Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.04.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 29. april 1961. Danir halda forngripum öllum íslenzkum í Danmörku llla horfir í Laos Nýtt atri’ði í samningi ríkisstjórnanna um lausn handritamálsins í fyrradag var lagt fram á þingi Dana frumvarp ríkis- stjórnarinnar um afhendingu íslenzku handritanna. Jörgen tJörgensen fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ræðu, þar sem hann rökstuddi þá stefnu stjórnarinnar, að rétt væri að koma til móts við óskir íslend- inga, eins og gert væri í frum- varpinu. I Frumvarpinu fylgdi samningur um lausn handritamálsins, sem ríkisstjórnir Danmerkur og fs- Jands hafa orðið sammála um og mun verða staðfestur af þjóðhöfð- ingjum landanna strax og danska Útstillingin mistök Tíminn hefur sannfrétt, að nazistablöð þau, sem voru í sýn ingarglugga bókabúð'arinnar að Laugavegi 8 og mynd birtist af í blaðinu í gær, voru þangað komin fyrir mistök. Eigandi búðarinnar var fjarstaddur, og afgreiðslustúlka, sem alls ekki vissi, hvers konar blöð var um að ræða, lét þau í gluggann eins og venja er um önnur ný blöð. Blöðin voru þegar tekin úr sýningairglugganum í gær og dregin til baka. þingið hefur samþykkt frum- varpið. Samningur þessi er í aðalatrið- um í samræmi við það, sem áður i hefur verið sagt frá, að því þó við- bættu, að íslenidngar afsala sér ekki aðeins tilkalli til allra ís- lenzkra handrita, sem eftir verða í Danmörku, heildur einnig tilkalli til allra annarra erlendra forn- gripa þar. Afsal fslendinga verður þannig víðtækara en upphaflega var gert ráð fyrir og liggja til þess eftir- greindar ástæður: Þegar íslenzku ráðherrarnir, sem tóku þátt í viðræðunum í Kaupmannahöfn, þeir Gunnar Thorodsen og Gylfi Þ. Gíslason, komu heim, skýrðu þeir svo frá, að umræddur samningur yrði ekki gerður fyrr en eftir að adnska þingið hefði samþykkt frumvarpið og að samkomulag væri um, að íslendingar afsöluðu ekki öðru en tilkallinu til þeirra handrita, sem yrðu eftir í Danmörku. Dönsku samningamennirnir virð ast hins vegar hafa skilið sam- komulagið á aðra leið, því að síð- astl. miðvikudag barst íslenzku ríkisstjórninni uppkast að samn- ingi, sem danska stjórnin hafði látið gera og hún taldi byggt á samkomulaginu. Danska stjórnin óskaði jafnframt eftir því, að ís- lenzka ríkisstjórnin staðfesti þenn an samning strax, þar sem ætlun hennar væri að leggja hann fyrir þingið jafnhliða frumvarpinu. í sjöttu grein þessa uppkasts stóð, ,að íslendingar afsöluðu sér ekki aðeins tilkalli til þeirra hand- rita sem yrðu eftir, heldur einnig til allra íslenzkra forngripa, sem væru í Danmörku. Þetta kom íslenzku stjórninni á • óvart, enda ekki í samræmi við það, sem íslenzku samninganefnd- armennirnir höfðu álitið. Niður- staðan varð þó sú, að ríkisstjórnin ákvað að ganga að samningnum efijislega óbreyttum, þar sem ann- að gat teflt málinu í hættu að dómi hennar. íslendingar hafa undanfarinn áratug haldið þannig á þessum málum, að þeir hafa gert tilkall til handritanna, en látið forngrip- ina liggja milli hluta, þar sem ætlun þeirra var að leysa hand- ritamálið fyrst en snúa sér síðan að forngripamálinu á eftir. Samdráttur fram- kvæmda á Suðurlandi Sýning í tilefni af því, að gagnfræða- skóli verknáms hefur nú starfað í 10 ár, er í dag og á morgun haldin sýning í húsakynnum skólans að Brautarholti 18 á gripum nemenda. Þarna er sýnd handavinna og hús- stjórn stúlkna, járnsmíði og tré- smíði pilta, svo og vélritun, skrift og iðnteikningar. Margir þeirra muna, sem eru sýndir, eru ákaf- lega eigulegir, og má þá sérstak-| lega benda á mjög skemmtileg og; vönduð húsgögn, sem fjórðubekk- ingar trésmíðadeildar skólans hafa smíðað. Sýningin er opin í dag frá kl. 5 til kl. 8 og á morgun, sunnu- dag, frá kl. 2 til kl. 10. Horfri vel um Alsírsamnniga Túnis 26/4 (NTB) Heimildir, sem standa mjög nærri serknesku útlagastjórninni í Alsír segja, að útlagastjórnin sé nú fremur en nokkru sinni fyrr