Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaglnn 13. janúar 1961 Sextugur í dag: Magnús Einarsson iðnrekandi Magnús Einarsson, iðnrekandi er sextugur í dag. Magnús er fæddur á Rauðasandi 18 jan. 1901 09 ólsf þar upp til 18 ára aldurs. Þá fluttis’t hann til Reykjavíkur og kom til bæjarins á afmælisdag inn sinn, 13. jan. 1919. Nokkru eftir komu sína til bæjarins réðist Magnús í siglingar á verzlunar skipi, um 10 mánaða skeið. Þegar farið var að rafvæða Reykjavík frá Eiliðaánum byrjaði Magnús raf virkjanám hjá Jóni Sigurðssym raffræðing og síðar Bræðrunum Ormsson Var Magnús einn af fyrsta árgangi í rafvirkjadeild iðn skólans 1922—23, en þá voru þar kennarar Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri og Guðmundur Hlíð- dal síðar póst- og símamálastíóri. Einnig var Magnús við fyrstu raf- virkjanirnar á Akureyri og Sauð árkróki. Höfum kaupanda að 50—100 smálesta vélbát. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFAN Laugavegi 19 Skipa- og bátasala Símar 24635 og 16307. SKIPAUTGCRB RIKISINS Um eins árs skeið mun Magnús hafa starfað við verzlunarstörf, "aðallega sölumennsku, en 1924 hóf Magnús vélsmíðanám í vélsmiðj- unni Hamri, fór því næst í Vél síjóraskólann og lauk þar námi 1930. Magnús var undir- og yfir- véistjóri um fjögurra ára skeið en árið 1936 byrjar Magnús að undir- búa iðnfyrirtæki sitt, dósagerð, en það hefur verið hans aðal lífsstarf síðustu 24 árin. Magnús hóf dósa- gerð sína í Sænska frystihúsinu fyrri hluta árs 1936, í félagi með Val Einarssyni en hann hafði lært dósagerð í Kau'pmannahöfn. og \ar nýkominn heim frá námi. beg- ar Magnús var að hefja starfsem- ir.a. Segir Magnús að Valur Ein- arsson hafi reynzt sér hinn ágæt- asti starfsfélagi. Á fyrsta starfsári var fyrirtækið gert að hlutaíélagi og varð Magnús framkv.stjóri og prókúruhafi. Dósaverksmiðian h/f varð fljót- lega undir hans stjórn eitt af myndarlegri iðnfyrirtækjum lands ins með allt að 60 manns starfandi þegar flest var. Magnús var þar framkv.stj. -til 1P46, eða 10 fyrstu rekstrarár fyrirtækisins, og nokkru síðar seld; hann hlutafé sitt í Dósaverksmiðjunni. Enn- fremur var Magnús annar aðal- stofnandi Niðursuðuverksmiðjunn- ar Síld h/f, á Akureyri og stjórn- aríormaður bví féiagi meðan bað fyrirtæki starfaði, frá 1944 til 1950, en frá þeim tíma hefur Magnús rekið sín eigin fyrirtæki, niðursuðu og dósagerð um tveggja ára skeið í svokölluðum Dvergs- liúsum við Grandagarð hér í oæn- um og frá 1952 Umbúðaverksmiðj- una h.f., Skipholti 17, en það er fjölskyldufyrirtæki í hlutafélags- formi. Hefur sonur Magnúsar, Kristinn vélsmiður þar daglega stjórn, og ferst það vel úr hendi. Er það fvrirtæki í ágætrj þróun Magnús Einarsson er hraust- menni hið mesta, og vonum við v-nir hans að ennþá eigi hann f.ramundan langan starfstíma. Kona Magnúsar er Anna Magn- úsen af hinni kunnu Dalsætt í Færeyjum og Danmörku. Bör'n þeirra eru Einar viðskiptafræð- ingur, starfsmaður SÍS i Barda- ríkjunum,' Kristinn, vélsmiður og verkstjóri í verksmiðju föður síns, Karla Júlía, kona Víðis Finnboga- sonar, stýrimanns hjá Eimskip og Elín, námsmey. Við vinir Magnúsar óskum hon- um til hamingju með afmælisdag- irn. Vinur. Auglýsið í Tímanum ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim vinum mínum og kunningjum, sem heiðfuðu mig með heimsóknum gjöfum og heilla- skeytum á 60 ára afmæli mínu 27. des. s 1. færi ég mínar beztu þakkir Óska ykkur öllum gæfu og góðs gengis á þessu nýbyrjaða ári. JÓN TÓMASSON, frá Hrútatungu, Köldukinn 8, Hafnarfirði Innilega þakka ég öllum þeim er auðsýndu mér vinsemd á ní-^ð cafmæli mtnu. Vigfús Gunna»-sson Flögu Esja austur um land í hringferð 19. