Tíminn - 19.02.1961, Blaðsíða 16
Innbrotafarald
ur á Akranesi
Akranesi. — Töluvert hef-
ur verið um innbrot hér á
Akranesi nú aS undanförnu og
það svo, að á skömmum tíma
hefur verið brotizt inn á fimm
stöðum.
Lögreglan hefur haft rann-
sókn þessara mála með hönd
um, og hefur henni nú tekizt
að upplýsa tvö þeirra. Brotizt
var inn i Alþýðubrauðgerðina
og stolið þaðan einhverju af
skiptimynt. Þar reyndist 16
ára piltur hafa verið að verki.
Þá var brotizt inn í Bifreiða-
verkstæði Haraldar Böðvars-
sonar og Co. og stolið þaðan,
dálitlu af peningum, ýmsum
verkfærum, riffli o.fl. Þar
kom sami piltur við sögu, á-
samt öðrum á svipuðu reki.
Mestu af þýfinu var skilað.
Enn er stærsta innbrotið
óupplýst, en það var í skrif-
stofu Sigurðar Hallbjörnsson-
ar h.f. Þar var stolið 4 þúsund
krónum í peningum. Gert er
ráð fyrir, að ekki líði á löngu
þar til ljóst verður, hverjir
þar voru að verki. G.B.
Alltaf amar eitthvað að:
Skíðakennarinn kom-
inn — snjóinn vantar
Ólafsfirði, 17. febr. — Hér
er nú blíðviðri með eindæm-
um dag hvern og snjólaust að
kalla. En það er eins og þar
stendur .að enginn gerir svo
öllum líki og ekki guð í himna
ríki. Þótt allir gleðjist í sjálfu
sér yfir góða veðrinu, þá eru
j>eir þó til, sem gjarnan kysu
að fá ofurlitla snjógusu.
Við voram nefnilega búnir að
fá hingað skíðakennara, Svanberg
Þórðarson. En þá vantaði það, sem
við átti að eta: snjórinn kom ekki,
þar tH nú á mánudaginn. Þá kom
norðanhríð, og léttist nú heldur
betur brúnin á skíðamönnum. En
gleðin varð skammvinn. Nú er
aftur komih asahláka, og allur
snjto á förum.
Unnið í félagsheimili
Á meðan þessu fer fram vinnur
skíðakennarinn hér í félagsheim-
ilrnu. Þar er mikið að gera og
vinna þar iðnaðarmenn úr ýmsum
greinum: trésmiðir, blikksmiðir,
múrarar og málarar. Væntanlega
verður unnt að vígja félagsheim-
ilið í sumar.
Fáir lejta burtu
Nokkrir bátar róa og er afli
sæmilegur. Stærri þilfarsbátarnir
iá þetta frá 3—6 lestir í róðri, en
hinir minni allt upp í 3 lesrtir og
er engu lakara því þeir eru með
styttri línu.
Rauðmagaveiði byrjaði nú í vik-
unni, en er frekar treg enn sem
komið er, enda bátarnir með fá
net.
Atvinna má heita sæmilega góð
og kemur þar tii, að stærri bátar
eru nú gerðir héðan út á línu en
áður hefur verið. Venju fremur
fáir hafa horfið héðan í atvinnu-
leit í vetur, og stafar það bæði
af verkföllunum og því, að at-
vinna er hér meiri nú en oftast
áður á þessum árstíma. BS.
Æskulýðssamkomur
í Grindavík
Þriggja kvölda æskulýðs-
samkomur verða haldnar í
Grindavík í næstu viku. Höfj-
ast þær sunnudaginn 19.
febrúar kl. 9.30. Munu sam-
komurnar verða með líku
sniði og æskulýðssamkom-
urnar í Keflavík og Útskála-
kirkju, það er að segja mikill
almennur söngur, auk ein-
söngs.
Ræðumenn á.samkomum þessum
verða m. a^. séra Jón Árni Sigurðs-
son, sóknarprestur í Grindavík.
séra Bragi Friðriksson, fratn
kvæmdastj. æskuiýðsráðs Reykja
vikur, og séra Ólafur Skúlason,
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
Kirkjukór Grindavíkur mun einnig
taka þátt í samkomunum, en
sljórnandi hans er Svavar Árnason
organisti.
Á mánudag og þriðjudag verða
svo skólaheimsóknir. Að sjálf-
sögðu eru ailir velkomnir á þessar
srmkomur, en sérstaklega er ungt
fólk á fermingaraldri hvatt til þess
að fjölmenna. ‘
Sölvaþurrkun á austurströnd Kanada — hellulagöur þerrireltur.
