Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 12
12 TÍMINN, föstudaginn 18. 's RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON ★ Nokkrir tékkneskir íþróttamenn Teljast ekki stangaveiðar 'til íþrótta? EitthvaS er talað um „sport" í sam bandi við þær að minnsta kosti. Víga legi veiðimaðurinn hérna á siðunni er tékkneski rithöfundurinn Milan Jaris og hefur hann hreppt væna styrju og er kampakátur yfir veið- inni. Skyidi hún ekki vera hrogna full — kaviar. Það átti raunar að standa í upp- haH, að allnr myndirnar éru af tékkneskum íþró'ttamönnum, og það eru knáir karlar. Hérna er t.d. fyrr- verandi heimsmeistari í kanó-róðri. og sá kann að handleika árina. Hann heitir Voknér. Þá er loks tékkneskur meistari í stangarstökki — Marcel Blazej. Þrír Svíar fyrsfir í Monolitt-skíðagöngunni Hin árlega Monolitt-skíðaganga fór fram í Noregi um síð-i ustu helgi. Þátttakendur voru allir beztu skíðamenn Norður- landanna f jögurra Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerk- ur. Gangan var mikill sigur fyrir Svía, sem áttu þrjá fyrstu menn. í göngunni tóku þátt fjöru' tíu menn og sá, sem hafði síð asta rásnúmer, bar sigur úr býtum. Það var hinn nýi göngugarpur Svía, Assar Rönnlund frá Umeá, sem er 25 ára gamall.t Sigur hans kom ekki sérlega á óvart, þar sem hann hefur að undan- förnu náð mjög góðum ár- angri í heimalandi sínu, en hins vegar bjuggust flestir við því, að landi hans Sixten Jernberg eða Finninn Hakul- inen myndu reynast sigur- stranglegastir. Tveir og tveir göngumenn voru ræstir í einu og gerði það gönguna miklu skemmti legri, þar sem mikið var um einvígi Sá, sem fór fyrstur af stað, var Daninn Svend Carlsen, og hann kom síðast ur í mark af öllum keopend- unum, en þrátt fyrir það var. honum sennilega fagnað mest. Hann vildi ijúka göng- i unni hvað sem á gengi — en j margir frægir garpar höfðu gefizt upp. Þessi Monolitt-skíðaganga er sú skemmtilegasta, sem fram hefur farið, enda örfáar sekúndur, sem skildu að fyrstu mennina. Áhorfendur skiptu mörgum þúsundum og var mjög gott fyrir þá, sem fylgjast með göngunni, enda farnir fjórir hringir. Allt hjálpaðist að, veður var hið fegursta og færi gott: Úrslit urðu þessi: A. Rönnlund, S. 47.12 S. Jernberg S. 47.18 Sture Gran, S. 47 19 S. Steinsheim, N. 47.29 L. Larsson, S. 47.44 V. Hakulinen, F. 47.51 Einar Östby N. 47.51 Oddm. Jensen, N. 48.14 13. Hallg. Brenden, N. 48.28 19. H. Brusveen, N. 49.20 j 23. M. Stokken, N. 49.34 : 25. R. Andreasen, N. 49.47 Þekkt merki meðal skíðamanna Toko skiðaáburður Kneissl skíði með plast- sólum >'æntanleg í vikunni Tyrolia skíðabindingar módel 1960. sterkar, d.ið- veld stílling, gott verð ÁVAU '! FREMSTIR Sími 13508 Kjörgi'-ði Laugaveg 59 Austurstræti 1 Póstsendum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.