýtur sjó- baða og sævarlofts. Þarna eiga ýmis stórmenni vetrarbústaði sína en fiytja sig norður á bóg inn, þegar sumrar. Miami er fræg fyrir marga hluti. Hún er oft kölluð paradís sjóstanga- veiða, og víst er um það, að þar fyrir ströndum fær marg- ur vænan drátt og sprettharð- an fisk á öngul. Við Miami er líka eitt hið stærsta og fjölskrúðugasta sæv- ardýrasafn heims, og verður að fara vestur til Kyrrahafs- strandar. fil þess að finna jafn- oka þess. Þetta sævardýra- og fiskasafn var þó ekki opnað fyrr en 1955, og það á sér all- merka sögu. Það er raunar gjöf frá auðugum iðnrekanda í Ohio, Fred D. Coppock að nafni. Hann var mikili veiði- maður og þekkti fiska þá, sem menn glíma við út af strönd Flórída. Hann hafði búið i Flórída hvern vetur síðan 1908. Séð yfir sjávardýrastöðina við Miami. Ákvað hann að gefa fé til þess að gera stórt og fullkomið sævardýrasafn við Miami. En lóðir voru dýrar á þess- um slóðum, og siíkt akvai'ium þarf allstórt land undir hús sín og tjarnir. Samt f-ókst að ná haldi á svolitlum sand- hólma skammt frá strönd, og svo var hafizt handa um að við hana. Þama eru nú þús- undir eða tugþúsundir tegunda fiska, hvala, sela, skjaldbaka, sveppa og snáka, öllu mjög vel fyrir komið, og þangað sækja milljónir manna árlega skemmt un og fræðslu um lífið í haf- inu. Mér gafst s. 1. sumar tæki- færi til að ganga um stöðina með framkvæmdastjóranum, al- úðlegum miðaldra manni, sem sýndi mér allt sem gerzt, og sú heimsókn gleymist seint. Þótt hvorki sæjust þar þorskur né ýsa, mátti sjá skötu og stein- bít og fleiri kunningja norðan úr höfum, en þó vöktu meiri athygli stórfiskar suðurhafa og skartfiskar ýmsir. Verið var að byggja mikla húshvelfingu með koparhjálmi, 40 metra í þvermál, og skyldi þar fyrir komið nýjum deildum. Þarna hafa verið búnar út smáeyjar, sem kallaðar eru „týndar eyj- ar“, eftirmynd þeirra smá- hólma með fjölskrúðugu dýra- lífi, sem nú eru úr sögunni við strönd Flórída. Þar er fenja- gróður og mangróv-tré, eðlur ýmsar, slöngur og krókódílar, fuglar margs konar, selir og skjaidbökur. Þarna eru hundruð, eða jafn vel þúsundir manna á reiki hverju sinni, en mesta athygli vekja hvalalaugarnar, þar sem margvíslegar sýningar fara fram, og þaulæfðir og tamdir hvalir og selir leika ótrúlegar listir. Mesta athygli vekja stórar hnísutegundir, sem stökkva tvær til fjórar mannhæðir upp úr vatninu, sækja jafnvel síg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.