Söl markaðsvara
í borgum Kanada
Sú var tíðin, að á íslandi
voru lestaferðir farnar til
þess að sækja söl. Á fjörum
í Saurbæ í Dölum og Breiða-
fjarðareyjum var mikil sölva-
tekja, og um margar aldir var
það föst venja, að sveitabænd
ur á Suðurlandi keyptu söiva-
bagga á Eyrarbakka fyrir ýmis
konar landafurðir. Jafnvel
Skaftfellingar ráku árlega
slíka skiptiverzlun á Bakkan-
um.
Nú er or'öi'ö lítið um sölva
tekju hér á landi, og þa'ö þarf
jafnvel talsverða fyrirhyggju
ef merni vilja veröa sér úti
um lítilræði af þeirri vöru.
í þúsund ár voru sölvafjörur
nytjaöar og söl algengur mat
ur, en nú eru þau næstum því
úr sögunni.
Elztu heimildir geta sölva
sem sjálfsagðrar fæðutegund
ar. Minna má á Eglu og sölin,
sem Þorgerður Egilsdóttir
girmti fööur sinn til þess aö.
tyggja, þegar hann hugðist
svelta sig i hel. I Grágás eru
söl talin til jarðarávaxta, og
í Sturlungu getur þess, að
menn hafi farið hópum sam
an til þees að baupa söl.
Sölin voru ekki aðeims gagn
leg lífsbjörg, heldur þóttu þau
einnig hið mesta lostæti, ef
þau voru vél verkuð. Eggert
Ólafsson getur um sölvatekj
una í feröabók sinni og lýsir
verkunaraðferð, sem' sjálf-
sagt hefur verið svipuð frá
upphafi landsbyggðar. Þegar
sölin komu úr fjöru voru þau
þvegin úr ósöltu vatni, þurrk
uö í sólskini og síðan sett und
ir farg í tumur eða kúta.
Þar settist á þau sykurskán,
sem kölluð er hneita.
Á dögum Eggerts voru söl
víða etin daglega með harð-
fiski og smjöri. Þau voru köll
uð holl fæða, og það er nú
einmig dómur vísindanma.
Sölvatekia og sölvaát
í Kanada
í tímariti, sem gefiö’ er út
af fiskimálaráðuneytinu í
Söiln vegin og sett í plastpoka.
Ottawa, segir frá sölvatekju
þar í landi og vaxandi eftir-
spum í mörgum borgum Kan
ada.
Helztu sölvafj örurnar eru á
eynml Grand Maman í mynmi
Fundy-flóa. Þar vaxa sölin,
dimmblá að lit, á skerjum og
kiettabríkum, er sjór fellur
af um fjöru. Kanadamenn
nefma þau „dulse“, en þaö
orð er af keltneskum upp-
runa, sjálfsagt komið úr máli
eyjarskeggja og strandbúa á
Skotlflndi og írlandi.
Sölvaver í Svörtuhöfn
Sá staður á Grand Manan,
þar sem sölvatekjan, er mest,
mefnist Svartahöfn. Þar hefst
sölvatekja fyrra hluta apríl-
mánaðar eða í vorbyrjun. Þá
hópast þangað fólk til sölva-
tekju, og stundar það hana
fram eftir sumri. Hefst fólk
ið þama við í smákofum og
afmarkar sér reiti, sem það
helluleggur á ströndinni.
Við starf eitt hefur þaö bát
kænu með utamborðsmótor,
körfur og poka. Þegar að fell
ur, er fengurlnn færður að
landi og breiddur til þerris
á þurrkreitnum, og ríður þá
á, að sólfar bregðist ekki il
langframa, því að sölin spill
ast fljótt, ef þau ná ekk^ að
horna í tæka tíð.
Drjúg tekiullnd
Mikið kapp er í fólki að
safna þessum verðmæta
sjávargróðri. Sumir stunda
bessa vinnu í fjóra eða fimm
mánuði samfleytt, en einnig
eru mikil brögð að því, að
ungt fólk 'iotl ■sumarleyfi sm
til þessa starfs, sér til tekju
uka. Fyrir hvert pund af sölv
m fást að meöaltali 34 sent,
-u hæst hefur verðið komizt
43 sent pundið.
Frá Nýju Brúnsvík eru nú
74 þúsund pund af sölvum
send á markaðinn árlega, og
fyrir þá framleiðslu fást 24
j þúsund kanadískir dollarar.
(Framhald á 2. aíðu.)