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðs fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð- ar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers og Húsavíkur Farseðlar seldir á þriðjudag. Orðið er frjálst „Ekki er allt gull sem glóir Vegna samtals við Halldór Sig- ur'ðsson gullsmið í Tímanum 21. des. 1960, get ég undirritaðúr ei stillt mig um að svara svívirðileg- um fullyrðingum Halldórs. Greinin hefst á þessum orðum: „Ekki er langt um liðið síðan menn komu auga á að íslenzkir steinar væru nothæfir í skartgripi, hvað þá að þeir kæmust að raun um að þeir væru fegurri og verð- mætari útlendum glertölum inn- fluttum og greiptum í hringa og men handa fósturlandsins Freyj- um til að skarta sig með“. Til að byrja með vil ég taka það fram, að íslenzkir steinar hafa ver ið notaðir í íslenzka skartgripi meira og minna síðustu þrjátíu til fjörutíu árin, bæði í model-skart- gripi sem aðra skartgripi af fleir- um en einum gullsmið er það því svo langt fjarri sanni, að Halldór ] sé á nokkurn hátt frumkvöðull að I þessai'i skartgripagerð, eins og stíft er haldið fram í samtali þessu, Þökkum innilega ölium þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar mannsins síns, föður okkar, tengda- föður og afa, Guðjóns Jónssonsr, Grettisgötu 31. Fyrir hönd vandamanna, Kristfn Jónsdóttir. „Jafnvægið" Þó byggðin á annesjum bregðist og býli í dölunum innst, menn skoða það ekki sem skaða og skynsamlegt ýmsum það finnst að halda nú undan og hopa af hólmi í þéttbýli mest, menn hafi þó vit á að velja og vera hyar jjkar þeim bezt. Inn landkunni landnáma hringur, sem liggur nú brotinn og mjór, hann eyðist nú bæði að innan og eins þar sem liggur að sjór. Það má ekki við því ið minnsta og magnlausast ríki á jörð að minnka að utan og innan og afnema ræktaðan svörð —. Og dýrmætust er hún nú orðin in afskekkta byggð þessa lands, því íslendings eðlið hún fóstrar og óbrjálað tungumál hans, það höfum við haft fyrir sannað, en hitt er nú enn ekki víst, að borgir það meti ið mesta, er missa við viljum þó sízt. Sigurður Norland. ÚTIHURÐIR StærSir: 90x206 cm. 81x206 cm. Fyrirliggjandi spónlag^ar t^ak-útihnr'ÍSiV Plasteinangraíiar Ver'ð kr. 2.300,00 og 2.500,00 eftir ger<$. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA Trésmiðja þar sem m. a. er sagt: „Halldói Sigurðsson gullsm. er forgöngu- maður um þessa skartgripagerð, en hann hóf fyrstur manna model- smíðar með íslenzkum steinum“ Þess má einnig geta, að steina- slípari sá, er slípar eingöngu fyrii Halldór nú, eins og hann tók fram í viðtalinu, hefur í nokkur un'dan- farin ár slípað íslenzku steinana og selt til þeirra gullsmiða, sem hafa vildu, og það löngu áður en Halldór fór að smíða utan um þá, en það var ekki fyrr en fyrir þrem ur árum, að Halldóri tókst að ná í einkarétt á þeim, til þess að geta þannig náð þeim öllum til sín. En, það er þó lán í óláni, að fleiri en einn maður í heiminum geta slípað íslenzka steina og þar af leiðandi geta nú fleiri gullsmið- ir en Halldór smíðað utan um ís- lenzka steina. Þá er heldur ekki hægt að þegja yfir þeiri'i ósvífni, er það er full- yrt svart á hvítu, að hinir gull- smiðirnir greypi innfluttar gler- tölur í hr'inga og men handa fóst- urlandsins Freyjum. Hér er senni- lega átt við erlenda ímiteraða steina svo sem Rubin, Safir o. fl. af sama tagi, sem mun hafa mun meiri hörku en þeir íslenzku, að maður miði nú ekki við t.d. hrafn t;nnu, sem er hin lélegasta stein- jegund. Lýsa skrif þessi á opin- skáan hátt hugarfari Halldórs í garð hinna gullsmiðanna. Útyfir allt keyrir þó, þegar hann ræðst á gullsmiði þá, sem unnið- hafa fyrir hann, og þar á meðal undirritaðan, sem vann um tíma hjá Halldóri og smiðaði eftir eigin teikningum hluta af vöru þeirri, er hann hafði á boðstólum í verzlun sinni, og ber uppá þá og aðra gullsmiði, að þeir stæli frá sér teikningum, en hann tekur þó samt fram, að gullsmiðir megi svo sem nota íslenzkt grjót, en þeir aftur á móti móðgi sig með stælingum. Eg segi fyrir mig, að ég myndi allt annað en til Halldórs í leit að slíkri vizku, vegna þess að ég hef af eigin raun kynnzt verklægni hans og vinnubrögðum og ég tel það langt í frá, að hann hafi efni á að slengja slíkum skít í íslenzka gullsmiði. Að lokum langar mig til að geta þess, hverjir smíða model- gripina hjá Halldóri, auk hans, á vei'kstæði hans nú undanfarið, en það er einn lærlingur og tveir fúskarar ólærðir að öllu leyti, enda talar handbragðið sínu máli. Með þökk fyrir birtinguna, Hreinn M. Jóliannsson, gullsmiður. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19. SKIPA OG BATASALA Tómas \rvason. hdl. Vilhiálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307 w*V*V'%*V*- I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.