Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, föstudaglnn 13. janúar 1961 — Segið honum að þaö sé í pípunum í veggnum, sagði hann. Svo slökkti hann á tæk inu og sagði: — Það er ekki hægt að gera við suðinu. Hlustið nú á, ég spila það sem við sögðum. — Segið nú eitthvað rólega, alveg eins og þér séuð að tala við hann. Kynleg rödd sagði: — En ef hann tekur nú eftir þessu hljóði? Eg hefði ekki þekkt rödd mína aftur, en það er kannski svo með flesta. — En látið tækið ekki vera of lengi í gangi, sagði hann. — Setjið það ekki af stað fyr en eitt- hvað fer að gerast. Svo bætti hann við: — Og hringið til mín, ef þér verðið einhvers vísari. Hann gekk fram að dyrum. Hann sneri sér við á þröskuld inum og spurði eins og af til- viljun: — Hver er hann ann- ars? — Eg vil helzt ekki segja yður nafnið núna. Eg held það sé hann, en ef svo er ekki þá skiptir nafn hans engu máli fyrir ykkur. En ef það er hann, skal ég segja yður það. — Svona myndi aðeins kona svara, sagði hann og var ekki laust við svolitla glettni 1 rödd hans. Eg stóð og starði á græna púðann minn og gula púðann minn og skildi ekki almenni lega hvers vegna ég var svona ákaflega hnuggin. Eg tók við leikhúsmiðun- um og henti þeim á borðið. •— Já, en ég hafði mikið fyr ir að ná í þá, mótmælti Ladd glaðlega. — Það er uppselt á þetta stykki fram á sumar. — í kvöld vil ég ekki fara út. Eg hef skipt um skoðun. — Nú sé ég þig í nýju ljósi — heimakær, húsleg og ástúð leg. Sjáðu bara hérna, róman tísk birta, vínglös og meira að segja smurt brauð. Eg verð að segja að þú kannt listina að gera heimilislegt í kring um þig. Eg hef á tilfinning- unni að við höfum verið gift í tíu ár. — Ekki stríða mér, sagði ég eymdarlega. — Hérna leggstu á dívaninn. Fæturna uppí líka. Nei, hinsegin. Eg ætla að sitja hérna hjá þér. Hjá græna og gula púðan- um, hugsaði ég bitur. — í kvöld eigum við að kynnast almennilega, sagði ég þýðlega, — í kvöld eiga minrJngarnar um fortíðina að fá líf og lit. Mér fannst eins og ég væri að draga grip til slátrunar. Við dreyptum á víninu og röbbuðum, þangað til að við vorum komin í þá réttu stemningu. — Það er kannski ófrum- legt og óviturlegt að segja það, sagði ég lágt. — En eng in kona óskar í raun og sann leika að vera sú fyrsta í lífi karlmanns. Þá er han.: of 28 viðvaningslegur, of t. vndur og oft feiminn. Og nú máttu ekki svíkja mig Ladd, segðu mér frá ölum fyrirrennurum mínum. Eg leyfi þér að hafa haft að minnsta kosti tvær eða þrjár — eða er það nóg? Hann tók þátt í lsJmum. — Tvær er nóg, ef þú vilt endilega vita það, tautaði hann. Rödd hans var mjúk og ögn dreymandi, þegar hann hugs aði aftur í tímann. — Hún hét Patsy, ég var tuttugu ára og þetta var fyrsta raun verulega ástin mín. Hún átti heima á Columbus Avenue og lest ók framhjá heimili hennar á tíu mínútna fresti, svo að maður varð að ljúka af sínu skrafi áður en næsta lest kæmi. Hann leitaði að orðum. — Það er erfitt að segja frá svona. — En þú elskaðir hana. — Eg býst við því, annars myndi ég vera búinn að gleyma þessu. Þetta entist í eitt ár. Eg kom venjulega í Columbus Avenue