albúin að hefja samningsviðræður við frönsku stjórnina um framtið Alsír. Talið er líklegt, að samningar kunni að hefjast þegar í næsta mánuði. Hin misheppnaða uppreisn hefði rutt ýmsum hindrunum úr vegi. Nýju Dehli/Vientiane 28/4 (NTB). Alþjóðlega eftirlitsnefndin í Laos, sem skipuð er fulltrúum frá Indlandi, Kanada og Pól- landi, hefur nú komið saman og orðið ásátt um efni orð- sendingar er send verður stjórnum Bretlands og Sovét- ríkjanna um ástandið í Laos. Nefndin mun halda fund með sér á morgun og ganga þá end- anlega frá orðsendingu þess- ari. I fregnum frá Laos greinir frá enn auknum hernaðaraðgerðum Pathet Lao-kommúnista, er hafa nú u mfjóra fimmtu hluta lands- ins á sínu valdi. Þykir fátt benda til þess, að skammt sé til vopna- hlés í landinu. Að sögn vestrænna hernaðarráðgjafa í Vientiane eru hersveitir Pathet Lao aðeins ör- fáa kílómetra frá höfuðstað lands ins, Vientiane. Þrjár bandarískar herflutningaflugvélar flugu í dag með hermenn stjórnarinnar í Vientiane til Seno, sem er frönsk herstöð í Suður-Laos. Pathet Lao hersveitir hafa sótt fram á þessu svæði og nálgast herstöðina. Þá hefur verið staðfest í Vienti ane, að s.l. miðvikudag hafi Pat- het Lao hersveitir náð á sitt vald hinum mikilvæga verzlunarstað, Muongsai í Norður-Laos eftir all- harða orustu. 1000 hermenn stjórn innar voru þar til varnar en 1500 í liði Pathet Lao. Segir stjórnin í Vientiane að 1000 hermenn hafi verið frá N-Vietnam. Vopnahlé fyrir 12. maí Eftirlitsnefndin um málefni Laos kom saman á fyrsta fund sinn í dag. Nehru, forsætisráð- herra Indlands setti fund nefnd- arinnar og minnti hana á hið mikilvæga hlutverk, er henni væri ætlað að leysa af höhdum. Formaður Laosnefndarinnar er Indverji. Fulltrúi Kanada las því næst upp boðskap Diefenbakers, for- sætisráðherra Kanada. Diefenbak er óskar nefndinni allra heilla en lætur í ljós áhyggjur vegna þess, hversu illa horfi um raunverulegt Vopnahlé í Laos. Fulltrúi Póllands kvaðst mundu gera hvað hann mætti til þess að friður kæmizt á í Laos, en hann sagði hins vegar, að ástandig, í landinu væri til komið vegna þrá hyggju vestrænna hernaðarblakka beindu afli sínu gegn hinum sósíalíska heimi. — Fulltrúi Ind lands lagði áherzlu á, að nefnd- inni hefði tekizt með hjálp inn- fæddra í Laos að ná raunveru- legu vopnahléi fyrir 12. maí n.k., er 14-ríkja ráðstefna skal koma saman i Genf til þess að ræða Laosmálið. Óttast afskipti SEATO Af opinberri hálfu í Lundúnum hefur verið tilkynnt, að Vestur- veldin undirbúi sig nú í því skyni að mæta enn auknu hættuástandi í Laos. Ekkert bendi til þess, að Pathet Lao hyggist leggja niður vopnaviðskipti og Sovétríkin virð ist hafa að engu aðvaranir Breta og Bandaríkjamanna þess efnis, að ef Patet Lao láti ekki tafar- laust af hernaðaraðgerðum, sé samningum um Laos stefnt í voða. í Lundúnum óttazt menn nú, að Suðaustur-Asíu-bandalagið (SEA TO) muni láta til skarar skríða í Laos til þess að stöðva sókn vinstri manna. Muni slíkt hafa í för með sér ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Talsmaður brezka utanríkisráðu neytisins sagði í dag, að erfitt væri ag gera sér grein fyrir hinni hernaðarlegu stöðu í Laos. Það væri hins vegar ljóst, að ekki hefði verið um að ræða meiri- háttar bardaga síðasta sólarhring inn, enda þótt komið hefði til átaka. Talsmaðurinn sagði, að svo virtist sem Sovétríkin væru byrjuð vopnasendingar til vinstri manna að nýju, þótt ekki væri í jafn stórum stíl og áður. Tshombe enn fangi Selfossi, 28. apríl. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Suðurlands var settur af formanni sambandsins, Páli Diðrikssyni, bónda á Búrfelli, í Selfossbíói í dag. Maettir voru 55 fulltrúar af félagssvæðinu, auk stjórnar og ráðunauta. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu og Jón Egilsson, bóndi á Selalæk en ritarar þeir Guð- mundur Eyjólfsson, bóndi á Húsa- tóftum og Ólafur Sveinsson, bóndi á Stóru-Mörk. Formaður flutti skýrslu um störf sambandsins á liðnu árí. Meginframkvæmdirnar voru: Aukn ar framkvæmdir í Laugardælum svo sem afkvæmarannsóknir og og tilraunir með holdanaut. Unnið er og að framkvæmdaáætlun um stóraukna tilraunastarfsemi þar í Laugardælum. Kynbótastöðin hef- ur stóraukið afköst sín og hefur nú sett upp 3 útibú. Búizt er við, að sú starfsemi færi enn út kví- arnar m. a. vestan heiðar. Þá voru tilraunir gerðar með íblöndun maurasýru í vothey og gefa þær vonir um góðan áíangur. Unnið var að ljósmyndagerð úr lofti af sambandssvæðinu. Er það mjög dýr framkvæmd en nauðsynleg, einkum í sambandi við jarðvegs- rannsóknir. Unnið var að bættri fóðurblöndun með auknum fóður- söltum og ýmsar fleiri fram- kvæmdir hafði sambandið með höndum á árinu. Framkvæmdastjóri sambands- ins, Hjalti Gestsson, lagði fram reikninga stofnana sambandsins. Skuldlaus eign í árslok var kr. 3.647.700,00 þar af Laugardælabú kr. 1.870.464.00 og kynbótastöðin kr. 921.615.00. Reikningarnir voru samþ. samhlj. Þá fluttu ráðunautar sambands- ins starfsskýrslur, hver í sinni grein. Samkvæmt skýrslu Kristins Jónssonar, ráðunauts, kom m. a. í Ijós, að nýrækt hafði dregizt mjög^ saman á sambandssvæðinu á árinu eða um 36% miðað við fyrra ár. Samdráttur í votheyshlöðugerð var 45%, einnig miðað við s. 1. ár. Gert'er ráð fyrir að aðalfundar- störfum ljúki að mestu í kvöld en á morgun verður fundi fram hald- ið og þá m. a. rætt um vélvæð- ingu landbúnaðarins. Verður sá fundur opinn öllu bændafólki. Ó.J. , Frenzel fékk 15 ára fang- elsisdóm KARLSRUHE, 28. apr. (NTB). — í dag var kveðinn upp dómur í máli Alfreds Frenzels, hins vest- ur-þýzka jafanðarmannaforingja, sem á s.l. ári var uppvís að njósn um fyrir Tékkóslóvakíu. Frenzel var sakaður um að hafa komið mikilvægum upplýsingum um varnir Vestur-Þýzkalands í hend- ur tékknesku leyniþjónustunni. Sjálfur átti Frenzel sæti í varnar ipjanefnd vestur-þýzka þingsins. Er upp komst um njósnir hans í október í fyrra var honum vikið af þingi og jafnframt úr flokki sínum. í réttarhöldunum viðurkenndi Frenzel sig sekan um það, er á hann var borið. Hann sagði hins vegar, að hann hefði verið neydd ur til þess að gera þetta — fjár- kúgun hefði staðið að baki. Fren zel var sekur fundinn og dæmdur í 15 ára betrunarhúsvinnu. | Coquilhatville 28/4 (NTB). • Sjálfskipaður forseti í Kat- i angafylki í Kongó, Moise Tshombe, er enn í stofufang- elsi á flugvellinum í Coquil- hatville í Miðbaugsfylki. Ekki virðist fyllilega Ijóst, hversu högum hans er háttað og hver fyrirskipað hefur handtöku hans. Hins vegar hafði Tshombe í dag samband við stjórn sína í Elísabetville. Hann sagðist ekki mundu snúa aftur til ráðstefnunnar í Coq- uilhatville enda ætti hann nú ekkert vantalað við aðra stjórnmálaleiðtoga í Kongó. Ráðstefna hefur staðið yfir £ Coquilhatville síðan í fyrri viku og hefur verið rætt um framtíð Kongó. S.l. ■ þriðjudag gekk Tshombe af fundum ráðstefnunn- ar og sagði, að hann gæti ekki tekið þátt í ráðstefnunni lengur, þar sem sýnt væri, að aðrir Kongó foringjar ætluðu að ganga í ber- högg við þá yfirlýsingu Tanan- riverráðstefnunnar í janúar, að sambandsríki yrðu sett á stofn í Kongó. Svo virðist sem Tshombe hafi verið handtekinn með það eitt fyrir augum að fá hann til þess að sitja áfram ráðstefnuna, unz samkomulagi væri náð. Þessu hefur Tshombe neitað, þar til í dag, að talið var hugsanlegt að hann sneri aftur. Nokkur ótti er þó í Elísabet- ville, enda vitað að Tshombe á hatursmenn í Miðbaugsfylki, þar sem eru gamlir hermenn, er hann rak úr þjónustu sinni. Einnig munu Lúmúmbasinnar leynast þar. Hins vegar er talið, að Ka- langastjórn muni ekki gera alvöru úr þeirri hótun sinni að ná Tshombe til baka með vopnavaldi. Er þess getið, að Tshombe sé hvergi nærri orðinn eins fastur í sessi í Katanga og áður. Nokkrar erjur hafi orðið innan stjórnar hans og sér það einkum Munungo innanríkisráðherra í Katanga, sem sé honum andstæður og vilji sjálf ur verða forsætisráðherra. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.