Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.01.1961, Blaðsíða 1
Áskriffarsíminn er 1 2323 10. tbl. — 45. árgangur. Landhelgi Grænlands — bls. 2. L • vWwI Ji Föstudagur 13. janúar 1961. Hreindýr drukkna niður um ís Ætluðu yfir Lagarfljót á veikum ísi. Saurbæjarkirkja í Eyjafirði. Myndin tekin 1938 af bandaríska íslandsvininum Mark Watson. Þjóöminjasafniö varðveitir Saurbæjarkirkju í Eyjafirði Sunnudaginn 22. janúar næst komandi verður hátíðleg guðsþjónusta haldin í gömlu torfkirkjunni í Saurbæ í Eyja- firði. Tilefni þessa er bæði það, að kirkjan er nýlega orðin 100 ára og að söfnuð- urinn endurheimtir nú kirkju sína til helgihalds, en það hefur fallið þar niður í tvö ár vegna viðgerðar á kirkj- unni. Fyrir tveimur árum var tekið til við endurbyggingu þessarar gömlu torfkirkju á vegum þjóðminjasafnsins, Einstakt óhapp í vörugeymslu Einkennileg atvikarás leiddi af sér nokkurt tjón hjá fyrir- tækinu yírnef h.f. í Borgar- nesi, sem nú mun eitt fram- leiða nagla á landi hér. Vatn flæddi undir birgðir af fram- leiðslu fyrirtækisins í vöru- húsi og evðilögðust umbúð- irnar. Óhapp þetta vildi til í geymslu fyrirtaekisins, sem er til húsa ann- ars staðar en gamla verksmiðjan. Þar voru hlaðar af pappakössum, sem í voru naglapakkar. Engin vatnsskaðatrygging Vatnslaust varð í næsta húsi, og var vandfundin orsök þess. Datt húsráðendum helzt í hug, að vatn myndi renna í húsinu, þar sem naglageymslan er, en það stendur ívið lægr'a. Var nú farið að rann- saka þetta, og kom þá í ljós, að stæða af naglakössum hafði hrun- ið og lent á hurð, sem við þetta hrökk frá og á vatnskrana með þeim afleiðingum, að vatnið rann óhindrað út. Gerði nú flóð undir naglabirgðirnar, og blotnuðu stæð ur neðanverðar. Blautar pappa- umbúðirnar eru ónýtar og verður að skipta um, auk þess sem sjá verður um að framleiðsluvaran ryðgi ekki. Tjónið. er tilfinnanlegra vegna þess, að eigendurnir höfðu ekki vatnsskaðatryggt vöruna. Yfirleitt eru þeir fáir, sem tryggja eigur sínar gegn skaða af þessu tæi. J.E. sem tekið hefur við viðhaldi hennar, en jafnframt gegnir kirkjan áfram hlutverki sínu sem safnaðarkirkja. Verndun gamalla bygginga Þjóðminjasafnið hefur á sama hátt tekið að sér nokkr ar gamlar byggingar, sem eru þannig verndaðar og undir yfirráðum þess. Svo er t. d. um gömlu bæjarhúsin í Glaumbæ, á Grenjaðarstað, Burstarfelli og Keldum á Rangárvöllum. Þannig er og um Hólakirkju í Hjaltadal, einnig nokkrar gamlar kirkj- ur, og er ætlunin að láta þær standa um ókomin ár sem sýn ishorn og til minningar um fornan, fagran og þjóðlegan kirkjubyggingarstíl, sem að öðru leyti er horfinn úr sög- unni. Kirkjurnar gegna áfram hlutverkum sínum Þannig hefur þjóðminja- safnið og tekið undir sína vernd hina frægu Víðimýrar kirkju í Skagafirði, kirkju eða bænhús að Gröf á Höfða strönd, Hofskirkju í Öræfum og bænhús á Núpsstað í Fljótshverfi í Skaftafells- sýslu og nú síðast Saurbæjar kirkju í Eyjafirði. (Framhald á 2. bíSu.) Nýlega bar svo til morg un einn aust ur á að fundu sex hreindýr dauð í vök í Lagar- fljóti, og hafði ísinn brostið undir þeim, er þau voru á leið yfir fljótið. Það mun ann- ars koma mjög sjaldan fyrir, að hreindýt fari sér að voða á þennan hátt. Það vir'ðist vera orðin venja dýr anna á hverjum vetd, þegar fer að harðna um, að leggja leið sína út Fljótsdals'heiðina og í Hrúars- tungu, og urðu menn fyrir nokkru varir við, að dýrin voru komin á þessar slóðir. Það er ennfremur venja dýranna að fara austur yfir Lagarfljót í Eiðaþinghá á veturna. 