Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 7
'WMWJt, s*»íttWiðag*mi 19. maí* 1961. w Stjórnin hefur brugöizt á öllum sviðum, en þd mest og verst í landhelgismalinu Herra forseti. Aldrei fyrr mun nokkur ríkisstjórn hafa svo gjörsam- lega glatað tiltrú sinni og á- liti með þjóðinni eins og sú, sem nú situr. Aldrei fyrr mun nokkur ríksstjórn hafa stjórn að svo þveröfugt við kosn- ingaloforð sín, sem núv. rík- isstjórn. Aldrei fyrr mun nokkur ríkisstjóm hafa jafn blygðunarlaust rofið einingu þjóðarinnar í miklsverðu sjálfstæðs- og hagsmuna- máli og afsalað dýrmætum réttindum, án samráðs við þjóðina. Allt þetta hefur núv. ríkis- stjórn gert á hinum stutta valdaferli sínum. Það er því ekki ófyrirsynju, að van- trauststillaga hefur verið flutt hér á Alþingi á ríkis- stjórnina. Loforð og efndir Stuðningsflokkar stjómar- innar lofuðu fyrir kosningar bættum lífskjörum. Efndirn- ar era 15 til 20% lífskjara- skerðing. Stuðningsflokkar stjórnar- innar lofuðu mikilli skatta- lækkun — efndimar eru skattalækkun á hátekju- mönnum og nýr söuskattar á allar lífsnauðsynjar, sem notaðar era frá vöggu til grafar, og jafnvel þar er ekki staðar numið. Stuðningsflokkar stjórnar- innar lofuðu spamaði í ríkis- rekstri — efndirnar eru 50— 60% hækkun fjárlaga, nýtt ráðuneyti, ný bankastjóra- embætti og mörg önnur em- bætti, og síðast liðinn föstu- dag var útbýtt hér á Alþingi frv. til laga um nýtt ríkis- bákn. Stuðningsflokkar stjórnar- innar lofuðu stöðvun dýrtíð- arinnar, efndirnar eru meiri dýrtíð en nokkru sinn fyrr. Stuðningsflokkar stjórnarinn ar ætluðu að hætta erlendum lántökum — efndirnar eru stórfelldari lántökur en nokkru sinni fyrr, ekki til framkvæmda, heldur til eyðslu. Stuðningsflokkar stjórnar- innar lofuðu aukinni aðstoð við byggingu íbúðarhúsa — efndirnar eru lánsfjártak- mörkun, vaxtaokur og 50— 70% hækkun á öllu bygging- arefni. Stuðningsflokkar stjórnarinnar ætluðu að stuðla að jafnvægi í byggð landsins — efndirnar eru lækkun á atvinnuaukningar- fé, synjun ríkisabyrgðar, nema fyrir þá, sem eiga fyllstu tryggingar. Stuðningsflokkar stjórn- arinnar lofuðú heilbrigðum rekstrargrundvelli fyrir at- vinnuvegina —■ efndirnar eru lánsfjárkreppa og vaxtaokur með þeim árangri, að mörg atvinnufyrirtæki eru nú í dauðateygjunum. Ræða Ðaníels Ágústínussonar í vantraustsumræðunum Kunnur útgerðarmaður i Vestmannaeyjum lét svo um mælt á landsfundi L.Í.Ú. í vetur: „Ennþá hefur ekkert eitur verið framleitt í heiminum, sem orkar fljótar á meindýr en efnahagsmálapólitík rík- isstjórnarinnar verkar á sjáv arútveginn." Þetta er einföld og skil- merkileg lýsing. Árangurinn er samdráttur í öllum fram- kvæmdum. Iðnaðurinn hefur þegar fækkað fólki í ýmsum greinum, eða sumum þeirra verið lokað, — þegar svo er komið, þá er atvinnuleysið á næsta leyti. Vinnutíminn hefur víða verð styttur og við það minnka tekjur verka manna og iðnaðarmanna. Mánaðarkaup þeirra með venjulegri dagv. er 4.100.00 kr. Ýmsar aðrar stéttir, eins og kennarar og venjuegt skrif stofufók, er lítið betur sett. Ríkisstj órnin hefur vanrækt að ,gefa út leiðbeiningar fyrir almennng, hverng krafta- verk eiga að ske, að fjölskyld- ur geti lifað af 4 til 5 þús. kr. á mánuði, með þeirri dýr- tið, sem ríksstjórnin magnar jafnt og þétt. Hefði verið á- stæða til að slík bók fylgdi viðreisnarbæklingi þeim, sem sendur var af hálfu ríkis- stj órnarinnar á hvert heim- ili í