á hverjum sunnudegi. Eg held það hafi fSkkd fallið einn einasti úr mánuðum saman. En svo gerði ég það asnastrik að taka hana með í samkvæmi. Eg var stoltur af henni og vildi sýna hana. En á heim- leiðinni grét hún — hún sagði að stúlkurnar — ekki piltarnir — hefðu litið niður á sig. Hún vildi ekki lengur fara neitt með mér, vildi ekki vera samvistum við mig. En svo spurði hún einu sinni af fyrra bragði, hvort ég vildi ekki bjóða henni í samkvæmi svipað þvi sem ég hafði boðið henni í áður — og helzt að sömu gestirnir kæn.u. Eg gerði það og fór að sækja hana. Eg man þegar hún kom út, klædd dýrindis loð- kápu. Eg er ýmsu vanur, en aðra eins glæfraflík hef ég aldrei nokkurn tíma séð. Hún sagði að fjölskylda sín hefði hjálpað sér með fyrstu af- borgunina af henni. Hún var í loðkápunni allt kvöldið og stundum opnaði hún glugg- ana til að hafa ástæðu til að vera í henni. í þetta skipti hló enginn að henni — þau voru öll mjög ung. Hún var ákaflega hamingjusöm, þegar ég ók henni heim seinna um kvöldið. Hún kyssti mig með meiri ofsa og hita en nokkru sinni áður. Eins og hún vissi að við myndum ekki_____slást framar. Og við höfunv- ekki sézt. Daginn eftir var hún handtekin og send á uppeldis hæli fyrir vandræðatelpur, fyrir að hafa stolið loðkáp- unni. Hann reis snögglega á fæt- ur og gekk um gólf. Og ég skildi tilfinningar hans. Hann nam staðar fyrir fram an skápinn, þar sem upptöku tækið var. Mér fannst hjarta mitt hætta að slá. — Nei, Ladd, sagði ég og rödd mín var óeðlilega hvell. — Komdu hingað til mín. Þú mátt ekki ganga um gólf, þegar ég er að tala við þig. — Ekki hef ég tekið eftir að þú segðir mikið, sagði hann og horfði annars hugar á skápinn, fitlaði við hurð- ina .... — Jú, sagði ég skrækróma. — Komdu til mín. Hann kom aftur og hall- aði sér aftur út af og tók utan um mig. Eg dró andan léttar. Svo sagði hann mér frá númer tvö. En það var ekki Mia — ég vissi það strax — og hlust aði aðeins með öðru eyranu. Sagan var ósköp stutt og hann virtist ekki eins angur vær yfir henni og Patsy litlu sem hafði stolið loðkápunni. — Og hvað svo meir . . . ? — Nei, þetta er allt og sumt. Það sem eftir er, er mitt .... mitt einka skíta- mál. Þú hefur ekki gaman af því. — Nú hefurðu sagt mér frá þeim konum, sem þú elskaðir, sagði ég. — Segðu mér frá einni, sem þú hefur hatað. Konu, sem þú hefur hatað af öllu hjarta. Við konur höf- um áhuga á aðeins því tvenna: — ást og hatri! Eg hélt hann ætlaði ekkert að segja. En að síðustu kom það: — Jú, ég hef hatað eina konu, sagði hann ofur hægt. — Hvernig var hún? — Rótsmogin — rótsmogin inn fyrir innsta kjarna. Og það eru ekki nógu sterk orð til að lýsa henni. Eg heyrði hatrið ólga og vella í rödd hans. — Ef ytra útlit hennar hefði verið eins og hið innra hefði hún verið lokuð inni. En því miður. — Það var öðru nær. Það er oft ast þannig. Og skyndilega var sagan byrjuð, ég vissi það næstum frá byrjuninni, um hverja hún fjallaði. — Hún skemmti í nætur- klúbb .... Þannig hóf Ladd söguna af konunni, sem hann hafði hatað mest um ævina. Eg fálmaði skjálfhent eftir kveikjaranum. Ladd