6 dauð í vök Það var svo fyrir fáum dögum, að menn fundu þessi 6 dýr dauð í vök á svokölluðum Vífilsstaða- flóa í fljótinu, en þar rennur það á breiðu, en er samt nokkuð djúpt. Ekki vi;ta menn, hvort fleiri dýr hafa verið í flokki þeim, sem Meraoi, | þarna hefur ætlað sér að renna menn yfir. Ekki hefur enn orðið vart við nein hreindýr í Eiðaþinghá. Fældust.dýrin? Fljótið var nýlagt og ísinn veik- ur og hefur því svikið dýrin. Hrein dýr renna jafnan hratt, erþaufara yfir ís, og er það gáta manna, að styggð hafi komið að þeim á ihlaup unum, og hafi þau því stanzað í hnapp þarna úti á miðju fljótinu. Dýrin eru mjög stygg. Það hefur því einnig getað verið af þeirri ástæðu, sem þau fóru út á ísinn, ■að hundar á bæjum eiga það til að elta dýrin o| styggja þau. Ekki hafa menn enn getað komizt að skrokkunum til að nýta þá, þar eð fljótið er þarna djúpt og bátur ekki fyrir hendi. — Ljómandi veð- ur var á Héraði í gær, sólskin og vorauð jörð en iítið frost. Fljótið er ekki lagt nema á stöku stað og hver'gi fyrir ofan Egilsstaði. S.St. Sótti giftingar- hringinn í flakið - Sjóprófum lokið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum í gær — frá fréttaritara Tímans. — Sjó prófum vegna strands belg- íska togarans lauk hér í dag. Virðist niðurstaða þeirra vera sú, að slysið hafi orsakazt vegna of iítillar ferðar á tog- aranum út úr höfninni' móti veðri og sjó. Þegar hafnsögumaðurinn yfir- gaf skipið, var það á lítilli ferð, og skipstjóri setti ekki á fulla ferð fyrr en það var orðið um seinan og skipið var komið fast upp í bergið. Suðaustan 9 vindstig voru á og mikil kvika. Vegna ónógrar ferðar móti vindi og sjó hefur skiþ ið ekki látið að stjórn. Þegar afturendinn slóst upp í bergið, lyftist stýrisvélin upp, og imjög skjótum hætti — eða á nokkrum mínútum. Skipstjórinn gerði sér ferð út í skipið í dag. Var erindi hans aðallega að sækja giftingarhring sinn, sem hann vissi vísan í brú skipsins. Hafði hann upp á hringnum og gekk greiðlega að ná honum Skipið er annars fullt af sjó og olía rennur úr geymum þess. Það er allmikið brotið, enda lemst það við hafnargarðinn. Skipbrotsmennirnir leggja af stað til Reykjavíkur með Herjólfi í kvöld, að skipstjóranum undan- teknum, sem mun ætla að fylgjast með örlögum skiþsins eitthvað lengur. Vonlaust er talið að draga skipið á flot, en hins vegar er ekki ólíklegt, að það verði dr'egið eitt- úr því er skipið algerlega stjórn-j hvað frá garðinum vegna hættu á laust. — Allt gerðist þetta með I að það brjóti hann. S.K. Ný barnadeiici á Landakoti — bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.