fyrravetur. Og Alþýðufl. igengur í þessum málum enn lengra en Sjálfstæðisfl., sam anber ræðu hæstv. mennta- i málaráðherra hér áðan. Má segja, að Alþýðufl. í þessum kjaramálum skipi sér hægra megin við Sjálfstæðisflokk- inn. þjóöarinnar og hyrningar- steinninn aö fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Stjórnar- farslegt sjálfstæði íslendinga var unnið í áföngum, þar til lokasporið var stigið 1944. Stækkun landhelginnar hefur sætt sömu vinnubrögðum. Nú er brotið blað í sögu landhelgismálsins. Fiskveiði- lögsagan færð inn um 6 míl- ur, að minnsta kosti næstu Verstu brigð- mælin En allt það sem að framan er sagt, hverfur þó nú í skugg ann fyrir meðferð ríkis- stjórnarinnar á landhelgis- málinu. Meiri brigðmæli við kjósendur og virðingarleysi við þá, hefur engin ríkisstjórn sýnt, hvork fyrr né síðar. Er sama, hvort litið er á málið sjáltt, meðferð þess undan- farna mánuði eða afgr. þess hér á Alþingi. Allt er jafn einstætt. Eftir að stuðnings- lið stjórnarnnar hefur í tvennum kosningum 1959, svarið hollustu sína við 12 mílna landhelgi, gert ályktun á Alþingi 5. mai 1959, um að ekki komi til mála minni fisk veiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis land- ið, er það undanhald tekið upp, sem alþjóð er nú kunn- u|t um. Baráttan fyrir stækkun landhelginnar, er einn þátt- urinn í sjálfstæðisbaráttu 3 árin umhverfis mest allt landið, á þeim tíma árs sem fiskigöngur eru mestar á hverjum stað. Afsalaö er þeim rétti, sem þióðinni hefur verið dýrmætastur frá upphafi, að færa fiskveiðilögsöguna út einhliða. Það hefur gefið þjóð | inni hvern sigurinn af öðrum. Hér hafa hinir slyngu samn- ingamenn, Bretarnir, gripið tækfærið til að afvopna þjóð ina. til frekari útfærslu á næstu árum, enda geta brezk blöð ekki dulið þá ánægju sína og telja einmitt þetta ákvæði kjarna samkomulags- jins. Með þessu hafa Bretar ;náð því kverkataki á íslend- ungum, sem þeir hafa lengi isótt eftir. Sigur Breta íslendingum er nú farið sem stríðsmanni sem sofnar á verðinum og er rændur vopnum sínum. Hvers er hann megnugur á eftir? Bretar höfðu tapað stríðinu við ís- lendinga. Þeir notuðu tæki- færið þegar Genfarráðstefn- an hófst í marz 1960, að hætta veiðum með herskipa- vernd. Sú veiði gaf litlar tekj ur, var áhættusöm að vetr- inum, er ekki var hægt að fá hér læknishjálp né viðgerðir á skipum og allur heimurinn hló að þessu uppátæki Breta. Um 30 ríki höfðu fært fisk- veiðilögsögu sína út í 12 míl- ur og var Ísland eina ríkið, sem Bretar níddust þannig á Það voru hverfandi líkur fyrir því, að Bretar byrjuðu aftur veiðar undir herskipa- vernd. Hér hefur því sigruð- um andstæðingi verið afhent vopnin, svo hann geti byrjaö á nýjan leik. Næstu tveir mánuðir eru hábjargræðistími fyrir sjó- menn og útgerðarmenn á Suð ur- og Vesturlandi, þegar „sá guli“ gengur upp á land- grunnið. Nú er þessum mönn um gefin fyrirheit um það, að hundruð útlendra togara verði sendir á miðin til að skafa þar upp hvern úgga, er þar leynist, og1 gjöreyði- leggja þann mikla árangur, sem friðunin hefur borið und anfarin ár. Er þetta líkast því, að stóði væri beitt í vel- ræktað tún mánuðina júní, júlí og ágúst, en það fengi að vera í friði annan tíma ársins, Skýrir það betur en allt annað, hver blekking mánaðarútreikningurinn er, þegar þess er gætt, að Bretar , fá hvert veiðisvæðið nákvæm- lega á þeim tíma, þegar fisk- urinn er þar mestur. r Anægja