reis upp til hálfs og minnstu munaði að hann hætti frásögninni. Hann sagði: — Hvaða suð er þetta? Hljóðið var skýrara í kvöld kyrrðinni heldur en þegar Flood hafði reynt tækið að degi til. — Það er bara ísskápurinn, sagði ég. — Það þarf að gera við hann. En haltu áfram með það, sem þú varst að segja frá. — Hún var eini kvenmaður inn, sem ég hef nokkurn tíma .... — Nokkurn tíma hvað? Hann sat þögull langa hríð. — Já, hún er eina konan, sem ég hef óskað að dræpist. Litlu síðar sagði hann með háifgirðri grafarraust: — Jæja, hún er dáin núna. — Hvað hét hún? — Því hefurðu huga á að vita það? sagði hann dapur- lega. — Jú, auðvitað hef ég á- huga á því, sagði ég blítt og strauk létt um hökun'a á hon um. — Segðu mér hvað hún hét. — Hún var lauslætisdrós, sem hét Mia Mercer. Það var að minnsta kosti leikhúsnafn hennar, ég veit það ekki fyrir víst hvort hún hét einhverju öðru .... það byrjaði með því að ég skemmti mér mikið á tímabili. Og. ég hitti hana, rétt svona eins og maður hitt ir slíkar stúlkur, og er með þeim annað veifið. Aldrei nokkurn tíma var ég ástfang inn af henni, því er þér óhætt að trúa, en mér fannst hún skrítin og í fyrstu skemmti- leg. Dálítið dýr í rekstri, en ekki leiðinleg. En eitt kvöld komst hún að nokkru um mig. Aftur þagnaði hann. Föstudagur 13. janúar. 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13,15 Lesin dagskrá naestu viku. 13.25 „ViS vinnuna": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Börnin heimsækja framandi þjóðir: Guðmundur M. Þor- láksson talar aftur um Lappa og Sampó litla Lappadreng. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Harmonikulög. 19,00 Tiikynningar. 19.30 Fróttir. 20,00 Daglegt mál (Óskar Halldórs- son cand. mag.). 20,05 Efst á baugi (Umsjónarmenn: Fréttaatjórarnir Björgvin Guð mundsson og Tómas Karlsson). 20^35 Alþýðukórinn syngur þjóðlög og ný íslenzk lög. Dr. Hall- grímur Helgason stjóirnar. 21,00 Upplestur: Bryndís Pétursdýtt ir leikkona les ljóð eftir Sigfús Daðason. 21.10 Tónieikar: Sinfónia nr. 3 í a-moll (ófullgerð) eftir Borodin (Sinfóníuhljómsveit rússneska útvarpsins leikur. Nebolsin stjórnar). 21.30 Útvairpssagan. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér"; I. þáttur. — Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: a) Giorgio Semprini yngri ieikur á píanó. b) Aroes-bræður syngja. 23,00 Dagskrárlok. Eftfr Cornell Woolrich EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Merki jórosvíkæp — Þetta e.r alveg óskiljanlegt, m-ilúrAr Eiríkur. Bolor hlýtur »ð hsfs verið færður út utu gluggana, J»ví að ,'»>kntrmr itóð við dyrnar. VttMm ikapaur og segkr: — Hef u.'' þú hugsað dóminn yfir morð- ingjamun, kóngur? — Komdu með sannanirnar! segir Eirikur livat.skeytslega. Þið Sverrk- eruð á ðbdverðum meiði. Dyravörðurinn hrópar nú á Eirík og segir að Sverrir sé kominn og vilji finna hann. AlJir horfa nú á Sverri en at- hyglin beinist þó enn meir á þann sem ke.rn.ur í liós hak við hann, Vappanr, BoJor — Hér stend ég og hér er vitnið að sakleysi mínu! hrópar Sverrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.