Guðlaugs Þegar síldveiðin hefst fyrir Norðurlandi í júní og fram í september og allur vélbáta- floti landsmanna er þar kom inn, þá er opnað inn að 6 míl unum fyrir erlendum veiði- skipum. Er líklegt, að Rúss- ar, Norðmenn og aðrar þjóðir, sem mikla áherzlu leggja á síldveiðar, notfæri sér þeta ríkulega. Veiðisvæðið fyrir Austurlandi, er svo opið sitt á hvað allt árið. Þar verður engu hlíft. Sjómenn hugsa til þess með hryllingi, er tog- aravargurinn kemur á beztu mið þeirra næstu daga og hirða björgina frá þeim. Mega þeir þakka fyrir, meðan veið- arfærin verða ekki líka hirt. Hvaða ráðstafanr hyggst rík- isstjórnin gera, til að bæta úr slíku fjárhagstjóni? Hv. 3. þm. Suðurl., fulltrúi í útvegsbæ (Guðl. G.), hann lét í Ijós ánægju sína hér áðan yfir þessu og sagði, að allir hugsandi menn í landinu væru ánægðir með þetta. Það eru væntanlega ek'.:i margir hugsandi menn á íslandi að hans dómi héreftir. Það er furðulegt, þegar þm. úr út- vegsbæjum gera slíkar vind- myllur á burst Ólafs Thors. Yfirlýsing Ólafs 1953 upp. Aðrar þjóðir ýmist við- urkenndu eða virtu 4 mílur strax. Þá var núv. hæstv. for- srh., Ólafur Thors, sjávarút- vmrh. Eftir að löndunar- bannið hafði staðið í eitt áx og viðskiptastríð hafið milli þjóðanna, ávarpaði hann sjó menn og aðra íslendinga & sjómannadaginn 7. júnl 1953 og sagði meðal annars, með leyfi hæstv. forseta: „í janúar 1952 fór ég til London til að tilkynna brezku stjórninni, að íslend- ingar hefðu í hyggju að hag- nýta sér fyllsta rétt Haag- dómsins.“ Er þar átt við dóminn I máll Norðmanna, sem þá var ný- lega fallinp þeim í vil. j „Eg benti á“, segir ráðh., ',,að samkvæmt Haagdómnum j væri einhliða réttur strand- [ríkis að ákveða sjálft og eitt | fiskveiðilandhelgi sína. Að J sjálfsögðu yrði sú ákvörðun að byggjast á lögum og rétti, en það væri líka einmítt það, sem íslendingar hefðu 1 hyggj u að gera. Um sllkan einhliða rétt, sem íslendingar . ættu lífsafkomu sína og jafn vel þjóðfrelsi undir að ger- nýta, kæmi ekki til mála að semja, hvorki við Breta né neina aðra.“ Haagdómstóllinn Þesar röksemdr Ólafs ,Thors eiga enn við. Honum hefði verið óhætt að endur- taka þær í viðræðum við for- srh. Breta á Keflavíkurflug- vellinum á síðast liðnu hausti. iÞessi ummæli og fleiri þau, sem hér fara á eftir, er bezta svarið vð því einstæða gorti, isem þessi hæstv. ráðh. flutti hér áðan um stórsigur stjóm- arnnar í landhelgismálinu, | mesta ósigur sem nokkur stjórn hefur beðið í nokkra máli. Um Haag-dómstólinn sagði Ól. Thors í sömu ræðu: „Hvað yrði mikið vatn runnið til sjávar, áður en all- ir þeis dómar yrðu gengnir, og hversu margar mllj. hefði sá málarekstur kostað íslend inga?“ Hann bendir réttilega á það, að sá málarekstur tek- ur langan tíma og kostar mikið fé. Er fróðlegt að bera þetta saman við þá oftrú á alþjóðadómstólinn, sem nú hefur gripið stjórnarliðið. Hvenær skyldu íslendingar hafa endurheimt sjálfstæði sitt, ef þeir hefðu einatt átt að sækja það undir úrskurð alþjóðlegra stofnana? Heiðurssjómaður Þegar Islendingar friðuðu flóa og firði 1952 og færðu ^landhelgina úr 3 mílum í 4, þá mótmæltu Bretar og settu löndunarbann á íslenzkan íslands Um afstöðu ríksstj. segir Ólafur Thors í sömu ræðu: „Stjórnin mun hvergi hopa, fisk. Það stóð í 4 ár, en þá heldur sækja fram til sig- gáfust Bretar skilyrðislaust | (Framhsld á 13 siðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.